Alþýðublaðið - 22.09.1941, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 22.09.1941, Qupperneq 4
MAMJDAGUR 22. SEPT. 1041 AIÞÝÐUBLAÐIÐ MÁNUDAGUR U' — Næturlæknir er Theodór Skúla- son, Vesturvallagötu 6, simi 2621. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Hugsmíð um þjóðsöng Brasilíu, tónverk eftir Burle Marx, o. fl. 20,00 Fréttir. 20.30 Um daginn og veginn (Sig- fús Halldórs frá Nöfnum). 20.50 Hljómplötur: Harmóníku- lög. 21,00 Upplestur: Saga (Jón Ósk- ar). 21,20 Útvarpshljómsveitin: Frönsk þjóðlög eftir Mou- ton. Einsöngur (Elísabet Einarsdóttir): a) Kjerulf: 1. Nykurinn. 2. Sov nu mitt barn. b) Bonniansky: Ljúf- ur ómur. c) Hartmann: Nú flýgur lóa. d) Mortensen: Bráðum birtir. e) Reissiger: Guð míns anda. f) Filke: Ég veit einn bæ. g) Ein fögur eik (sænskt lag). 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Áheit á Strandarkirkju kr. 10 frá Villa: Sprengikúla úr fallbyssu kom niður í hlað- varpann hjá bænum Innra-Hólmi í Akranesshreppi síðastliðinn laug- ardagsmorgun. Olli hún miklu umróti í hlaðvarpanum. Frá „Líkn“, Templarasundi 3. Bólusetning barna gegn barnaveiki hefst aftur og fer fram þriðjudaga og föstu- daga kl. ‘6—7 síðdegis. Hringja verður fyrst í síma 5967 á þriðju- dögum kl. 11—12. Geysir var ópekfear við brezfea biaða- meaaina. Deir biðn eftir hommi í 6 tíma - en urðn pö að lokum stórhrifnir. ÆJARSTJÓRNIN bauð brezku blaðamönaunum til Geysis síðastl. laugardag. Hverinn var seinn til og eftir Fenninoarkjólaehi Ullartaa I mörgnm fallegum litum. Silkl í eftirmiðdags" og kvSldkjóla. Cheviot I |dreug|afðt. Wærfatasatin og margt fleira. Verzlunin Snót Vesturgötu 17. Grammifónnlðtnr Feikna úrval af nýtýzku Dansplötum, Harm- onikuplötum og Söngplötum. Einnig mikið úr- val af Klassiskumplötum Alt tekið upp í dag. Hljóðfærahúsið sex tíma bið gaus hann, en f»á voru sumir blaðamennirnir farnir aftur til bæjarins. Lagt var af stað kl. 9.30 um morguninn, og voru alls um 25 manns í förinni. Þegar komið var til Geysis, var borðaður þar hádegisverður í boði bæjar- stjórnarinnar og bauð borgar- stjóri gestina velkomna. Done- gall, markgreifi þakkaði fyrir þeirra hönd. Eftir hádegisverðinn var haldið til Geysis og þótti blaða- mönnunum mikið til um að sjá hverasvæðið. Sápa var sett í hverinn, en hann lét engu síður bíða eftir sér og biðin varð löng. Flestir blaðamennirnir máttu ekki vera að því að bíða, og fóru til bæjarins, en þrír þeirra voru allan tímann og sáu gosið, er það loksins kom, kl. 8.20 um kvöldið. Þá var orðið skuggsýnt og voru fimm bílar látnir lýsa strókinn frá hvern- um upp með ljósum sínum. — Einn Bretinn, Bovill, sem er frá kvikmyndatökufélaginu ,Pathe Gazette/ ætlaði að kvikmynda gosið, en gat það ekki vegna myrkurs. Hann sagðist ákveð- inn ætla að fara aftur austur til að kvikmyndmynda gos. Bovill sagði um gosið: „Við höfum vissulega séð nokkuð, sem enginn okkar hefir séð áður og ég' held að við munum aldrei sjá aftur.