Alþýðublaðið - 24.10.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.10.1941, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 24. OKT. 1941. FÖSTUDAGUR Næturlæknir er Þórarinn Sveins son, Ásvallagötu 5, síxni: 2714. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 20.30 Útvarpssagan: „Glas lækn- ir“, eftir Hjalmar Söder- berg, V (Þórarinn Guðna- son læknir). 21.00 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett í Es-dúr eftir Schu- bert. 21.15 Erindi: Vetrarstörf ung- mennafélaganna (Halldór Sigurðsson frá Borgarnesi). Píanóhljómleika heldur Margrét Eiríksdóttir í Gamla Bíó sunnudaginn 26. okt. kl. 3. Aðgöngumiðar fást hjá bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar og hljóðfæraverzlun Sigríðar Helga- dóttur. Fáikinn, sem kom út í dag flytur m. a. þetta efni: Hekla séð frá Ytri- Rangá við Galtalæk, stór forsíðu- mynd, Praha, menningarborgin forna, Svarti sauðurinn, smásaga eftir Herbert C. Minter, Merkir tón snillingar lífs og liðnir, eftir Theo- dór Árnason, Jarðskjálftinn, smá- saga eftir Edith Rode o. m. fl. Bát rekur á land. Á fjórða tímanum í gær rak vél- bátinn ,,Bangsa“ á land á Akranesi í suðaúsían stormi. Hafði báturinn legið mannlaus á Krossvíkinni og slitnað upp frá legufærum sínum í storminum. Um klukkan átta í gærkveldi tókst vélbátnum ,.Hrefnu“ og „Sigurfara" að dragá „Bangsa“ út. Er hann sama og ekk- ert skemmdur. Teknir úr umfer'8. Tveir menn voru teknir úr um- ferð í nótt fyrir ölvun á almanna færi. Hafði annar þeirra þegið vín hjá sjómönnum, að því er hann sagði sjálfur, en hinn vildi ekki gefa upp, hvar hann hefði fengið vínið. Áfengissmygl. í gær var íslenzkur maður dæmd ur í 300 króna sekt fyrir áfengis- smygl.t Ennfremur var danskur sjó- maður sektaður í gær um 200 krón ur fyrir óleyfilega áfengissölu. ALÞTÐUBLAÐIÐ Lausnarbeiðni stjórnarinnar. Framhald af 1. síðu arbeiðni stjómaTiinnar „glæfraleg- asta athæfið, sem framið hefir verið í íslenzkum stjórnmálium“, eins og feomizt var að orði í Vísi. En allir vita, að tillögur Fram- sóknarfliokksiins ern beinlínis fram kiomnar af því, að 'ráðherr- ar SjálfstæðisfliO'kksinis hi'ndruðu í allt sumar þær dýrtíðarráöstaf- anir — hækkun farmgjalda og iækkun eða afnám tolla á skömt- unarvörlum — siem þeir voru þó skyldir til að gera samkvæmt dýrtíðarlögunium frá því í vor, sem samþykkt voru af Sjálfstæð- isflokknum alveg eins og hinlum stjbrnarflokikunum. Þá er það einnig vitað, að ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins lýstu þig í Upphafi afdráttarlaiust fylgji- andi hinum nýjlu tillögum Fram- sóknarflokksins um lögbindingu kaupsins, og að ráðherra Alþýðu- flokk’sins stóð fram á siðustlu stundlu einn gegn þeim innan stjómarinnar, þannig, að Framsóknarflokkurinn vissi ekki annað en að tillögum hans væri tryggður öruggur metrihluti á alþingi. En eins og kunniugt er, þorðu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, þegar ti 1 kom, ekki að gnei/ða at- kvæði með tillögunium af ótta við Alþýðuflokkinn og hinar mörgUi þúsundir launþega í land- irau. Eftir slikar upplýsingar viirðist það sannarlega ekki sitja á Sjálf- stæðisflokknum að saka aðm Um samvinmislitiin, þar sem sannað er, að hann hefir sjálfur með vanrækslu sinni og hringlanda- skap i dýrtíðarmálunium að minnsta kositi óbeiinlinis orðið þess valdandi, að stjórnin baðst lausnar. x»ooooooocxx Útbreiðið Alþýðublaðið. >OÓOooooooooc JOSEF TERBOVEN Frh. af 3. síðu. istablaödð í Essen, vökublað, sem flutti hneykslissögur um andsitæð- inga hans. Fé til útgáfu blaðsins, hafði hann fengið á þann hátt að neyða fé út úr stór.'