Alþýðublaðið - 24.10.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.10.1941, Blaðsíða 2
ALPÝOUBLAPIP F íMMTODAGUR OBF. UM UM DAGINN 06 VIGINN Mikið að g'era hjá klæðskerunum. Ekki hægt að fá föt fyrr en esftir áramót. Hvers ivegna er ekki fluttur inn tilbáÍMsa fatnaður? Umræðurnar um mjólkina. Nokkrar fyrirspurniir. Garðyrkjuráðunautur gerir athugasemdir. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. Glimufélagið ármánn hefír nú hafið jvetraTstarf- semi sína fyrir mokfer.ui> iog birtíst hér í blaðinu. í dag æfingátaffa félagsins. VestraiTstarfseimn ö.lL nema sund, fer fraim í iþrótta- ibúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu. Húsnæði þetta er það bezta, sam völ er á héftendfs og þótt víðar væri leitað, og er það imikii' örvun fyrir þá, sem æfing- asr sækja, að vera í swo hreinum tog fulikioimn'um húsa'kynnum, enda. emi ailir, sem byrjað hafa að stunda æfingar, sammála um, að ekki \ærði stund úr kvö'di bet- iur varið en á æfingu hjá fé- laginu, sem býður upp á fjöi- breyttar æfingar fyrir yngri og eldri, jafnt konur sem katla, lund- ir stjóm beztu kennara, en þeir erar: Jón Þorstetnsson, sem kennir ísL giímui og 1. og 2. 'ílokki kvenna og karla fimteika. Sonja Carfson, sem kennir telpum fim- teika. Jens Magnússon, sem kenn- ir driengjum og öldungum fím- ileika, Guðm. Arason, sem kennir hnefaleika, Garðar S- Gísiason, sem kennir frjáisar íþróttir og skíðafeikfimi, Skarphéðinn Jo- 'hannssoii, sem kennir róður, Þor- steinn Hjálmarsson, sem kennir sund og sundknáttleik, Giímar Jónsson, sem kennir handknatt- leik 'kvenna, og' Sig- Norðdahl, sem kennir handknattieik karla. Þá verður sérstakiur skíðak,ennari ráðinn til félagsiins í vetur’, og verða námskeiðin baldin í Jós- epsdal, þar sem skíðaskáii fé- 'lagsins stendur. Skemmtifundir verða hald'nir með það fyrst fyrir augum að áuka félagslífíð, og mun verða reynt að gera þá sem mest að- laðandi fyrir félagsmenn, enda ti'l þess ætlast að þeir sýni félags- lífið, og mun verða reynt að gera þá sem mest aðlaðand'i fyr- i'r félagsmenn, enda til þess ætl- ast að þeir ,sýni félagsskírteiná við innganginn. Allir styrktatfé- lagar og aðrir velunnarar félags- ins geta hmleyst skírteini sin ■við innganginin, hffi þeir ekki áð- ur gert það, þau kvöld 1 sem skemmtifundir eru haldnir. Skrif- stofa félagsiins í íþróttahúsinu er opin 8—10 á hverju kvöldi, sími 3356» þar geta menn fengið aliar upplýsángar viðvíkjandi starfsem- NAFN Martins NiemöUers, hins mikla, þýzka kirkju- höfðingja, er þekkt um allan heim. En fæstir vita um hina viðburðarríku ævi hans. í bók sinni, „Kaibátsforingi og kenni- maður", lýsir hann á lifandi og skemmtilegan hátt ævintýrum sínum í heimsstyrjöldinni. Hann var ungur sjóliðsforingi í ofan- sjávarflotanum, þegar hún brauzt út, en var skipaður í kaf- bátaþjónustu ag varð sjálfur kafbátsforingi á ungum aldri. Niemöller varð brátt kunnur fyrir dugnað sinn og skyldu- rækni. Og þótt menn hati stríð, er ómögulegt annað en dást að kjarki og þreki þessara manna. Eftir stríðið hóf Niemöller