Alþýðublaðið - 20.11.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.11.1941, Blaðsíða 2
MíÐVIKUDAGtJR 19. NöV, 1941 Bókbindarar og bókamenn bókbandsleðurdúkurinn er kominn í mörgum litum. Húsgapaverzl. Beykjavíknr. Tflskor kaupir AlflíöupreBtsmiðjaDHf. háa verði. Enskar vðrnr! t.ífstykki, Sokkabandabelti, Sokkabönd, Brjóstahaidarar. Verðið er ótrúlega lágt. VERZLC? Srettiigðíu 57 Simi 2849 Nýkomið: HEÍLHVEITI MACCAEÓNUR ROYAL GERDUFT BREKKA , 'Aandtaftta X. — Sfanl MML TiarnarMoin Útbreiðið Alþýðnblaðið. Llstsjoiflg Barbön H. Villlams og Maonnsar ínasonar. Þ ESSA dagana stendur yfir listsýniing í Safnahúsiinu,_ og eru þaÖ þau hjénin BaTbara Mor- ay Wiilams og Magnús Áma- son, er sýna þarna verit sín. I>etta er f|ölb;reytt sýn'ing, þótt ekki sé hún stór. Þama eru olínmál- vedf, vatnsiitateikningaT og blý- antsteikningar, tré&kurðarmyndÍT og nokkraT móta'ðar mðmdir. Málverk Magnúsar taka anest rúm á sýnmgunni, og ber mest á geysistóru máivérki af Gretti. Hitt eru mestailt ]andsilagsmynd- ir, fiestar frá Snæfellsnesi. Marg- ar þessara mynda eru prýðisvel ger'ðar, og skai eiukum drepið á myn-d, sem heitir frá Hellntun pg er eftirtektarverð, bæði hvað snertir viðfangsefnið sjáift og meðferð liía- „Logndhífa" er mj,ög einkeimileg mynd, þar sem lista- maðurinn spreytir sig á að sýna kafaid í logni. Yfir myndinni, sem ber nafniið „Sumarumgi", er hlýleg og heillandi stemning. ( Teiknmgar og málverk frúar- innar eni yfirleitt ágætlega vei gerð og tera vott um vandvirkni og kvenlegan finleik, og er hún auðsjáaniega einn bezti teiknar- ánn hér. Hér hefir aldrei sézt neitt 3íkt tréskurðarmyndum hermar, sem eru sérstaklega vandaðax. En vatnsaitámyndirnaT eru ekki síður vel gerðar og bera allar iéttan og viðfeldinn blæ- Það borgar sig áreiðaniega fyr- ir þá, sem myndllist unna, að fara á þessa sýningu. Þar er margt gott að sjá- R. .Upplýsingar Ölafs Thors' O LAFUR THORS finnur ber- sýnilega sárt til álitshnekk- is, sem hann og fiokkur hans hafa beðið af tvöfeldninni og ræfiishcBttinum í de:lumii um lög- bindingu katupgjaldsins. Það er vel skiljanlegt. En hann réttir ald rei áiit sitt með þvi, þótt hann láti Morg- únblaðið nú reyna eftir á að læða þeirri lygi inn hjá lesendum sínum, að Alþýðuflokkurínn iog ráðherra hans hafi heldur ekki verið heili í þessu máli. ■ Morgunblaðið segir í gær, að Ólafur Thor.s hafi „tipplýst ný- . iega í þingræðu", að Stefán Jó- hann Stefánsson haffi verið eitt- hvað tvistígandi urn það, hvort hann œtti að vera með lögbind- ingu kaupsins eða ekki. En það er þýðingafiaust, að vitna í slik- an rúg ólafs Thors- Þvi að það befir verið viðurkennt opinber- iega af báðum ráðherrum Fram- sóknaxflokksins, sem í þesfeu máli eru þó ákveðnir andstæðingar AlþýðufLokksins, af Eysteirti Jóns syni á aiþingi og Hermanni Jón- assyni í Tímanum, að Stefán Jó- hann Stefánsson hafi „frá upp- hafi lýst sig algerlega ahclvígan iögbindingu kaupgjaldsins“. Nýtt kvennablað, 3. blað 2. árg. er nýkomið út. Efni: Nokkur orð um siðferðismál, Brot eftir Elinborgu Lárusdóttur, Réttindi kvenna, eftir frú Estrid Brekkan, Suður við hafið. kvæði eftir Höllu Loftsdóttur, Kverrna- heimilið Hallveigarstaðir o. fl. —------UM DAGINN OG VEGINN ------------------- j Laugardagskvöldin eru óheppileg fyrir leikritin. Lokun á- | j fengisverzltmarinnar og. reynslan. Dýrt áfengi. Vinsælasta ; j nefndin. Sérfræðingur skrifar um útrýmingu hunda. Þökk ; j fyrir bréfin um Diuigalsmálið. ; t-------ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU.