Alþýðublaðið - 16.12.1941, Side 4

Alþýðublaðið - 16.12.1941, Side 4
PRÍÐJUDAGUR 13. DES. 1941, ÞRIÐJUDAGUR Næturlæknir er Ól. Þ. Þorsteins- aon, Eiríksgötu 19, sími 2255. Næturvörður er í Laugavegs- óg Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19,25 Hljómplötur: Lög úr óper- ettum og tónfilmum. 20,00 Fréttir. 20.30 Erindi: Siðskiptamenn og trúarstyrjaldir, II: Machia- velli (Sverrir Kristjánsson sagnf ræðingur ). 21,00 Tónleikar Tónlistarskólans: Strengjasveit (stjórn: dr. Urbantschitseh): Konsert í d-moll fyrir tvær fiðlur og stroksveit. 21.30 Hljómplötur: Píanókonsert í A dúr eftir Mozort. 21,55 Fréttir. Kantötukór Akureyrar hefir nýlega haldið tvo sam- söngva undir stjórn Björgvins Guðmundssonar tónskálds og var söngnum vel tekið. Einsöngvarar voru frú Helga Jónsdóttir og Her- mann Stefánsson. Með frekjunni hefst það heitir myndin, sem Nýja Bíó sýnir núna. Er það ameríksk skemmtimynd með Dick Powell, Olivia de Havilland, Bonita Gran- ville og Charles Winninger í að- alhlutverkunum. Kveðjuhljómleika heldur Hallbjörg Bjarnadóttir í kvöld kl. 11,30 í Gamla Bíó: Jólahefti Eimreiðarinnar 1941 er komið út. Flytur það jóla- söngva, sögur, kvæði, jólateikning- ar, myndir, ritgerðir, ritdóma o. m. fi. Annar kvöldsöngnr í Landakoti miðvikudaginn kl. 8,30. Davina Sigurðsson, Björg Guðnadóttir, Kjartan Sigurjónsson og blandaður kór syngja Davíðs sálm 113 eftir Hándel og 4 kafla úr Hámessunni eftir Bach. Þórir Jónsson og Þor- valdur Steingrímsson leika Largo eftir Bach með hljómsveitarundir- leik undir stjóm Dr. V. Urbant- schitsch. Aðgöngumiðar fást á venjulegu stöðunum. Peningagjafir til Vetrarhjálparinn- ar í Reykjavík. Frú Arnar, Mímisveg 8, .25,00. Kunnugur 10,00, Sigga 10,00. Þorst. Sch. Thorsteinsson lyfsali 500,00. Kærar þakkir. F. h. Vetrarhjálp- arinnar. — Stefán A. Pálsson. Hjónáefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Ingibjörg Eyj.ólfsdótt- ir, Þrastalundi, Sandgerði, og Kristinn H. Magnússon skipstjóri, Bergstaðastræti 86, Rvík. Útvarpstíðindi, 8.—10. hefti þessa árgangs er nýkomið út. Efni:- Kirkjan og út- varpið, eftir Sigurgeir Sigurðsson biskup, Þorlákur helgi, ljóð eftir Huldu, Dansinn í Hruna, Gullna hliðið, Útvarp á bænum, Jól, eftir Jón úr Vör, Saga frá Kína eftir Pearl S: Buck, Um Stein Steinarr skáld, Um bækur o. fl. „Gullna hliðið“ frumsýrit 2. jóladag. LEIKFÉLAGDE) hefir frum- sýningu á „Gullna hlið- inu“ teftir Davíð Stefánsson 2. jóladag. Leikstjóri er Lárus Pálsson. Aðalhlutverkin lei'ka þau Arn- dís Bjömsdótti'r og Brynjólfur Jóhannessón. Hljómsve-tiinni stjómar dr. Urbantschitscíh, en Láms Ingólísson hefir séð um búninga og má’.að leiktjö'.d. Tón- verk við 'leikritið hefir Páll ís- ólfsson samið. Aðrjr leikendur era: Gunnpó unn HaMdórsdóttir, Bj. Bjöms-on, Anna Guðmundsdóttir, Gunnar Siefánsson, Jóm Aðils, Karl Andrésson, Alfred Andrés- son, Þó 'a Borg Einarsson, Lárus Ingólfsson, Pétur Á. Jónsson, Lár- us Pálsson, Guðný Bemdsen, Soffía Gu'ðlaugsdó'ttir, Valdimar Helgason, Gestur