guðfræðinám, og ákvað að verða prestur. Hann var mjög þjóð- ernissinnaður og gekk meira að segja í nazistaflokk Hitlérs, en sagði skilið við þann flokk 1933, þegar Hitler ætlaði að neyða mótmælendakirkjuna undir flokksaga nazista. .Síðan hefir hann átt í stöðugri baráttu við Hitler og flokk hans. Niemöller skipulagði andstöðu presta og annarra kirkjunnar manna gegn Hitler á árunum 1933—1937. Þá var honum varpað í fanga- búðir 2. marz 1938, var hann dæmdur í 7 mánaða fangelsi. Þegar hann hafði afplánað þann dóm, var hann ekki látinn laus. Og er hann ennþá fangi þýzkra nazista. Barnastúkurnar Æskan, Svava, Unnur og Díana byrja starfsemi sína sunnud. 26. október. Fund- irnir verða í Templarahúsinu á þessum tíma: Kl. 10—12 fyrir hádegi: Unnur, nr. 38, á venjulegum stað niðri. Díana. nr. 54, uppi. Kl. 1.15 til 3.15 e, h, \ . Svava, nr. 23, niðri. Kl. 3.30 til allt að 6: Æskan, nr 1, niðri. Nánari skýringar á starfstil- högun og fyrirkomulagi verða gefnar á fundunum, en fundir ekki auglýstir frekar en þetta. Félagar eru beðnir að fjöl- .merfna .þegar frá byrjun og muna líka eftir að greiða hin lágu félagsgjöld sín: 1 króna á ári (eða 25 aura á ársfjórðungi). Allir skulda nú ágúst-ársfjórð- ung og flestir líka maí-ársfjórð- ung, og nokkrir meira. Svo er nóvember-ársfjórðungur alveg að/byrjo. Því er æskilegast að þeir félagar, sem það geta, greiði nú 1 krónu. Munið að koma stundvíslega á fundina- Gæslumenn. ST. FHEYJA nr. 218 heldur fund annað kvöld kl. 8.30. 1. Venjuleg fundarstörf. 2. Umræður um húsmál stúkn- anna í Reykjavík. Þess er sérstaklega vænst að hús- ráðið og framkvæmdanefnd Stórstúknunnar mæti á Útvarpstíðindi, 1. hefti 4. árgangs er nýkomið út. Efni: Viðtal við formann útvarps- ráðs, Grafreiturinn, smásaga eftir Hans Kirk o. fl. Útvarpstíðindi hafa nú stækkað og flytja mikið lesmál og myndir. Allar klæðskerasabma- STOFUR í bænum hafa nú svo mikið að gera að ómögulegt er að fá föt saumuð sem nú eru pöntuð fyr en eftir næstu áramót. Er slíkt algerlega eins dæmi í at- vinnusögu Reykjavikur, jafn vel hvaða atvinnuvegur sem tekinn er til samanburðar. Ástandið hefír verið líkt þessu i sumar, þó að það fari sí versnandi upp á síðkastið, það er að segja frá sjónarmiði þeirra sem þurfa að fá föt. ÞA® ER MJÖG athyglisvert, að þetta er ekki að kenna setulið- inu. Það kaupir ekki föt hjá klæð- skerum. Hér er eingöngu um fata- kaup íslendinga sjálfra að ræða. Það er vitanlegt að fjölda mörg heimili voru svo að segja nakin eftir hin mörgu atvinnuleysis ár og þau eru nú að kaupa fatnaði. Auk þess er það vitað að fjölda margir menn eru beinlínis að safna sér fötum. Þeir telja sem rétt er að allur fatnaður stigi mjög í verði og þess vegna borgi það sig vel að kaupa sér föt nú. EN SAUMASTOFURNAR geta ekki nándar nærri fullnægt eftir- spurninni — og þess vegna vaknar sú spurning, hvernig á því geti staðið að ekki er flutt inn neitt af tibúnum fatnaði. Þessi tilbúni fatnaður myndi reynast mun ódýr- ari en sá fatnaður sem hér er seld- ur og þegar svo er komið að íslenzkur iðnaður getur alls ekki fullnægt eftirspurninni, þá virð- ist sjálfsagt að fá hingað erlendan tilbúinn fatnað. GEFJUN hefir tekið upp á því að taka á móti fatnaðarpöntunum einu sinni í mánuði, eða 1. hvers mánaðar. 