Alþýðublaðið - 04.01.1942, Page 1

Alþýðublaðið - 04.01.1942, Page 1
EfTSTJÓBl: STEFÁN PÉTUBSSON ÚTGEFANDI; ALÞÝÐUFLOKKUBINN XXm. AROANQUR SUNNUDAGINN 4. JAN. 1942 3. TÖLUBLAD Wavell teknr við yflrstjérn alls hersT flota og flughers handamanna í Anstur - Asin. Útvarpsnmrsðar hb bæjarmðl. IGÆR var ákveðið að útvarpstunrœður skýldu fara fram um bæj- armál dagana 14. og 15- þ. m. Jafnframt var talað um að ’útvairpsumreeður skyldu eiunig fara fram 22. þ- m. eða Þremur dög- um fyrir kosningar. Enn hefir ekki verið á- kveðið í hvaða röð fulltrú- ar listanna tala, enda er enn tekki vitað með fullri vissu hve margir listarnir Vterða. 50 ára var í gær frú Elinborg Jónsdótt- ir, Gunnarsbraut 7 í Hafnarfirði. Chiang Kai Shek ogfHart"að~ miráll verða undirmenn hans. ............... OPINBER TILKYNNING var gefin ót í Washíngton í gær þess efnis, að samkomulag hefði orðið milli Bret- lands, Bandaríkjanna, Hollands, Kína, Ástralíu og Nýja Sjáiands um að setja allan her, flota og flugher, sem þessi ríki hafa á að skipa í Austur- og Suður-Asíu og í austan- verðu Kyrrahafi undir eina stjóm. Hefir Wavell, yfirhershöfðingi Breta í Indlandi, verið skipaður yfirmaður alls þessa hers bæði á iandi, sjó og í lofti. Pawnall, yfirmaðux bi'tezka hersins í Singapore og á Mal- akkaskaga, hefir verið skipaður forseti f herforingjaráði Wavells. En varamaður Pawnalls í herforingjaráðinu verður ameríkski herforinginn Brett, sem undanfarið hefir dvalið í Kína. Yfirmaður bandamannaflotans í austanverðu Kyrra- hafi verður ameríkski aðmírállinn Hart, og yfirmaður land- hersins í Kína Chiang Kai Shek. En báðir verða þeir undir yfirstjóm Wavells. Bæjarstjórnarkosningarnar: Framboðsfrestnr er útrunninn i dag. ----♦... Framboð Alþýðnfiokksins í kaupstðð* um og kauptúnum úti um land. Framboðsfrestub til bæjarstjómarkosn- inganna, sem fram eiga að fara um land allt 25. þ. m. er útrunninn í dag. I gærkveldi,fékk Alþýðublað- ið fregnir af framboðum Al- þýðuflekksius í öllum kaup- stöðum á landinu. Era list- arnir ( næstum alls staðar skipaðir flokksmönnum einum, en á nokkram stöðum hefir verið baft framboð í samvinnu við aðra flokka. Seint í gærkveldi spm-ðist Alþýðublaðið fyrir um framboð í Hafnarfirði. Voru iþá engir listar komnir til yfirkjörstjóm- ar. En 10 efstu menn á lista Al- þýðuflokksins eru þessir: Kjartan Ólafsson, Björn Jóhannsson, Guðmundur Gissurarson, Ásgeir SteMnsson, Emil Jónsson, Friðjón Skarphéðinsson, Sveinn V. Stefánsson, Þórður Þórðarson, Þóroddur Hreinsson. Kristján Steingrímsson. Hér fara á eftir nöfn efstu manna á listum Alþýðuflokks- ins og listum, sem AlÞýðuflokk- urinn stendur að, á ýmsum stöðum á landinu: Akureyri: Erlingur Friðjóns- son, Jón Hinriksson, Hafsteinn Halldórsson, Hallgrímur Vil- hjálmsson, Helga Jónsdóttir, Jón D. Árnason. Júlíus Bogason og Jón Ingimarsson. Siglufjörður: Erlendur Þor- steinsson, Gunnar Jóhannsson, Frh. á 2. síðu. Fregnir frá Filippseyjum í gærkveldi sögðu, að hersveitir Bandaríkjamanna berðust enn hreystilega á hinum viggirtu stöðvum sánum norðan við Manila, og væri engan bilbug á þeim að finna. Á flóanum úti fyrir Manila verjast Bandaríkjamenn einnig á hinni ramlega viggirtu eyju Corregidor. Gerðu Japanir óg- urlega loftárás á þá eyju í gær og stóð hún í fimm klukku- stundir. Á Malakkaskaga hafa engir stórvægilegir viðburðir gerzt síðasta sólarhringinn. Á austur- ströndinni er enn barizt. um flugvöllinn við Quantan, sem er á valdi Breta. Á miðjum skag- anum eru árásir Japana í Per- akdalnum sagðar fara harðn- andi. Og á vesturströndinni hafa þeir reynt