ðjuhöld- inum van den Bruck í Essen, en hann hafði komist að því, að haim stóð í samninguim við amerikskt auðfélag um sölu á verksniiðjium sínuim. Árið 1931 stofnaði hann blaðið „Essener Nat:onalzeittung“, en ári seinna var hann orðinn stórskuidUgur og varð að veð- setja eignir sínar. Þá fór hann til Munchen en Hitler var sjálf- ur svo skuldum vafinn, að hann treysti sér ekki tál þess að ganga í ábyrgð fyrir hann. En Terbov- en var samt ekki að baki dott- inn. Hann komst að því, að yf- irborgarstjórinn í Essen haifð': ekkf hreint mjöl í pokanum og gat neytf út úr honum peninga til þess að þegja og það fyrsta, sem hann gerði, var að kaupa sér nýtízku bíl í stað hins ganila, sem var veðsettur. Að þ'ví búmu hélt hann áfram óhófslífi sínu í dýrustu stöðum í Essen. Eina nött utn kl. 2 var hann staddur í skrautlegtu veitingahúsi1: tókupp skammhyssu sína og skaut niður peruriiar af ljósakrónuirmi, eina af annari, ógnaði síðan gestgjaf- anum svo að hann þorði ékki að kæra.' hann. Þannig varð Terboven, áður en hann gerðist landss.tjörí Hitlers í Noregi. KÚSSLAND Framhald af 1. síðu. sé enn að hálfu leyti á valdi Rússa, en viðurkennt að þeir hafi orðið að halda eitthvað undan við Mozhaisk. En í þýzkum fregnum var frá því skýrt í gærkveldi, að Þjóðverjar hefðu enn einu sinni brotizt i gegn um varn- árlínu Rússa við Moskva og ættu á þeim stað nú ekki nema 60 km. ófarna til borgarinnar. ■ GAMLA BIO Congo Maisie Ameríksk kvikmynd með ANN SOTHERN JOHN CARROL og RITA JOHNSON sýnd kl. 7 og 9 Áframbaldssýning kl. 3.30.6.30 (Disbarred) SVIFTUR MÁL- MÁLFLUTNINGSLEYFI með ROBERT PRESTONOS OTTO KRUGER Börn fá. ekki aðgang. NÝJA BIÓ m Læknirinn velur sér konu. (The Doctor takes a Wife) Ameríksk skemtimynd. Aðalhlutverkin leika: LORETTA YOUNG og RAY MILLAND. Sýnd kl. 5, 7 og 9- (Lækkað verð kl. 5) S.H. Gðmla daasarníf laugardaginn 25. okt. kl. 10 e. h. í Alþýðuhúsinu við HverfiS' götu. — Áskriftarlisti og aðgöngumiðar frá kl. 2. —■ 4900. — Aðeins leyfðir gömlu dansarnir. HARMONIKUHLJÓMSVEIT félagsins. Ölvuðum mönnum hannaður aðgangur. Sjómannaféiag: Reykjavíkwr Dansleikur i IM á morgun. laugardaginn 25 jþ. m. kl. 22 Góð mnsike — Aðeias fyir íslendiuð#* Aðgöngumiðar frá kl. 6 í Iðnó, og við innganginH- Þökkum vinsemd og hlýjar kveðjur á silf' urbrúðkaupsdegi okkar, 21, þ m. Alice og Kristján Bergsson W. SOMERSET MAUGHAM: E>rír biðlar — og ein ekkja. Hún hló. — Því miður var ég gersneydd hæfileikum. Ég hafði ekkert annað en útlitið. Ef til vill hefði ég getað með tímanum lært að leika, en ég yfirgaf leik- sviðið og giftist. Ofurlitlum skugga brá fyrir á andliti hennar í svip og henni var snöggvast litið til baka yfir æviferil sinn. Rowley horfði á vangasvip hennar. Hún var vissulega mjög fögur kona, hafði