Alþýðublaðið - 11.10.1941, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.10.1941, Blaðsíða 1
■ y y^yfh% ywyhy n «\ni- ALÞYÐUBLAÐIÐ EITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXII. ÁRGANGUR tAUGARDAGUR 11. OKT. 1941. 23S. TÖLUBLAÐ stu skriHdrekasveltlr Þ|éð aAelns 80 km. f«*á Moskva Kremlmúrinn og rauða torgið í Mosltva. Byrjað verðnr á bygginp báistofn hér i Reykjavík innan skaims. Hún á að standa í Sunnuhvolstúni. Verkamaoflabústaðir í Hafnartirði. Bygging 12 íbnða er ntl byrjuð. BYGGING þriggja verka- mannabústaða er nú haf in í Hafnarfirði. Eru í þeim 12 íbúðir. 8 þriggja herbergja með eldhúsi og 4 tveggja herbergja með eldhúsi Búið ei’ að selja all-ar ibúöirnar félagsmönnuim. Efni til bygging- anna er næsturn allt tryggt, log stendur Steingrímur Bja'rnasion trésmíöameistari fyrir byggingun- um. [ Vierkamannabústaðiniir stancla niorðan Helúsgerðis, við væntan- lega framlengingu Skúlaskeiðs. Er þetta hinn ágætasti staður. Bústaðirnir verða alliir upphit- aðir með rafmagni og í þvotta- húsumum verða rafmagnsþvotta- pottar. Áætlað er, að íbúðirnar kiosti álíka mikið og samsváíandi íbúð- ;ir í verkamannabústöðunum, sem nú er verið að byggja hér 'í Rieykjavík. Rögrnvaldur Sigurjónsson heldur píanóhljómleika í Gamla Bíó á morgun kl. 3. Bálfarafélag ís- LANDS hefir í hyggju að hefja á næstunni byggingu bál- stofu hér í Reykjavík Hafa þeg- ar safnast til bálstofubyggingar innar um 100 þús krónur og von ast stjórn Bálfarafélagsins eftir því, að fé það, sem á vpntar, muni fást, þegar hafizt sé handa um framkvæmdir verksins. Bálfarafélagið hefir þegiar feng- ið allstóra lóð hjá bænum undir bálstofuna. Er það í Sunnu- hvolstúni, austanvert við Rauð- arárstíg. Þá hafa verið lögð drög að því, að fá hingað líkbrennslu- ofn frá Englandi. Ekki er ennþá hægt að skýra frá tilhögun bygg- ingarinnar, því að teikningar eru efcki fullgerðar. Að vísu átti Bál- farafélagið gamla teikningu, en búizt er við, að það þurfi að breyta henni. Nýlega hefir borizt tilkynning frá Edinburgh Crematoritiim um, að bálför þriggja íslendinga hafi farfð þar fram 28. ágúst s- 1. Nöfnin eru þessi: Helga Th'Or- laeiu's, Jóhann Jóhan’nsson, Jö- hannai Þórðardóttir. Duftið hefir verið sent hingað ti] iands og ráðstafað af ,va'ndia- mönnuni hinna framliðniu. Aður nefnd bálstofa í Edintborg hefir tiekið að sér að sjá um líkhrennsiu hérlendra manma, fyrir milligöngir Bálfarafélags ís- lands, þangað til hægt verður að framkvæma þá athöfn hér á landi. Komnar til Mozhaisk miðja vegu þangað frá Viazma. ...... - Em stérorasstur stenda að baki poliai og mllli Orel og Moskva. ....... SÍÐUSTU FREGNIR FRÁ LONDON hafa það eftir þýzkum heimildum í morgun, að fremstu skriðdreka- sveitir Þjóðverja á vígstöðvunum vestan við Moskva séu nú komnar meira en hálfa leið frá Viazma til höfuðborgarinn- ar og hafi þegar tekið Mozhaisk, sem stendur við járnbraut- ina þangað, aðeins 80 km. frá Moskva og alllangt austan við Borodinó, hinn sögufræga stað, þar sem Napolion vann sigur sinn á Rússum í september 1812, áður en hann hélt innreið sína í Moskva. í London er sagt, að þessi fregn geti haft við rök að styðjast, en það sé ekki líklegt, að það séu nema fáeinar vélahersveitir, sem komnar séu til Mozhaisk og sé eftir að sjá, hvort þær geti haldið borginni. Þá segja Þjóðverjar teinnig, að hersveitir þeirra haldi áfram sókninni frá Orel í norðurátt áleiðis til Tula, sem stendur við járn- brautina frá Charkov til Moskva um miðja vegu milli Orel og höfuðborgarinnar. í síðustu herstjórnartilkynningu Rússa, sem birt var í London í morgun er ekki annað sagt en það, að harðar