Alþýðublaðið - 13.10.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.10.1941, Blaðsíða 4
MANUDAjQUR IX OKT. tMl. MÁNUDAOUR Næturvörður er Gísli Pálsson, Laugaveg 15, sími: 2474. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnarapóteki. ÚTVARPIÐ: 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Þmgfréttir, 20.00 Fréttir. 20.30 Um daginn og veginn (Vil- hjálmur Þ. Gíslason). 20.50 Útvarpshljómsveitin: Rúss- nesk þjóðlög. Einsöngur (Magnús Jónsson; tenór): a) Palmer: Svo fjær mér á vori. b) Eyþór Stefánsson: Lindin. c) Sig. Þórðarson: 1) Mamma. 2) Hlíðin. d) Santa Lucia, ítalskt þjóðlag. 21.25 Hljómplötur: Dans (Bolero) eftir Raval. o. fl. 21.50 Fréttir. Kirkjuritið, októberheftið er nýkomið út. Efni: Ó, lífeins faðir, ljóð eftir séra Helga Sveinsson, Höfuðdrætt- írnir í ævi Jesu, eftir dr. Jón Helgason, biskup, Prestahugvekj- urnar, Visitaziuferð um N.-Múl. eftir Pétur Sigurgeirsson, stud. theol, Á gömlum merg, eftir séra Þorstein Björnsson, Bók um mikil- menni eftir Magnús Jónsson. Deild arfundir Prestafélagsins, Aðalfund ur Prestafélagsdeildar Austurlands, Suðurlands og Vestfjarða, Kirkju- þing íslendinga í Vesturheimi o. m. 'fl. Filadelfia, Hverfisgötú 44. Samkoma í kvöld kl. 8.30. Marg ir ræðumenn, söngur og hljóðfæra- sláttur, einsöngur. Allir velkomn- ir. . Skíöa og skautafélag Hafnarfjarðar heldur aðalfund þriðjudagskvöld kl. 8.30 í Góðtemplarahúsinu. Skorað á félaga að f jölmenna. Ægir, 9. blað þessa árgangs, er nýkom- ið út. Efni: Efnabjreytingar við skemmd á fiski, Rannsóknir í þágu sjávarútvegsins, Línu,veiðaripn ,,Jarlinn“' ferst. Eiríkur Einarsson, hafnsögumaður ísafirði, Útvegun á salti' fyrir vetrarvertíðina, Skýrsla um afla herpinótaskipa sumarið 1941 o. m. fl. Dýraverndarinn 5. tbl. þessa árgangs er nýkom- AIÞÝÐDBIAÐIÐ Mirskt skip, sem er kemið taimgað sknt kafbát i kaf. IGÆR skýrði Lundúna- ;; útrvarpið frá eftirfar- ;! !; andi: „Skipverjar á norsku ; | ;; vöruflutningaskipi, sem ný ; ;| lega er komið til R'eykja- ;| víkur, skýra frá því, að jl ;| þegar skipið var á leiðinni I; til íslands hafi þýzkur kaf ;; ; bátur ráðist á skipið. Hitti ; ! hann það með tundur- j; !; skeyti, en án þess þó að það ;! :; ylli verulegu tjóni. Skip- j; 1; verjar hófu þegar í stað ;! skothríð á kafbátinn og eft ! I ;! ir örstutta viðureign kom ;; upp ægileg sprenging í kaf- !| !; bátnum og hár strókur !; !! gaus upp. Síðan urðu skip !; !! verjar ekki varir við kafbát ;; :; inn. ; ið út. Efni: Viðskipti manna og dýra, eftir Bjarna Sigurðsson, Kátur, frásögn um hund, Útigangs fé, eftir Guðmund Friðjónsson, Minningar, eftir Pétur Beinteins- son frá Grafardal, Vitnisburður James Haggs, Særðum líknað, kvæði éftir Pétur Beinteinsson. Strandakirkja. Áheit frá Þ. S. kr. 10.00, Nýtt kvennablað. 2. blað 2. árg. er nýkomið út. Efni: Georgia Björnsson ríkisstjóra frú, Jóhanna Þórðardóttir. eftir Mariu J. Knudsen, Skólaheimili, eftir G. St., ,,Gjafir eru yður gefnar“, eftir Eufemiu Waage, Einkennileg framkoma Mennta- málaráðs, bókafregn o. m. fl. Veginum frá Alviðru og með Þingvallavatni að vestan- Verðu, að vegamótum Reykjavíkur- Þingvalla vegarins verður lokað fyrir almennri umferð frá mið- nætti þ. 14. þ. m. og til miðnættis þ. 16. þ. m. (Tilkynning frá brezku setuliðsstjórninni). 500 kr. á hlutaveltu Fram í gær fékk Guðm. SigurbjÖrnsson Brekku- stíg 8. 