Pálsson, Harald ur Björnsson, Edda Kvaran, Æv- ar R. Kvaran, Valur Gíslason, Þoisleinn ö. Slephensen. „Dansiim í Brana“ í ðtvarpinn 3. janúar Gaðrúa Indriðadóttlr leikar eitt hiutverkið IÚTVARPINU 3. janúar verður leikið ieikritið „Dansinn í Hruna“ eftir Indriða Einarsson, og leikur dóttir höf- imdarins, frú Guðrún Indriða- dóítir, eitt aðalhlutverkið. Erþað mikill !leiM-s;arviðburður, að þessi glæsilega lelkkona skuli nú láta aftur til sin heyra. eftir fjórtán ára þögn og munu leik- listarunnendur fagna því. Le'.kstjóiri ef SoffLa Guðlaugs- | Mallbjðrg MJamadéttir beldnr Kveðju - hljómleik f kvðld M. 11,30 | í ©aimla Mé Aðgöngumiðar í Hljóðfærahúsinu og við innganginn I ef eitthvað er öselt 1 SGAMLA BIG Gððar enðnnnlnoingar (Television Spy). Bob Hope og Shirley Ross. Sýnd klukkan 7 og 9. Framhaldssýning kl. 3lá —6Y2: SJÓNVARPS-BÓFARNIR Television Spy). Ameríksk leynilögreglu- ‘ mynd. NYJA BiO ffleð frekjunni hefst hað. (HARD TO GET.) Fyndin og fjörug amer- ísk skemmtimynd. Aðal- hlutverk leika: Dick Powell, Olivia de Havilland, Bonita Granville, Charles Winninger. Sýnd klukkan 5, 7 og 9. Lægra verð kl. 5. Það tiLkynnist hér með, að minningarathöfn um skipshöfn botpvörpungsins „Sviði“ og jarðarför Júlíusar Haligrímssonar, fer fram í Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 17. þ. m. klukkan 1 síðdegis. Ríkisútvarpið hefir boðist til að útvarpa athöfninni. H.f. „Sviði“, Hafnarfirði. Skrifstofum vorum verður lokað allan daginn á morg- un, þ. 17- þ. m. vegna jarðarfarar. “Hrímfaxi” h.f., Reykjavík. H.f. „Sviði“, Hafnarfirði. dóttir. Forspil hefilr Emil Thor- oddsen samið, en einsöngvarar verða frú Guðrún Ágúsfsdóttiriog Arnór Halldórsson. Söngvamir e'U eftir Sigvalda Kaldaións, en Páll Isólfsson' stjórnar sönguum. Sverrir Kristjáusson sagnfræðing- ur flytur fyrirlestur í útvarpið í kvöld kl. 8% um Machiavelli. Eldvarnartæki í húsum. I Nýlega hafa verið gefin úls bráðabirgðalög um skyldur á hús- eigendum. Þar segir svo: ..Húseig- endum skal skylt, hinu opinberg að kostnaðarlausu, að annast um, að til séu í húsum þeirra nauðsyn- Íleg eldvarnartæki, eftir því sem loftvarnanefnd með samþykkí. bæjar eða bæjarstjórnar nánar á- kveður.“ W. SOMERSET MAIJGHAM: Þrír biðlar — og ein ekkja. tæki hjónabandstilboði hans. Hún fór að hugsa sig um. í sama bili heyrði hún nafn sitt nefnt: —■ María. Það var Rowley. Hann gekk í áttina til hennar með hendurnar í vösunum, rólyndislegur að vanda. — Nína sagði mér, að þú væri hér. Hún kemur 'bráðum með eitthvað í staupinu handa mér og mér veitir ekki af hressingu. Hann horfði fast á hana: —• Hvað er að þér? 