Alþýðublaðið - 29.10.1941, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 29.10.1941, Blaðsíða 6
MEDVIKUDAGUR 29. okt. 1941 ALÞÝÐUBIAÐIÐ MIÐVÍ KUÐAGUR Næturlæknir er Karl Jónasson, Laufásveg 55, sími: 3925. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnarapóteki. ÚTVARPIÐ: 21.30 Kvöldvaka: a) Árni Páls- son prófessor: Úr kvæðum Guðmundar Böðvarssonar. b) Dr. Jón Helgason biskup: Annálar Reykjavíkur. c) Frú Nína Sveinsdóttir syngur gaimlar Reykjavíkurvísur o. fl. Útvarpstíðindi eru nýkomi nút. Efni: Viðtal við útvarpsstjórann, Sindur, íslenzk byggðanöfn, eftir Guðlaug Rósin- kranz, Raddir hlustenda, Karen, smásaga eftir Alexander Killand o ,fl. Náttúrufræðingurinn er nýkominn út. Efni: Náttúru- fræðingurinn 10 ára, Gróður í Borgarfirði og Njarðvík eystra, Gróður í Hegranesi, Drangey, Gróð urríki Vestmannaeyja. Nýir fund- arstaðir nokkurra plantna. Gróður- ríki Öræfa og Suðursveita, Flóra Melrakkasléttu, Horfin vötn, Trölla dyngjur, Sjaldgæft fiðrildi, Ein- kennilegur hestur, Eiðahólmi. Tónlistarfélagið og Leikfélagið sýna óperettuna' ,,Nitouche“ í kvöld kl. 8: Leikfélag Reykjavíkur sýnir leikritið ,,Á flótta“ annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag. Æskan, 10.—11. tölublað þessa árgangs er nýkomið út. Efni: Undir bláum seglum, saga_ eftir Gunnar M. Magnúss, Tíeyringurinn, sem varð að bifhjóli, eftir A. S. Minnismerki Snorra Sturlusonar, Hvítklædda konan, saga þýdd úr sænsku, Af- reksverk kínverska drengsins o. m. fl. STRÍÐIÐ Á RÚSSLANDI Framhald af 1. siðu. inn í Don'etshéraðið og eiga ekki eftir nenia um 20 km. ófarna til Rostov. Nokkru norðar segjast þeir hafa tekið iðnaðarborgina Kramatorskaja, um 40 km. norð ur af Stalino og 160 km. suð- vestur af Charkov, en í Krama- torr.kaja er sögð vera stærsta skriðdrekaverksmiðja Rússa og járnbrautir liggja þaðan í allar áttir t. d. til Rostov. Euíi liarizt 1 ötiarRov. Pað varð ljóst af fregnum frá Berlín í gærkveldi, 'að "þjóðverj- ar hiafa verið. nokkuð fljótir á sér að skýra frá töku Charkovborg'ar, því að í þeim fregnuiu var viður- kennt, að barizt væri í horginni o:g svo látið um mælt, að Þjóð- verjar væhi búnir að ná suður- og vestur-hluta hennar á vald siitt- Rússar viðurkenndu þegar í gær, að barizt váhi í úthverfum biorgarinnar, og í London er í morgun ekki taíinn neirnn efi á J>ví, að vi’ðureigniinni þar m'und ljúka á þanin háít, að Rússar verði að hörfa úr borginni. Biað rússneska hersins, ,,Rauða stjarnan“ í Moskva viðurkennir iíka, að hiorfurnar í Dloinetzhérað- inu séu himar ískyggHegustlu. En jþar við bætist nú, að Þjóð- verjum hefir ioksins tekizt að reka langan fleyg inn í varnar- línu Rússa á Perekopeiðm'u, sem tengir Krím við meginlandið, og eru horfiumar nú taldar alva'rlegri þar ,fyrir R'ússa en nokkru sinni áður. SJálfstæðlsmein sjrngja hver í kapp við annan á alþingi. MRÆÐUR um dýrtíðar- málin héldu áfram á Al þingi í gær. Vakti það athygli, að Ólafur Thórs reyndi að bera fram blekkingar um afstöðu fé- lagsmálaráðherra í málum þess um, en þær blekkingar voru rækilega kveðnar niður. Vildi Óiafur svo vera íáta, að fulltrúi Alþýðuflokksins í ríkis- stjórn hefði verið fylgjandi höml- um á dýrtíðaruppbótinni og hefði verið „viðmælandi" um lögbindi’ngu kaupgjaldsiins- Vildi hann þar ni(eð gera félagsmála- ráðherra tortrygg.i.legan i þessu ináli. En auðvitað er enginn fótúr fyrir þessu, o,g var þessi biekk- ing endanlega' kveðin niður með þvi, að Eystiéinn Jónsson viö- skiptamálaráðherra lýsti því yfir, að hann hefði aldrei orðiö annars var, en að féia.gsmálaráðherra tæki iila í kaupbindinguna frá upphafi, og joegar ekkert lát hefð-i verið á ráðhérra Alþýðu- flokksins um að ganga inn á kaupbindmgiu, hefði skriðið til skarar í málinu- Tókst ólafi því mjög óhöndug- lega, er hann ætfaði að klina sömu 'loðniu eymdarafstöðunni á Alþýðufh og fliokkiur hans sjáífs hefir burðast með. Haraidur Guðmundsson hélt snjalla og rökfasta ræðu. Skal þess getið til gamans, að ræðu- maður benti áþreifan'.ega á það, hve „tvísöngur" íhaldsins hljóm- aði nú dátt í sölum alþingis. Ólafur Thiors hafði þá nýlega sagt: í ræðu, að ef nokkrar ráð- stafanir hefði verið hægt að gera í heftingu, drtíðarinnar, þá hefði það verið með því að halda verð- lagi innlendra afurða í skefjnm. Jón á Akri sagði í ræðu, sem HGAMLA BIOIH Abraham Lincoin (Abe Lincoln in Ulinois) Ameríksk stórmynd/ Aðalhlutverkið leikur RAYMOND MASSEY sýnd kl. 7 og 9. Áframhaldssýning kl. 3.30.6.30 BULLDOG DRUMMOND | ameríksk leynilögreglu- IH mynd með JOHN HOWARD S NÝJA Bðð BS Lœknlrinn velur sér konu. (The Doctor takes a Wife) Ameríksk skemtimynd. Aðalhlutverkin leika: LORETTA YOUNG og RAY MILLAND. Sýnd kl. 5, 7 og 9. * (Lækkað verð kl. 5) 2—3 bifreiðastjóra vantar oss nú þegar. \ Strætisvagnar Reykjavikur h. f. Leikfélag Reyk|avikMa% „4 FLÓTTA“ eftir Robert Ardry Sýning annað knöld klukkan 8. Aðgöngumiðar seldir frá klukkan 4 til 7 í dag. Ath. Frá kl. 4 til 5 verður ekki svarað í síma. Félag nngra jafnaðarmania. Fræðslu- og skemtifundur verður haidinn í sölum Alþýðuhússins við Hverfisgötu annað kvöld kl. 8 ‘/2 Fundarefni: 1. Ávarp. 2. Hijómleikar. 3. Englandsför blaðarn, Ólafur Friðriksson 4. Upplestur ? 5. Ræða: Haraldur Guðmundsson. 6. Danssýning Sif. Þórs. 4 manna hljómsveit leikur á milli skemmtiatriöa. Fund- uripn er fyrir félaga og gesti þeirra, svo og annað Alþýðuflokksfólk á meðan húsrúm leyfir. Attgangnr ókeypis. Fél. ungra jafn.m. lvann flutti á eftir ólafi, að þvj j nægilega hátt verð. fyrir afurðir færi viðs fjarri, að bændur feugju j sínar. W. SOMERSET MAUGHAM: Þrír biðlar — og ein ekkja. gat, til þess að lækna hann af drykkjuhneigðinni, en það bar engan árangur. Ég held, að hneigð til drykkiu skapar sé ólæknandi. Og ég neyddist til þess að verða einskonar hjúkrunarkona eða gæslukona. Það gerði hann geðstirðan, en hvað gat ég annað gert? Það var erfitt að fást við það, en ég varð að reyna að halda honum frá víninu. Stundum reiddist ég við hann og þá rifumst við. Þér vitið, að hann var hræðilegur fjárhættuspilari, og þegar hann var drukkinn tap- aði hann hundruðum punda. Ef hann hefði ekki dáið svona fljótt, hefði hann orðið gjaldþrota og ég hefðti orðið að fara aftur á leiksviðið, til þess að vinna fyrir okkur. Nú fæ ég fáein hundruð pund á ári, og ég á enn þá gimsteinana, sem hann gaf mér, þegar við vorum nýgift. Stundum kom hann ekká heim alla nóttina, og þá vissi ég, að hann hafði orðið fullur