Alþýðublaðið - 30.09.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.09.1941, Blaðsíða 4
MHWrUDAGUR 30. SEPT. 1941. ALÞÝÐUBIAÐIÐ ■ GAMLA BlOte Bak við tiðldiD (DANCE, GIRL, DANCE.) Aðalhlutverk: Maureen O’Hara, Louis Hayward, Lucille Ball. Sýnd klukkan 7 og 9. B5 NYJA B3Ú eSS| Témlftst og tíðarbragur (NAUGHTY BUT NICE.) Ameríksk skemmtimynd frá Warner Bros. Iðandi af fjöri og skemmtilegri tízkutónlist. Aðalhlutverk leika: Dick Powell, Ann Sheridan, Gale Page. Sýnd klukkan 7 og 9. TÓNLISTARFÉLAGIÐ OG LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR NITOUCHE Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá klukkan 4 til 7 í dag. Ath. Frá kl. 4 til 5 verður ekki svarað í síma. Það tilkynnist hér með vinum og vandamönnum, að jarðarför ELÍNAR MAGNÚSDÓTTUR, frá Dysjum í Garðahverfi, fer fram miðvikudaginn 1. okt. kl. 1.30 frá Elliheimilinu. Aðstandendur. ÞRIÐJUDAGUR Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er Reykjavíkur- og Iðunnar-Apótekum. ÚTVARPIÐ 19.30 Hljómplötur: Lög úr óper- ettum og tónmyndum. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Indland og Indverj- ar, II. (Sigfús Halldórs frá Höfnum). 20.55 Hljómplötur: Symfónía nr. í 2, D-dúr eftir Brahms. 21.50 Fréttir. — Dagskrárlok. Trúlofun sína hafa nýlega opinberað ung- irú Ingibjörg Steindórsdóttir, dótt- ir Steindórs Gunnarssonar prent- ■miðjustjóra, Suðurgötu 8 og Hálfdán Steingrímsson. Ingólfs- stræti 3. 80 ára er í dag ekkjan Sigríður Jóns- dóttir, Hverfisgötu 83. Tvær skemmtilegar bækur eftir Ólaf við Faxafen, sem bera mjög einkenni höfundarins. eru Allt í lagi í Reykjavík (verð 5,5C) og Upphaf Aradætra (verð kr. 4,00) Fást hjá bóksölum. 35 ár voru í gær liðin frá því, að landsíminn var opnaður hér á landi. Gísli Gíslason mag. art. andaðist í gær á Landspítalan- um. Tónlistarfélagið og Leikfélagið sýna ,,Nitouche“ annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar verða seldir frá klukkan 4—7 í dag. Klukkan 4—5 verður ekki svarað í síma. Inntökupróf í Samvinnuskólann hefjast fimmtudaginn 2. okt. kl. 1.30. Frá rannsóknarlögreglunni: í>. 29. ágúst s.l. kl. 12,15 varð brezkur hermaður fyrir bifreið, sem ekið var eftir Shellvegi, og meiddist hermaðurinn nokkuð. — Hann var í fylgd með öðrum her- manni. fslenzkur maður kom þarna að og hafði tal af bæði her- mönnunum og bifreiðarstjóranum. Nú óskar rannsóknarlögreglan eftir að hafa tal af þessum ísl. manni: Frönskunámskeið Alliance Francaise í Háskóla fslands hefjast 1. okt. n.k. Kenn- ari verður Eiríkur Sigurbergsson viðskiptafræðingur. Námskeiðið okt.—des., 25 kennslustundir, kostar 50 krónur, sem greiðast fyrirfram. Glímufélagið Ármann heldur mikla hlutaveltu í dag í Garðyrkjuskálanum við Tún- götu. Þar er mikill fjöldi af 4gset- ismunum, þar á meðal 1000 krón- ur, sem greiddar verða á hluta- veltunni. Kynnið ykkur auglýs- ingu um hlutaveltuna í blaðinu í dag. Systir mín og ég heitir bók, sem bráðléga kemur á markaðinn og líklegt er að veki mikla athygli sakir þess, hve sérstæð hún er. Bókin er eftir 12 ára gamlan dreng, rituð í dagbók- arformi og lýsir drengurinn á sinn barnslega hátt, ógnum þeim, sem dundu yfir þjóð hans, þegar þýzku nazistarnir létu sprengjun- um rigna yfir borgina, sem hann átti heima í og lagði Holland undir sig. Drengurinn flýði ásamt systur sinni til Englands og það- an komust þau systkinin til frændfólks síns í Ameríku. Barns- legur og heillandi stíll er á bók- inni og víát er um það, að hinn litli höfunáur skýrir satt og rétt frá því, sem hann sá og heyrði. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson blaða- maður íslenzkaði bókina. Þessi númer komu upp í happdrætti á hluta- veltu KR.: 2915 matarforði, 7903 saumavél, 20654 kolatonn, 9134 flugvéladeild fyrir börn, 14505 Far á skíðavikuna á ísafirði, 12918 Farseðill til Akureyrar. Vinning- anna sé vitjað til Erlendar Péturs- sonar á afgreiðslu Sameinaða. Lúðrasveitin Svanur leikur á Arnarhóli í kvöld kl. 9, ef veður leyfir. Annars næsta góð- viðrisdag. Stjórnandi er Karl O. Runólfsson. Ranaséknarferðir laosins. HIÐ ísl. náttúrufræðiíélag fór s.l. sunnud. í skemmti- för og rannsóknarför til Þing- valla. Var athugaður gróður og jarðmyndanir. Var þetta önnur ferðin, sem Náttúrufræðifélagið fór á þessu sumri, en sú fyrri var fairan til Eyi'ai'bakka, St'okkseyrar og Hveragerðis- Hefir NáttúrufræðifélagiÖ í hyggju að halda framvegis uppi slíkum ferðum öðrai hvorn. Loftárás Breta á Stettin í nótt 1x BRETAR gerðu miklar loftárásir á Stettin og Hamborg í nótt, en nánari fr'egnir af. þeim árásunr eru enn ókomnar. Stettin er ein af aðalbæki- stöðvum þýzka flugflotans og h erskipaflotans við Eystrasalt og leiðin, sem flugvélar Breta verða ,að fara þangað mjög löng, eða um 1800 km. Útbreiðið Alþýðublaðið. Tiikynningo Frá 1. október n. k mun skrifstofa vor hætta innheimtu á líftryggingariðgjöldum. Iðgjöldum verður framvegis, einungis veitt mót- taka á skrifstofunni í Lækjargötu 2 frá kJ. 9 12 og 1-6 daglega. V átryggingarskrif stof a Slfúsar liiratssiiiF. 67 VICKI BAUM: SUMAR VIÐ VATNIÐ komið. Og í allt sumar hefir regnið streymt niður og baðströndin verið tóm. En núna, þegar sundkenn- arinn liggur fyrir dauðanum, er nítján gráðu hiti í vatninu, og nú vilja allir baða sig. Og þegar hann er alveg að skilja við, kemurðu loksins með bréfið. Það er sannarlega gremjulegt. — Liggur hann fyrir dauðanum? spurði Eggen- hofer og tók ofan höfuðfatið með gistihúsmerkinu. — Það er sannarlega raunalegt. Þetta er svo lag- legur piltur. — Já, skollinn sjálfur hafi það allt saman. Guð má vita, hvort hann hefir það af. Mayreder læknir segir við mig: ■—■ Ekki veit ég, hvort tekst að bjarga honum. Það er mögnuð blóðeitrun í handleggnum og verður víst að taka hann af. En það er ekki víst, að hann kæri sig um það. Því að hvernig á íþrótta- maður eins og hann að geta lifað, þegar búið er að taka af honum handlegginn! í gær reyndi læknirinn að skera ofurlítið í handlegginn, en það dugði nú víst ekki. — Ég er ekki mikill skurðlæknir, segir Mayreder læknir. — Ég hefi ekki skorið upp frá því ég var aðstoðarlæknir, segir hann. Og um hér- aðslækninn okkar er það að segja, að við vitum öll hvers konar náungi hann er, drykkfelldur auming- inn. Það er víst alveg tilgangslaust að leita ráða hjá honum. Resi með kryppuna er alltaf á hnjánum í kirkjunni og biður fyrir honum, og