Alþýðublaðið - 17.10.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.10.1941, Blaðsíða 4
I FÖSTUDAGUR 17- OKT. 1941. AIÞÝÐDBIAÐIÐ FÖST UDAQUR Naeturlæknir er María Hallgríms dóttir, Grundarstíg 17, sími; 4384. Næturvörður er í Reykjavíkur- oð Iðunnarapóteki. ÚTVARPIÐ: 20.30 Útvarpssagan: „Glas lækn- ir“, eftir Hjalmar Söder- berg, IV (Þórarinn Guðna- son læknir). 21.00 Strokkvartett útvarpsins: Ýms þjóðlög, útsett af Kass- mayef. 21.15 Ávarp frá Jarðræktarfélagi Reykjavíkur á 50 ára afmæli þess (Þorsteinn Finnbogason bóndi; form. félagsins). 21.30 Hljómplötur: Phantasie fyrir fiðlu og píanó eftir Schubert. Ameríkskir blaðamenn, sem hér eru staddir, skoðuðu Háskólabygginguna í gær. Voru það stúdentar úr stúdentaráði, sem sýndu gestunum skólann. Urðu blaðamennirnir hrifnir af húsa- kynnunum. Fálkinn, sem kom út í dag, flytur m. a. þetta efni: Frá Reykjanesi, for- síðumynd, Árbækur Reykjavíkur, hin nýútkomna bók eftir dr. Jón Helgason biskup, Ráðgáta Páska- eyjunnar, með mörgum myndum, Brjóstsykur, eftir O. S. Dugge, Blaðakongurinn Júlíus Cæsar, eftir Egon Larsen, Óður lífsins, smá- saga eftir Carin Leander. John Sögur perluveiðarans heitir ný bók, sem kom í bóka- búðir í dag. Sig. Helgason kennari endursagði. Aðalútsala er í Bóka- búð Æskunnar. Vörður Iaganna heitir mynd, sem sýnd er dagsýn ingu á Gamla Bíó núna. Er það kúrekamýnd með George O’Brien í aðalhlutverkinu. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur er að hefja vetrarstarf sitt. Hefst það með hverfisstjórafundi í Bað- stofu iðnaðarmanna kl. 2 á sunnu- daginn. Eru Allir hverfisstjórar beðnir að mæta vel og stundvís- lega. Til umræðu verður m. a. af- staðan til dýrtíðarmálanna á Al- þingi. Fulltrúum úr Fulltrúaráði Alþýðuflokksins og þingmönnum flokksins er boðið á fundinn. íbúar í húsunum nálægt Elliheimilnu kvarta mjög undan ódaun miklum, sem leggi frá svínastíu heimilsins. Bar sér- staklega mikið á þessu í gær, því að verið var að bera áburð úr svínastíunni á garða. Kvað svo ramt að ódauninum, að ekki er hægt að opna glugga í nálægum húsum. GUÐSPEKIFÉLAGIÐ Rieykjavíkurstúkan heldur fund í kvöld kl. 8Vs- Efni: Söngur Nðmskeið í uppeldis- fræði fjrrir keunara SÍMON JÓH. ÁGÚSTSSON, dr. phil. heldur námskeið í uppeldisfræði í háskólanum í v'etur fyrir kennara. Námsskeiöið hefst fimmtudag- inn 6. nóvember og verður hátt- að sem hér segir- I. Á fimmtudögium kl- 6—7 fyr- irlestraf um sálarfræði og tupp- eldisfræði. öllum er heimill að- gangur að þtessuni fyrirlestrum (salur nr. I). II. Fyrirlestrar og æfingar,, fimmtudögtum kl. 5—6 (salur nr. 3)- III. Æfingatímar eftir sam- komulagi við nemendur, par sem kennd verður meðferð greindar- prófa o. fl- Þeir kennarar og nemendur í keimaraskólanum, sem hafa í hyggju að sækja þetta námskeið tilkynni þáfcttöku sína Símoni Ágústssyni, Víðimel 31, sími 4330. Kennslan er ókeypis. Druhknir menn ráð- ast á vegfarendnr. * AÐ bar við í