---------- SKUTULL Ffh. af 1. síðu. Er ekki ólíklegt að ísfirðingar ætli sér nú að setja enn meiri kráft í þessa útgerð, enda telja þeir að bátaútgerðin sé trygg- ari atvinnuvegur og veiti fleir- um vinnu en togaraútgerðin. Þá munu ísfirðingar og hafa í hyggju að gera ýmsar umbæt- ur hjá sér til hagræðis fyrir hina vaxandi útgerð, því að sal- an á Skutli þýðir áreiðanlega ekki það að ísfirðingar ætli að draga úr útgerðarframkvæmd- um sinum. SÖKN BRETA / FrJu af 1. síðu. sókn.in gangi í öllu samkvæmt áætlun. Þó að þessi nýja sókn Breta gegn Libyu sé hafin þremur vik um fyr en í fyrra — hún hófst þá 9. desember — iþá hefir lengi verið við því þúizt, að hún myndi koma, og að Bretar not- uðu þennan vetur, til þess að ráða náðurlögum öxuMkjanna í Norður-Afríku, til að geta með þeim mun meiri krafti snúið sér í norðausturátt, til Vestur-Asíu, ef Þjóðverjar skyldu reyna í vor að brjótast iþá léið, í gegnum Kákasus, til Egytalands. Ýmsar fregnir hafa þótt ibenda til þess síðustu vikumar, að sóknin inn í Libyu væri í að- sigi og þá ekk.i síst hinar miklu árásir á herflutninga ítala suður yfir Miðjarðarhaf og svo á hafn anborgir þeirra bæði á Suður- Ítalíu og í Libyu. Weygand settur at Krafa Þjóðverja? V ÚTVARPSiFREGNUM frá ■R Berlín og Róm í gær var frá því skýrt, að embætti Weyg ands marskálks, fyrrverandi yf- irhershöfðingja Frakka, sem að- ahrmboðsmaður Vichystjórnar- innar í nýlendum Frakka í Norð ur- og vesturAfríku, hafi verið afnumið. í fregnmn frá Washington í gærkveidi var því haldið fram, að Weygand hefði blátt áfram verið settur af. Gruuiur leikur á, að þetta standi í sambandi við fyrirætlanir um aukna samvirmU Vichystjómar- innar við Hi'tler, og hefir Banda- rikjasíjórn látið sendiherra sinn i Vichy, Leahy aðmírál, krefjast nánari upplýsinga um þetta mál af Petain markskálki. Er gefið í skýjn í- Wa&hingtpn, að Bandaríkin muni neyðaist til þess að endurskoða alla afstöðu sína fil Vichystjórnarinnar, ef það reynist rétt, að Weygand hafi verið sviptur embætti samkvæmt kröfu Þjóðverja, og skip, sem áttu að fara til Vichy-Fjnakfclands með matvæli handa bágstöddu fólki þar, hafa verið stöðvuð í höfnum í Bandaríkjntnum til bráðabirgða. Fregnin um það, að Weygand hafi verið sviftur embætti kemur mönnum nokkiuð á óvart, því að það var almennt álitið, að bon- um væri ætlað embætti hermála- ráðherra í Vichy, efftir að Hund- ziger hershöffðmgi fórst við flug- slysið á dögunum. .! • ’j ÉG HEF ÁÖUR fundið að því, að flutningur leikrita skuli vera í útvarpinu á laugardagskvöldum. Þetta er áreiðanlega lang vinsæl- asta útyarpsefnið, og fafestir vilja missa , af því. Hins. vegar hafa margir þann sið að fara út á laug- ardagskvöldum til kunningja sinna og spila eða þess háttar, og þá missa þeir af leikritunum. Ég hef heyrt að útvarpið telji laugardags- kvöldii! heppilegust fyrir leikritin af þeirri ástæðu, að þá geti fólk vakað til að hlusta, en ég hygg að óvíða sé farið að hátta fyr en klukkan 10. en þá lýkur leikritinu oftast nær. Þá skil ég ekki að laugardagskvöldin séu neitt heppi- legri fyrir sveitafólkið. VELDI ÉG NÚ mælast til þess að útvarpsráð athugaði þann mögu- leika að breyta til. Tel ég tildæmis miklu heppilegra að leikritin séu flutt á sunnudagskvöldum, en ef það er eicki hægt, þá eitthvert annað kvöld vikunnar en laugar- dagskvöld. ÁFENGISVERZLUNIN er nú bú in að vera lokuð nokkuð lengi og við höfum séð reynsluna af því. Minna mun drukkið á alinanna- færi, og þó eru margir menn tekn- ir úr innferð. Áfengi fæst nú víða í bænum að því er sagt er, bæði smyglað og á annan hátt. Er það selt afskaplegu verði þó að heyrst hafi að það hafi lækkað síðustu dag ana, jafn vel niður í 75 krónur whisky-flaskan, en var áður seld á 125 krónur og upp í 150 krónur. FEIfl HAFA ÞVÍ nokkurn veginn nóg að drekka, sem hafa