Alþýðublaðið - 01.10.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.10.1941, Blaðsíða 2
ALfrYPUBLAPfP MIÐVIKUDAGUR L OKT. 1941. mKYNNINtt Kaup Dagsbrúnarverkamanna í október: í dagvinnu ........... kr. 2.41 á klst. í eftirvinnu ........... — 3.57 á klst. í nætur- og helgidagav. — 4.48 á klst. í katla og boxavinnu: >• Dagvinna ............. kr. 4.15 á klst. Eftirvinna ............. — 6.14 á klst. Næturvinna ............. — 7.72 á klst. STJÓRNIN. Hlkynnlng. Vegna sívaxandi örðugleika með sfendisveina hefir félag okkar séð sig knúð til að takmarka sendiferðir svo sem hér • ' / ■ ' ’ segir: ■" ?>■ : •; ■ « Pantanir, sem eiga að sendast fyrir hádegi, þurfa helzt að koma daginn áður og eigi síðar en kl. 10 að morgni. Síðdegispantanir verða að vera komnar fyrir kl. 4. í von um að heiðraðir viðskiptavinir skilji örðugleika okkar, vonum við að jþeir góðfúslega hagi sér 'eftir þessu. Félag Kjðtverslana fi Reykjavík Frá Langarnessfcðlanom. Öll börn á skólaskyldualdri, sem heima eiga í umdæmi Laug- arnesskólans, og önnur börn, sem stunda eiga nám í skólanum í vetur, eiga að mæta í skólanum sem hér segir: Föstudaginn 3. okt. kl. 1 e. h.: Börn 10 ára og eldri, þ. e. börn. sem fædd eru 1931, 1930, 1929, 1928 og .au börn fædd 19j27, sem eiga að vera í skólanum í vetur. Sama dag kl. 2 e. h.: Böm 8 og 9 ára, þ. e. börn fædd 1932 og 1933. Laugardaginn 4. okt. kl. 1—3 mæti öll 6—7 ára börn, þ. e. börn fædd 1934. Ef eitthvert bam er forfallað að mæta á tilsettum tíma, verða aðstandendur að mæta, eða iáta einhvern mæta fyrir barnið og gera grein fyrir fjarveru þess. JÓN SIGURÐSSON skólastjóri. Ylð fljríiui Verzluuin Yerður pwí lokuð í dag eg nokkra næstu daga m@ia á breytingum stendur VESKALÝÐSEéLÖGíN Framhald af 1. síðu land undirbúi í vetur baráttu sina næsta vor fyrir hækkuðu vegavinnukaupi; en það liefir verið of lágt í sumar, eins og kunniugt er.“ — Segja fleiri félög hér í Reykjavík ekki upp samningum? „Uin það get ég ekki sagt. Ég tel líklegt að bifneiðastjóraféjag- ið Hreyfill segi upp samningtum sinum þegar þar að kemur. Samn- ingar þess félags gilda til l.marz og fresturinn pví ekki útrunn- inn fyr eu 1. desember. Þágilda samningar ]>eir, sem Sjómanaia- félagið gerði við Eimskipafélögin ti:l 31. marz og peim bæri því að segja upp 31. desember, en um það hvort félagið gerir það get ég ekkert sagt. Svo er og wm önmur félög hér í bænum. Öll félög, sem höfðu ge-t sanm- inga við átvimiurekendur tii 1. janúar og ekki hafa sagt upp, hafa sömu samninga og s. I. ár. GAMLA BÍÖ (Frh. af 1. síðu.) Bió. Virðist, að hún geti dugað, þegar föl'k fer að venjast því að sækja sýningarnair kl. 31/2—4. í dag sýnir Gamla Bíó tvær myndir. Fyrri mytidin heitjr „Læknir bófanna“, með J. Car- rol Nash og Lloyd Nolan í aðal- hlutverkununi, en ’sú síðari „Lífs og liðnir“ með Richard Carlson, Charles Winnin'ger og Jean Parker. RÆÐA CHURCHILLS (Frh. af 1. síðu.) iqefni svo sem aluminíum. gúmmí, babmúll og olía, e;n allt ]>etta væri nú í stórum stfl byrjað að senda til Rússlands- —- Ég get ekki gefið neinar glæstar vonir, eða tryggingair u:m framtíðina, sagði ChurchiII aðfok