Alþýðublaðið - 16.12.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.12.1941, Blaðsíða 2
Bláme og vlllldýr Sannar sögur frá Afríku. Mteð mörgum myndum. ÓLAFUR FRIÐRIKSSON VEE> FAXAFEN íslenzkaði. Sögurnar heita: Herferð gegn mannætum. Hættuleg fflaveiði. Krókódílarnir í Pungvé-fljóti. Þykkskinnungar og dálítið um úrana. Veiði og verzlun í Angóla. Veiðiþjóðin í skóginum. Ljón. Hugrakkur blámaður. Stórir apar og stuttir menn. . Fróðlegar og bráðskemmtilegar sögur, og allir kannast við ritsnilld Ólafs við Faxafen. Fæst hjá bóksölum, Kostar innbundin aðeins 5 krónur. — Ágæt jólagjöf fyrir unga og gamla. -2* Allskonar grammiDófónnplðtnr teknar upp í dag, nálar, fjaðr- ir, munnhörpur, nótur og fleira nýkomiðo Hljóðfærahilsið. vörabilastoðlD „Dróttor“ heldur aðalfund miðvikudaginn 17. þ. m. kl. 8.30 siðd., á stöðinni. STJÓRNIN. Ég þakka innilega alla þá miklu vinsemd, sem mér var sýnd á 60 ára afmæli mínu, og þann vinarhug, • sem ég ávalt hefi mætt frá því ég fluttist hingað til landsins. MARIE ELLINGSEN. Gannar M. Magmíss: Salt jarðar. GUNNAR M. MAGNOSS er orðinn afkastamikill rithöf- lundur og komaf rá honum bækur nú orðið á hverju ári, barna- bækur, fræðiibækur og skáldsög- U.r. Siðasta bók hans, skáldsagan Salt jarðar, er nýlega komin á bókamarkaðinn og virðist um Eramför að ræða. Sagan gerist í hvalveiðaþorpi á Vestfjörðum og lýsir pvi. hvem ig fátæklingamir á eyrinmi bregð- ast við, þegar hinn norski hvala- kongur kemur þangað, reisir verk smiðju og lætur alla hafa nóga atvinniu og þar atf leiðandi nóga penánga. Eh sú dýrð verður skammvinn. Hvalurinn leitar á önnur mið og verksmiðjan brenin- ur. Allt fer í kaldakioi Sögulokin eru dálitið snubbótt.e n víða er vel á haldið og höfundurinn þarf ekkiáneirum st'lbrel um að halda til þess að haida við athyg'li les- andans. títgecandi er J:ms Guðbjöms- son og eru fleiri ’bækur vænt- anlegar frá honum fyrir jölin. K. I. | Msaadir ij z vita að æfilöng gæfa fylg- ;j ? ir hringunum frá ;j | SIGURÞÓR jj WTDOBUPIP -— UM DAGINN OG VEGINN------------------- Óánægður gestur Iýsir matsölu á veitingahúsi. Mega sér- leyfishafar ofhlaða bifréiðarnar? Slæm afgreiðsla í við- gerðarstofu útvarpsins. Harðlteikni lögregluþjóna við 6 þekka stráka. — Nokkur svör. -----ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU.------- ÓÁNÆGÐUR GESTCR skrif- ar mér: „Ég er einn af þeim mörgu, sem kaupi mér lausar mál- tíðir og hefi gert það nú um nokk- urt skeið, nú í kveld kl. 6.30 gekk ég inn í veitingahús, því þangað hafði ég ekki komið. Þéttskipuð voru öll borð af erlendum sem innlendum mönnum; ys og þys var yfir öllu; loftið baneitrað; óreiða og óregla var sjáanleg á öllu.“ í ÞVÍ ég var að snúa út á við •kem ég auga á eins manns borð í innri stofunni í nokkurs konar krók. Jæja, gott og blessað, bezt að reyna viðtökurnar. Jú, til er nokkuð sem nefnist ,,gullasch“ og kraftsúpa, ég panta eina máltíð, enn bið um að hlífa mér við súp- unni, því satt að segja leist mér ekki alls kostar á hana tilsýndar hjá öðrum, heiðgulur fjandi. Ég bíð drykklanga stund, og kemur þá hin volduga „glás“, sem var svo lítii, að ég var fyrst á báðum átt- um, hvort ég ætti að leggja í hana eða ekki, enn sá mig um hönd, að úr því ég var búinn að panta, yrði ég að borga, ég var alveg rasandi yfir því að nokkur skyldi geta gert sér það til minnkunar, að frambera eins nánasarlega og hér var gert, auk sósugumsins var lVz munn- biti.