Alþýðublaðið - 24.12.1941, Side 6

Alþýðublaðið - 24.12.1941, Side 6
6 J ÓLABLAÐ Jóhcinn Sveinsson ccind. niacj Lúftur ríki Buttormsson. Auður, ástir og skáldskapur. Flestir eða allir íslendingar, sem komnir eru til vits og ára, kannast við Loft ríka. En iþað er líka lítið meira en nafnið eitt, og Það jafnvel hjá þeim, er bezt vita. í blámóðu aldanna hillir hann uppi, auðmanninn mikla, volduga höfðingjann og skáldið, sem kvað ekka- þrungin harmljóð og mansöngva til ástmeyjar sinnar, sem hann mátti ekki njóta. Ganga sögur miklar af auði Lofts og rausn, en flest, sem fyrri alda sagnarit- arar herma fná ævi Lofts, eru munnmæli ein, enda ritað tveimur öldum eftir dauða hans. Eru allar þessar sagnir um Loft sundurlausar og ónákvæmar og erfitt að hafa hald á þeim. Eigi að síður hafa nokkrir sann- leiksmolar geymzt í þeim, þótt margt sé þar málum blandað. Það mesta og elzta af því tagi er að hafa hjá Jóni Gissurarsyni á Núpi í Dýrafirði í ritgerð hans um siðaskiptin, Birni á Skarðsá í Skarðsárannál og Jóni Egilssyni í Biskupsannálum. Nú síðast hefir dr. Jón Þorkelsson dregið saman það helzta, sem vitað verður um Loft í Kvæðasafni bmf. Annað er lítt vitað um ævi Lofts, nema það, sem ráða má af annálum og fornbréfum. En slíkar heim- ildir eru jafnan magrar og sýna aðeins ytra borð mannsins, en ekki persónuleika hans eða skaphöfn, nema hvað endrum og eins kann að vera hægt að skyggnast undir yfirborðið og fylla í eyður stað- reyndanna. Vafalaust hefir Loftur verið mestur auðmaður á sinni tíð á íslandi. Jón Gissurarson lætur mjög af rausn hans og höfðingsskap. Sagt er að hann hafi haft um sig sveinahirð mikla og riðið jafnaðarlega með tuttugu sveina, að sjálfsögðu vopnaða, milli búa sinna. En jarðeignir voru miklar og höfuðból mörg. „Einka hofgarð sinn hélt hann á Möðruvöllum“ í Eyjafirði. Björn á Skarðsá segir í annálum sínum, að Loftur ætti áttatíu stórgarða, og víst er um það, að hann átti geysimörg stórbýli. Skal hér aðeins nefna stórbýlin Möðruvelli og Lögmannshlíð í Eyjafirði, Sjávarborg í Skagafirði, Másstaði og Ásgeirsá í Húnavatnsþingi, Njarðvík og Ketilsstaði á Austurlandi, Mörk og Efra- Dal undir Eyjafjöllum og Skarð, Staðarhól og Flatey fyrir vestan. Auk þess hafði hann Sauðanesstað um stund að léni. af Jóni Vilhjálmssyni Hólabiskupi. Af gjafabréfi til launsona sinna og af skiptabréfinu eftir hann og konu hans, en bréfin eru bæði prentuð í ísl. fornbréfasafni, sést hvílíkt feikna jarðagóss og lausafé hann átti. Þremur launsonum sínum gefur hann til samans 9 hundruð hundraða í fasteign, en eftir lát þeirra hjóna fá skilgetnir synir hans IIV2 hundrað hundraða í fasteign hvor, 2 hundruð hundraða í virð.'ngarfjám og 72 hundruð í smjöri, en dætur hans tvær skilgetnar fengu hálfu minna en bræðurnir. Var því engin furða Þótt hann hlyti viðurnefnið hinn ríki. Ríkur þýddi raunar í fornu máli voldugur, en Loftur fór ekki með meiri veraldleg völd én margir aðrir um hans daga. Að líkindum er því orðið „ríki“ í merk- ingunni auðugur. Hitt er annað mál, auðnum fylgir ávallt vald, eins og sjá má á vorum dögum, enda hafa merkingaskiptin í orðinu orðið þess ,vegna. En þrátt fyrir auð sinn varð hann ekki gæfumaður með öllu, að því er háttalykill hans sýnir og síðar verður vikið að, og sagnirnar segja, að hann hafi dáið í aumu koti, og verður einnig minnzt á það síðar. Jón Gissurarson getur þess, að Loftur hafi þjónað Noregskonungi með fjóra sveina (Eiríki af Pommern) og verið dubbaður til riddara af honum, og „færði eftir það fálka í blám feldi“ og tilfærir. vísu eftir síra Ölaf Halldórsson á Stað í Steingrímsfirði, er lifði um og eftir aldamótin 1600: Færði hann í feldi /blá fálkann hvíta skildi á. Hver mann af því hugsa má hans muni ekki ættin smá. Nú er það vitað, að Loftur hafði ekki fálka, heldur höggorm í innsigli sínu. Skal nú vikið um sinn að því, sem sannsögulega er vitað um Loft. Hann var stórættaður í báðar ættir. Faðir hans, Guttormur Ormsson, sonur Orms lögmanns Snorrasonar á Skarði, var kominn í beinan karllegg af hinum fornu Skarðverjum. í móðurætt var hann kom- inn af hinum nafnkunnu Möðruvellingum í Eyjafirði. . Ekki er fæðingarár hans þekkt, en varla er hann fædd- ur miklu eftir 1380, en Þó iíklega nokkru fyrr. Heim- ildir benda til, að hann hafi verið utan 1403 og þar í kring. Árið 1406 getur hans aftur í bréfum. Síðan finnst hans ekki getið þar fyrr en 1414, og er líklegt, að hann hafi þá einnig verið erlendis. Er trúlegt, að hann hafi í annaðhvort þetta skipti verið við hirð Eiríks konungs af Pommern, sem þá var konungur yfir öllum Norðurlöndum. Á unga aldri var hann sveinn eða ráðsmaður auðugrar ekkju, Guðrúnar Haraldsdótt- ur, er gaf honum Efra-Dal í þjónustulaun. Lofti tæmd- ust arfar miklir eftir foreldra sína og frændur. Virðast

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.