“ Annar Breti, Blunt, sagði: ,,Það er dásamlegt! Að hugsa sér alla þessa óbeizluðu orku, sem þarna er.“ Þriðji Bretinn, Lazy, frá „Daily Express,“ sagði: „Það, sem eftir er ævi minnar mun ég minnast dásemda og leynd- ardóma Geysis. Náttúruöflin og nútímatækni hjálpuðust að til að sýna mér og félögum mínum eina mikilfenglegustu sjón þessa heims, — ,Geysi við bifreiðaljós.“ GAMLA BIÖ NYJA BM M skeðl i Paris Ameríksk gamanmynd. Aðalhlutverkin leika: JACK BENNY, JOAN BENNETT Sýnd kl. 5, 7 og 9. Betjar Kaoada (Hearth of the North). Skemmtileg og spennandi ameríksk mynd um hetju- dáðir Canadisku lögregl- unnar. Tekin í eðlilegum liíum. Aðalhlutverkin leika: Dick Foran Gloria Dickson Gale Page. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Þökkum fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar og tengdaföður, ÞÓRÐAR EDILONSSONAR, héraðslæknis. Ben. Gröndal. Gunnar Þórðarson. Halldóra Gröndal. Guðlaug Þorsteinsdóttir. Elliiann og Srorknbætur. Umsóknum um ellilaun og örorkubætur skal skilað á bæjarskrifstofuna fyrir lok þessa mán- aðar. Athygli skal vakin á því, að allir, sem notið hafa ellilauna eða örorkubóta á þessu ári, og óska að fá þau framvegis, verða að sækja um styrk á. ný fyrir árið 1942. Umsóknaeyðublöð fást í Góð- templarahúsinu alla virka daga kl. 10—12 og 2 —5, nema á laugardögum eingöngu kl. 10—12. Umsækjendur geta fengið aðstoð við að fylla út eyðublöðin á sama stað og tíma. BORGARSTJÓRINN í REYKJAVÍK. 61 VICKI BAUM: SUMAR VIÐ VATNIÐ inni, sem Hell hafði setið fastur í. Svo fannst hon- um rúmið fyllast af sagi, og Hell snéri sér í rúm- inu, en það var fullt af sagi, og það var ónotalegt. Fyrir utan gluggann. sat langur sláni uppi í tré og át kírsiber. Hann tróð munninn fullan af kirsiberjum. Hell gekk að trénu. Hann var reiður og ætlaði að kalla eitthvað, en hann kom ekki upp orði. Náung- inn, sem var að borða kirsiberin, hló bara. Og þessi náungi var þá Hell sjálfur, þegar betur var að gáð. Hell hristi tréð. Hnn var orðinn alveg ruglaður. Svo datt þessi náungi niður og hann limlestist allur. — Kirsiberjatréð limlestist líka, og það fór að blæða úr því. Eftir ganginum hlupu hópar af maurum. Nú er nóg komið, hugsaði Hell. Nú vil ég vakna. Og svo vaknaði hann. Hann teygði sig með miklum erfiðleikum eftir vatnsglasinu á borðinu, en hann fann það ekki. Hins vegar fannst honum hann vera kominn inn í eldhús móður sinnra. Móðir hans sat þar á kassa og var að steyta pipar í gamla pjátur- mortélinu. Það var líka ákafleg heitt í eldhúsinu og hann sveið í augun af piparlyktinni. Hell fór á bak reiðhjólinu, sem móðir hans hafði leyst út úr veðlánastofunni, og nú ók hann burtu. Hann ók upp fjöll og firnindi, en þð var ákaflega bratt í fjöllun- um og hann komst ekkert áfram. Einhvers staðar langt í burtu stóð May með markúrið, og hún veifaði til hans. — Ég set ekkí met í dag, hugsaði Hell. Svo datt hann af hjólinu í einni brekkunni og steinnybba stakkst inn í handlegginn á honum. Hann reyndi að finna steinnybbuna, en