Alþýðublaðið - 22.09.1941, Page 2

Alþýðublaðið - 22.09.1941, Page 2
ALPYÐUBLAPIP MANUDAGUK 22. SEPT. 1M1 Fátt faefir sparað yður fleiri svitadropa Óviðjafnanlega Þvottaduftið og Mána-'Stangasápan i —---------------■ ■---♦ Þjóðarútgáfan — Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins Ársbækur 1941 Lestrarfélögin eru nauðsynleg og þurfa að eflast. En þau geta aldrei kornið i stað heimilisbókasafna. Þjóðarútgáfan teiur það hlutverk sitt að efla bókasafns- myndun á þúsundum íslenzkra heimila. Otgáfan hefur ekki á boðstólum reyfara eða augnabliksbækur. Hún starfar eftir föstu skipulagi tii að efla viðtæka sjálfsmenntun í landinu og skilning á gildi góðra bóka. í ár eru gefin út Úrvalsrit Jónasar Hallgrimssonar, mikið af beztu Ijóðum hans, ljóðaþýðingar og óbundið mál. Um næstu 20 ár kemur árlega ein slík bók, úrval hins bezta eftir helztu skáld landsins. Börn og unglingar á hverju heimili kynnast með þessum hætti öllu þvi bezta úr bókmenntum landsins. Þá verður gefið út bindi af Anna Karenina eftir Tolstoy. Bókin var þrjú ár að koma út á frummálinu. Hún er einhver fullkomnasta skáldsaga veraldarinnar. Margir lesa hana einu sinni á ári. Ef svo fullkomnar skáldsögur eru til á hverju hcimili, geta greindir menn gert samanburð við aðrar sögur, þýddar og frum- samdar. i Ferðasaga Arabíu-Lawrence, síðara bindi, með myndum af söguhetjum og landabréfi af Arabíu. Bókin er heimsfræg fyrir snilld höfundar. Ætlazt er til, að framvegis komi út ein ferðasaga árlega og frá binum ólikustu löndum og þjóð- um. Þegar komið er samstætt safn af slikum bókum, er heimurinn þar í lifandi myndum. Andvari. Jón Sigurðsson gaf Ný félagsrit út í 30 ár. Siðan lét hann Andvara taka við af Nýjinn félagsritum og var fyrsti ritstjóri hans. Tímaritið er þess vegna nú um hundrað ára gamalt. Það heldur að flestu leyti sinu upprunalega formi. í Andvara eru birtar forustugreinar um mestu vanda- og velferðarmál þjóðarinnar. Þar hefur jafnan verið, og er enn, höfuðsókn i sjálfstæðismáli ís- lendinga. Almanak Þjóðvinafélagsins fékk sitt núverandi form i höndum Jóns Sig- urðssonar og Tryggva Gunnarssonar. Það er ein hin vinsælasta bók á íslandi. Þar kemur árlega kafli úr sögu íslands eftir 1874 með myndum af fjölmörgum íslendingum. Nú í ár ritar Gylfi Þ. Gíslason hagfræðingur um fjármál íslands. Á næstu árum kemur út saga búnaðarframkvæmda, útvegsins, verzlunarinnar, iðnaðarins, samgangna á sjó og landi og hinnar margbreyttu aDdlegu starfsemi þessa timabils. í lýðfrjálsu landi verða borgararnir að eiga kost á lilutlausri fræðslu um mannfélagsmál. Slikar bækur vantar tilfinnanlega á íslandi. í fyrra kom út bókin „Markmið og leiðir“, sem merkir prestar og kennarar nota sem texta i ræðum sín- um. Nú er útkomin Mannfélagsfræði eftir J. Rumney, enskan nútimarilhöfund. Dr. Guðmundur Finnbogason þýddi bókina og hefur grundvallað í þessu riti erlend heiti á hugtökum í mannfélagsfræði. Enginn núlifandi rithöfundur gat gert ])etta eins