Alþýðublaðið - 09.10.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.10.1941, Blaðsíða 4
FMafrUDAGUR 9- OKT. 1941 FIMMTUÐAGUR i Næturlæknir er Axel Blöndal, Eiríksgötu 31, sími: 3951. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Dansar. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 20.00 Fréttir. 20.30 Minnisverð tíðindi Axel Thorsteinsson). 20.50 Útvarpshljómsveitin: Lög eftir Herold, Becce og Wald- teufel. 21.10 Upplestur: Þrjú kvæði (Stef- án Haraldsson). 21.25 Hljómplötur: Tilbrigði um barnalag eftir Dohnany. 21.50 Fréttir. Dagskárlok. Vikan, sem kom út í dag flytur m. a. þetta efni: Drottning hafsins og Djúpavík, Dýrgripirnir, smá- saga eftir Constand Wagner, Hali- fax lávarður o. m. fl. Happdrættið. Síðasti söludagur er í dag. Dreg- ið verðiír á morgun. Eiginmanni ofauki heitir ameríksk skemtimynd, sem Nýja Bíó sýnir núna. Aalhlut- verkin leika. Jean Arthur, Melvyn Douglas og Fred Mác Murry. Æfintýri Huckleberry Finn heitir mynd, sem Gamla Bíó sýn- ir núna. Aðalhlutverkin leika Mickey Rooney, Walter Connolly o. fl. Dagmyndin, sem sýnd er, heitir Þöngulhausarnir með Gög og Gokke í aðalhlutverkunum. E3 Blrklr hleður á|raorgim til Arn- arstapa, Sands, Ólafsvíkur og Grundarfjarðar Vörumóttaka til hádegis (íöstudag) AIÞÝÐDBIAÐIÐ ísleazkir Waðamenn í aðaltokistN amer ikska hersins bér. Þeir vorn boðnir pang að í gærkvðldi. AMERÍKSKUM hermönnum er bannað að taka á leigu húsnæði ísiendinga — og herinn mun hafa allar bækistöðvar sín- ar í eigin húsnæði. Herbúðir ameríkska hersins mu'mi ©kki verða hafðar innan- bæjar. , Ameríkskir hermenn hafaekkiís bjarnarmerkið. Herm álaráðuneyt- i’ð hefir ákveðið að merki hcr- sveitanna á islandi skuti verða hringmyndað og í hringnuTn eyja er rís úr bláui hafi við hvítian himmi'nn og með nokkruim öðr- um einkennum. Herirun mun cng- ín matvæli kaupa hér á landi, nema ef til vill fisk. Allar mat- vörur verða fluttiar hingaö, par á meðal smjör og mjólkuTduft, er síðan verðuir blandað vatni og þá drukkið, eins og mjólk. Engum bermönnum er leyft að vera úti á kvöldin eftiir k]. 11,30, neana með sérstöku leyfi. Herinn flytur,ekkeft áfengi inn. Hinsvegar muniu miatairfélög libs> foringja hafa í huga að haifa á- fengi til eigin netkunar. Auk þess verður flUtt inn sterkt öl og fær hver hennaður rúma 6 lítra á mánuði. Ölluim hermönnum, sem sjást ölvaðir á almannafæri verður hegnt. Bonesíeel herforingi skýrðu ritstjóruim íslenzkra blaða frá þessu í gærkvöldi, en þeir voru í hoði hersins I bækistöðvuim hans utan við bæinn og snædd'u fevöld- verð með þeim. Lét Bonesteel Herfioringi sve utm mælt, að hann og foringjar hans myndu gera allt sean í þeirra vaildi stæðr til þess að sambúðin við setulið- ið reynist sem hezt. Nýr pýzkur iektor við háskólanB. NÝR ÞÝZKUR lektor hefir verið ráðinn að háskólanum í vetur. Er það frú Dr. Irmgard Kroner, s«m dvalið hefir liér á landi ásamt manni sínum Dr. Karl Kroner síðan haustið 1938. Hjónin eru bæði læknar, en frúin hefir árum saman lagt mikla stund á má'l, aðallega Norðurlandamál, við háskólann í Berlín, og talar íslenzku eins og aðeins fáir útlendingar. Hafa hjónin ferðast