Alþýðublaðið - 15.10.1941, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 15.10.1941, Qupperneq 1
XXH. ÁRGANGUK MIÐVIKUDAGUR 15- OKT. 1941. 241. TÖLUBLAÐ EITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN Þjóðverjar sækja að Moskva meðfram fimm járnbrautum Hættan sögð jafnmikil og áð- ur þótt sókn þeirra hafi seinkað ♦ ÞÓ AÐ sókn Þjóðverja til Moskva hafi verið hægari síð- ustu dagana en í byrjun, er það viðurkennt af Rússum, að hættan fyrir höfuðþorg þeirra sé engu minni en áður. Hersveitir Þjóðverja sækja nú að henni meðfram fimm járnbrautum, tveimur að norðvestan, einni að vestan, einni að suðvestan og einni að sunnan. Meðfram járnbrautinni frá Leningrad til Moskva eru Þjóð- verjar komnir suður fyrir Kalinin, sem er um 160 km.'frá höfuð borginni. Meðfram járnbrautinni frá Eystrasaltslöndunum til Moskva eru þeir álíka langt frá borginni, hjá Rzhev. Við járn. brautina frá Smolensk eru þeir rétt vestan við Mozhaisk, um 100 km. frá Moskva og miðja Vegu milli hennar og Viazma. Við járnbrautina hjá Bryansk eru þeir enn um 350 km. frá höfuð- borginni og við jámbrautina frá Orel eru þeir komnir til Mtsensk um 320 km. frá Moskva. Lokaðnr fnndnr í sameinnðn \ Diagi í dag i \\ r;.Tí ! i j r \ Ð afloknum dagskrár- ; málum í sameinuðu ; þingi og báðum deildum ; alþingis í dag, mun ríkis- < stjórnin gefa þingmönnum « |! skýrslu mn samningaum- j !; leitanir sínar við Bretland I ;; og Bandaríkin á lokuðum ! ;; fundi í sameinuðu þingi. ! Er búist við, að þessi ! ;; fundur mimi standa fram ; ;j á kvöld eða jafnvel fram j á nótt. ! Kosning embættis- manna ð alþingi. FUNDUR í sameinuðu Al- þingi hófst kl. 3 í gæf. Var ieitað afbrigða um þá tillögu aldursforseta, að endurkjósa án atkvæðagrejiðslu siömu forseta og aðra embættismenn og síð- asta þing kaus. Voru afbrigðin samþykkt með 29 atkv. g'egn 3 og sjálf tillagan með 29:2. Haraldur Guðmundsson er for seti sameinaðs alþingis, 1. vara- forseti er Pétur Ottesen, 2. vara forseti Bj,arni Ásgeirsson og skrifarar Jóhann Þ. Jósefsson og Bjarni Bjarnason. í kjörbréfanefnd voru kosnir: Einar Árnason, Bergur Jónsson, ■ Gísli Sveinsson og Þosteinn Þor steinlsson. Vilmundur Jónsson þm. Norður-ísfirðinga átti sæti í nefndinni fyrir hönd Alþýðu- flokksins og var samþykkt að Frh. á 2. síðu. BIFREIÐASTJÓRAR hér í bænum hafa ákveðið að segja upp samningum- við bif reiðaeigendur. Jafnframt hafa þeir tekið umferðarmálin til rækilegr- ar meðferðar og vilja knýja fram umbætur á þeim. Bifreiðastjórafélagið „Hreyfill“ hélt fund í fyrrinótt- Aðalumræðu.efni fundai’ins voru Á ölluim þessum stöðum standa yfir ógurleg.ar oriustur, en sú fregn, sem breidd var út frá Ber- lin í gærkveldi, að Þjóðverjar gætui nú skiotið af langdræglum faUbyssum á Mpskva, e/ ekki taljn hafa við rök að styðjast, því að þeir muniu hvergi vera komnir næir borginni en í 100 km. fjar- lægð frá henni. Rússar veita hvarvetnia harð- vítugt viðnám. Segir í fregnlum frá Moskva í morgun, að ákaf- Ust sé barizt sunnan við Kalinin og milli Viazma og Moskva, og hafi R’ússar gert þar mörg gagn- áhlaUp. Við Bryansk fullyrða þeir, að nokkrum hliuta þess hers, sem þar hafi verið innikróaður, hafi tekizt að rjúfa herkvína og sameinast aftuir aðalher Timo- sjenkios norðar og austar. Hálf milljóo fanpr? Þjóðverjar halda því hins veg- ar fram, að þeir séu nú búnir alð taka allt að því hálfa milljón kjör bifreiöastjóra iog samning- arnir við atvinnurekendui'. Samningarnir gilda til 1. marz 1942, og samþykktu bifreiða- stjórarnir í einui hljóði að siegja upp samningum sínum og fara fram á hækkuin á gnunnkaupi. Það er ekki líklegt, ,að mörg stéttarfélög geri kröfur Um hækk- un á gnunnkaupi, en, það er vit- Frh. á 2. síðu. fanga í orustunum við Viazmia Dg Bryansk og sé þar með tala þeirra fanga, sem þeir hafa tekið í Rússlandi síðan stríðið hófst, kömin langt yfir 3 milljónir. Minna þeir á það til samanburð- ar, að í allri síðustu heimsstyrj- öld hafi þeir ekki tekiÖ niema 1,4 milljónir rússneskra fanga. I fr,egn frá Moskva í morgun er þess getið, að fyrstu tvö her- fylki pólska hersins, sem undan- farið hefir verið æfður í