Alþýðublaðið - 09.01.1942, Síða 1

Alþýðublaðið - 09.01.1942, Síða 1
RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÖTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXffl. ARQANGUR FÖSTUDAGUR 9. JAN. 1942. 8* TÖLUBLAÐ Kúgunarlðgin gengln f gildi Báðir ráðherrar SJálfstæðisflokks- Ins beygðir nndir ok Framsóknar. Grunnkaupshækkun og verkfðll bonnuð. .....♦... ■— Ráðberra Alpýðuflokksins lýsir yfir, að gundvðllur þjóðstjórnarinnar sé rofinn. ---■» BBRÁÐABIRGÐALÖGIN um gerðardóm í kaupdeilum og verð- lagsmálum, sem voru gefin út í gærkveldi, eru enn þá sví- virðiEegri en nokkurn heiðarlegan mann hafði órað fyrir. Með þeim eru launastéttirnar ekki aðeins sviftar samningsréttinnm um kaup og kjör og réttinum til þess að gera verkfall, heltiur er hinum fyr- irhugaða gerðardómi uppálagt að fara eftir þeirri meginreglu að grunnkaup megi ekki hækka frá því, sem þ*að var á árinu 1941. Og eins og til frekari áherzlu þessu ákvæði er svo fyrir mælt í bráðabirgðalögunum, að allir þeir samningar, sem gerðir hafa verið síðan um áramót um grunnkaupshækkun, skuli vera ógild- ir. Lögin eiga að gilda til ársloka 1942 og háar sektir, 100-100000 krónur, eru lagðar við brotum á þeim. Eins og menn sjá hefir það „klókindabragð“ Ólafs Thors, að láta það vera óákveðið mál í bráðabirgðalögunum, hvort gerðardómurinn mætti ákveða grunnkaupshækkim eða ekki, verið hundsað af Hermanni Jónassyni við samningu laganna — og dóminum bein- íínis verið fyrirskipað að dæma launastéttunum aldrei í vil. Báðir ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins hafa látið svínbeygja sig undir ok Framsóknarflokksins í þessu máli — Jakob Möller engu síður en Ólafur Thors, þó að Sjálfstæðismenn hafi borið út þá sögu um bæinn undanfarna daga, til þess að reyna að bréiða yfir svik og niðurlægingu flokks síns, að Jakob hafi verið gerðardómslögunum andvígur. _ . Mótmæli Stefáns Jóhanns Engm skylda til að hverfa aftar til VÍBUL ■ f ii | j* FTIR að bráðabirgða- * A-l lögin höfðu verið ltes- in upp í útvarpinu í gær- kveldi var því bætt við af þulinum, sem hafði verið uppálagt það í nafni rík- isstjórnarmeirihlutans, að samkvæmt þessum lögum ættu allir iðnaðarmenn, sem nú ættu í verkfalli, að hverfa aftur til vinnu sinnar í dag. Þetta er ósvífin hlekk- ing, sem á sér ekki einu sinni stoð í hinum nýju kúgunarlögum. Iðnaðarmennirnir hafa verið reknir af vinnustöð- unum af því að þeir vildu ekki vinna fyrir sama kaup og áður og að sjálf- sögðu ber þeim engin skylda til þess að hverfa aftur til sinna gömlu vinnustöðva. Þeim er frjálst að leita sér atvinnu hvar sem þeim sýnist. Bráðabirgðalögin voru gefin út af meirihluta ríkis- stjórnarinnar, báðum ráðherrum Framsóknarflokksins og báðum ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, að aíloknum ráð- herrafundi og ríkisráðsfundi á sjötta og sjöunda tímanum í gærkveldi og síðan lesin upp í útvarpinu. Ráðherra Alþýðuflokksins, Stefán Jóh. Stefánsson, mótmælti bæði á ráðherrafundi og í ríkisráði setningu þess- ara laga, og fara mótmæli hans á ráðherrafundinum hér á eftir: „Frá því að þessi samsteypustjórn tók til starfa, hefir það vérið viðtekin regla og yfirlýst af hálfu forsætisráðherra, að bráðabirgðalög yrðu ekki gefin út, án þess að allir ráðherrar væru því samþykkir. Fnunvarp til bráðahirgðalaga, sem hefir nú verið lagt fyrir fimd ríkisstjórnarinnar og hefir að geyma fyrirmæli um þvingaðan gerðardóm í kaupgjaldsmálum og bann við verkföllum, er í algerðri andstöðu við