Alþýðublaðið - 10.12.1941, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.12.1941, Blaðsíða 1
H*‘ 'W, ■ •V.! WŒSŒ3ÓM: SIEFÁM F6nmSS«N r, mMÉHkBr ÚTGEFAMm: ALÞÝÐUFLOKKURINN D xxn. Abganour M3ÐVIKUDAG 10. DES. 1941 289. TÖLUBLAD Prlnee of Wales og Repulse sðkt af Japðnum vlð Malakkaskaga. Þ«gar Prince of Wales hljóp af stokkunum Bæjar- «g sveitarstjðrnar- kesDíigarnar 25. janfiar. Kosningarnar fara fram í 8 kaup stððmn og 23 kauptúnum. Tuttugasti og FIMMTI JANÚAR verður, að því er bezt verður séð, allsherjar kosningadag- ur £ kaupstöðum og kauptún- um landsins. Fangeisisdömnr fyr- ir svik og þjófnað. k | ÍLEGA kvað sakadómari tNL upp dóm í aukarétti í málinu réttvisin gegn Stefáni Agnari Magnússyni fyrir jjjófnað og svilc. Hafði hann stolið fatnaði úr erlendu flutningaskipi og feng- ið lánað fé undir röngu yfir- skini. Hlaut hann 15 mánaða fangelsi og var sviptur kosn- ingarrétti og kjörgengi. Hafði hann áður verið dæmdur fyrir þjófnað. Slökkviliðið var í gær kallaö niður að Lag- arfossi. Hafði kviknað þar út frá logsuðu. Tókst greiðlega að kæfa eídinn. Kosningarnar eiga og að fara íram samkvæmt lögum. Þó virðist helzt að sjá af Mgbl. í morgun, að það sé að mælast eftir því. að þessum kosningum verði frestað. Þennan dag eiga kosningar að fara fram í eftirtöldum kaup- stöðum: Reykjavík, Hafnarfiirði, ísa- firði, Siglufirði, Akureyri, Seyðisi'irði, Neskaupstað, Vest- mannaeyjum. Og eftirtöldum kauptúnum: Akranes. Keflavík, Borgarnes, Neshreppur utan Ennis (Hell- issandur), Ólafsvík, Stykkis- hólmur, Patreksfjörður, Bíldu- dalur, Flateyri í Önundarfirði, Suðureyri í Súgandafirði, Bol- ungavík, Hvammstangi, Blöndu ós, Skagaströnd, Sauðárkrókur, Ólafsfjörður, Hrísey, Húsavík, Eskifjörður, Búðahreppur í Fá- skrúðsfirði, Djúpivogur, Evrar- bakki. Látið hefir enn borið á því að kosningahugur væri kom- inn í fólk — og enn hefir ekki orðið vart við undirbúning af hálfu flokkanna. Bæði herskipin urðu fyr- fr~sprengjum i grimmilegri loftárás Japana í morgun. .....■»'..—— ÞAÐ var tilkynnt opinberlega £ London £ morgun, að brezku omstnskipunum „Prinee of Wales“ og „Re- pulse“ hefði verið sökkt við Malakkaskaga snemma £ morg- un, samkvæmt nýkominni fregn frá Singapore. , í fregnum frá Berlín í morgun er það haft eftir jap- önskum heimildum, að orustuskipunum hafi verið sökkt í Ioftarás, sem Japanir hefðu gert á herskip Breta þar eystra. Hefði „Repulse“ sokkið imdir eins eftir að það varð fyrir sprengju, en „Prince of Wales“ laskast stórkostlega ura svipað leyti og strax fengið slagsíðu. En skömmu síðar hefði „Prince of Wales“ orðið fyrir nýrri sprengjuárás og þá einnig sokkið. „Prince of W-ales" var eitt af stærstu og nýjustu orustu- skipum brezka flotans, 35 000 smálestir og hljóp af stokkim- um í fyrra, Það átti, eins og menn muna, einn aðalþáttinn í því að sökkva þýzka orustuskipinu ,,Bismarck“ í sumar, flutti Churchill á hinn fræga Atlantshafsfund hans og Roosevelts, og var nú fyrir örfáum dögum komið til Singapore í fararibroddi ^stórrar, brezkra flotadedldar. „Repulse“ var eiruxig eitt af þekktustu og stærstu orustuskipum Bre-ta, 32000 smálestir. Það hefir getið sér mikla frægð í þessu stríði, barðist við þýzka orustubeitiskipið „Schamhorst“ úti fyrir Narvik vorið 1940 og hrakti það á flótta, og var í sumar eitt þeirra skipa, sem réðu niðurlögum „Bismarcks.