70 ára var í gær Olgeir Júlíusson fyrr- um bakari á Akureyri. Frönskunámskeið. Alliance Francaise í Háskóla ís- lands eru nú byrjuð. Kenslan fer frám hvern virkan dag kl. 6—7. Kent er í 3 flokkum og er enn hægt að bæta við nokrum nemend- um ef þeir gefa sig strax fram í Háskólanum eða hjá forseta félags- ins Pétri Þ. J. Gunnarssyni sími 2012. Hjartans þakkir færi ég starfsfólkinu hjá Slátur- félagi Suðurlands fyrir þá höfð- inglegu gjöf, sem það sendi mér. Guð blessi ykkur öli. Einar Berg- steinsson Vífilsstöðum . Hæsti vinningurinn í Happdrætti Háskólans kom að þessu sinni upp á %-miða. Var einn þeirra í umboði frú Marenar Péturs dóttur, Laugavegi 66, annar hjá Helga Sivertsen, Austurstræti 12, en hinir tveir á Akureyri. — Næst hæsti vinningur, 5000 krónur, var einnig á fjórðungsmiða og seldust allir hlutirnir hjá frú Marenu Pétursdóttur. Heilbrigt líf, tímarit Rauða Kross íslands er nýkomið út. Efni >m. a. Baðsiðir fyrr og nú eftir G. Einarsson,’ Berklasmitun eftir Sigurð Sigurðs- son, Er ástæða til að bæta brauð- in, eftir Niels Dungal, Heilsuvernd- arstarfsemi á vegum R. K. eftir Július Sigurjónsson, Kláði eftir Hannes Guðmundsson, Offita eftir Jóhann Sæmundsson. Skottulækn- ingar nútímans eftir Karl Kroner o. m. fl. SKÍPALEST EYÐILÖGÐ Frh. atf 1. síðu. Viðureignin hófst með tundur- skeytaárás úr lioftinu á skipa- lestina, >og urðu þrjú skipin fyr- ir tundurskeytum. Fyrsta skipið í lestinni sökk swo að segja und- ir eins. Það> sem næst var í röðinni fékk tundurskeyti á sig rétt undir brúnni og stöðvaðist að stuttri stundu liðinni, hulið IHGAMLA BIÓW | ■1 NYIA BM ■ Æfintýri EigÍiiBiaiKiiI Hucklebejrr Fiuu 1 ofaukið! eftir skáldsögu MARK TWAIN. i ;(Too many Husbands) Aðalhlutverkin: Mickey Roontey. Sýnd kl. 7 og 9. Amerísk skemmtimynd með Jean Arthur Áframhaldssýning kl. 3.30.6.30 Melvyn Dougias VSrður lagauua og Fred MacMurry (The Warshall oi Mesa City) Sýnd klukkan 5, 7 og 9. Cowboy-tnynd með George Ó Brien (Lækkað verð kl. 5) Nokkrar roskar stúlkur óskast að Hótel Borg nú þegar eða 1. nóvember. Húsfreyjan. Sökum vaxandi ðrðugleika hættum við öllnm heimsendingum frá og með 15. þ. m. nema á tertum ís og fromage. Bakarameistarafélag Reykjavíknr. réykjarmekiki. Þriðja skipið hélt áfram, en var þó þegar laskað. Nú kjomu sprengjuflugvélar Breta á vettvang og létu þung- um sprengjum rigna yfir skipin Urðu þatu öll fyrir sprengjum, en flugvélarnar lækkuðu því næst flugið iog skiutu á skipin af vélbyssum sínium. Eftir [ætta kiornu flugvélar brezka fliotans á vettvang og fullkiomniuðu eyðileggingarverkið Var skyggni þá orðið slæmt tqg er ekki vitað með vi'ssu, hvort skiþin hafa öll sokkið, en víst er, að ekkert þeirra hefir sLopp- öðru vísi en þá stórlaskað. Útbreiðið Alþýðublaðið. W. SOMERSET MAUGHAM: Þrír biðlar — og ein ekkja. HÚSIÐ stóð uppi á hæðinni. Frá grasflötinni fyrir framan húsið var hin fegursta útsýn yfir Flórens, en bak við húsið var gamall garður, þar sem fá blóm spruttu, en mjög fögur tré. Þar voru grasi vaxnir gangstígar, limgirðingar og tilbúinn skúti, þar sem silfurtær lind seitlaði fram með léttum nið. eins og hringt væri litlum silfurbjöllum í fjarska. Húsið hafði tiginborinn Flórensbúi byggt á sextándu öld, en afkomendur hans höfðu orðið eignalausir og selt húsið ensku fólki. og þetta fólk hafði leigt Maríu Panton húsið um stundarsakir. Enda þótt herbergin væru stór og rúmgóð, var húsið ekki sérlega stórt, og hún komst vel af með þrjá þjóna. Húsið var búið gamaldags húsgögnum, sem báru merki fornrar frægðar, og þótt ekki væri miðstöðvarhitun og napurt væri, þegar kom fram 'í marzmánuð, hafði Leonardsættin, sem átti húsið. látið útbúa baðherbergi, og