fann hana ekki, svo gekk hann beint gegnum tilraunastofuna og inn til móð- ur sinnar. Yél, sem var ekki rétt samsett, framleiddi eldtraustar kvikmyndir. Löng kvikmyndaræma kom út úr vélinni og fyllti herbergið, en móðir hans hélt áfram að steyta. Allt i einu sá Hell leiftur og eld- trausta kvikmyndin var farin að brenna. Það var skær og bjartur ljómi. Loftþrýstingurinn var svo mikill, að Hell kastaðist til jarðar. Hann opnaði augun, heyrði sinn eigin hjartslátt og horfði á olíu- lampann. Hann hafði ekki slökkt Ijósið. Lampinn ósaði, og herbergið var fullt af ósreyk. Hell neytti ýtrustu orku og reyndi að safna saman í eina persónu öllum þeim persónum, sem hitaveikin hafði leyst hann upp í. Hann gat risið upþ og nú reyndi hann að átta sig. Gættu nú að þér, sagði hann við sjálfan sig. Hvar er ég? Og hvað gengur að mér? Ég hefi rifið mig á ryðguðum nagla, og það hefir hlaupið illt í sárið. Það er eitthvað meir en lítið að mér. Ég hefi hita. Það á ekki að gera gys að slíku. A morgun ætla ég að sýna Mayreder lækni hand- legginn á mér. Hjarta hans sló þungum slögum og , æðarnar voru þrútnar og blóðið svall í; þeim. En var ekki verið að berja á hurðina? Jú, sannarlega. Hell neytti ýtrustu orku og kallaði: — Já, hvað er að? Hver er þar? hrópaði hann hásri rödd. — Það er ég, Puck, opnaðu, var svarað úti fyrir. Þetta hljómaði kynlega. Það var eins og þoka í höfðinu á Hell og honum gekk illá a ðskilja. Hann stakk fótunum undan sænginni og reíkaðj fram á gólfið. Andartak fannst honum sem veggir herberg- isins væru horfnir og umhverfis sig væri auðn og myrkur. Svo sá hann herbergið aftur í birtu frá ósandi olíulampa. Hell reyndi að ganga nær dyr- unum. Hann náði í stólbak, gat stutt sig við það, komst fram að dyrunum og sagði: — Kom inn! Það er opið. Hell hefði ekki orðið vitund undrandi, þó að furðu- leg draumsýn hefði birzt honum, en þetta fór allt ofureðlilega fram. Dyrnar opnuðust og Puck kom inn. Hún var í vaðmálsfrakka með hettu á höfðinu, eins og þegar hann sá hana í fyrsta sinn. Hún var í sterklegum stígvélum og rennblaut var hún frá hvirfli til ilja. Kuldi og raki kom inn með hermi og regnið dundi á þakinu, þetta sífellda regn, sem var óaðskiljanlega tengt Meyjavatni, eða öllu heldur sumrinu við Meyjavatn. — Er það þú? Hvað viltu? Hvers vegna kemur þú hijigað um miðja nótt? spurði Hell. Hann reyndi að standa beinn fyrir framan Puck í heimabættu náttfötunum sínum. Puck var þjáningaleg á svip- inn, ef til vill hafði hún1 hita eins og hann. Hún var föl í andliti og einhver ókennilegur gljái var í aug- unum. — Ég reri hingað yfir um í bátnum. Klukkan er ekki orðin eitt ennþá, og það er veizla heima. Mamma bauð til sín gestum frá leikhúsnu. Þess vegna fór ég mína leið, sagði Puck. — Tiger kom líka, hann er niðri í bátnum, bætti hún við, og þetta hljómaði í eyrum Hells eins og hún væri að biðja um verijd. Hún lokaði hurðinni og hallaði sér upp

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.