Alþýðublaðið - 22.12.1941, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.12.1941, Blaðsíða 1
M.M EITSTJÓBI: STSFÁN PÉTUBSSOH ÚTGBFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN AjftGAKGUK MÁNUDAG 22. DES. 1941 299. TÖLUBLAD —1———i■ ffltler tefcor siálfnr við yfirherstjóro Japaair hafa komið mikla liði á laad á Filippseyjnm. Hðfaðborgin Manila er talin í hætta. ............... FEEGN FRÁ MANILA í morgun hermir, að Japönum hafi nú tekizt að koma miklu liði á land á Filippseyj- um, Við Lingayenflóa á vesturströnd eyjarinnar Luzon, um 150 km. fyrir norðan höfuðborgina, og sé henni alvarleg hætta búin. Talið er, að lið það, sem Japauir hafa sett þarna á iand muni vera um 40 þúsundir manna og hafi það verið flxrtt þangað á 80 skipum. f Byrjað var að setja liðið á land fyrir hálfum öðrum sólar- hring og eru harðar orustur nó byrjaðar báðum megin við Lin- gayenflóann. MUdar loftárásir hafa verið gerðar á Nicholsflug- völlinn fyrir norðan Manila. Freomjr frá Hongtemg hemia, að Bnetar hafi enn meiri'hluta eyj- arínnar á sínu valdi, lanrigöngu- liði Japana miði mjog hægt ár frarn, og engan bilbug sé að finnai á ætuiiði Bneta. Á Malakkaskaga enu Japanir ■hins Vegax í harðvítiugri. sðkn suöur Perakdalinn, og hafa Bret- ar orðið að láta þar eitthvað unrian sína. Tilkynnt hefrr veriið í Singa- pore, að höfnin1 þar verði fram- veg.is lok’uð að nætuXlagi og verði skotið á öll skip, sem nálgast hana á peim tima. Fnegnir hafa borizt um það, að Japanir hafi ráðist á eyjuna New Guirnea fyrir norðan Ástralíu.en sú fnegn er með öllu óstaðfest. Stórbruninn i Hafnarstræti 11. ElðnriOQ koio m í bréfafcðrfo 60 lcBSti síg upp stigana. Tveimur bornum og tveimur konum tókst að bjarga með naumundum. IFYRRINÓTT laust efth- miðnætti kom upp eldur í Hafnarstræti 11, sem er þriggja hæða steinhús, eign frú Elísabetar Foss. ís- lenzíkt og brezkt slökkvilið vann að því að ráða niður- lögum eldsins og tókst það eftir hálfan annan klukku- tíma. Klukkan fjórðapart gengin í feitt kom maður inn á lögreglu- stöðina- og tilkynnti, að kvikn- að væri í. Fóru lögregluþjónar strax á vettvang, komust inn í húsið og upp á þakhæðina, en þar bjó frú Elísabet Foss með tveimur dóttursonuím sínum, kornungum. — Auk þess bjó stúlka á hæðinni. En þegar lög- regluþjónarnir, sem voru þeir Kristján Vatnes og Ólafur Guðmundsson, voru komntr upp, hafði eldurinn læst sig upp stigann og varð úr því tekki komizt þar út, og fór fólkið Þá út á þakið. í samp bili korn slökkviiiðáð að og wcwlu reistir stigar, sem fólkið gat komizt eftix niður. Var reistur stór stigi upp að vegg- svölium og þaöan lítiil stigi’ upp að þaki, og náðust bömin þar niður, >en hitt fólkið fór niður stiga, sem brezka slökkviliðið hafði reist við aorðurhlið húss- ins. Að þessu lokniu vatr farið að vinna að slökkvistarfinu óg tókst að ráða niðurlögum eldsihs eftir töluverða stund. Á neðstu hæö hússins var líf- stykkjabúð frá Elisabetar Foss, en inn af I ífstykkjabúðinni' var saumastofa. Eldurinn mun hafa Frh. á 4. síðu. Kennir von Brauchitsch yfirhers höfðingja um, að sóknin til Moskva og Leningrad mistókst ■■■-■■■■-....— Sfeorar á þýzfea pjéðina að gefa bermðnninnm vetrarfafnaé. jK AÐ var tilkynnt opinberlega í Berlín á laugardags- kvöldið, að von Brauchitsclfc Mirmaður þýzka hers- ins, hefði verið leystur frá störfuill|3pg Hitler sjálfur tekið við yfirherstjóminni. Samtímis gaf Hitler út ávarp til þýzka hersins og þýzku þjóðarinnar, þar sem sagt var, að hin nýju viðhorf í stríð- inu gerðu það knýjandi nauðsynlegt, að öll yfirstjóm, bæði borgaraleg og hemaðarleg, yrði sameinuð í einni hendi, og því hefði „foringinn“ ákveðið að takast sjálfur yfirstjóm hersins á hendur. von BRAUCHITSCH Nokkru áður hafði verið birt annað ávarp frá Hitler til þýzku þjóðarinnar, þar sem skorað var á hana að leggja á sig enn meiri fórnir