Alþýðublaðið - 25.09.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.09.1941, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR Næturlæknir er Ólafur Jóhanns- son, Laugaveg 3, sími 5979. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 20,30 Minnisverð tíðindi (Axel Thorsteinsson). 20,50 Hljómplötur: Létt sönglög. 21,05 Upplestur: „Feðgarnir“, saga eftir Gunnar Gunnars- son (ungfrú Solveig Guð- mundsdóttir). 21,25 Útvarpshljómsveitin: a) Mars eftir Teike. b) Vals eftir Moszkowsky. c) Ind- versk ástalög eftir Wood- ford-Finden. d) Krýningar- mars eftir Meyerbeer. Tónlist og tíðarbragur heitir ameríksk skemmtimynd frá Warner Bros, sem Nýja Bíó sýnir núna. Aðalhlutverkin leika Dick Powell, Ann Sheridan og Gale Page. Gamla Bíó sýnir mynd- isa Bak við tjöldin. Aðalhlutverk- in leika Maureen O’Hara, Louis Hayward og Lucilla Bold. Vikan, sem kom út í morgun, flytur m. a. þetta efni: „Eigi skal högéva“, 700 ára dáhardægur Snorra Sturlusonar, „Ég skrökv- aði þá ekki“, smásaga eftir Boy Hilligors, auk þess fjölda mynda, framhaldssaga o. fl. 84 ára afmæli á í dag Magnús Þorsteinsson járnsmiður frá Kolsholtshelli, nú til heimilis á Laugaveg 51 B. Leikskóla fyrir smábörn ætlar Bryndís Zoega að starfrækja í húsi KFUM í vetur. Ungfrúin hefir veitt dag- heimilinu í Vesturborg forstöðu í 2 ár. DAGHEIMILI fyrir börn 3—6 ára starfrækir Bryndís Zoega í vetur. Byrjar eftir mánaða- mótin. Upplýsingar í síma 3626, milli 11 og 12 og 4—5 daglega. Bretar seidi Fin- u ifja aðvirai. Liti á H sem óvlianiéð, ef Heir fare iu i Rússliid. AÐ var tilkynnt í London í gær, að brezka stjórnin hefði sent finnsku stjórninni nýja aðvörun þess efnis, að Bretar myndu framvegis og eftir stríðið'líta á Finnland sem óvinaríki, ef það léti hersveitir sínar ráðast á rússnesk lönd, sem aldrei hafa verið finnsk, nú, eftir að Finnar, eru aftur búnir að ná þeim héruðum, s'em Rússar tóku af þeim. í London er talið, að ómögu- legt sé að líta á stríð Finna og Rússa lengur sem neina sér- staka styrjöld aðgreinda frá að- alstyrjöldinni. Útblntns matvata- seðla hafin. THLUTUN matvælaseðla ' hefst í dag. Úthlutað verður fyrir þrjá næstu mán- uði. Fer úthlutunin fram í Góð- templarahúsinu alla virka daga fram til mánaðamóta og stend- ur yfir kl. 10—12 árd. og kl. 1—6 síðd. Stolin bifreið finnst við Reyki. BIFREIÐINNI R. E. 1773 var stolið í fyrriinótt. Auglýsti Iögreglan eftir bifreiðinni í gær- kvöldi 'Og er hún nú fundin. Fannst hún í Mosfeilssveit, ofain við Reyki, en þjófurinn er ó- fundinn. BARNSMEÐLÖGIN (Frh. af 1. síðu.) er vísitalan í júlímánuði sýnir. Enn fremur skyldi við ákvörð- un meðlaganna fyrir tímabilið 1. ágúst 1941 til 31. júlí 1942 taka tillit til þess, að ekki voru greiddar fullar verðiagsupp- bætur á meðlögin fyrir síðast- liðið ár. Fól félagsmálaráð- herra mér og framfærslumála- nefnd ríkisins að gera tillögur að meðlögum á þessum grund- velli fyrir yfirstandandi ár og hefir ráðuneytið nú staðfest þær svo að kalla óbreyttar. Hvað Reykjavík snertir hækka meðlögin sem hér segir: Til fullra fjögurra ára: Úr 600 kr. í 876 kr. Til 7 ára: Úr 505 kr. í 732 kr. Til 15 ára: Úr 600 kr. í 876 kr. og til 16 ára úr 300 kr. í 432 kr. Samsvarandi hækkanir eru svo annars staðar á landinu. Eins og þetta ber með sér er hækkunin nokkru meiri en vísitalan fyrir