Alþýðublaðið - 06.12.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.12.1941, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 6. DES. 1941 AIÞÝÐUBIAÐIÐ LAUGARDAGUR Næturlæknlr er Theodór Skúla- son, Vesturvallagötu 6, sími 3374. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPEÐ: 29,30 Upplestur: Úr nýjum ljóða- þýðingum Magnúsar Ás- geirssonar (Lárus Pálsson leikari). F. 1. A, Dansleikur verður í Oddfellow- húsinu á sunnudagskvöld kl. 10. Hinn vinsæli leikari Lárus Ing- ólfsson syngur þar gamanvísur. Bjá nánar í augl. 55 ára verður á mánudaginn 8. des. Sigríður Guðjónsdóttir frá ísafirði, nú til heimilis á Hverfisg. 83. Es „Lagarfoss" fer héðan þriðjudaginn 9. des- emher. — Viðkomustaðir: ísa- fjörður, Siglufjörður, Akureyri. Vörumóttaka mánudag og til hádegis á þriðjudag. Stjórn Í.S.I. hefir nýlega gengið frá flokka- skiptingu skíðamanna, er hefir verið send til allra félaga, sem skíðaíþróttina iðka. V.K.F. Framsókn heldur bazar 10. þ. m. í>ær kon- ur, sem ætla að gefa á bazarinn, eru vinsamlega beðnar að koma munum á skrifstofu félagsins í AI- þýðuhúsinu, opin 4—5% daglega. Bazarnefndin. Kvenfélag Alþýðuflokksins heldur fund í Iðnó uppi n.k. mánudagskvöld. Á fundinum flyt- ur Sigurður Einarsson dósent er- indi, Guðný G. Hagalín les upp vestfirzkar kímnisögur. Enn frem- ur verða sungnar gamanvísur og að lokum sameiginleg kaffi- drykkja. Konur eru beðnar að fjölmenna og mega taka með sér gesti. „Söngur lífsins“ heitir bók eftir ,Gretar Fells, sem væntanleg er á bókamarkað- inn nú á næstunni. Er bók þessi safn ljóða í óbundnu máli („frjálsra ljóða“) og fjalla þau um hin ólíkustu efni. Má vænta þess. að sum þeirra veki athygli. Þegar um svo kölluð óbundin ljóð er að ræða. er öllu rími sleppt, en lögð áherzla á hina skáldlegu „stemn- ingu“ og hrynjandi málsins. Eftir því sem við verður komið. Bókin er prentuð í prentsmiðjunni Eddu, en Guðspekifélag íslands gefur bókina út. F. I. A. Dansleikur í OddíelloW'húsiDB snnnndaginD 7. des. bl. 10. Dansað uppi og niðri. Á dansleiknum syngur hinn vinsæli leikari Lárus Ingólfsson spreughlægilegar gamanvisur. Dansaðir verða bæði gömiu og nýju dansarnir, Tryggið yður borð og aðgang í tíma. nðgöngumiðar seldir í Oddfellowhúsinu frd kl. 8 d sunnud. ÞEIR, SEM FÓRUST. (Frh. af 1. síðu.) Bjarni Einarsson, háseti, Berg- þórugötu 57, f. 5. júlí ’15; ókvæntur. Guðmtmdur Þórhallsson, há- seti, Kárastíg 15, f. 20. júná ’22; ókvæntur. Eftirtaldir menn voru úr Hafnarfirði: Bjarni ísleifsson, háseti, Sel- vogsgötu 12, f. 25. október ’13; kvæntur, 1 barn. Egill Guðmundsson, háseti, Vörðustíg 9, f. 24. júlí ’07; kvæntur, 2 börn. Gísli Ásmundsson, háseti, Nönnustíg 1, f, 14. nóv. ’89; kvæntur og átti eitt fóstur- barn. Gottskálk Jónsson, háseti Hlíð- arbraut 2, f. 22. maií 1899; átti 1 barn. Guðmundur Júliusson, háseti, Selvogsgötu 5, kvæntur, átti 5 böm. Gunnar Hjörleifsson háseti, Selvogsgötu 5, f. 7. ágúst ’92, kvæntur og átti 6 börn. Haraldur Þórðarson háseti, Hvaleyri, f. 11. marz ’97, kvæntur, átti 6 börn. Jón Gustafsson, háseti, Lækjar- götu 6. Lýður Magnússon háseti, Öldu- götu 19, f. 24. maá ’98, kvænt- ur, átti 1 barn. Sigurgeir Sigurðsson háseti, Hveríisgötu 42. f. 18. júni ’92, .kvæntur, átti 2 börn. Gísli Sigurðsson háseti (bróðir Sigurgeirs), Hörðuvöllum, kvæntur, átti 5 böm. Örnólfur Eiríksson, Felli, Mýr- dal, f. 11. júlí 1915. Baldur A. Jónsson háseti, Akra- nesi. Sviði var byggður 1918 í Glasgow. Hann var 328 brúttó- smálestir. ■ Útbreiðið Fikablað Alpýðnblaðsíiis. BB9 GAMLA BIO Wl SlUDÍDB málflHtninosmaiar (SOCIETY LAWER.) Metro Goldwyn Mayer kvikmynd. Aðalhlutverk: Walter Pidgeon, Virginia Bructe og Leo Carrillo. Börn yngri en 12 ára £á ekki aðgang. Sýnd klukkan 7 og 9. Áframhaldssýning kl. 3.3Í.8.35 Cowboymyad Böm fá ekki aðgang. BS NYiA BIO SS Hns örlagania Ameríksk mynd, gerð eftir víðfrægri skáldsögu, „The .House of Seven Gables“, eftir Nathaniel Hawthorne Aðalhlutverkin leika: George Sanders, Nan Grey, Vincent Price, Margaret Linday. Böm fá ekki aðgang. Sýnd klukkan 5, 7 og 9. S. T. A. R. Dansleikur fi IOné i kvðld. — Hefst kl. 10. Hin ágæti hljómsveit hússins ieiknr. Aðgöngumiðar með lægra verðinu kl. 6—8 í Iðnó. Sími 