vel og hann, sem sameinar heimspekilega menntun og alveg óvenjulegt vald yfir íslenzku máli. Það er óhætt að spá því, að á næstu árum mun enginn skyn- samur Islendingur skrifa um mannfélagsfræði án þess að kynna sér þessa bók. í fyrra var sögubók útgáfunnar hin fræga æfisaga Viktoriu drottningar eftir Englendinginn Strachey. Hefur sú bók orðið fyrirmynd að beztu æfisögum nú- timahöfunda og minnir að mörgu leyti á sagnaritun íslendinga i fornöld. Nú kemur út frumsamin bók um viðburði siðnstu áratuga eftir ungan sagnfræð- ing, Skúla Þórðarson. Rekur hann þar rás heimsviðburðanna síðan um 1917, hrun Rússlands, eflingu bolsevismans, fasismans og nazismans, kreppurnar, friðarpólitik Chamberlains, nýjungar Roosevelts og aðdraganda yfirstandandi styrjaldar. Forráðamenn útgáfunnar vildu geta boðið þjóðinni eina slíka bók á ári um merkisviðburði mannkynssögunnar, einkum þá, sem hafa beiqj áhrif á líf manna nú á dögum. Þjóðvinafélagið mun innan skamms halda áfram að gefa út fcréf Stephans G. Stephanssonar. Verður leitað eftir áskrifendum að þessari framhaldsútgáfu og hún seld með kostnaðarverði. GARÐYRKJUSÝNlNGHM Frh. af 1. síðu. hafði hún þá staðið í 17 daga, var opnuð 5. þ. m. Geysimikil aðsókn var að sýn- ingunni og lanigmest í gær. Alls hafa séð sýninguna xnimlega 22 þúsund manns, eða til jafnaðai’ töluvert á annað þúsund á dag. Á kvöldin var ýmislegt til skeimt unar, svo sem músík, einsöng- ufr og kvikmyndasýning. "Ekki hefir enn þá verið dnegið um grænmetisbátinn, en buist er við að pað verði gert ’í dag. I dag er verið að hreinsa til í skálanum og flytja buirtu sýn- Ingargózið. Upphaflega átti að rifa sýningarskálann að lokinni sýningu, en nú hefir verið ákveð- ið, að svo verði ekki. Hefir garð- yirkjufélag islands skálann fram til 1. október, en þá verður hann tekinn til aninarra nota. LOFTÁRÁSIR í GÆR Frh. af 1. síðu. voru farnir í björtu frá Bietlandi í gær yfir til N'Orður-Frakklands og stórkostlegar loftárásir gerðar á járnbrautir, verRsmiðjur og iorkustöðvar við Lille og Bet- hune. Það kiom til harðrar viður- eignar í lofti hjá Bethune, og vom 19 þýzkar omstuflugvélar skotnar niður, en 12 brezkar. — Samtals voni i gær eyðilagðar 24 þýzkar flugvélar yfir Norðtur- Frakklandi og 15 brezkar. Qnislinp boðar verka menn til f indar i Oslo! ÍGÆRKVELDI var lesin upp tilkynning í útvarp- ið í Osló, þess efnis, að Al- býðusambandsstjórnin norska væri boðuð til fundar í dag. Er þessi tilkynnjng gefin út samkvæmt fyr|rski,pun hins þýzka landsstjóra Terbovens og „verk- lýðsforingjarnir", sem bofóaðir ern á þennan fuind, hafa allir verið skipaðir af honum eða þjóni hans, Quisling. JÞeö\ sem verkalýðsfélögin höfðu valið til að veita samtðkuniuim forstöðu, hafia allir verið ^eknir frá, fang- elsaðir eða drepnir. Er nú eftir sjá hvaða á- kyarðanir hinjr fylgi'slausa ^or- ingjar“ taka á jfundinluim í dag. ferðar hian afdank- aði keisari i Irai dregiaa fyrir dón? Hann er <enn i Iran. AÐ er nú komið í Ijós, að