Alþýðublaðið - 26.09.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.09.1941, Blaðsíða 4
FCSTUDAG 2G. SEPT. IMI AIÞÝBDBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfs-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: „Glas Iækhir,“ saga eftir Hjalmar Söder- berg, I. (Þórarinn. Guðnason læknir.). 21.00 Strokkvartett útvarpsins: Lög eftir Beethoven o. fl. 21.15 íþróttaþáttur (Sigfús Hall- dórs frá Höfnum). Nýtt íslenzkt met í kringlukasti beggja handa setti Gunnar Huseby í gærkveldi á innanfélagsmóti K.R. — Kastaði hann 69,01 meter. Gamla metið átti Þorgeir Jónsson frá Varma- dal, 67,88 m. sett 1926. Saxnlagningarvél ný eða notuð óskast til kaups Upplýsing- ar síma 4900 Stúkao Freyja nr. 218 heldur fund í kvöld kl. 8,30. Rætt verður um hækkun ársfjórðungsgjalda, o. fl. Æt. ’ Hjónaband. Á morgun verða gefin saman í hjónaband af séra Jakob Jónssyni Guðný Þóra Árnadóttir, Fjölnis- vegi 20 og Kristján Guðmundsson, Framnesvegi 22 B. Matvörukaupmenn halda fund í kvöld til þess að ræða um síðustu verðlagsákvæði, takmörkun í heimsendingu vara og lánsverzlun. Glímufélagið Ármann heldur sína árlegu hlutaveltu n.k. þriðjudag í sýningarskála Garðyrkjufélagsins. Félagsmenn og aðrir velunnarar ^élagsins hafa nú hafið undirbúning að hluta- veltunni. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Svanhildur Vigfús- dóttir og Ingólfur Geirdal frá ísafirði. Messað verður að Saurbæ á Kjalarnesi næstkomandi sunnudag 28. þ: m. á venjulegum messutíma. Síra Hálfdán Helgason. Guðsþjónusta í Keflavík kl. 2 á sunnudaginn. Börn, sem eiga að fermast .næsta vor, eru beðin áð koma til við- tals. Sr. Eiríkur Brynjólfsson. Úthlutun matvælaseðla hófst í gær og voru þá afhent- ir 7000 seðlar. Úthlutuninni verð- ur haldið áfram alla virka daga til mánaðamóta og fer afgreiðslan fram í Góðtemplarahúsinu frá 10 til 12 og 1 til 6 daglega. Guðspekifélag íslands heldur aðalfund n.k. sunnudag og hefst hann kl. 1.30 e.h. Mánu- daginn 29. þ. m. flytur Grétar Nokkrar stnlknr vanar saumaskap, helst karlmanna-' fatasaumi vantar strax Klæðaverzlun Andrésar Andréssonar h.f. Fells erindi: „Bókstafurinn og andinn," kl. 9 síðd. í tilefni af afmælisdegi Hans Hátignar- Kristjáns X. Danakonungs taka danski sendiherrann og frú hans, de Fontenay, á móti heimsóknum í dag kl. 4—6 e. h. Hlutaveltunefnd K.R. er beðin að skila munum á hlutaveltuna eftir kl. 1 í dag í Garðyrkjusýningarskálann við Túngötu. tJr dagbókum skurðlæknisins Eftir James Harpole. ISAFOLDARPRENTSMIÐJA hefir nýlega sent á markaö- aðinn nýja „læknabók" Or dag- bókuan skiuirðlæknis. cftir Jam- es Harpole, en Gunnjaatgur Claes- s©n íslenzkaði. í formá'.anum getur höfundur- inn þessi, að hanai hafi fengið löngun tij þess að rita þessa bók, þegar hann var að fletta 'Uipp í spjaldskrá sinni í leif að gömluim sjúklinigi. Og víst er Um það, .að í spjalds'krám suanra lækna getuH’ verið efni í margar bækuir. Tilganguir höfundarins með bók inni er sá, „að lýsa hihum stór- stígu