'Þú lítur ekki vel út. — Bíddu þangað til Nína kemur með vínið. Hann fékk sér sæti og kveikti í vindlingi. Þegar Nína kom, heilsaði hann henni með spaugsyrðum. — Jæja, Nana, hvað segið iþér um ibörnin, sem Mussolini segir, að konumr eigi að fæða fyrir ríkið. Mér sýnist þér ekki gera skyldu yðar. — Drottinn minn dýri! Mér finnst nógu erfitt að sjá sjálfum sér farborða á þessum tímum. Hvemig ætti ég að geta séð fyrir harnahópi? En þegar hún var farin, snéri hann sér að Maríu og spurði: — Hvernig líður þér? Hún skýrði honum frá Því, sem prinsessan hafði sagt um Karl, 0g því, sem Nína hafði sagt henni. Hann hlustaði með athygli. — En, góða mín, það er ástæðulaust að taka slíkt og þvílíkt nærri sér. Þú ert bara ofurlítið tauga- óstyrk. Hann hélt, að hann hefði fengið örugga at- vinnu, en var rekinn. Hann skuldaði tengdamóður sinni peninga. Hann hafði lofað því að borga henni, en átti ekki nægilega peninga til þess. Setjum svo að hann finndist. Allir myndu álíta, að hann hefði framið sjálfsmorð og til þess hafði hann nægilegar ástæður. Það, sem Rowley sagði, var mjög skynsamlegt. María brosti og dró andann léttar. — Vonandi hefirðu á réttu að standa. Ég er tauga- óstyrk. Ilvernig færi fyrir mér án þín Rowley? — Ég veit það ekki, sagði hann og hló við. — Ef við hefðum verið tekin í gærkveldi, hvað hefði þá verið gert við okkur? — Við hefðum fengið leigulaust húsnæði, góða rmín. María stóð á öndinni. — Áttu við það, að við hefðum verið sett í fang- elsi? Hann horfði á hana brosleitur, en ofurlitið háðs- legur til augnanna. — Það hefði þurft margs konar útskýringa við, eins og þú veizt. Það hefði þótt kynlegt ferðalag, enskur maður og ensk kona með Mk um nótt. Ég veit reyndar ekki, hvernig við hefðum átt að sanna iþað, að hann skaut sig sjálfur. Allir hefðu álitið, að annaðhvort okkar hefði myrt hann. — Hvers vegna þú? — Það hefðu getað legið margar ástæður til þess. Við urðum samferða frá Peppino í gærkveldi. Mér er sagt, að ég hafi ekki sem bezt orð á mér, einkum ef konur eru annars vegar. Og þú ert mjög aðdá- unarverð kona. Hvernig hefðum við átt að sanna það, að ekkert hafi verið á milU okkar? Ég hefði getað fundið hann í herbergi þínu og drepið hann af afbrýðisemi. Eða að hann hefði komið okkur á óvart og ég hefði orðið að drepa hann, til þess að hjarga heiðri iþínum. Mönnum hættir við að fremja slík axarsköft. — 'Þú tókst á þig geysimikla áhættu. — Sleppum því. ý — Mér var svo órótt í gærkveldi, að ég þakkaði þér ekki fyrir. Það var dónalegt. En ég e r Þér þakk- lát. Ég á þér mikið að þakka. Ef 'þú hefðir ekki k.om- ið, hefði ég svipt mig Mfi. Ég veit að ég verðskulda það ekki, að þú skulir gera svona mikið fyrir mig. Hann horfði fast á hana stundarkorn, en svo brosti hann. — Vina mín! Þetta hefði ég gert fyrir hvern sem var af kunningjum mínum, og ég er ekki einu sinni viss um, nema ég hefði gert það fyrir ókunnuga Mka. Mér þykir gaman að því að tefla á tvísýnu. Ég vil taka þátt í æsilegum atburðum, sem vekja mér hroll. Einu sinni, þegar ég var í Monte Carlo, hætti ég aleigunni. En meðal annarra orða, hvar er byssan? — Hún er ií töskunni minni. Ég þorði ekki að s-kilja hana eftir heima, þegar ég fór í hádegisveizl- una. Ég var hrædd um, að Nina myndi finna hana. Hann rétti út höndina. -— Fáðu mér töskuna. Hún vissi ekki, hvers vegna hann bað um hana,.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.