“ Ný landgöngutilraun Japana milli Kota Bharu og Singapore ------»-....— Aðrar fregnir frá Singapore í morgun herma, að harðir bar- dagar haldi áfram norðarlega á Malakkaskaga, hjá Kota Bharn, en Japönum hafi ekkert orðið ágengt þar síðan í gær. En sunnar á austurströnd skagans, um það bil miðja vegu milli Kota Bharu og Singapore, hafa Japanir gert eina tilraunina enn til að setja lið á land og eru harðir bardagar einnig byrjaðir þar. Fiegnjr fr,á Hong-kong em jnjög óljósar, cn haröjr ba^dasgar vir'ö- ast einnig standa þar yfir og mimu 'Japanir sækja að eyjimni bæöi af sjió og frá kinversku stTöndinni. MaTgar loftáTásir hafa einnig veriö gerðair á Hong-bong en tjón ©r ekki sagt hafa verið míkið af þeim. Ií“va ja»r þafa átífjð sókn gegn Kanton, i sem er á ströndinni skBmmt frá Hong-bong og þykir augljóst, að páö sé geri í þeim tilgaiigi að binda sem mest ai ber Japana þar, til þees að draga úr sófcn þeirra gegm Hong-'kong. í fi'egnunum frá Singapome er sagt, að Japainir beiti fyrir sig, <g 'ynnum fliugvéia í þesssum Jaind1 göngutiírauniuim á Malakkadkaga, En Bretar fengu í gær mikiinn li'ðstyrk hetskipa og flugvéla tii Singapone frá Ausiur-Indíum Hol- Iendinga. Japanlr hafa sett lið land á Filippseyjum ------—.+.- ... í herstjórnartilkynningu í Bandarikjunum var tilkynnt í morgun, að Japanir hefðu sett mikið lið ó land á norðurströnd Luzon, sem er hin nyrsta og stærsta af Filippseyjunum. En á suðvesturströnd þeirrar eyju er Manila, höfuðborg eyjanna. Á þá borg halda Japanir uppi látlausum loftárásum. Talið, er, að um mjög alvar- j en Japanjr hafa þeg®< mætt harð- lega jnnrásartilraun sé að ræða, 1 Frin á 2. siöu. BOOSEVELT Árás Japana gerð i samráði við Þjóðverja. Bæða Roosevelts i oótt. ROOSEVELT flutti í uótí útvarpsræðu til þjóðar sinnar og var benni endur- varpað um allan hinn ensku- mælandi heim. Roosevelt sagði, að árás Jap- ana á Bandaríkin,' sem gerðj væri eftir sameiginlegri á- ætlun Hitler-Þýzkalands o-g Japans, væru hámark þess of- beldis og 'þeirrar glæpamensku, sem hafizt hefði með árás Japana á Manchukuo fyrir 10 áruna sifeianí og upp frá því hefði stöðugt verið að færast í aukana með árás ítala á Abes- siníu og Þjóðverja á hvert landið í Evrópu eftir annað. Ná væri svo komið, að heimurinn. væri allur eitt ófriðarbál. Bandaríkin, sagði forsetinn, berjast nú fyrir frelsi alls heimsins og fyrir þau getur ekki orðið um nein önnur úrslifc ófriðarins að ræða en fullan og endanlegan sigur á því glæpa- mannahyski, sem nú væri að verki í heimimun. Roosevelt sagði, að hingað til hefðu fréttirnar af vopnavið- skiptunum ekki verið góðar fyrir Bandaríkin. Þau hefðu orðið fyrir miklu tjóni á Hawai, væru í vöm á Filipps- eyjum og mættu vera við því búin að missa Guam, Wake, Midway og • fleiri eyjar í Kyrrahafi. En Bandaríkin ættu yfir ó- þrjótandi auðlindum og mann- afla að ráða. Hergagnaiðjan, ætti ekki aðeins eftir að tvö- faldast, heldur að ferfaldast og þau myndu vinna þetta stríð að lokum. íslenzk úrvalsljóð, áttunda bindí íslenzkra úrvals ljóða, er nú að koma út á vegum ísafoldarprentsmiðju. Að þessi sinni eru gefin út urvalsljóí Gríms Thomsens.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.