Alþýðublaðið - 31.12.1941, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 31.12.1941, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON. UTGEFANDI: ALÞTÐUFLOKKURINN XXII. ÁBGANGUR MIÐVIKUDAG 31. DES. 1941 305. TÖLUBLAÐ STEFÁN JÓHANN STEFÁNSSON Vtð ARIÐ 19 4 1 verður vafa- laust talið mjög viðburða- ríkt ár um heim allan. Á árinu hafa iþó ef til vill ekki skeð margir viðburðir, sem hafa valdið stórkostlegum , tíma- mótum eða breytingum á því éstandi, er um skeið hefir ríkt um víða veröld. Án iþess að til úrslita hafi dregið í hinum nndkla hildarleik, hafa fleiri aðilar, og mjög í samræmi við það, er flestir bjuggust við, gerst þátttakendur og gjöra má fullkomlega ráð fyrir því, að ýtmsir þeir atburðir hafi skeð á árinu, sem verði undirstaða margra óráðinna en án efa merkilegra viðburða, er bíða framtíðarinnar. í Þessari grein verður ekki ritaður annáll ársins 1941, en aðeips drepið á nokkra atburði, sérstaklega þá, er tengdir kunna að verða viðburðum ó- komna tímans, bæði hér á landi og annars staðar- 1. Sjálfstæðismál tslands Stjórnarfarslegt sjálf- stæði. Á alþingum 1928 og 1937, voru samþykktar einróma yf- irlýsingar allra stjórnmála- flokkanna um, að það væri vilji íslenzku þjóðarinnar, að taka umráð allra sinna mála í eigin hendur strax þegar á- kvæði sambandslaganna frá 1918 leyfðu. í sambandi við þessa ályktun var því lýst yfir é alþingi af hálfu Alþýðu- flokksins, að hann vildi stefna Gléðilegs nýárs óskar Alþýðublaðið öllum lesendum sín- úm og þakkar þeim fyrir liðna árið. móf að því, að lýðveldi yrði stofnað á íslandi þegar þess væri kost- ur. — Á þingi AlÞýðuflokks- ins í nóvember 1940 var, sam- þykkt. einróma sú stefna flokksins, að vinna að því, að varanleg skipun fengist á sjálf- stæðismál þjóðarinnar „á þann hátt, að þjóðin haldi fullveldi sínu og ísland verði sjálfstætt og óháð lýðveldi, er fari að öllu leyti sjálft með mál sín." Það voru vissulega merkir atburðir, sem gerðust á Alþingi íslendinga aðfaranótt hins 17. maí síðastliðinn- Þessir atburð- ir voru að vísu rökrétt afleið- ing af fyrri. ályktunum, her- námi Danmörku og útilokun alls sambands við danska aðila, og að mestu leyti áframhald á þeirri braut, sem mörkuð var í sjálfstæðismálinu á fyrri þing- uim. — Hinn 17. maií síðast liðinn var leiðin í sjálfstæðis- málinu skýrt mörkuð, þannig, áð ekki skyldi endurnýja sam- bandslagasamninginn við Dáfii, en ganga þó ekki frá formleg- um sambandsslitum og endan- legri stjórnarskipan ríkisins að svo stöddu, þó að því verði ekki frestað lengur en til styrjald- arloka, að kjósa ríkisstjóra, og að lýsa yfir Þeim vilja, aS lýðveldi verði stofnað jafn- skjótt og sambandinu við Dani verður formlega s'litið. Æ>að er vert að gefa sérstak- lega gaum þeim lið ályktana AlÞingis, er ræðir um framtíð- arstjórnarSkipun landsins- Þar var gefin ákveðin viljayfirlýs- ing allra viðstaddra alþingis- manna um, að stofnað yrði lýð- veldi á íslandi strax og hægt værd að ganga frá framtíðar- stjórnskipulagi landsins. . Fyrstu aldirnar eftir byggð íslands, var hér lýðveldi. Við höfum aldrei átt íslenzkan kcnung, búsettan í landinu. Það