Alþýðublaðið - 20.10.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.10.1941, Blaðsíða 4
MÁNUDAGINN 2«. OKT. 1941 ALÞTÐUBLAÐIÐ MÁNUDAGUR Næturlæknir er Kristján Hann.es son, Mímisvegi 6, sími: 3836. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenzkukennsla 1. fl. 19.00 Þýzkukennsla 2. fl. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Um daginn og veginn (Magn ús Jónsson prófessor). 20.50 Hljómplötur: fslenzk þjóð- lög. 21.00 Útvarpshljómsveitin: Ensk þjóðlög. Einsöngur (frú Dav- ina Sigurðsson): a) Meyer- beer: Aria úr „Robert il divalo". b) Gound: Aria úr „Faust“. c) Mozart: Aria úr „Brúðkaup Figaros11. d) Elg ar: Like the Damask Rose. e) Luige Ardito: II Baco. 21.35 Ávarp: Friðgeir Ólafsson læknir frá Winnipeg. 21.50 Fréttir. Lík rak síðastliðið laugardagskvöld Hversvegna er hvítasylfur skaðlegri börnum en fullorðnum (sannleikurinn urn hvíta sykurinn) segir yður það. Ódýrf. Þvottaefni, / . afþurkunarklútar, þurkur raargskonar bursta- vörur o. m. m. fl. Sfettisflötu 57 Stmi 2849 vestan Grandagarðs. Var það mjög skaddað, en lögreglan er þó ekki vonlaus um að hægt sé áð komast að af hverjum þetta lík sé. Lögreglan tók þrjá Kínverja fasta á veit- ingahúsi hér í bænum síðastliðið laugardagskvöld grunaða um ó- leyfilega áfengissölu. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni: Knattspyrnukeppni fór fram í fyrradag milli Háskól- ans og Menntaskólans. Unnu stúd- entar með 5 mörkum gegn 2. Aðalfundur íþróttafélags Háskólans var hald inn í Háskólanum í fyrradag. f stjórn þess voru kosnir: Erlendur Konráðsson, Vilberg Skarphéðins- son og Haukur Hvannberg. Kvenfélag Alþýðuflokksins heldur fund í kvöld kl. 8.30 í Iðnó uppi. Þar flytur Jón Blöndal hagfræðingur erindi, Elínborg Lár- usdóttir les upp og að lokum sam- eiginleg kaffidrykkja. Konur eru beðnar að fjölmenna. Bruggari var nýlega dæmdur í Hafnarfirði. Heitir hann Guðmundur Kristinn Sigurðsson frá Hvassafelli. Va.r hann dæmdur í 500 króna sekt. Hafði hann selt eina flösku af landa og var áfengismagnið 30%. Skíða og skautafélag Hafnarfjarðar heldur sinn árlega vetrEirfagnað n. k. laugárdag, nán- ar auglýst síðar. Snjókoma var töluverð á heiðum seinni partinn í gær. Var alhvítt í tnorgun niður að Elliðaám. Frá Sumargjöf. Vetrarstarfsemin í Tjarnargötu 33 hefst á morgun. Dagheimilis- börnin eru beðin að mæta kl. 10 til 11, en leikskólabörnin kl. 2. Vöggustofan byrjar bráðlega. Sími 5798. Sundhöllin verður aðeins opin til kl. 6,30 mótsins í kvöld. í dag fyrir baðgesti vegna sund- Utbreiðið Aiþýðublaðið. Síðustu fréttir: » Yfiroiaður þýzkn hers ins í Frakklaodi nyrtar. UT V A R P IÐ í London skýrði frá því í dag, að yf- irmaður þýzka hersins í hinum hertekna hluta Frakklands hefði verið skotin til bana í nótt. Banatilræðið var framið í myrkri og komust tilræðismenn irnir undan. Ellefu mauns safen- að og tia særðir á amerífeska taadar- spiiiiflum „Iearnf“ Hann er kominn til íslands. FFREGN frá London í morg un er frá því skýrt, að 11 manna sé saknað á ameríkska tundurspillinum „Kerany“, eftir kafbátsárásina, sem gerð var á hann á föstudagsmorguninn um 350 sjómílur suðvestur af ís- landi. Auk þess eru 10 menn á tundurspillinum særðir, þar af 2 hættulega. Er þetta í fyrsta skipti, sem Bandaríkjaílotinn hefir orðið fyrir manntjóni í stríðinu. Tundurspillirinn er nú sagður vera kominn til íslands. Skotæfing. BREZKA setuliðið tilkynnir: Bandaríkska setuliðið hefir skotæfingar milli kl. 8 og 16 þann 20., 22. og 24. október frá Geithálsi í austurátt og norður af G eit hó 1 s-S a ndsk e i ði s vegd n - um. flH GAMLA BIOHM Congo Maisie Ameríksk kvikmynd með ANN SOTHERN JOHN CARROL og RITA JOHNSON sýnd kl. 7 og 9 Áframhaldssýníng kl. 3.30.6.30 (Disbarred)* SVJFTUR MÁL- MÁLFLUTNINGSLEYFI með ROBERT PRESTONOS OTTO KRUGER Börn fá ekki aðgang. NÝJA BIÖ BB Úlfurinn á njósnaraveiðum (The Lone Wolf Spy Hunt). Spennandi njósnaramynd Aðalhlutverkin leika: WAREN WILLIAM og IDA LUPINO. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 5, 7 og 9. (Lækkað verð kl. 5). Frændkona mín, . Frú Kristín Bergstaðarstra andaðist á Landakotsspítaianura Kristinn Dameisson. Hjartkær dóttir okkar oq systir Elín BJörg andaðist á Vífilsstaðahæli sunnudaginn 19 þ. m. Björg Björgólfsdóttir, Gunnar Hjörleifsson og born. HEiLDS'ðLUBIRQfi!R: ÁR NI 4Ó HSS OIM , HAFMAR6T.5,'RtYKMVÍKvj W. SOMERSET MAUGHAM: Þrír biðiar — og ein ekkja. Prinsessan brosti: — Ég ætti Mklega að segja yður að hverju hann spurði, áður en hann tók boðinu, sagði prinsessan. — Það er mjög skemmtilegt, að við skulum hittast hér sagði Maria. Prinsessan leit aftur til hans mjög þögul en bros- andi. Hún þekkti heiminn, gamla konan. — Þú ert mesti þorpari, Rowley, og þú ert ekki einu sinni laglegur. En okkur geðjast að þér, sagði hún. Það var satt, að Rowley var ekki glæsilegur maður. Þó hafði hann þokkalegan vöxt, en var ekki meira en meðalmaður .á hæð, og föt hans fóru honum ekki vel. Andlitsdrættir hans voru ekki fallegir, hann hafði hvítar tennur, en þær voru ójafnar, hár hans var skollitað og yfirliturinn var ekki fallegur, aug- un voru grá. Jafnvel beztu vinir hans héldu því fram, að ekki værir óhætt að treysta honum. Hann var í fremur litlu áliti. Þegar hann var rúmlega tví- tugur hafði hann hlaupist á brott og kvænst stúlku, sem hafði verið trúlofuð öðrum, og þrem árum seinna hafði hann verið potturinn og pannan á hjóna- skilnaðarmáli, en að því loknu skildi kona hans við hann og hann hafði kvænst, en ekki þeirri konu, sem maðurinn ’hafði skilið við vegna hans, heldur annarri og því næst skilið við hana tveim eða þrem árum seinna. Núna var hann rúmlega þrítugur að aldri. Hann var í stuttu máli ungur maður, sem þótti hálfgerður gosi og var í mjög litlu áliti, enda átti hann ekki annað skilið. Það var ekkert við hann og Trail liðsforingi, Englendingurinn, sem var hár mað- ur vexti, magur og veðurbitinn og dálítið heimsku- legur á svip, var að furða sig á því, hvers vegna þessum náunga hefði verið boðið. — Ég held, að hann sé ekki maður, sem vert er að umgangast, hugsaði hann. — Og ég held, að hann ætti ekki að vera í boði með konum, sem hafa fremur gott orð á sér. Honum þotti vænt um að sjá það, þegar setzt var við borðið, að enda þótt hann væri mjög skraf- hreyfur við konu hans, hlustaði hún á hann mjög kuldaleg á svip. Honum þótti fyrir því, að þetta skyldi vera frændi konu hans. Annars var hann góðrar ættar og hafði töluverðar tekjur. Það hafði orðið honum fyrir verstu sjálfum, að hann hafði aldrei þurft að vinna fyrir sér. Jæja, það var svart- ur sauður í hverri fjölskyldu: En liðsfoinginn gat ekki skilið það, hvað konur sáu glæsilegt við þenn- an mann. Þessi fremur einfaldi Englendingun vissi ekki að Raæley Flint var gæddur því, sem allar kon- ur falla fyrir. Hann hafði kynhrif. Og það, að hann var staðfestulaus og samvizkulaus í kvennamálum, gerði hann enn þá ómótstæðilegri í þeirra augum. Og hann þurfti ekki að vera lengur en hálftíma í ná- vist konu, til þess að hjarta hennar bráðnaði. En ef hún hefði verið spurð að því, hvað hún sa?i við hann, hefðu komið vöflur á hana. Hann var vissulega ekki fallegur útlits. Hann leit út einna líkast vélavið- gerðarmanni, og fötin hans fóru honum illa, eins og þau væru saumuð á &nnan mann. Það virtist svo, sem hann væri gersamlega hirðulaus um allt. En þrátt fyrir þetta stóðust konur hann ekki. Og gamla prinsessan orðaði þetta á eftirfarandi hátt. — Það er satt, að hann lítur ekki vel út, og hanii nýtur lítils álits og trausts, en væri ég þrjátíu árum yngri og hann bæði mig að hlaupast á brctt með sér, myndi ég ekki hika við það, enda þótt ég vissi að hann myndi skilja við mig innan viku og ég yrði eyði- lögð það sem eftir væri ævinnar. Prinsessan var mjög sklafhreyfin kona, og þegar gestirnir voru setztir að borðum sneri hún sér að Mariu og sagði: . -— Mér þykir leitt, að Edgar skyldi ekki geta kom- ið í kvöld. -— Honum þótti það líka miður. En hann varð að fara til Cannes. Prinsessan ibirti nú géstum sínum leyndarmálið. — Þetta er leyndarmál, sagði hún í trúnaði — en hann hefir nýlega verið gerður að landstjórá í Bengal. — Er þetta satt! hrópaði liðsforinginn. — Það er góð staða. m i ' — Varð hann undrandi? spurði prinsessan. — Hánn vissi, að hann var einn af þeim, sem kom- ið höfðu til greina, svaraði Maria. — Hann verður réttur maður á réttum stað, það er ekki vafi á því, svaraði liðsforinginn. — Ef hann stendur sig vel í stöðunni þætti mér ekki ósennilegt,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.