Alþýðublaðið - 31.10.1941, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 31.10.1941, Blaðsíða 1
ALÞÝÐUBLAÐIÐ mm ' '......"i RJTSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXIL ÁRGANGUK FÖSTUDAGUR 31. OKT. 1941. 255. TÖLUBLAÐ Andarnir, sem Hitler hefir sært fram. Hann hélt að hann hefði /gengið frá þessum þjóðum dauðum, nú sér hann, að hann ræður ekki lengur við andana,, sem hann hefir sært fram. - IHkssa*'' bfr d- i Mroa úr Rostov* Híkisstjiri fellst ekki ð liusiar- beiint stjórnarina ir íyrst nm úm. Bíður eftir afgreiðslu ðýr tiðarmálanna á alÞíngi. RÍKISSTJÓRI lýsti því op- inberlegai yfir £ gær, að hann hefði ákveðið að fállast ekki á lausnarbeiðni stjórnar- innar fyrr en séð yæri, hverja afgreiðslu dýrtíðarmálin fengju á því þingi, sem nú situr. Yfirlýsing ríkisstjóra, sem sendr-var blöðunum og jafnframt birt í útvarpinu síðdegis í gær, ¦ var svohljóðandi. „Eftir að kafa kynt mér svo rækilega, sem kost-ur hefir verið á, viðhörfið á ^lþingi, hefir rík- isstjóri ákveðið að fresta því að fallast á lausnarbeiðni ráðu- neytisAns, þar til útséð er um það, hverja afgreiðslu dýrtíðar- málin fá á aukaþingi því, er nú situr. Ráðuneytið heiir ekki að athuga við frest þennan og mun það halda áfram stjórnar- störf um á sama hátt sem hingað til". Vélarnar fluttar úr verksmiðj- unnm austur ýfir Donfljótið. --------------«-------------- Öllnni átalaupnm tarandið á vi gstðð vunum við Moskva IHERSTJÓRNARTILKYNNINGU RÚSSA í MORGUN er skýrt frá ógurlegum orus'tum vestan við Rostov í gær og í nótt,og þykja fréttirnar þaðan benda ótvírætt til þess, að Rússar búist ekki við að geta varið Rostov öllu lengur. Er sagt að allar verksmiðjur borgarinnar hafi þegar verið yfirgefnar og vélar eða vélahlutir úr þeim yerið flutt- ir austur yfir Don, til þess að Þjóðverjar hafi þeirra engin not, þótt þeir næðu borginni á sitt vald. Segja Rússar, að Þjóðverjar fái þar ekkert annað en rústir. Engu að síður þykir augljóst, að það yrði Rússum hinn al- varlegasti hnekkir að missa Rostov, þ^í að um iþá borg liggur eina járnbrautarlínan, sem tengir Kákasus við Rússland. Olíu- leiðsla liggur þangað einnig f»á Kákasus, en að sjálfsögðu verður hún eyðilögð. Ornstan um Moskvú Á vígstöðvunum við Moskva segir í herstjórnartilkynningu Rússa að barizt hafi verið af hinni mestu heift í alla nótt, en á^ilaupum Þjóðverja hafi alls staðar verið hrundið. Verja Rússar nú, í hálfhringn um, sem Þjóðverjar hafa slegið um Moskva, suðurbakka Volga fljótsins fyrir norSan borgina, hjá KaHnin, norðausturbakka Narafljótsins fyrir suðvestan borgina hjá Malo Jaroslavetz og norðurbakka Ökafljótsins fyrir sunnan borgina, skanunt norðan við Tula. Er látið skína í það í fréttunum, að sókn Þjóðverja sé sérstaklega hættuleg á þess- um síðastnefnda stað. Fyrir sunan Charkov sögðust í>jóðverjar seinniparti*n í gær Frh. á 4 aiðu. HlDti ár nýzkn stríðslnrilinpð- inni „Eldskirnin" sýndnr hér. ------------ ? , Náðist á Bermndaeyium og var settur m i stórkostlega signlega fevlkmyná frá Ameriku. KVÖLDIÐ áður en Þjóð- * verjar réðust inn í Nor- eg í fyrra sýndi sendiherra