1. október var blind ös og txoðningur við dyrnar löngu éður en opnað var — og ekki hægt að taka á móti nærri öllum pönt- unum, svo að hægt væri að fram- leitað það yfir mánuðinn. Svona er ástandið. Ég legg til að kaup- menn flytji inn tilbúinn fatnað og það er engin skynsemi, sem mælir með því að ,‘Viðskiftaraefndirnar neyti um innflutningsleyfi. „ÞAÐ ER mikið rætt mn mjólk- ina um þessar mundir“, segir frú B. S. í bréfi til mín í gær, „og það ekki að ástæðulausu. En í sam- bandi við þessar umræður væri fróðlegt að vita hvað matvælaeftir lit ríkisins hefir gert í því á und- anförnum árum að rannsaka og hafa eftirlit með framleiðsluhátt- um og meðferð á þessari miklu neyzluvöru almennings. Mig lang- ar því til að þiðja þig að koma eftirfarandi fyrirspurn á framfæii við matvælaeftirlitið og vona ég að það svari þeim á viðunandi hátt: HEFIR matvælaeftirlit ríkisins ekki haft eftirlit með þessar neyzlu vöru almennings, eins og öðrum nauðsynjavörum, sem eru matar- kyns? Ef svo er, sem gera verður ráð fyrir: Er hægt að fá birtar niðurstöður þeirrar rannsóknar? Ég vænti þess að matvælaeftirlit- ið svari þessum spurningum hið allra fyrsta. Það er fulltrúi al- mennings og almenningur verður að geta treyst því. Þess vegna ber því að skýra almenningi frá starfí sínu og niðurstöðum þess. GARÐYRKJURÁÐUNAUTUR bæjarins hefir sent mér athuga- semd út af bréfi Garðars á mið- vikudaginn. Garðyrk j uráðunautur segir, að görðunum sé lokað og eftirlit sé haft með því. En hann bætir því við að skemdarnáttúra manna komi líka fram gagnvart görðunum. Hespurnar eru snúnar sundur og stundum eru þær klipt- ar sundur. Oft hefir öllu slíku ver- ið stolið. Þá segir garðyrkjuráðu- nautur að almenningur hafi alls ekki nógu ríkt í huga að loka görð- unum og gæta þeirra og þm'fi þeir sannarlega hvatningar við í því efni. Hannes á horninu. Rúgmjöl V' . ,.v .. ' 1. flokks. Laukur, nýr og gddar Krydd, allakonar. Best og édýrast TjarnarbnóiB ffaHHUfStn M. — Sfaal 9BS. BREKKA i'nm. ■erkið er tnrosingyðar Fy rir liggjandi: Varalitir 2 litir, Maglalakk 6 litlr, Briliiantine 3 tog. Brenaisteinssápa fvrir bélátta héð. Lanollnsápa fyrir pnrra háð. Skinfood 3 teg. — Dagkrem — Bnllkrom Páðnr. Verkanenn og trésnlðir. ; Okkur vantar verkamenn nú þegar. Unnið við Ijós ( á kvöldin. Upplýsingar á lagernum við Sund- ' ’ höllina. HÖJGAAKD & SCHULTZ A.S Ásraitagtte L — M m& Knattspyrnufélagið Víkingur: Danslelknur í Oddfellowhúsinu síðasta sumardag, 24. október næstk. AÐEINS FYRIR ÍSLENDINGA STJÓRNIN. Nokkur ný hús af ýmsum stærðum, sem eru í byggingu, og verða laus til íbúðar að nokkru eða öllu leyti á tímabilinu frá desember 1941 til 14. maí 1942, eru til sölu. — Upplýsingar gefur Fasteigna & verðbréfasalaa (Lárus Jóhannesson, hrm.) ; Suðurgötu 4. Símar 4314s 3294. j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.