framförum, sem læknis- hjálipin hefir tekiið síðasta aldar- fjórumginn", eins tog höfumdur- inn segir í formálanuim, en það gerir hann á þanin hátt að gneina frá ýmsuímí isjiúkli’ngum, sem til hans hafa leitað. Bókin er að verða uppseld og er hver síðastuir ,að ná í hana. Óskað er eftir stúlkum í á- gætar vistir í bænum og sömu- leiðis út úr bænum. Enn frem- ur vantar stúlkur í ýmis konar daglaunavinnu. Vinnumiðlunar- skrifstofan í Alþýðuhúsinu. Sími 1327. ■ GANILA BIÖ ■ Bak lið tjöIdiB (DANCE, GIRL, DANCE.) Aðalhlutverk: Maureen O’Hara, Louis Hayward, Lucille Ball. Sýnd klukkan 7 og 9. ■ NÝJA BfO ■ Tónlist ®g§ tfðarbragur (NAUGHTY BUT NICE.) Ameríksk skemmtimynd frá Warner Bros. Iðandi af fjöri og skemmtilegri tízkutónlist. Aðaíhlutverk leika: Dick Powell, Ann Sheridan, Gale Page. Sýnd klukkan 5, 7 og 9. S.H. Gðmln dansarnir laugard. 27. sept. kl. 10 e. h. í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu. — Áskriftarlisti og aðgöngumiðar frá kl. 2. — Sísaá 4900. — Aðeins leyfðir gömlu dansarnir. HARMONIKUHLJÓMSVEIT félagsins. Ölvuðum mönnum bannaður aðgangur. S.G.T. einflðnBÐ eldri daisarnir verða í G.T.-húsinu laugardaginn 27. þ. m. kl, 10 e. h. — Áskriftarlisti og aðgöngu- miðar í GT-húsinu frá kl. 2, sími 3355. SGT-hljómsveitin. Fram K.R. Dansleik halda knattspyrnumenn í Oddfellow á morgun laugardaginn 27. þ. m. kl. 10. Aðgöngumiðar seldir á morgun eftir kl. 5 í Oddfellow. Nefndin« 65 VICKI BAUM: SUMAR VIÐ VATNIÐ skiptust á fáeinum setningum. — Hafið þið fundið nokkuð? — Nei, ekki neitt! — Það væri reynandi að kafa, segir einhver. Svo er bátunum róið burtu. Eftir því sem sólin hækkaði á lofti, varð vatnið tærara og skuggarnir af bátunum urðu dekkri. Á botni vatnsins voru grænar jurtir og skeljar. Allt í einu fann Hell til þjáningar. Þuck, góða Puck, get- ur það verið, að þú liggir hér niðri á botni vatns- ins, hugsar hann. Getur það verið, að ég fái aldrei að sjá þig framar? Og skyndilega var hann gripinn ótta og skelfingu. Þarna niðri á botninum lá Puck og starði á hann brostnum augum. Hann sá hana mjög greinilega, hún var í þykku, lo.ðnu kápunni sinni. Hann stóð á fætur í bátnum og fór úr bað- kápunni sinni og stakk sér í vatnið. Hann hafði fyllt lungun af lofti, gerði sig þungan og kafaði með opin augun. Fyrst gat hann ekkert greint, aðeins sökk dýpra og dýpra, eins og þetta væri botnlaust djúp. Þegar hann kom upp aftur og náði andanum, var eins og hann hefði losnað við allar kvalirnar. En hann skalf og honum var hræðilega kalt, en vatnið rann af honum í stríðum straumum og ofan í botn- inn á bátnum. Tíminn leið. Lestin kom og fór. Frá gistihúsinu Stóri Pétur heyrðist í hádegisbjöllunum. Fjöllin umhverfis vatnið vörpuðu engum skugga á vatnið. Þegar kom inn á grynningarnar, kom Hell auga á eitthvað ljósleitt. Það lá grafkyrrt. Hann kafaði, komst alla leið niður að botni og var nærri því kafnaður. Þetta var þá barkarflettur trjástofn, sem lá þarna á vatnsbotninum og teygði út