Rhiza Pavlevi, hinn af- dankaði keisari í Iran, er enn í landinu, og hafa komið fram kröfur um það, að í Teheran, að hann verði dreginn fyrir dómstól. Honum er gefið það að sök, að hann hafi ólöglega sölsað undir sig mikla fjármuni og kom,ið þeim undan til útlanda. Sagt er, að hann hafi komið þannig’ fyrir um 5 milljónum sterlingspunda á Englandi og álíka fjárupphæðir í Ameríku. Sundmeistaramót íslands gerður haldið í Rvík dagana 20. og 22. okt. n.k. Verður keppt í þessum vegalengdum: 100 m. frj. aðf. karla, 100 m. frj. aðf. kvenna, 100 m. baksundi karla, 200 m. bringusundi kvenna, 200 m. bringusundi karla, 400 m. bringu- sundi karla, 400 m. frj. aðf. karla, 4 X 50 m. boðsundi karla, 3 X 100 m. boðsundi karla. Enn fremur verður keppt í nokkrum unglinga- sundum. Þátttaka tilkynnist S.R.R. Box 546' fyrir 12. okt. Sundráð Reykjavíkur. Æskan, 8.—9. tbl. þessa árgangs er ný- komið út. Efni: Með Tasman í suð- urhöfum. Undir bláum seglum, eftir Gunnar M. Magnúss, Sankti Pétur og fiskimaðurinn, Færeyjar eftir Aðalstein Sigmundsson, ís- lenzkir tónlistarmenn, eftir Pál Halldórsson, Sumarkvöld eftir Ólaf Þ. Ingvarsson, í klóm Bakk- usar, eftir Bjarna M. Þorsteinsson o. fl. Aðal-sanðQárslátrm þessa árs er nú að hefjast. Hér eftir seljum vér kjöt, slátur, mör o. fl., eftir því sem til fellst. Slátrin verða send heim, ef tekin eru 3 eða fleiri í senn. Gerið svo vel að senda oss pantanir yðar sem allra fyrst. Sláturtíðin verður stutt og færra fé slátrað hér í bænum en undanfarin ár. Slátnrfélai Snðnrlands Sími 1249 (3 línur) og 2349. Ullarkjólaefni fallegt úrval seljum við aðeins á morgun og þriðjudag. SPARTA, Langaveg 10. Samtíð og saga beitir bók, sem ísafoldarprent- smiðja er að senda á markaðinn að tilstuðlan Háskólans. Eru það 8 erindi flutt í Háskólanum. Efni: Menning og siðgæði eftir Ágúst H. Bjarnason, Straumhvörf í fjáx- munaréttinum eftir Ól. Lárussons Um verðmæti mannlegs lífs, eftir Ág. H. Bjarnason, Áhrif skamm- degisins á heilsuna, eftir N. Dun- gal, Krabbamein, eftir Guðm. Thoroddsen, Guðmundur biskup góði, eftir Magnús Jónsson, Gunn- hildur konungamóðir, eftir Sig. Nordal og Hefndir, eftir Ól. Lár- usson. Stransjrkur. Atamon, Betamon, Flöskulakk, Vanille, Korktappar, Kartöflur lækkaö verð. Tjarnarbúóin P$EBRawy»M H». — Sioii 35-7Q. BREKKA AgvBUagtMp 1. — Sbi Odýrar vSrnn Mýlendnvörnr, Hreinlætisvörnr, Smávörnr, Vinnufatnaönr Tébak, Sælgæti, Snyrtivörnr. Verzlnnin Framnes, Framnesveg 44. Simi 5791. Kvennadeild Slysavarnaiéiags- ins í Hafnarfirði heldúr Fund þriðjudaginn 23. sept. kl. 8,30 s. d. að Strandgötu 19. Vegna hnottfluitnings gjaldkera, em fó- lagskiontur vinsamlega jjeðnar að fjöl'menna til kaffidrykkju með henni StjórnSn, REYKHÚSIÐ Grettisgötu 50 B, tekur eins og að undanförnu kjöt, lax og fisk til reykingar. Fljót afgreiðsla. Sími 4467. I. O. G. T. ÍÞAKA annað kvöld kl. 8,30. — Kristinn Stefánssen talar uro Snerra Sturluson.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.