orustur hafi verið háðar á allri herlínunni í nótt, og eins og síðustu sólarhringa verið barizt ákafast við Viazma og Bryansk. Er viðurkennt í herstjórnar- tilkynningunni, að Þjóðverj,um hafi tekizt að reka nýjan fleyg inn í herlínu Rússa hjá Viazma, en fullyrt, að sókn Þjóðverja hafi verið stöðvuð að minnsta kosti í bili norðan við Orel. Aðalher Timosjenkos er ekki umkringdnr. Blað rússnieska hersins, „Rauða atjarnan í Mioskva, neitar því al- gerlega, að nokkur hæfa sé í, að Þjóðverjum hafi tekizt að um- kringja meginhe'r Timosjenkos marskálks. Það segir, að enda þótt þeir hafi með. ofurefli liðs og ógrynnum skriðdreka og fiug- véla getað rofið herlínu Rússa , á tveiinur stöðum, þá hafi hvergi nærri tekizt að vinna neinm úr- sli'tasigur. Enn sé Viazma í höndum Rússa, þrátt fyrir iát- Laiuis áhlaiup Þjóðverja á borgina síðuistu þrjá sólarhringa. „Rauða stjarnian“ segir einn- ig, að áymilli þeirra staÖa, Vi- azma og Bryan.sk, þar sem Þjóð- verjium hafi tekizt að "hrjótast í gegn, sé um 450 km. vegar- lengd þannig, að það nægi ekki aðeins að rjúfa herlínu /Rússa á þessuim stöðum til þess að umkringja allan her Timosjenk- os. Aufc þess heldur blaðið því fram, að mokkur hluti þess hers, sem Þjóðverjar umkringdui við Viá'zma, hafí nú brotizt úf úr herkvínni og sameinast aftur að- alhernum. Aðalblöð sovétstjórn- arinnar iog kommúnistaflolíksins, „Isvestia“ iO'g ,,Pr,avda“ gera þó ekki lítið úr þeirri hættu, sem, Rússlandi standi af hinni íniklu sókn Þjóðverja.einkum rússneska iðnaðinum. (Frh. á 2. síðu.) Bitler hefir 7 milj- ónir, StaliB 10-15 milj. BBdir vopnnm GARVIN, hinn þekkti ritstjóri brézka stórblaðsins “Observer,” sem stendur mjög nærri Churchill, sagði nýlega í grein, sem hann skrifaði undir éigin nafni í blað sitt, að Þjóðverjar myndu nú hafa samtals mn 7 milljónir manna undir vopnum, þar með reiknað allt það lið, sem þeir hafa heima, í Þýzkalandi og í herteknu lönduniun. Rússa telur hann hins- vegar munu hafa um 10— 15 milljónir manna undir vopnum. Það er erf itt að vera laBdráðamaðBr i Noregi. BIRGER MEIDEL, sem fyr- ir nokkru bað um lausn frá ráðherrastörfum í stjórn Quislings í Noregi og tók aftur við embætti sínu sem prófessor við háskólann í Osló, hefir nú beðið um lausn frá því starfi. Hefir hann í hyggju að starfa við háskólann í Jena í Þýzka- landi samkvæmt skipun nazista stjórnarinnar Stúdentarnir í Oslo sýndu honum svo mikla fyrirlitningu, að honum var ókleift að kenna þar. Það er erfitt að vera land- ráðamaður í Noregi Togararnir ero að hætta ís- Mssiglingnm tii finglands. ....♦ .. Ástæðan: Hámarksverðið og toll~ nrinn í Englandi og tregnr fískur. TOGARARNIR eru nú hver af öðrum að hætta. Ástæðurnar eru margar, eftir því sem Ásgeir Stef- ánsson framkvæmdastjóri Bæjarútgerðarinnar og Hrafnaflóka í Hafnarfirði og Ól. Jónsson' fram-kvæmda- stjóri Alliance, sögðu Al- þýðublaðinu í morgun. Fyrst ioig fremst telja útgerð- armenu að aðstaðan til veiða og siglinga hafí svo gjörbreytzt til hins verra við hámarksverðið og innflutningstolliinn í EinglaWdi, að j ekki sé hægt að sigla, nemaiueð stórtapi. í öðru lagi er nú mikil fiskitregða og bætir það ékki að- stöðu skipanna. Allar líkur benda til þess að ef ekki verður gerð breyting á hámarksverðinu í Englandi og hinum nýja innflutnmgstolli é fiskinum, þá miuni siglingar fískji- skipanna stöðvast alveg. Hinsveg ar muntu þaiu skip, sem voxa farin á veiðar, áðuir en kiunnug varð til fulls um hámarksverðic og fiskitollinn fara út með aflí sinn, en þau munu þætta, ei heim kemur, ef engar breyting- ar hafa þá verið gerðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.