hingað áður, árið 1926 og 1933, en í Berlín var heimili þeirra jafnan opið íslend ingum. Við háskólann mun frú Dr. Kroner halda uppi kennslu í þýzku í vetur svo og flytja fyrir lestra um Þýzkaland og þýzka menningu. Fyrsti fyrirlestur hennar verður annað kvöld kl. 8, í fyrstu kennslustofu háskól- ans, og verður efni hans: Der Rhein und seine Lieder. Mun þar verða lýst° landslagi Rínar- héraðanna, sögu þeirra, þjóðlíf og skáldskap, en skuggamyndir verða sýndar til skýringar. Öll- um er heimill aðgangur. AÐALFUNDUR PRESTAFÉ- LAGSINS er fjailar uim kirkjuþingsmálið. Umræður um skýrslu fé]agsstj.órn arinnar, sérstaklega um útgáfu nýrra prestahugvekna. — Fram- sögumaður séra Jón GÚðjónsson. Kl. 8,30' e -h- Aukaverk. Fram- sögumenn séra Árelíus Níeisson og séra Einar Guðnasón. Um- ræður. Kl. 8,30 e. h- Aitarissakramen.t- ið. Franisögumaður prófessor, dr. Magnús Jónsson. Umræður (i Háskólakapelluinni). Kvöldbænir (séra Þorsteinn Briiem, prófast- ur). Lamgard. 11. októher. Kl. 930 f- h. Morgunbænir (Sig- GAMLA BtÓ Æfintýrl Hucklebeyrr Fins eftir skáldsögu MARK TWAIN. Aðalhlutverkin: Mickey Roontey. Sýnd kl. 7 og 9. Áframhaldssýning kl. 3.30.6.30 hðDgDlhansar með Gog og Gokke. NÝJA BfÓ Eiginmanni ofaukið! (Too many Husbands) Amerísk skemmtimynd með Jean Arthur Melvyn Douglas og Fred MacMurry Sýnd klukkan 5, 7 og 9. (Lækkað verð kl. 5) Innilegt pakklæti fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við fráfall og jarðarför Arna Guðmundssonar. Þórdís Eyjóifsdóttir. Soffía Guðmundsdóttir’ Kr. Kragh Guðmundur Guðmundsson. c Listsýniigin opin frá ki. 10—22 daglega tíð 22. okt. urgeir Sigurðsson biskup). Kl- 10 f. h- Veiting prestakalla. Framsögumaður Ásmundui' Guð- mundsson. Umræður. Kl. 2 e- h- Nefnd skilar áliti uim kirkjuþingsmálið. Umræður. Kfí 5 e. h- Mál, sem upp kiunna að vera boxin. Kosning stjómar og endurstooðenda. Fundarslit. Kl. 6 e. h. Guðsþjónusta með altarisgöngu' (séha Friðrik Hall- grimsson dómprófastur). 71 VICKI BAUM SUMAR VIÐ VATNIÐ inni. — Ég verð að fara á fætur, ég skal komast á fætur, sagði hann. En hann hafði rétt áður eytt öll- um þeim kröftum, sem hann átti afgangs, og röddin ibilaði, hann gat aðeins hvíslað. — Svona, svona, vertu jiú rólegur, sagði forstöðukonan. Hell varð þess var, að skeið var stungið inn á milli tanna hans, og í þessari skeið var eitthvað beizkt. Svo drakk hann vatnssopa og hallaði sér aftur á bak á svæfil- inn stundarkorn, áður en hann legði af stað í förina til Berlínar. — Ég er bara ofurlítið þreyttur, sagði hann og brosti afsakandi. Og í sama bili fannst honum hann vera kominn aftur til Waikiki, þar sem May beið eftir honum, litla, trygglynda og góða May. ❖ * * * Það skeði margt undarlegt í sambandi yið Hell, og >það fór fram á langri járnbrautarferð. Hann svaf, en það var ekki reglulegur svefn. Hann vaknaði stundum, en þó var það ekki venjuleg vaka. í hvert skifti, sem hann opnaði augun, sá hann sama her- ibergið, sama merkið á, ullarbrekáninu, grófu sjúkra- hússkyrtuna, brúna vegginn með myndinni af heil- agri Ursulu með rakablettunum á. En enda þótt allt væri óbreytt, fannst honum hann alltaf sjá eitthvað oýtt