og tekið fyrsta kvenmannínn sem hann fann á leið sinni. í fyrst- unni varð ég geysilega afbrýðisöm og óhamingju- söm, en að lokum fór svo, að ég varð því fegin, því annars kom hann heim til mín og leitaði ásta við mig angandi af Whisky, afskræmdur í framan af of- drykkju, og vissi ég, að það var ekki ást, sem gerði hann svona ástleitán, heldur vínið, aðeins vínið. Honum var sama, hvort það var ég eða einhver önn- ur kona, það skipti hann engu máli, og kossar hans kvöldu m,ig og atlot hans ollu mér óbærilegum þján- ingum. Svo sofnaði hann óværum drykkjumanns- svefni. — En hvern,ig stóð á því, að þér skylduð ekki skiija við hann? — Hvernig gat ég skilið við hann? Hann átti éng- an að nema mig. Þegar eitthvað var að, ef hann lenfci í vandræðum, ef hann var veikur, kom hann til mín. Hann leitaði til mín eins og barn, sem á hvergi ann- arsstaðar athvarf. Þá var hann svo niðurbrotinn, að ég kenndi í brjósti um hann. Enda þótt hann væri mér ótrúr, þó að hann færi í felur, svo að hann gæti drukkið óhindraður, og þó að hann reiddist stund- um við mig, þegar ég var að ávíta hann, elskaði hann mig alltaf undir niðri. Hann vissi, að ég myndi aldrei fara frá honum, og að án mín myndi hann fara ger- samlega í hundana. Hann var svo dýrslegur, þegar hann var drukkinn. Hann átti enga vini eða kunn- ingja, nema ræflana, sem hengu á honum, af því að hann gaf þeim vín. Hann vissi, að ég var eina manneskjan í veröldinni, sem lét mér annt um hann. Og þegar hann dó í örmum mínum, var ég mjög harmþrungin. Tárin runnu niður kinnar Mariu, og hún reyndi ekki að dylja viðkvæmni sína. Rowley var þögull. Hann vissi, að honum var um megn að stilla grát hennar eða bægja frá henni harmskuggunum. Hann kveikti sér í vindlingi. — Gefið mér líka vindling. Hann tók vindling úr hulstri sínu og rétti henni. — Ég þyrfti að fá vasaklútinn minn. Hann er í töskunni minni. Taskan var á milli þeirra, og þegar hann opnaði hana, til þess að leita að vasaklútnum, varð hann ekki lítið Undrandi, þegar hann sá skammbyssuna. — Til hvers hefirðu þessa skammbyssu? — Edgar vildi ekki, að ég væri einsömul á ferli og vopnlaus. Hann lét mig lofa sér því, að taka skammbyssuna með mér. Ég veit, að það er heimsku- legur ótti. Þetta nýja undrunarefni, sem Rowley hafði brofcið upp á, hjálpað henni til þess að ná valdi á sér. — Hvenær dó maðurinn yðar? — Það er ár síðan. Og nú þykir mér vænt um að hann dó. Ég veit nú, að líf mitt var óhamingjusamt í sambúðinni við hann, og líf hans var ekki annað en vonlaus örvænting. — Hánn dó ungur, var ekki svo? — Hann dó í umferðaslysi. Hann var drukkinn. Hann ók á sextíu kálómetra hraða. Hann dó á fáein- um klukkutímum. En sem betur fór komst ég til hans áður en hann dó. Síðustu orð hans voru: „Ég hefi alltaf elskað þig, Maria“. Hún stundi þungan. — Lát hans var okkur báðum lausn. Þau sátu þögul ofurlitla stund. Rowley kveikti í í öðrum vindlingi. — En haldið þér ekki, að þér gerið sjálfa yður að ambátt, ef þér gangið að eiga mann, sem yður þykir ekki vænt um? spurði hann? — Þekkið þér Edgar vel? — Ég hefi hitt hann oft þessar fimm eða sex vikur, sem hann hefir verið hér. Hann er heimsveldis-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.