konan mín j hleypur á hverjum degi upp í Ursuluspítalann til þess að vita hvernig honum Ijður. Nú er búið að gefa h.onum morfín, svo að hann kveljis: ekki eins mikið. Og hann getur ekki kvittað fyrir móttöku ábyrgðarbréfs, eins og hann er á sig kominn. Það er áreiðanlegt. . . Bara maður hefði einhverja hugmynd um, hvað í bréfinu stendur, hvort það eru góðar eða slæmar fréttir. Herra Birndl tók bréfið og óg það í hendi sér, þefaði af því og athugaði póststimpilinn og frí- merkið. — Það kemur frá Berlín. Það stendur „Hotel Germania11 á því, sagði hann með spekings- svip. — En hvað sem um það er, verður hann að fá bréfið og það strax í dag. Það er ekki víst, að hann geti svarað því á morgun. Og þó er hann með óraði af áhrifum morfínsins. Það er einkennileg tilviljun, að bréfið skyldi einmitt þurfa að koma í dag. — Nú ætla ég að bíða í tuttugu og fjóra klukkutíma. segir Mayreder — svo ætla ég að hringja til Salzburg eítir starfsbróður mínum. Það verður á minn reikn- ing, segir hann. — Ég vil ekki eiga neitt á hættu með þennan unga mann! — Jæja, hvað er það í raun og veru, sem hann á á hættu, geturðu sagt mér það? Það er víst konan hans, sem stendur á bak við, þú kannast við hana, þessa litlu, feitu. Hún hefir gefið sundkennaranum hýrt auga í allt sumar. Þú getur ekki hugsað þér, hvílík vandræði hafa verið að fást við kvenfólkið í sumar út af þessum blessuðum sundkennara! Vefi hjá honum Schwoisshackel grætur frá morgni til kvölds, eins og sprengd vatns- leiðsla, og allar Ursulusysturnar eru að ganga af göflunum, síðan hann kom til þeirra á spítalann. — Þær stikla allar í kringum hann, jafnvel yfirhjúkr- unarkonan, sem þó er komin hátt á sextugsaldur, í hvert skipti, sem þarf að skipta um bindi á honum. — Já, ég held maður hafi nú séð afleiðingarnar af því, sagði Eggenhofer. — Það var út af honum, sem barónsdóttirin fleygði sér í vatnið. — Þá hefirðu ekki heyrt síðustu fréttir, sagði pósturinn og tók pípuna úr munninum. — Trylltu barónsdóttirinni hefir aldrei dottið í hug að ráða sig af dögum. Hún lifir í bezta gengi. — Hvað ertu að segja maður? Hver hefir logið í þig þessum þvættingi? spurði Birndl ákveðinn á svip. — Það get ég sagt þér. Ég hefi það eftir honum Vierecker gamla. Ég hitti hann í morgun uppi við Zirbitzselið, og hann sagði mér, að hann hefði rek- ist á hana, þegar hann var á leið með skemmtiferða- fólk upp á Eisernen Zahn. Það var nálægt kofanum hans Schleins, bemt á móti Hirzinger-Kees. Hann hafði farið með barónsdótturina upp á Eisernen Zahn og þar varð skemtiferðafólkið að dvelja dag vegna þoku. Barónsdóttirin hafði jóðlað fullum hálsi og var ekki sérlega sorgbitin. Og hún kann að klifra í kletta betur en nokkur fjallarefur. Hún kemur sennilega í kvöld ofan frá Eisernen Zahn. Ég sagði þeim frá því, í höllinni fyrir handan. — Nei, nú er nóg komið, sagði herra Birndl, um leið og hann spýtti um tönri, bæði gramur og undr- andi. Það ætti að setja hana á vitfirringahæli. Þetta er þokkalegt uppátæki! Hér höfum við sveitzt blóð- inu og gert okkur að fíflum með því að róða um vatnið þvert og endilangt og á meðan klifrar hún

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.