pening- ana, en hinir, sem hafa ekki nóga peninga, og þeir, sem ekki eru svo sólgnir í vin, að þeir vilji henda offjár fyrir það, fá ekkert. MÉR DETTUR í HUG saga, sem ég heyrði nýlega: Dómsmálaráðu- neytið skipaði fyrir nokkru for- mann í áfengisvarnanefnd í sveit ekki all langt frá Reykjavík. Var hreppsnefnd síðan tilkynt útnefn- ing formannsins og bar henni að kjósa tvo menn til viðbótar. En það kom nókkuð á hreppsnefnd- ina, er hún sá hver útnefndur hafði verið formaður, því að hann var dauður fyrir alllöngu. Hreppsnefnd armönnum þótti málið vandast ræddu þeir það fram og aftur. Loks kvað einn þeirra upp úr með, að ekki væri hægt annað en að kjósa aðra tvo, báða dauða, menn í nefnd ina, ásaint hinum dauða formanni, því að það væri eina ráðið til þess að þeir gætu náð saman. Var fallist á þetta. Skipa nefndina því þrír dauðir menn- og er sagt að þetta sé vinsælasta nefndin. EINHVER hundasérfræðingur skrifar mér eftirfarandi: „Ekki er öll vitleysan eins varð mér að orði, þegar ég sá og heyrði um hunda- drápið, sem ákveðið var hér í nálægum héruðum vegna hunda- pestar þeirrar er.kom upp í Hval- firði eftir því sem ætlað er. Þar er sú furðulega ákvörðun tekin, að drepa alla hunda hér í næsta nágrenni, en í Reykjavík á að loka alla stofuhunda og kjölturakka inni, en búhunda á að flytja út í eyjar. Hvílik ráðstöfun, það er mest áríðandi að halda við líði hundunum í Reykjavík, en í lög- reglusamþykkt Reykjavíkur er allt hundahald bannað í bænum og enga hunda má þar hafa, en þó mun borgarstjóri hafa á sínum tíma gefið undanþágu með ca. 30 hunda í úthverfum bæjarins handa þeim mönnum, sem taldir eru að hafa brýna þörf fyrir hunda vegna búskapar. FYRIK VANRÆKSLU lögregl- unnar er orðið mikið hér um hunda í bænum og hefir þeim farið stór- lega fjölgandi á undanförnum ár- um. Þessa óleyfilegu hunda á nú að vernda eftir þessu xiýja vald-' boði og þannig setja þá skör hærra, en alla leyfilega þarfa hunda hér í nágrenninu og þeim mönnum, sem hafa haldið þessa óleyfilegu hunda í trássi við lögreglu ó að trúa fyrir að gæta í húsuxn sínum, en það fá engir aðrir, hvílíkt rétt- læti!! AF HUNDUM í REYKJAVÍK hefir enginn skattur verið. greidd- ur mörg undanfarin ár, enda ekki von, þar sem engir hundar máttu þar vera, en hér má heita að um eintóma óþarfa hunda ‘ væri að ræða. Manni virðist í auglýsing- unni málinu alveg snúið við. Nú hefði einu sinni átt að láta lög- reglusamþykkt Reykjavikur gilda og drepa alla hunda í Reykjavík, þeir mættu missa sig án tilfinnan- legs tjóns, en taka svo hunda hér úr nágrenninu og einangra þá hér á eyjunum eða öðrum góð- um stað þar til pest þessi væri unx garð gengin. Það er feikna tjón fyrir bændur á stórum jörðum nú í fólksleysinu að vera hundlausir og sérstakíega verður það í vor þegar fé verður slept úr húsunum. Getur það verið að dómsmálaráð- herra sé búin að gleyma lögreglu- samþykkt'Reykjavíkur og því þar með, að hér megi engir hundar vera?“ SÉ AFTUR Á MÓTI nú hér með öllum leyfilegt að hafa hunda í Reykjavík, eins o(g sumir vilja halda frarn, þá finnst mér sjálf- sagt að leggja háan hundaskatt hér í bænum á alla óþarfa hunda reglu legan „luxusskatt“ og innheimta hann, en hafa þetta ekki eihs og nú er, að banna allt hundahald í bænum, en hafa svo bæinn fullan af hunduin í fullu óleyfi og taka engan skatt af þeim, en skattleggja og innheimta hundaskatt af þarfa- hundum í sveitunum". ÉG ÞAKKA öll bréfin, sem mér hafa borist út af Ðungalsmálinu. En ég tel ástæðulaust að birta meira um það að svo komnu máli. s -o Brunatrygginpr | Liftrvggingar 0 Vátryggingarskrifstofa Sigfúsar Sighvatssonar. 2.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.