er því næsta eðlilegt, að ís- lenzka þjóðin kjósi lýðveldis- formið á sínu framtíðarstjórn- skipulagi. Og Aiþýðufl. hef- ir ásfæðu til þess að vera á- nægður yfir þessari yfirlýsingu, þar sem hún er í fullu sam- ræmi við yfirlýsingar flokksins á Aiþingi 1928 og 1937, þegar þó engir aðrir stjórnmála- flokkar vildu undir þá yfirlýs- ingu taka. í þessu máli fer Það sem oft endranær, að Alþýðu- flokkurinn markar fyrst lín- urnar, og síðan verða aðrir sammála um að fylgja málun- um eftir og leiða þau í höfn. . íslendingar hafa fulla ástæðu til þess að treysta því, að hægt verði að framkvæma yfirlýs- ingu Alþingis um fullkomið sjálfstæði íslands. Þetta styðst nú einnig við þá samninga, sem ísland hefir gert bæði við Bretland og Bandaríkin um hervernd landsins, þar sem bæði þessi engilsaxnesku stór- veldi heita því fyrir sitt leyti, að viðurkenna fullveldi íslands og vinna að því við friðarsamn- ingana að afloknu stríði, að það verði fullkomlega tryggt. Og þessar þjóðir hafa einnig með i?ví að taka á móti sendiherr- um frá okkur bæði í London og Washington, í framkvæmdinni viðurkennt fullveldi íslands. Það má hiklaust gera ráð fyrir því, að íslenzka þjóðin kjósi ekkert fremur og vilji eindregið, að formleg sam- bandsslit verði framkvæmd með vinsamlegu samkomulagi við alfrjálsa Danmörku, og með gagnkvæmum skilningi og fullu samkomulagi við hina ágætu dönsku menningarþjóð, enda benda fregnir til þess, að skilningur, þroski og velvild danskra stjórnmálamanna, muni auðvelda slíkar æskilegar Iramkvæmdir- Og' ég vil einnig taka það skýrt fram, að ég tel sjálfsagt, að strax og ástæður leyfa, taki ísland upp að nýju náið samstarf við hin Norður- löndin, meira og öflugra en nokkru sinni fyrr. Fer og bezt á því, að þar verði fimm jafn- ; réttháir aðilar, fimm sjálfstæð ríki, ef semji sín á milli um málefni sín. Mennmgarlegt sjálf« stæði. A 'síðustu tímum hefir verið mikið rætt um svokölluð „á- ' standsmál" í sambandi við dvöl erlenda setuliðsins í landinu. Þar hefir ekki sjaldan gætt óróa og öfga. En þess er ekki að dyljast, að það hafa skapazt ýmis vandamál félags- legs eðlis og þarf að taka á þeim með ró og stillingu, al- veg pfgalaust. Veltur mest á innra styrkleika þjóðarinnar og metnaði hennar, hversu tekst í því efni. Brezkur her lcom hingað, og var óboðinn gestur — og af sumum talinn óalandi og óferjandí. Þessir gestir reyndust í framkomu óvenju- legir vegna sérstakrar hátt- | semi, afskiptaleysis, og prúð- mannlegrar framgöngu. Þeir hafa virzt vel í augum allra, er ekki hafa verið haldnir ein- sýnni andúð eða jafnvel full- komnum fjandskap til hinnar brezku^ Þjóðar. — Bandaríkja- Stefán Jóhann Stefánsson við skrifborð sitt. hjferinn kemur hingað samkv. gerðum samningi. Framan af hefir dvöl hans skapað ýmiss vandamál og sorgaratburði. Eru þessir Engilsaxar stundum fullmiklir fyrirferðar, og hefir af því leitt nokkra árekstra- En eftir að Bandaríkin komust í stríðið, og einnig fyrir atbeina áhugasamra og velviljaðra yf- irmanna, bæði herstjórnarinn- ar hér og stjórnmálamanna í Bandaríkjunum, hefir þetta mjög breytzt til batnaðar. Er þss að