um. Ég get ekki fofað því, að draga muni úr sókn þjóðverja á austlurvígstöðvunúm í vetur né því, að innrásarhættan sé liðiin hjá. Við megum þvert á móti búast við injög hörðum hardög- úm í austri í vor, harðaíri en nokkru sinni áður, og jafnframt gera ráð fyrir alvarlegri innrása'r- hættú. ÖEIRÐIR 1 PRAG Framhald af 1. síðu margmenni ráðizt á eitt fang- elsið, þar sem ýmsir forystu- menn Tékka 'eru hafðir í haldi. Fregnir frá London í morgun skýra einnig frá fangelsumum og ofbeldisráðstöfunum í öðrurn her- teknúm löndum. 1 hafnarborginni Varna í Búlgairíu eru 100 manns sagðir hafa verið tekniir fastir í gær. j Nokkrir sendisveinar óskast strax. Kaup á mánuði með nú- verandi vísitölu kr. 249.00. Upp- lýsingar á Vinnumiðlunarskrif- stofunni. S.R.F.Í. Sálarrannsóknarfélag íslands heldur fund í Háskólanum fímmtudagskvöld kl. 8,30. Forseti: Stutt erindi. Hr. aðalféhirðir Isleifur .Jóns- son: Af gömlurn blöðum. (Erindi úr eigin reynzlit.) Skýrteini við innganginn. STJÓRNIN. r------UM DAGINNJOG VEGINN--------------------} 1 Hermennina vantar skemmtanir. Hvernig er líðan þeina | 3 og hver afstaða þeirra? Sorpskrif í ameríkskum blöðum, j> 3 sem íslenzk blöð birta. Við getum valið á milli, | 1 ► ► 1 l — ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU.--------------- FYRIR ALLLÖNGU síðan skrifaði ég um nauðsyn þess, að setuliðsstjómirnar sæju her- mönnunum fyrir fjölbreyttari skemmtunam en þeir ættu nú völ á. Ég- varð fyrir allmiklu aðkasti glámskyggnra manna út af þessu. Skildi ég í raun og veru aldrei af- stöðn þessara manua. Mín mein- ing var þessi: Það er nauðsynlegt fyrir okkur íslendinga, að þúsund- ir hermannanna, sem hér dvelja nú, hafí eitthvað sér til afþrey- ingar. Ef þeir hafa það ekki, ef þeim leiðist ákaflega, er mjög hætt við því að til óeirða og á- rekstra komi. Það er skylda setu- liðsstjómanna að reyna að sjá svo um. að hermennirnir hafi skemmt- anir, svo að hugur þeirra sé upp- tekinn þær stundir, sem þeir hafa frí frá skyldustörfnm sínum. ÉG TEL, að ýmsir atburðir sanni þessa skoðun mína. Hafa menn tekið eftir því að allir þeir árekstrar, sem orðið hafa, hafa orðið þegar hermennirnir hafa verið á heimleið, eftir að hafa verið að eigra um göturnar i mið- bænum. Ég held að afstaða her- mannsins sé þessi: Hann býr sig upp eftir leiðinleg skyldustörf í herbúðunum e5a á hernaðarstöðv- um og vonar nú, að hann geti skémmt sér eitthvað, þó ekki væri meira en að komast í kynrii við íslending og geta talað við hann. EN ÞEGAR FRÍTÍMINN er bú inn hefir þetta ekki tekizt, her- maðurinn hefir ekki skemmt sér neitt, borgin hefir ekkx gefið hon- um neinar þær skemmtanir, sem hafnarborgir nafa annars staðar upp á að bjóða. Hermaðurinn i'er vonsvikinn heim í kofann sinn eða óvistlegt tjaldið og hann kermir íslendingum um allt saman. Hann er gremjufullur og búinn til að slá um sig. EF TIL VILL finnst einhverj- um, að ég sé með þessu að afsaka þau ofbeldisverk, sem framin hafa verið. En það er langt frá því að ég sé að því. Ég fordæmi þau al- gerlega, og krefst þess, að komið sé í veg fyrir þau. En ég vil að við reynum að skilja ástæðurnar fyrir