Alþýðublaðið - 10.01.1942, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.01.1942, Blaðsíða 1
RITSTJÓItl: STEFÁN PÉTUBSSON ÚTGEFAN0I: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXH& ABGANGUK LAUGARDAGUS ÍO. JAN. 1942. 9. TÖLORLAB Alpýðuf lokkurinn fer úr stjórn Ráðherra hans, Stefán Jó- hann Stefánsson, baðst lausnar um hádegi i dag. Lansnarbelðnin var ákveðln á mið- stjórnarfundi AlÞýðnllokksins i gær í elnn bljóði eftir bans eigin tillögu. FULLTRUI ALÞYÐUFLOKKSINS í ríkíssfjórn, Sfefán lótiann Stefánsson, félagsmáia- og utanríkismáfa-ráonerra, baöst lausnar um hádegiö i dag. Þar með er þátttöku Alþýðuflokksins í ríkisstjórn lokið — og þjóðstjórnin úr sög- unni. Framvegis verður stjórnin fyrirsjáanlega aðeins tveggja flokka stjórn, skipuð full- trúwm Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, sem tekið hafa höndum saman um útgáfu kúgunarlaganna gegn launastéttum landsins. , Ákvörðunin um lausnafbeiðni Stefáns Jóhanns Stef- ánssonar var tekin á fundimiðstjórnar og þingmanna Al- þýðuflokksins síðdegis í gær, samkvæmt tillögu, sem logð var fram af honum sjálfum og samþykkt í einu hljóði og af Öllum, sem fundinn sátu. ' Samþykkt fundarins var svohljóðandí: i „Fulltrúar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni hafa í gær, þrátt fyrir margendurtekin og ákveðin mótmœli fulltrúa Alþýðuflokksins gefið -út bráðabitgðalög þar sem verkalýðsfélögin og lauriastéttirnar yfirleitt eru svift samn- ings- og verkfallsrétti og komið er á þvinguðum gerðardómi í kaupgjaldsmálum í þeim yfirlýsta tilgangi að koma í veg fyrir allar kaup- og kjarabætur. Útgáfa þessara bráðabirgðalaga brýtur og algerlega í bág við þær viðteknu og yfirlýstu starfsaðf erðir samstjórnarinnar, að gefa ekki út bráðabirgðalög nema allir ráðherrar væru því sam- þykkir. Mótmælum fulltrúa Alþýðuflokksins gegn þessum að- förum var því einu svarað af hálfú samstarfsmanna hans í ríkis- stjórninni, að meirihluti sá, sem að útgáfu bráðabirgðalaganna stendur, væri reiðubúinn til þess að láta ágreininginn um þau varða samvinnuslitum. Kröfu f ulltrúa AlþýðufIokksins um að kalla alþingi saman tafarlaust út af þessu máli, í stað þess að setja um það bráða- birgðalög, var og þverlega neitað. Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn hafa með útgáfu bráða- birgðalaganna og öllum starfsaðferðum í sambandi við setningu þeirra, svo stem með misnotkun ríkisútvarpsins á óvægilegan hátt, rofið samstarfið og beitt Alþýðuflokkinn órétti. ( Af framangreindum ástæðúm lýsir miðstjórn og þingmenn Alþýðuflokksins yfir því, að samstarfi flokksins um ríkisstjórn er lokið og samþykkir að ráðherra flokksins biðjist lausnar. Jafnframt lýsir Alþýðuflokkurinn yfir eindreginni andstoðu við ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Hann muii á grundvelli Iaga, lýðræðis og þingræðis beita sér ákveðið fyrir afnámi bráðabirgðalaganna og styðja á allan löglegan hátt mál- stað þeirra launþega, sem lögin bitna á," f^#»^^*S»*#**»*»*»*^*#'#^>»^#^#»»»^»'#^»*^#^'»#»##«*.<#»#^*'**»^»»^»^»#^ '*>»#»'*¦»*»< Stefán Jóh. Stefánsson. -----------------;-----------------------------------------.-----------------------------------_< Sfeemmtun Afyýðn- flokbsfélagsins í kvðld. ALJÞÝBUFLOKKSFÉLAG Reykjavíkur heldur 3. samkomu sína á vetrinum í kvöld í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu og verður það jafn- framt nýjársfagnaður. Skemmtiatriði verða fjöl- breytt að vanda. Ásgeir Ás- geirsson flytur ræðu, Haraldur Guðmundsson flytur áramóta- évarp, Soffía Ingyarsdóttir flyt- Prh. á 2. síðu. Á fiundi miðstiómarinnar.. sem samþykkti hfessa ájyktun, voru mættir aflir me&limir miö&tjóm- arinnar svo og þingmemi Alþýðu- flokksins, sem búsettiir enu í Reykjavíkog Hafnarfirbi Ensíma samband va'r haft við þá þing- menn flokksins úti um land. ívarp til laanastétta landsins. FRA ÞVÍ að verkalýðshreyfingin og samtök launastétt- anúa hófust hér á landi, átti launastéttin aðeins eina