að koma á land liði frá eyjunni Penang, að baki Bretum. Fluttu þeir það á prömmum og bátum, en komu ekki nema mjög litlu liði á land. Bankarnlr hafa ákveðlA að lækka innlánsvexti. Og útlánsvextir hafa jafnframt verið lækkaðir niður í 5 ’|2’;0!o B ANKARNIR hafa á- kveðið að lækka mjög vexti af innlögðu fé. Jadn- framt hefir verið ákveðið að lækka vexti af víxlum niður í 5%%. „VextiT í bönkunum hafa verið (Frh. á 2, síðu.) Mikið liggur á: Ríkisstjórnio er kðllnð sanan í snnnndagsfnnd. ' » :r - ... Ólafur Thors hefir lýst yfir ákveðnu fylgi við gerðardóm Hermanns ---------------------».... RÍKIvSSTJÓKNIN hefir verið kölluð saman á fund kl. 11 f. h. í dag, fyrripart sunnudags, svo að eittbvað virð- ist nú liggja á. Mim lítill efi á því, áð fyrir þann fimd verði lagðar til- lögur Hermanns Jónassonar tim hin fyrirhuguðu bráða- birgðalög um lögskipaðan, bindandi gerðárdóm í kaupdeil- um fil þess að bæla niðiu- vterkfall iðnstéttanna og liindra allar kauphækkanir framvegis. Eftir því, sem Alþýðublaðið hefir heyrt, hefir Ólafur Thors þegar lýst yfir eindregnu fylgi sínu við kaupkúgxmar- tillögur Hermanns og lofað að mæla með þeim í miðstjóm Sjálfstæðisflokksins... En hitt ter jafnvíst, að Stefán Jóhann SteJánsson hefir tekið ákvfeðna afstöðu á móti hinum fyrirhuguðu bráða- birgðalögum, og er það því aigert brot á þeim reglum, sem stjórnin hefir hingað til farið eftir um útgáfu bráðabirgða- laga, ef gerðardóminum verður sktellt á með bráðabirgða- lögiun, því að hingað til hefir Þurft samþykki ALLBA ráð- herranna til slikra laga. Miðstjórnir allra stjómarflokkanna héldu fundi í gær, og mim þetta mál hafa verið rætt þar. Skipasmiðameistutuni bann að að semja víð sveiuana. ---- ,, 4.--- Ljósi dæmi um það hvernig atvinnu* rekendum snerisf hugur eftir ræðu for~ sætisráðherrans á gamlársdagskvold. —á.------------ IÞEIM vinnudeihun, sem nú standa, varpar framkoma atvinnurekenda og þeirra, sem yfir þeim ráða, gagnvart skipa- smiðumtm skýru ljósi yfir alla óbilgimina og stífnina. Eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu gengu samn- mganefhdir beggja aðilja á gamlárskvöld að tilboði, sem sáttasemjari ' hafði lagt fram. Samkvæmt þessu tilboði átti grunnkaup skipasmiða að hækka úr kr. 1,93 á klst. í 2,20- Þeir áttu, vegna iþess að þeir leggja sjálfir til verkfæri, að iiá sérstaka verkfærapeninga og námu þeir því, að tímakaupið varð sem svaraði kr. 2,27 á tím- ann- Þá átti vinnuvikan að styttast úr 53 tímum í 50, þeir áttu að fá 10 daga sumarfrí í stað 8, og loks átti dýrtíðarupp- bót að reiknast mánaðarlega í staðinn fyrir eftír hverja 2 mánuði. Skipasmiðir héldu félags- fund strax á nýjársdag og sam- þykktu 'þetta tilboð í einu hljóði, eins og samninganefnd þeirra hafði gert. í fyrramorgun voru svo full- trúar skipasmiða boðaðir á fund meistara í skrifstofu Slippsins og töldu iþeir 'víst að það vær£ til Þess að undirrita samninga- Á skrifstofunni voru allir meistarar mættir, nema for- stjóri Slippsins, og var hann á fundi Eggerts Claessens, fram- kvæmdastjóra Vinnuveitenda- félagsins- Er hann kom af þeirn fundi,' var skipasmiðum til- kynnt að meistarar gengju ekM að tilboði sáttasemjara. sem sóttanefnd þeirra hafði þó samþykkt. Þar með var teningunum kastað — og skipasmiðir lögövt niður vinnu. Þannig vildu atvinnurekend- ur sjálfir ganga að samkomu- laginu, en matadóramir á bak við tjöldin sögðu nei. Það er hægt að sjá þræðina milli Her- manns, Ólafs Thors og Claes- sens í þessu máli — eins og fleiri málum þessa dagajia.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.