fyrrakvöld á Laugavegi. að tveir Is- lendingár, sem yóru ölvaðir, réðust á tvo vegtfarendur og reyndu að berja þá niður. Tókst þeim að verjast, þang- að til fleiri menn komu á vett- vang og flýðu þá árásarmenn- irnir. Lögreglan náði í árásarmenn ina í gær .og voru þeir sektaðir, Vinant sendiherra o. m. fl. fusuis. gj Gðmlsi dansarntr laugaklagirm 18. okt.kl. 10 e. h. í Alþýðuhúsinu við Hverfis- g©íu. — Áskriftarlisti og aðgöngumiðar frá kl. 2. Sími 4900. — Aðeins leyfðir gömlu dansarnir. HÁÍfcMONIKUHLJÓMSVEIT félagsins. Ölvuðum mönnum bannaður aðgangur. Allur ágóði af skemmtun þessari rennur til húsbygginga- sjóðs berklasjúklinga. @GAMLA BÍÚWÆ Jarlinnaf Chicago 1 (Tbe Earl af Chicago) 1 Amerísk sakamálakvikmynd með Robert NontgowerF Sýnd kl. 7 og 9. Áframhaldssýning kl. 3.30.6.30 Tðrðnr laganna (The Marshaíl of Mesá. City) Covvboy-mynd með George Ó Brien NÝJA BIO 339 Úlfurinn á njósnaraveiðum (The Lone Wolf Spy Hunt). Spennandi njósnaramynd Aðalhlutverkin leika: WAREN WILLIAM og IDA LUPINO. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 5, 7 og 9. (Lækkað verð kl. 5). ÍGAMLA BfGiH Kanpendur AlDýOublaðsins sem fá blaðið sent beint frá afgreiðslunni í Reykjavík 'eru vinsamlegast beðnir að innleysa póstkröfur sem nú hafa verið sendar til þeirra sem skulda. Það tiikynnist vinum og ættíngjum, að konan mín HELGA JÓHANNESDÓTTIR andaðist á Landsspítalanuni 16. þ. m. Agúst Pétursson, Baldursgötu 36. Jarðarför mannsins núns, ÓLAFS ÖLAFSSONAR, fyrv. skipstjóra fer fram frá dómkirkjunni á morgun, laugardag 18. október, og hefst með húskveðju á heimili hans, Brávallagötu 8, kl. 2 síðdegis. Guðríður Pálsdóttir. hvor um sig, um 300 krónur. Auk þess var þeim gert að greiða skaðabætur fyrir fata- S23ÍÖU. Digbók bollegska flóttadrengsins Systir mío og ég, kernor í bókabóðir á ntorgse. W. SOMERSET MAUGHAM: Þrír biðlar — og ein ekkja. og hana langaði til að skemmta gestum sínum með söng hans. — Maria tók upp tösku sína. — Nú er ég tilbúin. -— Ungfrúin hefir gley-mt skammbyssunni. Skammbyssan lá á náttborðinu. Maria hló. — Þú ert 'flón. Ég ætlaði einmitt að skilja hana eftir. Hvað á ég að gera við hana? Ég hefi aldrei hleypt skoti úr byssu. Ég hefi ekki leyfi til þess að bera skammbyssu, og ef hún fyndist hjá mér, myndi ég lenda í allskonar vandræðum. — Ungfrúin lofaði herranum því að hafa skamm- byssuna með sér. — Herrann er líka flón. — Það eru allir menn, þegar þeir eru ástfangnir, sagði Nina hugsandi. Maria leit undan. Þetta var málefni, sem hún kærði sig ekki um að ræða að svo komnu máli. Italsk- ir þjónar eru aðdáanlegir, trúir og duglegir, en þeir vissu allt um hagi húsbænda sinna og Maria vissi það vel, að Nina vildi fá að ræða þetta mál við hana. Hún opnaði töskuna sína. — Jæja, komdu þá með skammbyssuna. Ciro yar kominn með bílinn. Það var þægilegur bíll, sem Maria hafði keypt, þegar hún tók húsið á leigu, og hún ætlaði að selja hann aftur, þegar hún