í hvert skipti sem hann opnaði augun. Einu sinni birtizt Hell maður, sem hann kannaðist við, enda þótt hann hefði gleymt, hvað hann héti. Það var lítill, feitlaginn náungi. Hell vissi ekki ann- að um þennan mann en það, að hann væri vatns- hræddur, en þó allra bezti náungi. Hann hélt um handlegginn á 'Hell, hcrfði á úrið sitt og var mjög áhyggjufullur á svipinn. Þetta stóð yfir aðeins and- artak, svo hvarf hann í svartri þoku og ferðalag Hells hélt áfram. í annað sinn fannst honum stofan full af fólki, sem var í miklum önnum. Það hvíslaði og ónáðaði Hell. — Klefinn er yfirfullur, sagði Hell gremjulega. — Já, það er satt, en þetta lagast bráð- um, var sagt við hann. — Ég vil, að móðir mín komi, sagði hann, og honum fannst þessi krafa hans koma öllum viðstöddum í mikinn vanda. Hell varð leið- ur á þessu öllu saman og lagði sig út af, til þess að sofa. Hann var vakinn á ný, og í þetta sinn stóð hjá honum maður, sem hann þóttist þekkja að væri rektorinn við skólann, sem Hell var í. Hann var með stutt, ljóst efrivararskegg og gullspangargleraugu. Hann reyndi strax að hegða sér, eins og góðir læri- sveinar eiga að hegða sér. — Gott kvöld, herra rektor! sagði hann kurteislega. Þeir höfðu kallað hann Stryx, þegar þeir voru drengir, og Stryx hafði alltaf sýnt áhuga sinn á málum nemendanna á þann hátt, að skipta sér af því, sem honum kom ekkert við. Jafnvel núna gat hann ekki neitað sér um það, að taka bindið af handleggnum á Hell, borfa á sárið og drepa létt högg á handlegginn. En þó var það ekki beinlínis þægilegt. Hell var ekki enn þá farinn að missa tennurnar, og hann beit þeim fast saman. — Vertu hugprúður, vinur minn, vertu hugprúð- ur, sagði Stryx glaðlega, eins og Hell væri að ganga til prófs. Svo kom Mayreder læknir, já, það var ein- mitt Mayreder læknir, litli, feiti maðurinn, sem Hell hafði ekki munað, hvað hét. — Hann beindi að honum mjög sterku Ijósi. Það virtist vera komið kvöld, eða var það nótt? — Prófessorinn frá Satzbury er komin hingað, til þess að lækna yður, herra Hell, sagði hann. — Nú skulið þér ekk ivera hræddur lengur, þetta fer allt saman vel. Þér þolið þetta Hell var ekki vitund hræddur. — Já, já, sagði hann og lét skína í tennurnar. — Þetta fer allt saman vel. Það er allt komið í lag. Bréfið er komið. — Já, það er rétt, vinur minn, sagði Stryx vin- gjarnlega. — Við þurfum nefnilega að skera ofur- l’ítið í þetta. Þér samþykkið það, er ekki svo? Þér verðið alls ekki var við það. Og þetta verður engrar stundar verk. Hell svaraði ekki. Hann þagði stundarkorn, og á þessari stuttu stund glaðvaknaði hann og gat nú hugs- að skýrt. , Það voru fjórar manneskjur í herberginu: Hvít- skeggjaði læknirinn frá Salzbury, Mayreder lækn- ir, forstöðukonan og ein systranna. Og öll voru þau klædd hvítum, skósíðum kyrtlum og höfðu hvíta húfu á höfðinu. Augun voru uppglennt, og æsinga- svipur var á andlitunum, eins og títt er um fólk, sem rifið er upp um miðja nótt til verka, sem ber hraðann á að framkvæma. Hell var með fullu ráði, en hann var mjög fölur. — Þarf að taka handlegginn af? spurði hann með hægð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.