júlímánuð sýnir, og stafar það af því, að inni- faldar eru í hækkuninni upp- bætur á meðlögin fyrir síðast- liðið ár. Þjóðarviljinn í áfengismálunum (Frh. af 3. síðu.) eins og dropi í hafinu samiainr borið við allar vínbúðiir opnar. Og þeir vita líka að það er hægt að uppræta alit slíkt nú, ef að þvi er gengið með alvörú og allir standa saman. Það er sem betuir fer enn sem komið er, ekki nema , lítið brot ikjósendanna í landinu sem vill leggja sjálfstæði landsins og öryggi landsmanna í sjáanlega hættu fyrir bnenni- vín. Felix Guðmandsson. Auglýsið í Alþýðublaðinu. GAMLA BtÖ ■ lak við ijlldii (DANCE, GIRL, DANCE.) Aðalhlutverk: Maureen O’Hara, Louis Hayward, LuciIIe Ball. Sýnd klukkan 7 og 9, MÝJA BIO 8M| Ténlist og tióarbragur (NAUGHTY BUT NICE.) Ameríksk skemmtimynd frá Warner Bros. Iðandi af fjöri og skemmtilegri tízkutónlist. Aðalhlutverk leika: Dick Powell, Ann Sheridan, Gale Page. Sýnd klukkan 5, 7 og 9. Duglega krakka, nnglinga eða éldra fólk vanfar til að bera út Alpýðnblaðið frá 1. október. Talið við afgrciðsln blaðsins Alpýðu- hnsinu. Fnndnr Stfidentafé- V ' / j HERLÖG I PARÍ$ Framhald af 1. síðu. Önnur fregn hermir, að Þjóð- verjar hafi tilkýnnt, að' hver einasti franskur karlmaður, sem uppvís yrði að því að hjálpa brezkum flugmönnum, sem nauðlent hafa í Frakk- landi, yrði tafarlaust skotinn. En franskar konur, sem yrðu uppvísar að því sama, yrðu fluttar til Þýzkalands og settar þar í fangabúðir. lagsins f bvðld~ Q TÚDENTAFÉLAG REYKJA- U VIKUR heldur fumd ikvöld í Háskólamim um siðforðismálin Fundurinn hefst kl. 81/2- Frummælandi er dr. Broddi Jó- hannession. Þetta er fyrsti fuindurinn, sem Stúdemtafélagið boðar til á þessu ári og má búast við, að stúd- entar fjölmenni á fumdinn. Óskað er eftir stúlkum í á- gætar vistir í bænum og sömu- leiðis út úr bænum. Enn frem- ur vantar stúlkur í ýmis konar daglaunavinnu. Vinnumiðlunar- skrifstofan í' Alþýðuhúsinu.. Sfmi 1327. REYKHÚSIÐ Grettisgötu 50 B, tekur eins og að undanförnu kjöt, lax og fisk til reykingar. Fljót afgreiðsla. Sími 4467. ÚtbreiöiO AipýOublaðlð. 63 VICKI BAUM: SUMAR VIÐ VATNIÐ húsanna, það drýpur af öllum stráum. Hvít þoka svífur yfir öllu vatninu. Fjöllin sjást ekki, húsin sjást ekki, ströndin sést ekki. Seinna léttir þokunni ofurlítið, hún lýsist og greiðist sundur og loksins sést til sólar. Úti á vatninu er vélbáturinn, sem fer áætlunar- ferðirnar. Hann fer ekki lengur samkvæmt áætlun- inni. Hann er að leita og fer ýmsar krókaleiðir. Við alla sjónaukana á ströndinni við Meyjavatn stendur fólk og það horfir í allar áttir. Úti á grasflötinni fyr- ir framan Stóra Pétur stendur Eggenhofer og lætur í ljós sitt álit. Og fréttin berst alla leið út að See- spitz, þar sem Mayredershjónin eru að láta niður í ferðatöskur sínar. En vatnið er sakleysislegt ásýnd- um. Það er lygnt og friðsamlegt. Þrír bátar slæða vatnið með stöngum og línum og neti. Einum bátnum stjórnar leikari frá Vínarborg. Hann er dökkhærður, vel vaxinn og rödd hans er djúp og karlmannleg. í öðrum bát er baróninn. — Hann situr þar í hnipri og virðist vera genginn af göflunum. Hann bendir oft magurri hendi út í loft- ið. Tveir karlmenn róa fyrir hann, en af og til stanza þeir og reka langa stöng ofan í vatnið. Þriðji bát- urinn er breiði pramminn frá baðströndinni. Herra Bimdl situr sjálfur undir