“ “ÞEGAR því þrekvirki var af- lokið að koma þessu góðgæti niður, hafði ég tal af stúlkunni, sem bar á borð fyrir mig, og sagði henni mína meiningu á svona matsölu. Stúlkan, sem vitanlega átti ekki sök á framreiðslunni, bauðst strax til að panta eitthvað, sem hún kallaði ,,viðbót:“ Mér datt í hug, ,við ekki neitt' og þekktist ég það; en viti menn: kemur þá ekki hálft stykki af því sem nefnt er þarið buff — og kolbrennt í ofan á lag. Ég réðst í þetta ferlíki og hyggst að gera því góð skil. En neyddist til að láta það út úr mér aftur, svo mikið ótoragð var af því, að orð fá ei lýst.“ „NÚ HAFÐI ég fengið nóg af svo góðu, og án þess að eyða nokkrum orðum að þorðhaldinu, spyr ég hvað ég eigi að horga? 3 krónur; ég borgaði þegjandi og hljóðalaust, en ekki gat ég gert að því, að mér rann í skap yfir svona framkomu; ekki að ég sæi eftir skildingunum. heldur af því þessu veitingahúsi, skuli haldast það uppi, að flá menn svona gengdar- laust, því hvað er hægt að kalla þetta annað en rán — og það af hinum verri enda, að blekkja menn með því að það sé hægt að fá keyptan mat. enn svo, þegar til kemur, fær maður að borga fyrir gufuna af réttunum. Svo ekki meir um það; ég hélt heim á leið, herti suitarólina, — og blóðugt var það að borga fyrir að vera matarlaus það kveldið. Mér datt strax í hug eftir þessar aðf^rir að rita þér, :og skýra þér frá þessu litla dæmi, og vita hvort þú værir ekki fáanlegur til að taka það upp í pistla þína, því þú ert eini maðurinn, sem ekki telur eftir þér, að ijá liðsyrði þitt gegn ‘svona ósvífnum verzlunar- aðferðum.“ ' JÓNAS ST. LÚÐVÍGSSON skrifar: „Ég fór hérna um daginn suður í Keflavík með áætlunarbíl frá einum sérleyfishafanna og var auðkennt inni í bílnum, að hann væri fyrir 18 farþega. Bíllinn lagði af stað með 15 farþega, á leið- inni bættist það mikið fólk í bíl- inn, að um tíma voru í honum 19 fullorðnir og 5 börn. — Var svo þröngt í bílnum að ekki var hægt að hreyfa sig ,enda voru 24 í sæt- um, sem ætluð voru 18 mönnum. Af mér var tekið gjald eins og ég hefði heilt sæti, og ekki varð ég var víð annað en að eins væri um alla hina. Eru þetta svo mikil ó- þægindi, að ekki verður við unað. Og er þetta ekki óleyfilegt?" “ÉG FÓR í viðgerðarstofu út- varpsins fyrir nokkru með útvarps tæki. utan af landi og bað um að fá það viðgert. Sagði ég ástæður og um leið, að ekki væri hægt vegna skipaferða, að koma tækinu á ákvörðunarstað, nema á mánu- dagskvöldum. Var þetta um miðja viku. Var mér þá lofað af þeim, sem við tækinu tók, að það skyldi vera tilbúið næsta mánudag, ef ekki væri því meira að því.“ „ÞEGAR ÉG SVO vitjaði tæk- isins, var það ekki búið. Á sömu leið fór næsta mánudag. Þriðja mánudaginn hringdi ég og var mér þá sagt, að búið væri að gera við það, en eftir væri bara að reyna það, og yrði það gert um kvöldið. Var þá orðið of seint að koma því með þeirri ferðinni. Fjórða mánu- dáginn fór ég og ætlaði að sækja tækið, en viti menn. Það var þá ekki farið að líta á það einu sinni — hvað þá meir.“ “VAR SVO litið á tækið, senni- lega í flaustri, og fundu þessir sér- fræðingar ekkert athugavert við tækið. Tók ég það þá í burtu og fór með það í viðgerðarstofu Ottós B. Arnar. Sagði ég þeim mála- vexti þar, og lofuðu þeir að líta á tækið strax um kvöldið. Morg- uninn eftir fór ég svo, og var þá búið að gera við tækið. Var ekki annað að því, en það, að tengillinn gaf ekki alltaf samband. Og af því mér þykja fullar þrjár vikur nokkur langur tími til að finna ekki út að tengill sé bilaður í út- varpstæki, þá langar mig til að spyrja þig, hvort þú getur ekki frætt mig um, hvort viðgerðar- mennirnir hjá útvarpinu, eru lærðir útvarpsvirkjar eða hvort þeir eru bara fúskarar í faginu?