þeim, því að ef við gerum það, er líklegra, a(S hægt sé að korna í veg fyrir þau. HINS VEGAR er það ekki nema eðlilegt að skrif eins og þau, sem bæði Morgunblaðið og Vísir hafa birt eftir einhverjum amer- íkskum skriffinnum, verði til þess að æsa hugi íslendinga gegn am- eríkska setuliðinu. En ameríkskir blaðamenn eru alveg út af fyrir sig, og á Norðurlöndum hefir blaðamennska þeirra aldrei verið í hávegum höfð. Það er því óþarfi fyrir okkur að taka okkur nærri slettur slíkra manna. Enda sýnir það ekkert annað en vanmáttar- tilfinningu okkar, að láta æsa okkur upp með slíkum umsögnum manna, sem í skorti sínum á frétt- um, sem hafa gildi, grípa til þéss að kitla eyru og kynferðistilfinn- ingar verst menntaða fólksins í Ameríku. Okkur má í léttu rúmi liggja álit þeirra á okkur. OG.ÉG VERÐ að segja það, að íslenzk þlöð geta fundið greinar eftir góða höfunda í ameríkskum blöðum, sem hafa meira og var- anlegra gildi fyrir okkur en níð- skrif í Life eða álíka ritum. Ættu þau fremur að birta þær en níð- skrifin, þó að það sé ef til vill spennandi að birta óþverrann. ÞAÐ ER LÍKA AÐALATRIÐ- IÐ, að við viljum sjálf vera menn- ingarþjóð, í þessari styrjöld hefir það komið berlegar fram en nokkru sinni áðtir, hve menning Norðurlandaþjóðanna gnæfir upp úr menningu annarra þjóða. Á ég þar við menningu allra Norður- landaþjóðanna, því að þær hafa allar, hver á sinn hátt þó, sýnt ínagn það, sem býr í menningu þeirra og verkalýðshreyfingín hefir fyrst og fremst skapað á sxð- ustu hálfri öld. Við erum ein a£ þessum Norðurlandaþjóðum. Okk- ur líður bezt af þeim öllum nú sem stendur. Þær stynja allar und- ir oki styrjaldarinnar, þó að mis- jafnlega mikið sé. Á það eftir að koma 'í Ijós, að sú þjóðin, sem á við langmesta erfiðleika að stríða, sýni mestan manndóm, en sú, sem lifir í allsnægtum, við íslendingar, látum mest undan síga? Bansthaapstefnan i Leipzig. Sýning á vörum, sem ekki eru fáanlegar. AUSTKAUPSTEFNUNNl í Leipzig var nýlega lokið. í þýzka útvarpinu og í, útvarpi herteknu landanna, sem eru undir eftirliti Þjóðverja, var mikið látið af kaupstefnunni og sagt, að hún hefði verið með mestu kaupstefnum, sem haldn- ar hefðu verið í Þýzkalandi. Norskur kaupmaður, sem fór á kaupstefnuna í þeim tilgangi að kaupa vörur, segir frá því, samkvæmt fregn frá Boston, að Þjóðverjar hafi litið á Norð- menn sem óvini sína og það hafi aðeins verið fáar vöruteg- undir, sem þeir fegnu keyptar. Kaupstefnan var yfirleití ekkert annað en stórfengleg blekking. I raun og veru var þetta engin kaupstefna, heldur sýning á vörum, sem ekki voru til sölu. Enn fremur var frá því skýrt í norska útvarpinu í Boston. að Norðmenn fengju ekki að nota þann sænska gjaldeyri, sem þeir áttu að fá fyrir norskar út- flutningsvörur til Svíþjóðar, heldur notuðu Þjóðverjar hann til þess að kaupa fyrir hann málrha og aðrar nauðsynjavör- ur í Svíþjóð. SöQöQöCfflöaöK Ödýrarvírnr: MýIe*5fSiíír©i,a5E9, MreisalætisvoFEBr, SiffiáwHmr, WfiæsasifatsiailsiF ' Tóbak, Sælgæti, Sssyrtivörui*. Ytörzliiislas Pramnes, Fraranesireg 44. Sfmi 5791. X>QQQQQQQOQO<

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.