greinar sínar, eins og þær væru hendur og fætur. Annað var það ekki. Hell kom upp aftur. Hann lá lengi í bátnum og teygði úr sér. Hann var lengi að jafna sig eftir áreynsluna. Vélbáturinn fór fram hjá. Hann var sökkhlaðinn forvitnum farþegum. BirncII tók upp böggul með smurðu brauðr og fór að borða. Svitinn rann af honum og hann hafði fengið blöðrur í lóf- ana af að róa. — Nú hefi ég fengið nóg. Nú verðið þér að róa, herra Hell. Hell tók við árunum, en það varð ekki mikið úr því að hann reri. Hann fann til í handleggnum. —- Ég get það ekki, sagði hann. — Ég er ekki vel heilbrigður! Matz tók við árunum í hans stað og reri. Hann beit á jaxlinn, sex ára karl- maðurinn, fullur af framkvæmdaþreki og viljafestu. í hinum bátnum var net dregið upp, en í því var ekki annað en rekaviður. Einu sinni fór bátur Dob- bersbergs rétt fram hjá pramrhanum frá baðströnd- inni. Hann fór svo nálægt, að Matz varð að draga inn aðra árina. Baróninn horfði sínu brennandi, fjarræna augnaráði á Hell, sem sat í framstefni prammans í hnipri og rennvotur. Þrisvar opnaði Dobbersberg munninn, áður en hann gat komið upp hljóði. En loks gat hann stamað fram: — Eigum við að hætta? Röddin var hás. — Nei, sagði Hell. — Halið þér, að við finnum hana? spurði barón- irm. Hann hafði verið .ögull frá því snemma um morguninn. — Ef hún er í vatninu, þá finnum við hana, svar- aði Hell og hann furðaði sig á því, að hann skyldi þó geta talað svona skynsamlega. — Og ef hún er í vatninu, hlýtur hún að fljóta ofan á. Bátarnir skildust og baróninn hnipraði sig saman.. Hell dró djúpt andann og kafaði á ný. Klukkan varð þrjú. Flutningalestin kom frá Salz- feld. Gestirnir við Meyjavatn höfðu dreift úr sér.. Það var. svo langt síðan nokkuð hafði skeð þar. iSíðustu sumargestirnir lágu í hvílustólum sínum. Þokan greiddist sundur, það sást á tinda fjallanna. og sólin náði loks að skína. Við litlu bryggjuna í Wurmtal höfðu börur verið hafðar til taks. Seinna. bárust þær fréttir, að baróninn hefði verið fluttur heim í skyndi. Hann hefði fengið taugaáfall eða hjartveikiskast. Vélbáturinn frá Meyjavatni þaut yfir vatnið. í bátnum var gamli héraðslæknirinn með svörtu verkfærin sín frá öldinni sem leið. Um. Hell var það að segja, að hjartað í honum var ekki heldur eins og það átti að vera, en það gafst samt; ekki upp. Það bilaði ekki, hvað sem á gekk. En stundum varð honum þó á að hugsa sem svo, að þetta væri erfiðasti dagurinn, sem hann hefði nokkru sinni lifað. Og dagurinn leið, sólin færðist yfir á vesturloftið og trén í Wurmtal vörpuðu dökk- um skugga á vatnið. Klukkan verður fjögur. Tiger hefir hlaupið út í vatnið, og nú syndir hann út. Birndl grípur ánarnar og rær í áttina. Hell skilur strax, hvað um er að vera, hann herðir sig og kafar á staðnum. sem hund- urinn er að sveima kringum. Hann kemst ofan í grænt dýpið og finnur ógurlegan þrýsting hvíla á sér. Andartak langar hann til þess að gefast upp og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.