“ „UM KLCKKAN EITT hér fyr- ir nokkrum dögum, stóð hópur unglinga rétt fyrir neðan Gamla Bíó og í miðri þvpgunni stóð lög- regluþjónn með vasabók og penna í hönd, og var að skrifa nafn og heimilisfang á að gizka 11—-12 ára drengs. Vel má vera að hér hafi verið um aðgöngumiðaprangara að ræða og ekki nema gott eitt um það að segja, að þeir séu teknir til athugunar.“ , „MEÐAN LÖGREGLUÞJÓNN- INN var þarna. virtist hann ekk- ert taka eftir því, að þyrpingin, sem utan um hann var, lokaði al- veg gangstéttinni og langt út á götu, sem þeir munu þó eiga að gæta. Þegar hann hafði stungið ritáhöldum sínum í vasa sinn, dreifði hann loks hópnum, og hélt ég nú að drengurinn væri laus, þar til síðar, að honum yrði sagt, að mæta til yfirheyrslu. En svo var þó ekki. Lögregiuþjónninn tók nú hrottataki í jakka drengsins og kippti honum svo snöggt að sér, að drengnum var rétt orðjnn fóta- skortur. Hálfhrinti hann síðan drengnum á undan sér niður með Alþýðuhúsinu og inn í bíl, sem stóð á móts við bifreiðastöðina Bifröst." , „HÉLT EG nú að yrði ekið af stað, en þar skjátlaðist mér. Lög- regluþjónninn virtist búast til at- lögu gegn börnum þeim og ungl- ingum, sem elt höfðu fyrir forvitn- issakir. Var það dálítill spölur, sem maðurinn elti hina flýjandi ltíil- magna. Snéri hann sér þá við, hvarf inn í bílinn og var ekið af stað, líklega niður á lögreglustöð." „NU LANGAR MIG að spyrja þig, hvort lögregluþjónum er heimilt að fara á þennan hátt með unglinga sem eitthvað er athuga- vert við, eða með menn yfirleitt? PBIÐJUDAQUP I6. DES, UMR. Verða þessir lögregluþjónar ekM að gæta þess að það eru lifamB mertn, sem þeir eru að handleikfe og að það eru ekki fantatök þeirra, sem eiga að ákveða refsingun^ heldur dómstólar eftir lagabók- staf?“ ÞAÐ ER EKKI leyf ilegt að taka fleiri farþega í bílana en tilkynnf er í þeim — og getur hver kærf sérkyyfishafann. fyrir brot á þeca- um fteglum. Viðgerðarmenn út- varpsins eru fullnuma í fagi síno — og kemur mér þessi saga J. St L. á óvart. — Lögregluþjónar eiga oft í vök að verjast gegn ósvífn- um strákum — og getúr þá oft borið við, að höndum sé tekið til harðar en ætlast er til og lögreglu þjónninn vill. Hannes á hornimt. ÁRÁSIN á hawai Frh. af 1. síðu. rásinni á Hawai og leikur sterkur grunur á, að hún hafl verið gerð með hjálp öflugrar fimmtu herdeildar á eyjunum. Ef til vill hættulegri fimmtu herdeildar en nokkurs staðar hefði komið í ljós í stríðinu að Noregi undanteknum, sagði Knox. En það mál væri nú ver- ið að rannsaka. Til iólagjafa: Silkiundirföt, margar tegundir. Silkináttkjólar. Silkiskyrtur. HAFLIÐABÚÐ. Njálsgötu 1. Simi 4771. VerkamcDQ Okkur vantar verka- mtnn nú þegar. Eftir- vinna ^VaUími. — Uppl. á lagernum. Hejflaard & Schultz A.S. Borðdúkar hvítir og mislitir. Vasa- klútar, Treflar, Varalitur, Naglalakk, Hand.sápur, Púðurkvastar, Bindi, Axla .bönd, Hárkambar, Greið- ur, Höfuðkambar, fílabein. Sokkar kvenna og karla. ANDRÉS PÁLSSON, Framnesveg 2. riannnnaciriiaiaa umtjpnao „Þór44 hleður til Vestmannaeyja á morgun. Vörumóttaka fram til hádegis sama dag. mmnunummrm

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.