árum. Matz stýrir bátn- um og frammi í bátnum liggur Hell, hálfur út yfir borðstokkinn. Hann teygir sig svo langt, að útlit er fyrir, að hann detti í sjóinn þá og þegar. Hell var sá fyrsti, sem til náðist, þegar átti að fara að slæða vatnið. Hann stökk á fætur, fór í bað- kápu og hljóp út í bátinn. Hann hafði ekki mælt orð frá vörum, en hann virtist ekki undrandi á frétt- inni. Hann vissi ekki vel, hvort hann var vakandi eða sofandi, hvort þetta var draumur eða vaka. Hann hafði bundið um handlegginn á sér og hann fann til í handleggnum. Varir hans voru þurrar og augun voru rauð og þrútin. Samt sem áður var hann enn þá gæddur viljaþreki, sem ekki var hægt að buga. Gættu nú að þér! sagði hann við sjálfan sig. Hvað er að? Hvað hefir komið fyrir? Puck hafði komið til hans kvöldi áður, og hún hafði krafist einhvers af honum, sem hann gat ekki veitt henni. Hann hafði verið vondur við hana og hreytt út úr sér ónotum. Svo hafði Puck farið. — Nú fer ég leiðar minnar, langt, langt í burtu, hafði hún sagt, og rödd hennar hljómaði ennþá í eyrunum á honum. Og í votum sandinum á ströndinni voru ennþá spor eftir stíg- vélin hennar. Tiger hljóp alltaf fram og aftur, frá herbergi Hells og fram á ströndina og til baka aftur. Stundum rak hann trýnið upp í loftið og ýlfraði ámátlega. Hell langaði helzt af öllu til þess að ýlfra líka, en það mátti hann ekki, það var öðru nær. Hann beit á jaxlinn, svo að ekki heyrðist tanna- glamrið. Ef Puck hefir farið í vatnið, þá er það mér að kenna, hugsaði hann. En á hvern hátt var það honum að kenna? Hann hafði þó ekki gert neitt ljótt. Hann lifði svo grandvöru lífi sem hann gat, þótt allt færi öðru visi en til væri ætlast. Hann lenti alltaf í einhverjum vandræðum, iþótt hann vildi helzt af öllu lifa í sátt og samlyndi við alla, en áður en hann vissi af var hann orðinn flæktur í viðburð- um, sem hann vildi ekki vera við riðinn. Ef þetta var þá ekki allt saman ljótur draumur, eins og draumurinn um eldtraustu kvikmyndina, sem hon- um hafði fundizt vera að brenna alla nóttina. Hell reyndi að hrista af sér hitaveikimókið, svo að hann gæti hugsað skýrt. Hann vissi minnst af því, sem sagt var. En fólkið við Meyjavatn vissi fleira. Hamingjan mátti vita, hvernig það hafði komizt á snoðir um þetta. Fyrstu. spörfuglarnir, sem tíndu í sarpinn um morguninn,. kvökuðu um brjáluðu barónsdótturina, sem hafði. svipt sig lífi út af fallega sundkennaranum. Og skömmu seinna gekk sú saga, að eitthvað hefði fund- izt úti á flúðunum. í Hell hallar sér út fyrir borðstokkinn og starir ofan í vatnið. í vatnsfletinum sér hann margar myndir af Puck, og hún er sorgbitin og döpur á svip. Á sumum myndunum hefir hún hettu á höfð- inu, á öðrum myndum líjkist hún japanskri ambátt, á enn öðrum er hún að borða ribsber, en á mörgum myndunum teygir hún hendurnar í áttina til hans. Við þessa sjón fær Hell svima og hann skipar að nema staðar. Hann reynir að jafna sig og heldur sér fast í borðstokkinn. Ef Puck hefir drukknað, þá hlýtur hún að fljóta, hugsar hann, og hann segir það líka hárri röddu við Birndl, sem kinkar kolli. Birndl er alvarlegur á svipinn og hann er renn- sveittur í andliti. Matz litli stýrði bátnum eftir því sem Hell sagði fyrir. Stundum hittust bátarnir þrír og áhafnimar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.