vænta, að það verði' til frambúðar. Eftir að Bandaríkin komust í stríðið, hefir verið fullkomin samvinna og sam- stjórn milli þeirra og Breta. Er sá munur, er, áður var á her þessara þjóða því aðmestu leyti horfinn- Engin ástæða virðist lengur til þess að gera veruleg- an greinarmun á aðstöðu ís- lendinga til setuliðs þessara þjóða. Hvorutveggja herinn ber að sjiálfsögðu að umgang- ast með fuEkom(inni kur/teisi og gæta þess vandlega, að ,ís- lenzkur metnaður njóti sín á þann hátt, að framkoma ís- lendinga sé hvorki smjaðrandi, illkvittin eða ofstækisfull. Þetta á jafnt við um karla sem konur. Á' Þann hátt bjarga ís- lendingar mest manndómi sín- um og metnaði, ef þeir sýna hvorutveggja í senn, að þeir kunna að umgangast erlenda menn án óþæginda, og áh þess að þeim verði það sjálfum að tjóni. Þetta eru þær innri varnir íslenzku þjóðarinnar, — sem ber að leggja sérstaka á- herzlu á, og er allt undir því komið, að þessa sé gætt af hálfu íslendinga. Þeir hafa sjálfir í höndum sínum, eins og oft áður, eigin fjöregg, þjóðerni og tungu. Verndun þessara verðmætá verður að koma inn- an frá, frá þjóðinni sjálfri. — Samtök stjórnmálamanna, blaða og menningartækja, eru næsta nauðsynleg til áhrifa á þjóðina í Þessa átt,- en varast skyldi ógnandi árásir, njósnir og ströng valdboð, sem hætt er við að yrði misbeitt, og harð- ast myndi koma niður á þeim, sem ekki eiga mesta sökina, en umkomuminnstir eru. Eg hefi þá trú á þjóðinni, þrátt fyrir ýmsar misfellur ærið margra eins'tákilinga, í þessum efnum, að hún fái staðizt iþessa eld- raun. En f)ar reynir vissulega á styrk hennar og heilbrigðan metnað, og ætti sú þrekraun ekki að verða ofurefli. Flestar þjóðir hafa við meiri hættur að gláma, án þess þó að óttast um örlög sín. Og ekki er minnst um vert þá sjálfstæðisbarátt- una að vernda menningu sína, Þjóðerni og manndóm. 1L islenzk dægurmál. Dýrtíðarmálin. Á liðnu ári hefir einna mest borið á umræðum í ræðu og riti um dýrtíðarmálin. Verður saga þess máls ekki rakin hér ítarlega. Þó skal. getið nokkurra höfuðatvika, og þá einnig for- sögu mélsins, þeirrar, er skeði fyrir árið 1941- Höfuðdrættir málsins eru þessir: 1) Kaup- gjald og ísl- afurðaverð var lögbundið í apríl 1939, 2) í des. 1939 er þessum lögum breytt á þá lund, að hækkuð er lög- boðin 'uppbót launamanna, og íslenzkar afurðir teknar út úr lögbindingunni. 3) Á árinu 1940 þegar allt kaup er lög- bundið og hækkar ekki til- fulls í samræmi við verðvísitölu, hækkar samt vísitalan mjög mikið 4) 1. janúar 1941 fellur úr gildi lögbinding kaupsins og þá takast samningar launa- stéttanna um það að xfé fulla uppbót á laun sín í samræmi við hækkandi dýrtíð. 5) Á vor- þinginu 1941, stóðu miklar deilur um dýrtíðarmálin. Til- lögur komu fram um að leggja á. sérstakan launaskatt í dýr- tíðarsjóð. Aliþ.fl. lagðist ein- dregið gegn þyí, að slíkur skattur væri lagður á, og fékk því til leiðar komið, að lög um ?' hann náðu eigi fram að ganga- Á' þessu sama Þingi voru sett niokkur ákvæði í sérstökum dýrtiíðarlögum. 6) Þessi dýrtíð- arlög voru ekki að neinu veru-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.