Rúss- landi, séu nú að faHa til vígstöðv- anna vestan við Moskva. Brezka setoliðið bef iralls 64 ibiðir. BREZKA setuliðið bað dag- blöðin í gær að birta eftir- farandi yfirlýsingu viðvíkjandi húsnæði því, sem setuliðið hefir tekið á leigu hér í bænum. „Frá því um miðjan ágúst hafa komið fram ýmsar staðhæf ingar í Reykjavíkurblöðunum, þar sem tailið er að húsnæðis- vandræði stafi af því, hversu margar íbúðir brezka setuliðið hafi tekið til afnota og hefur jafnvel verið taláð um 200 íbúð ir í þessu sambandi. Til þess að forðast allan mis- ■ skilning í þessu máli, hefur rann sókn verið látin fara fram með aðstoð húsnæðisyfirvalda Reykjavíkur og það sannað og fulltrúar bæjarstjórnar Reykja víkur viðurkennt það, að ein- ungis 30 íbúðarbyggingar með alls um 64 íbúðum voru í hönd- um hersins 1. október, 1941, auk 7 einstakra herbergja. Athygli skal ennfremur vakin á því, að allar þessar íbúðir hafa verið teknar á leigu af eigend- Frh. á 2. síðu. Bifreiðastjórarnir segja npp samn ingnm viðatvinnurekendur. Umferðarmálin em í algeru öngþveitl. — _ , .---- Fisksölmnálin RikisstjórnÍB mótmælir tollinnm í Englandi. ------4.---- /. Og fer framjá ýmsar breytingargá |‘framkvæmd fisksölusamningsinsjJ IGÆR lagði sendifulltrúi íslands í London fram við brezk stjórnarvöld mótmæli íslenzku ríkisstjómarinn- ar gegn hinum ;nýja tolli á fiski í Englandi. Var þess jafn- framt krafizt að tollurinn yrði felldur niður og þeim skip- um endurgreiddur tollurinn, sem þegar hafa orðið að greiða hann. . . : " Jafnframt var farið fram á ýmsar fyrirkomulagsbreyt- ingar á framkvæmd fisksölusamningsins, sem ættu, ef þær fengjust, að bæta mjög úr þeim erfiðleikum, sem verið hafa Svar hefir ekki borizt frá brezku ríkisstjóninni. En af viðtölum við fulltrúa Breta hér, þykir mega vænta þess, að tekið verði með fullum skilningi og sanngirni á þessari málaleitun okkar. Nefnd sfeipnð, tii að undirbua or- lof verbamanna og sjómanna. -----4-.... Fulltrúar verkalýðssamtakanna og at~ vinnurefeenda eiga sæti í nefndinni. "C1 INS og kunnugt er var á síðasta alþingi sam- þykkt þingsályktunartillaga frá fulltrúum Alþýðuflokks- ins um undirbúning löggjafar um orlof verkamanna og sjó- manna. Hefir þessiu- máli verið fylgt af mikilli athygli af verkamönnium og sjómönnium, en þessar fjöl- menniu stéttir enu þær einu, sem ekki haf,a neitt ákveðið sumarfrí. Með löggjöf um þetta efn'i á að tryggja þeim orlof með fullu kaiupi. Samkvæmt þingsályktunartil- lögunni átti að leita álits sam- tak,a verkamanna, atvinnurekenda og bænda um gndirhúning lög- gjiafar um þetta efni, og hefir nefndin nú veríð skipuð. Hefir félagsmáJaráðherra skip- að nefnd manna úr þessUm samtökum til að undirbúa. lög- gjöfina. Eiga eftir taldir menn sæti í henni: Friðjón: Skarphéðinsson bæjar- stjóri, formaður, skipaður af fé- lagsmálaráðherra. Sigarjórt Á. ölafsson forseti Al- þýðusambandsins og tilnefndur af því. Eggert Claessen, frámkvæmd- arstjóri Vinnuvéiiiendafélags ís- lands og tilnéfnidur af því. Jón Hannesson, bóndi, tilnefnd- ur af Búnaðarfélagi íslands. Davíð Ólafsson, forseti Fiski- félagsins og tilnefndur af því. Þessi nefnd mun koma saman til fyrstu fundar eins innan fárra daga. Er þess vænst að húnstaríi vel, því að sjálfsagt er að ráða þessu máli til lykta á alþingi því, sem nú situr. Emkenniiegir verzl- nnarhættir. Tveir brezhir sjóiiðar fara með vorur án pess að borga. SAMKVÆMT upplýsingum fulltrúa sakadómara tóku tveir brezkir sjóliðar vörur í tveim búðum í gær og fóru mteð þær án þess að greiða þær. Fóru þeir inn í verzluniha „Drangey“, tóku þar kventösku, kvensokka og kvénundirföt. Þá höfðu þeir einnig farið inn, x sápiu búðina við Laugaveg og tekið þar krukku með andlitskremi og eitt- hvað fleira. Mennirnir fundUst litlu síðar og höfðu þeir munina á sér. Kandíðaskólinn \ kennsla í flestum deildum skól- ans hefst næstu daga. Gjaldkeri skólans, Hjörtur Hannesson skinna sali Bankastræti 11 óskar þess get- ið, að síðasti auglýstur greiðslu- dagur, kennslugjalds er í dag. Skrif stofa gjaldkera er opin í dag kl. 4—7 síðdegis. /

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.