en áður til stuðnings hternum á austurvígstöðvunum. Var sagt í því ávarpi, að róss- neski herinn hefði bæði meira lið og betur búið en Þjóðverjar og var sérsíaklega skorað á Þýzku þjóðina að gefa fatnað handa hermönnunum, sem nú væru að búa sig undir erfiðan vetrarh’emað. BrancMtsch varaði Hitl- er við vetrarhernaði. í fnegnuiu frá London í gær- kveldi var eng-m'n efi> taliinn á því, að von Braucitsch yfirhers- höfðingi hefðii beinlínis verið settur af og að ætlnn Hiflers væri að kenna honuin uro hina misheppnuðu sðkn til Leningrad og Moskva. Er pað þó kunnugt úti um heim, að von Brauchitsch varaði Hitlei' mjög snemma við vetrar- hernaði í Rússlandi og vildi sjálf- ur aldrei, fara iengra á þessu hausti eti til Sinolensk. úar viSdi hann hafa vetrarsetu og hefja sóknina á ný i vor. En hann fékk þvi ekki ráðið fyrir Hitler, sem hejttitaði, að Moskvá yrði tekin, hvað sem það kostaöi. Pab er ’því enginn annar en Hitler, sem á sök á því, hvernig fcomið ©r, þó að von Brauchitscfa sé kennt um og hann svóftur emb- ætti. Brauchitsch hefiir veriö yfir- ínaöur þýzka hersins síðani í árs- byrjun 1938, þegar fyri.rirennara hans, von Fr.itsch, var vikið frá. l>að var áður kunnugt, að von Bock, sem stjórnaði sóknanni' á vígstöðvunum við Moskva; var vikjð frá, eftir að hún strandaði. Bússar sækja fram vft Hoskva og Leolngrað. Fregnir frá austuiydgstöðvunum r morgun herma, að sókn- Rússa haldi áfram baíði við Leningrad og Moskva. Hafa Rússar tekið tvo bæi aftur skammt frá Lenin- grad, annan við járbrautúna þaö- an, til Tikhviu, hiroi örskammt frá jámbrautiiini til Moskva, Sunnan við Moskva nálgast Rússar nú Orel úr raorðausturátt. Á laugardaginn tóku ]>ei:r Volo- kolamsk, sem lengi hefir verið einna inest umtalaði staðurinn í fréttunum frá vígstöðvunum vib Moskva. Suður á Krijji hafa Þjóðverjar siðustu dagana haldið uppi harð- vitugum áhlaupum á Sebastopol. Virðist ]>að benda ti'l þess, að það só í öllu falii ekki ætlun þeirra að hverfa, þaðan með her siinn né að hada mikið meira und- an á noröurströnd AsiOvshafs, en [>eir eru- búnir að gera. Vlðskif tasei df oefft d- in er komin heim. Samningar hafa gengið veL VIÐSKIPTASENDI- nefndín, sem fór til Bandaríkjanna 12. ágúst s-1. þeir Ásgeir Ásgeirsson, Vil- hjálmur Þór og Bjöm Ólafs- son, kom heim um heígina. Alþýðublaðið hafði í morg- un samtal við Ásgeir Ás- geirssoh um förina. „Nefndin mun gefa stjórninni skýrslu um ái’angur samningaum- leitananna—og ríkisstjóruin mun síðar gefa blöÖum fréttir af því máli..“ - Geturðu þá ekkei't sagt? . „Það mun alltaf óhætt að segja, aö Bandarikin munu reynast okk- ur vinsamleg og við eiigum. ckki: aö þurfa að óttast skort á nauð- synjnm." Jólakveðjur frá London. f gær var útvarpað frá London jólakveðjum fslendinga þar til ættingja og vina hér heima. Hófst útvarpið með ávarpi Péturs Bene- diktssonar sendifulltrúa, en siðan söng söngkonan Gagga Lund ísL sálmalög. Tókst útvarpið ágætlega. Preitarar, bókbiadarar og lárn- iðnaðarmenn boða verkfalL —■■ -— ♦---- Frá 1. ianfiar ef samningar takast ekki fyrir firamðt CT ARFSMENN að ^ minnsta kosti þriggja iðngreina hér í bænum munu boða vinnustöðvun frá 1. janúar næstkomandi, ef samningar takast ekki fyrir þann tíma. Þessar starfsstéttir eru játn- iðnaðarmenn, prentarar og bók- bindarar. Allsherjaratkvæða- greiðslur hafa farið fram í fé- lögum þessara stétta um heimild handa stjómunum til að lýsa yí- ir vimmstöðvun ef saniniingar næð ust ekki. Nýlega samþykktu bókbindarar með 49 atkvæðum gegn 1 að gefa stjórniimi heimild til að lýsa yfir rinnúistöðvun. Tóku allir fé- lagar Bókbtndarafélagsins þátt » þessari atkvæðagreiðslu ogmurn* engin dæmi vera tU svo góðraii- þátttök'u. 1 Vonandi takast sanmingar um kaup og kjör þessara starfsstétta svo aö ekki komi ti.l vinnustöðv- ana .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.