þeirra í Oslo nýja þýzkakvik mynd þar og bauð ýmsum norskum fyrirmönnum á sýn- inguna. Þessi kvikmynd hét „Eld- skírnin" og sýndi vígvél Þjóð- verja — og hin ægilegu hryðju- verk þeirra í Póllandi, eftir að þeir réðust á það land. Átti kvikmyndin að líkindum að sýna Norðurlöndunum á hverju þeir ættu von, ef þeir tækju sér vopn í hönd til varnar. Þessa mynd sýndu Þjóðverj- ar og víða í löndum áður en þeir réðust á þau. Hluti úr þessari kvikmynd er nú kominn hingað og verður sýndur í Gamla Bíó innan fárra daga. f Er þessi hluti „Eldskírnar- innar" að vísu stuttur en sýnir þó ógnarmátt hinnar þýzku víg- vélar og eyðileggingarstarf henn ar. Bandaríkjamenn náðu þess- um hluta myndarinriar á Ber- mudaeyjum, en hún kom þangað í pósti til Suður-Ameríku. Hafa Bandaríkjamenn sett hana inn í mikla sögulega kvik- mynd um hugsjónir Ameríku- manna, þátttöku þeirra í síðustu styrjöld og ástæðurnar fyrir henni — og undirbúning þeirra undir átttöku í núverandi styrj öld. ÖU þessi kvikmynd er hin athyglisverðasta — og' mun efni hennar seint fyrnast þeim, sem sjá hana. ingibjðri I. BJiria- sob slðlaitj. Efeeni sfcðlaos iézt i isr. KLUKKAN hálf átta í gær- kveldi andaðist hér í bæn- um Ingibförg H. Bjarnason, skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík, tæplega 73 ára að aldri. Banamein hennar var hjartabilun. Hún hafði um alllangt skeið verið heilsuveil, en íþó gegnt störfum þar til í haust. Þá á- gerðust veikindin svo mjög, að hún hafði ekki haft fótavist frá því skólinn vár settur og var það í fyrsta skipti frá því að hún tók við skólastjórn, að hún gat ekki sett hann. í dag fellur niður kennsla í Kvennaskólanum í tilefni af láti hennar. Ingibjörg H. Bjarnason var f ædd 14. desember 1868 að Þing eyri í Dýrafirði, dóttir Hákonar Bjarnasonar kaupmanns og frú Jóhönnu Þorleifsdóttur próf asts í Hvammi í Hvammssveit. Hún var sett ung til mennta og var við nám bæði innanlands og utan. En því næst gerðist hún kerinari v.ið kvennaskólann hér í Reykjavík ag tók við SKÓia- stjórn þar árið 1906 Heíir hún alla tíð síðan eða í 3£ ár. haft iþað starf á hendi við vaxandi vinsældir og virðingu nemenda Rrh, á .4 si&u. 5 mínntna allsheqarverk- fallíFrakkIandikI.4.iðag? De Gaulle skorar á þjóð siaa að mót- mæla þannig morðunum á gisluaum. DE GAULLE, leiðtogi hinna frjálsu Frakka, hef ir skorað á þjóð sína að gera fimm mínútna allsherjarverk fall klukkan f jögur í dag í mótníifelaskyni gegn morðun- um á hundruðum Frakka undanfarnar vikur, sem Þjóð verjar haía tekið fasta og lát- ið skjóta í hefndarskyni fýrir árásir á þýzka hermenn. De Gaulle ávarpaði frönsku þjóðina í útvarpi frá London í gærkveldi og hvatti hana til þess að leggja niður alla vinnu á mínútunni klukkan fjögur í dag. Er svo til ætlast, a6 aíllir staðnæmist þar sem þeir eru þær fimm mínútur, sem alls herjarverkfallið á að standa. Fimmtán mínétum áður en allsherjarverkfallið á að hefjast, verður útvarpað frá London nýju ávarpi til frönsku þjóðar- innar. Næturvarzla bifreiiSa. er í nótt hjá Bifröst, sími: 1508.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.