3191. Konan min, móðir og dóttir, SOFFÍA JÓHANNESDÓTTIR, andaðist í morgun á heimili sínu, Seljavegi 29. Lúðvík Kristjánsson og dóttir. Jóhannes Stefánsson. þúsmdir vita að æfilöng gæfa fylg- ir hringunum frá , SIGURÞÓR Konur í Sólarrannsóknafélagi íslands halda bazar á morgún. Undanfarin ár hefir bazar þeirra verið mjög vel sóttur. Mun hann eins og áður hafa eitthvað fyrir alla. Þá verður happdrætti um 6 sérlega góða muni. W. SOMERSET MAUGHAM: Þrír biðlar — og ein ekkja. Rowley sleppti nú Mariu og hún hallaði sér aftur í ibílnum yfirkomin af æsingi. — Það var heppilegt fyrir okkur, að öllum 'þykir vænt um elskendur, sagði Rowley. — Nú er bezt, að við höldum áfram starfi okkar. — Er það óhætt? Ef einhver rækist nú á okkur. — Það er ekki víst að við finnum betri stað fyr en einhversstaðar langt í bprtu, og við megum eng- an tíma missa. Þeir voru drukknir, og það eru til hér í nágrenninu mörg hundruð bílar af sömu gerð og þessi. Engum dettur í hug að gruna okkur. Ann- ars dettur engum annað í hug en að maðurinn hafi framið sjálfsmorð. Komdu út úr bílnum. — Ég er ekki viss um, að ég geti staðið. — Þú verður nú samt að hjálp mér til þess að koma honum út. Að því loknu máttu setjast inn í bílinn aftur. Hann fór út úr og dró hana á eftir sér. Allt í einu missti hún vald á sér. Hún brast í grát. Hann sveifl- aði hendinni og gaf henni löðrung. Hún varð ( svo imdrandi og reið, að hún spratt á fætur og hætti að gráta jafn snögglega og hún hafði byrjað. — Jæja viltu nú hjáípa mér? Hún svaraði engu, en fór að hjálpa honum, Rowl- ey tók það í fang sér. — Reyndu nú að ýta þessu tré til hliðar, svo að ég brjóti það ekki. Hún gerði eins og hann sagði henni og hann gekk með hina þungu byrði sína inn í runnana. Henni fannst braka svo hátt í trjánum, að hún hélt að það myndi heyrast til næstu húsa. Loks kom hann aft- ur upp á veginn til hennar. — Er allt í lagi? spurði hún. — Ég vona það. En ég er steinuppgefinn. Nú hefði verið gott að fá staup af víni. Hann horfði á hana glottandi og sagði svo: — Nú máttú gráta eins og þig lystir. Hún svaraði honum ekki og þau fóru inn í bílinn. Hann ók af stað. — Hvert ætlarðu að fara? spurði hún. — Það er ekki hægt að snúa við hér. Auk þess er betra að aka spölkorn, svo að ekki sjáist, að hér hafi bíl verið snúið við. Veiztu hvort nokkur annar vegur er til, sem við getum komist yfir á þjóðveg- inn. — Nei, ég er sannfærð um, að það er enginn ann- ar vegur. Vegurinn liggur alla leið að þorpinu. —Jæja, við förum þá spölkorn enn þá og snúum þar, sem hægt er að snúa. Þau voru þögul um stund. — Þurrkan er enn þá í bílnum. — Ég fleygi henni einhversstaðar á afvikinn stað. — Það er fangamark Leonards á þurrkunni. — Það skiftir engu. Hafðu engar áhyggjur af því. Ég skal koma henni fyrir kattarnef. Ég bind henni utan um stein og fleygi henni í Arnófljótið á heimleið- inni. Þau óku spölkorn og komu þá að grasflöt, iþar sem hægt var að snúa bílnum. — Drottinn minn dýri! hrópaði harm, þegar hann var að snúa bílnum. — Hvar er skammibyssan? — Hún er heima. — Ég steingleymdi henni. Ef maðurinn finnst og þeir finna ekki skammbyssuna, er sýnilegt, að hann hefir ekki framið sjálfsmorð, og þá verður farið að grafast fyrir um það, hvernig hann hefir farizt. Við hefðum átt að skilja skammbyssuna eftir við hlið hans. Hvað eigum við að gera? — Ekkert! VJið treystum gæfunni.í Hún hefir fylgt okkur fram að þessu. Ef lögreglan finnur lík- ið álítur hún sennilega, að einhvér hafi komið að líkinu á undan henni og stolið skammbysssunni, en ekki sagt til líksins. Þau óku heimleiðis jafn hratt og áður. Stundum leit Rowley órólegu augnaráði upp í loftið. Það var nótt enn þá, en myrkrið var ekki jafn svart og áður, þegar þau lögðu af stað. Það var ekki farið að daga en auðséð var á öllu, að dagur var í nánd. ítalskir bændur fara snemma til vinnu sinnar, og Rowley vildi koma Mariu heim til hennar, áður en nokkur kæmi á fætur. Loks 'komu þau að hliðinu, sem húsið stóð á og þar nam Rowley staðar. Það var að byrja að daga. — Það er bezt, að þú akir sjálf upp hláðina. Héma skildi ég eftir reiðhjólið. Hann sá að hún brosti dauflega og reyndi að tala,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.