yfirlýsta afstöðu mína og þess stjórnmálaflokks, er stendur að baki mér. Auk þess vil ég benda á, að kaupdeila sú, fer nú stendur yfir, er hvorki víðtæk né reynt til nokkurrar hlítar, hvort samkomulag milli aðilja fáist í henni; þvert á móti hendir margt til þess, að samningar hefðu þegar fengizt í siunum starfsgreinunum, ef ekki hefðu verið yfirvofandi nú um viku skeið þvingimarráðstafanir af • ‘ * hálfu ríkisvaldsins. Vara ég einnig sérstaklega við setningu þessarar löggjafar sem óheppilegri tilraun til lausnar á yinnu- deilum, sem vel gæti, eins og á stendur, frekar skapað vandræði en afstýrt þeim. Um leið og ég mótmæli þessu bráðabirgðlagafrumvarpi (Frh. á 2. sáðu.) Miðstjórn og þingmenn Alþýðuflokksins kvaddir á fund síðdegis í dag. ...... ..... -jm, Stjórn Alþýðasambandsins og stjórn Ir iðnfélaganna héidu fundi í morgun ................. AilsherjarfnHdnr verkfallsmaiina f dag. •......... MIBSTJÓRN OG ÞINGMENN Alþýðuflokksins, sem eru hér í Reykjavík, hafa verið kaUaðir saman á fund síðdegis í dag til þess að taka afstöðu til hins nýja viðhorfs, stem skapazt hefir við setningu bráðabirgðalaganna. Stjórn Alþýðusambandsins kom saman á fund kl. 9 í morgun. Stjórnir iðnfélaganna, sem staðið hafa í verkföllmn, komu saman á sameiginlegan fimd kl. 10 í morgun, og sameigin- legur fundur fyrir alla meðlimi félaganna hófst í Góðtempl- arahúsinu kl. 1. Engir verkfallsmenn mættu til vinnu í morgun. Fjárhagsáætlunin; Engin af ttilðgum AI- pýðnflokksins sampykt .....'■♦■■■- Engsir ráðstafanir verða gerðar tilaðbila ihaginn fyrir framtiðina RÁTT fyrir allt verða* engar framkvæmdir gerðar að þessu sinni í þá átt, að húa svo í haginn fyrir bæjarfélagið og þá, sem það byggja, að þeir geti mætt fyrirsjáanlegum örðugleik- um að stríðinu loknu. Það verður ekki gert á því fjár- hagsári, sem nú er að hefj- ast. Meirihluti bæjarstjómar sá fyrir ‘þessu á hæjarstjómar- fundinum í gærkveldi. Fjárhagsáætlunartillögur meirihlutans voru allar sam- þykktar, en tillögur Alþýðu- flokksins ýmist felldar eða þeim var vísað til bæjarráðs. Fer meirihlutinn oft þannig með tillögur, sem hann telur óheppilegt fyrir álit sitt í bæn- um að fella beinlínis. Sama framkvæmdaleysið, sama hirðuleysið á að ríkja á- fram í þessu bæjarfélagi — ef sami meirihiuti og nú ræður sigrar við kosningarnar 25. þ. m. Fulltrúar Alþýðuflokksins í bæjarstjórninni, Haraldur Guð- mundsson, Jón Axel Pétursson og Soffía Ingvarsdóttir gerðu grein fyrir breytingartillögum flokksins. Verður nánar skýrt frá ræð- um þeirra á morgun. Útvarpiii baflaað ai birta aaglýsiagar frá iibjðflblaðiBB! ALÞÝÐUBLAÐIÐ sendi út- varpinu í morgun eftir- farandi auglýsingu til birtingar um hádegið: „Róðherra Alþýðuflokksins var ekki gefinn kostur á að gera hin nýútgefnu bróða- 'birgðalög að umtalsefni í út- varpinu í gærkveldi, þegar tveir fulltrúar stjómarmeiri- hlutans töluðu fyrir lögunum. En sjónarmið Alþýðuflokks- ins er hægt að sjó í Alþýðu- blaðinu í dag.“ Þessa auglýsingu neitaði út- varpsstjóri að birta og endur- sendi Alþýðublaðinu hana með eftirfarandi ummælum: ,,Með því að auglýsingin fjailar að efni til um ágreining innan ríkisstjórnarinnar, taldi ég rétt að bera hana undir ráð- herra útvarpsins og mælti hann svo fyrir, að engar auglýsingar blaðs yðar varðandi ágreinings- mól þetta skyldu birtar að svo stöddu.“ Við þetta hefir blaðið engu að bæta. Þessi ákvörðun ráð- hérrans Hermanns Jónassonar skýrir sig sjálf.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.