þrautaleið í baráttunni um betri lífskjör við auðvald hvers ííma. sú leið var verkfallsleiðin, þegar aðrar friðsamltegri aðferðir reyndust áhrifalausar. Rétt launastéttanna til þess að knýja fram kröfur sínar með verkfalli staðfesti alþingi með lögum um stéttarfélög og vinnudeilur á árinu 1938. Rúmum þremur árum ett&c gildistöku þeirra laga gerast þeir einstæðu atburðir, að ráð* herrar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins gtefa, að tilefn- islausu, at bráðabirgðalög Jþar, sem launastéttirnar í land- iiítt eru sviftar samningaréttiiitira, útilókaðar frá því að semja um bætt kjör við atvimiurekendúr á frjálsait og frið* saralegan hátt. :' ]'._¦.. ¦¦' -.7'"¦r'^:'-'"^:.:<¦¦:'¦ "... '".¦'¦-' 48 dagar eru nú liðnir siðan að alþingi fclldi tillögu um lögbindingu kaups og lýsti þannig yfir andstöðu sumi gegn slíkri Iagasetnmgu. Bráðabirgðalög þau. sem meiri- hluti ríkisstjórnarinnar er nú að gefa út, eru því í beinni andstöðu við yfirlýstan þíngvilja og því hið freklegasta brot á öllu þingræði og lýðræði og stórt spor í áttina tilteinræðis. Með bráðabirgðalögum meirihluta ríkisstjórnarinnar eru stéttarfélög launþega í landinu ekki aðeins svift rétti til þess með frjálsu og friðsamlegu samkomulagi að semja um launakjör sín, heldur eru og samnmgar þeir um bætt kjör, sem launþegarnir hafa fengið síðan um s.l. áramót, að engu gerðír og það alveg án tíllits til þtess, að samningar þessir eru fengnir með frjálsu, þvtngunarlausu samkomulagi heggja samningsaðila. Stofnaður er sérstakur gerðardómur í þeím tilgangi að koma í veg fyrir bætt launakjör Iaunþega og er væntanlegum dómurum sérstáklega falið það hlut- verk að gæta þess, að halda launakjörum óbreyttum um ófyrirsjáanlegan tíma. Ríkisvaldið og yfirráðastéttin í landinu hafa því slegið því föstu, að núverandi launakjör séu það hámark, er launastéttunum bteri, og er sérstaklega athyglisvert að ríkisvaldið vegur þannig að launþegunum á sama tíma og yfirráðastéttin í landinu rakar að sér meira fe en nokkur dæmi eru til. ¦ :'-, f»ótt lögum þessum sé fyrst og fremst stefnt gegn nokkr- um iðnfélögum í Reykjavík, sem fyrir tilverknað valdhaf- anna urðu að hfefja verkfall, þá eru lögin hnefahögg framan í allar Iaunastéttir í landinu, sem nú eða síðar kynnu að j! óska bættra launakjara. Hverjum manni, hverri stétt, sem |! launakröfu gerir, skal hér eftir dæmt óbreytt kaup. Slíkar !í fyrirmyndir finnast ekki í neinu lýðfrjálsu landi, og að- gerðir sem þessar hafa jafnan verið upphaf fullkomins ein- ræðis af hálfu ríkisvaldsins. Verða þessar aðfarir ríkisstjórn- arinnar að teljast því fremur þjóðhættultegar sem vitað err að í Íandinu dvelur nú erlendur her. Oss er ljóst, að vandi mikill er kveðinn að launastétt- unum, hvernig þeim ber áð snúast gegn árásum sem þess- Z um. Enginn. má rasa fyrir ráð fram. Ef til vill er þeim, sem * ríkinu stjórna, kærkomið að eitthvað það skteði, sem gefur þeim tilefni til að beita tækjum ríkisvaldsins, sem efld hafa verið að undanförnu, skapa árekstra, sem gefa einræðis- bröltinu byr í seglin. Alþýðusamband íslands mótmælir bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar sem ómaklegri árás á launþegana og hvetur þá til að hefja þrotlausa baráttu fyrir afnámi lag- anna. Telur sambandið að slíkum tilgangi verði btezt náð með almennum áróðri gegn lögunum og þeim einstaklingum. sem að þeim standa. Jafnframt skorar sambandið á einstök félög launþega að mótmæla þessum tilefnislausu þvingunar- Iögum og þeim einræðisanda, sem á bak við þau stendur, svo og að styðja á allan löglegan hát't þau félög og einstak- linga, stem lögih hafa þegar bitnað á og leggja öll ágrein- f 1! !; ingsmál til hliðar í trausti þess að samtaka launastéttir geti I þa fIjótlega heimt þann rétt aftur, er nú hefir verið af þeim | j! tekinn. !: } f J Reykjavík, 9. janúar 1942. | Reykjavík, 9. janúar 1942. STJÓRN ALÞÝÐUSAMBANDS ÍSLANDS.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.