fær úr Kúsinu. Hún steig inn í bílinn og ók gæti- lega niður stiginn, sem lá ofan að hliðinu og út á þjóðveginn, sem lá ofan að Flórens. Hún kveikti ljós í bílnum og leit á klukkuna, til þess að vita, hvórt hún hefði tíma aflögu. Hún komst að raun um, að hún hafði nægilegan tíma til þess að geta farið sér hægt. í raun og veru langaði hana ekki í þessa kvöldveizlu, því hún vildi heldur borða ein heima á grasflötinni. Það var unun, sem hún varð aldrei þreytt á, að sitja þar á júníkvöldi, þegar stjörn urnar glitruðu og kvöldroðinn var eins og purpura- blæja á vesturhimni. Það var svo yndislega frið- sælt og þar gat hún notið fúllkominnar hvíldar. Það var eins og að hlusta á tónverk eftir Mozart, glaðlegt og kátt á yfirborðinu, en með þunglyndis- legum undirhljóm. — Ég var heimskingi að fara, sagði hún við sjálfa sig. Ég hefði átt að sitja kyr, þegar Edgar fór. En auðvitað hefði það verið heimskulegt. Þarna gat hún notið kvöldsins og hugsað sig um svarið, sem hún þurfti að gefa Edger. Enda þótt hún hefði lengi haft grun um það, sem Edgar hafði í huga, hafði henni ekki dottið í hug, að hann myndi bera fram bónorðið og hún hafði því ekki huigsað neitt um það, hverju hún ætlaði að svara, ef hann bæði hennar. Hún ætlaði að geyma sér þá ákvörðun þang- að til að því ræki, ef það yrði. En nú var komið að því að hún yrði að taka ákvörðun. En nú var hún komin að jaðri borgarinnar og varð því að gæta ýtrustu varkárni við aksturinn. Þegar Maria kom að veitingahúsinu, varð hún þess vör, að hún kom lang síðust. Prinsessan var ameríksk að ætterni, aldurhnigin kona, orðin ofurlítið grá- hærð. Eiginmaður hennar, sem var rómverskur prins, hafði látizt fyrir aldarfjórðungi og tveir synir henn- ar voru í ítalska hernum. Hrún átti litla peninga, en var mjög vinsæl. Þótt hún hefði aldrei verið fögur kona var hún samt mjög glæsileg. Hún var mjög á- kveðin á svip og sköruleg. Sagt var, að hún hefði verið mjög ótrygg í hjónabandinu, en það hafði ekki haft nein áhrif á þjóðfélagslega aðstöðu hennar. Hún þekkti alla þá, sem hún kærði sig um að hafa sam- bönd við, og kunningj-ar hennar væru hrifinr af því að vera í kunningsskap við hana. í veizlu hennar voru fáeinir Eniglendingar, sem voru staddir á ítah'u, meðal þeirra voru Rowley Flint, kynlegur ævintýra- maður, sem fæstir vildu hafa mikið saman við að sælda. Þau höfðu þó hitzt áður í samkvæmum, og Maria hafði orðið þess vör að hann gaf henni auga. — Ég verð að láta yður vita það, að ég er hér ein- ungis sem eyðufylla, sagði hann, þegar Maria heilsaði honum. — Það var mjög fallegt af honum að koma, greip prinsessan fram í. — Ég bað hann að koma, þegar Edgar hringdi til mín og sagðist þurfa að fara til Cannes. Hann var boðinn annað og hafði lofað að koma, en hann rauf það loforð mín vegna. — Þér vitið vel, í að yðar vegna myndi ég rjúfa hvaða loforð sem væri, sagði hann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.