einkar fallega drætti í andlitinu, en dásamlegastur var þó yfirlitur hennar. Hár' hennar var brúnt, en það sló á það gullnum blæ, stór augu hennar voru dökkbrún og andlitið fölt. — Ég held, að þér séuð fegursta kona, sem ég hefi nokkru sinni séð, sagði hann. — Hvað hafið þér sagt þetta við margar konur? — Þær eru víst orðnar býsna margar, en ei að síður er það satt, sem ég segi núna. Hún hló. —Jæja, það kann að vera, en við skulum sleppa jþví. — Hví þá það? Mér finnst það skemmtilegt um- ræðuefni. — Fólk hefir sagt m'ér, frá því ég var sextán ára, að ég væri falleg, og ég er löngu hætt að verða upp- veðruð af því. En ei að síður getur það orðið mér að notum, ef svo er, og ég væri fífl, ef ég notaði mér það ekki. Þó getur það haft sína ókosti. —- Þér eruð skynsöm stúlka. — Nú eruð þér að slá mér gullhamra, sem stíga mér til höfuðsins. —- Ég var ekki að reyna það og hafði það sízt af öllu í huga. En vitið þér ekki, að ég er mjög ást- fanginn af yður? — Ástfanginn er nú sennilega ekki rétta orðið. En þér hafið látið það í ljósi síðustu vikurnar, að yður væri ekkert á móti skapi að daðra ofurlítið við mig. — Getið þér ásakað mig fyrir það? Er það ekki eðlilegt, að menn verði ástfangnir af fögrum kon- um á vorin á jafn yndislegum stað og Florens? Framkoma hans var svo djarfleg og hreinskilin og töfrandi að María gat ekki varist brosi. Nei, ég ásaka yður ekki fyrir það. En að því er mér viðvíkur þá eruð þér að eyða tíma yðar til ónýtis og það ætti enginn maður að gera. — í hreinskilni sagt, þá hefi ég ekkert þarflegt með tíma minn að gera. — Frá því ég var sextán ára gömul hafa menn stöðugt verið ástfangnir af mér. Hvort sem þeir hafa verið ungir eða gamlir, ljótir eða fallegir. — En hafið þér aldrei verið ástfangin? —- Jú, einu sinni. — Af hverjum. — Eiginmanninum mínum. Þess vegna giftist ég honum. Það var þögn stundarkorn. Svo var vikið að öðru umtalæfni. III. Þau höfðu byrjað seint á snæðingi og þegar an var að byrja að ganga tólf bað prinsessaú reikninginn uh1 Þegar það var orðið augljóst, að Þa me° suiúir voru að fara, kom fiðlarinn í áttina til þeirra disk í hendi. Hann gekk á milli borðanna og lögðu fáeina aura á diskinn, en aðrir jafnvel S' ,eðla- ekki- Önnur laun en þessi fengu hljóðfæraleikararnir Maria opnaði töskuna sína. — Verið ekki að hafa fyrir þesssu, sagði Rowleý' Ég skal gefa honum ofurlítið. ^ Hann tók tíu líra seðil upp úr vasa sínum og hann á diskinn. — Mig langar til þess að gefa honum ofurlÚið^^- sagði Maria. Hún tók upp hundrað líra seðil og 1 hann á diskinn. Maðurin virtist undrandi, spyrjandi augum á Mariu og gekk til þess nsesta- ^ —- Hvernig í dauðanum gat yður dottið í gefa honum svona mikið? Það er heimskulegt- — Hann leikur svo illa en er svo örvaentr0 fullur á svipinn. — En hann átti ekki von á svona miklu. Ég veit það. Það var einmitt þess vegna, se^ jpi gaf honum það. Það getur vel verið, að þetta honum vel. ítölsku gestirnir óku burt í bílum sínum. . —. Þú gætir tekið Rowley með þér í bílnum r\ ^ og skilið hann eftir við gistihúsið, sem hann sagði prinsessan við Mariu. Viljið þér gera það? spurði hann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.