það var þægilegt að búa í húsinu. Nú var komið fram í júnímánuð, og Maria var mestan hluta dagsins, þegar hún var heima, úti á grasflötinni, en þaðan sá hún hús og turna Florénsborgar. Stundum var hún líka í garð- inum bak við húsið. Fyrstu vikurnar, sem hún dvaldi þarna, eyddi hún miklum tíma í það, að litast um. Hún dvaldi fagra morgna við Uffizi og Bargello. Hún skoðaði kirkjurnar og reikaði um gömul torg og stræti, en nú orðið fór hún sjaldan til Flórensborgar, nema til þess að borða hádegisverð með gömlum kunningj um. Hún undi sér vel í gamla garðinum, þar sem hún gat reikað um og lesið bækur, og ef hana lang- aði að heiman, kaus hún heldur að fara í bílnum sínum um nágrennið og litast um í sveitinni. Ekkert gat verið fegurra en ósnortin sveitanáttúran. Þegar ávaxtatrén stóðu í blóma og trén skrýddust grænum laufum, var hún létt í skapi, og henni fannst henni aldrei hafa liðið jafnvel. Eftir hið raunalega fráfall eiginmanns hennar árið áður og allan gauraganginn, sem varð, þegar lögfræðingarnir voru að reyna að komast eftir því, hvað hann hefði gert af öllum eigum sínum, hafði hún tekið með þökkum boði Leonardsfjölskyldunnar að hvíla sig í þessu gamla húsi og hugleiða, hvað hún ætti að taka sér fyrir hendur eftirleiðis. Hún var nú um þrítugt, hafði lifað í óhófi í átta ár og óhamingjusömu hjónabandi, átti fáeina skartgripi og tekjur hennar hrukku henni til framdráttar, með því að gæta töluverðrar spar- neytni. Jæja, Það rættist nú betur en áhorfðist um hríð, þegar lögfræðingarnir sögðu henni, að þegar allar skuldir væu borgaðar yrði ekkert eftir handa henni. Þegar hún fór frá Englandi hafði lögfræð- ingur hennar, gamall vinur hennar, klappað á hönd hennar og sagt: — Jæja, nú þarftu ekki að hafa áhyggjur af neinu framar og þarft ekki að hugsa um annað en að hvíla þig. Þú ert enn þá mjög ung kona og falleg, og ég efast ekki um, að þú giftist aftur. En giftu þig ekki af ást, það ætti enginn að gera. Giftu þig til þess að útvega þér góðan ævifélaga. Hún hló. Hún hafði hlotið beizka lífsreynslu og ætlaði ekki að hætta á að giftast aftur fyrst um sinn. Svo furðulega vildi það til, að hún var nú að gera nákvæmlega það, sem gamli, hyggni lögfræðingur inn hafði ráðlagt henni. Það meira að segja leit svo út, sem hún yrði að taka ákvörðun þetta kvöld. Edgar Swift var á ieiðinni til hennar. Hann hafði hringt til hennar fyrir stundarfjórðungi og sagt, að hann þyrfti að bregða sér til Cannes og hitta þar Seafair lávarð, en hann þyrfti nauðsynlega að finna hana áður en hann færi. Seafair lávarður var yfirmaður Indlandsmála, og það, að hann kvaddi Edgar á sinn fund gat ekki þýtt annað en það, að hann ætlaði að bjóða honum embættið, sem hann hafði þráð svo lengi. Sir Edgar Swift hafði verið embættismaður ensku stjórnarinnar austur í Ind- landi, eins og faðir hans hafði verið, og honum höfðu heppnazt störf sín ágætlega. Hann hafði um fimm ára skeið verið landstjóri norðvestur héraðanna og þótt væri mjög óeirðasamt hafði hann sýnt, að hann var ágætlega hæfur til starfsins. Að loknum starfs tíma sínum hafði hann fengið meðmæli sem hæf- asti embættismaðurinn í Indlandsþjónustu Breta. Hann hafði sýnt, að hann var m>jög stjórnsamur, en um leið gætinn. Indverjum geðjaðist að honum, og jafnframt báru þeir traust til hans. Maria hafði þekkt hann frá því hún mundi eftir sér. Þegar fað- ir hennar dó á unga aldri og hún og móðir hennar fóru heim til Englands, kom Edgar Swift í heim-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.