Alþýðublaðið - 10.01.1942, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 10.01.1942, Qupperneq 1
KITSTJÓBI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXHL ÁBGANQUR IAUQASDAGUR 10. fAN. 1942. 9. IÖLXJBLAÐ Alpýðuflokkurinn fer úr stjórn Ráðherra hans, Stefán Jó- hann Stefánsson, baðst lausnar um hádegi í dag. ....»•♦■-... Lausnarbeiönin var ákveðin á mið- stjórnarVnndi Albýðnllokksins i ' gær i elnn hljóði eftir hans eigin tiliSgn. ■ ■»..... FULLTRÚI ALÞYÐUFLOKKSINS í ríkisstjórn, Stefán lóhann Stefánsson, félagsmála- og utanríkismála-ráðherra, baðst lausnar um hádegið í dag. Þar með er þátttöku Alþýðuflokksins í ríkisstjórn lokið — og þjóðstjómin úr sög- unni. Framvegis verður stjómin fyrirsjáanlega aðeins tveggja flokka stjórn, skipuð full- tnium Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, sem tekið faafa höndum saman um útgáfu kúgimarlaganna gegn launastéttum landsins. Ákvörðunin um lausnarbeiðni Stefáns Jóhanns Stef- ánssonar var tekin á ftmdi miðstjórnar og þingmanna Al- þýðuflokksins síðdegis í gær, samkvæmt tillögu, sem lögð var fram af honum sjálfum og samþykkt í einu hljóði og af öllum, sem fundinn sátu. Samþykkt fxmdarins var svohljóðandi: „Fulltrúar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórniimi hafa í gær, þrátt fyrir margendnrtekin og ákveðin mótmæli fulltrúa Alþýðuflokksins gefið út hráðahirgðalög þar sem verkalýðsfélögin og launastéttirnar yfirleitt eru svift sanm- ings- og verkfallsrétti og komið er á þvinguðum gerðardómi í kaupgjaldsmálum í þeim yfirlýsta tilgangi að koma í veg fyrir allar kaup- og kjarabætur. Útgáfa þessara bráðabirgðalaga brýtur og algerlega í bág við þær viðteknu og yfirlýstu starfsaðferðir samstjórnarinnar, að g'efa ekki út bráðabirgðalög nema allir ráðherrar væru því sam- þykkir. Mótmælum fulltrúa Alþýðuflokksins gegn þessum að- förum var því einu svarað af hálfu samstarfsmanna hans í ríkis- stjórninni, að meirihluti sá, sem að útgáfu bráðabirgðalaganna stendur, væri reiðubúinn til þess að láta ágreininginn um þau varða samvinnuslitum. Kröfu fulltrúa Alþýðuflokksins mn að kalla alþingi saman tafarlaust út af þessu máli, í stað þess að setja um það bráða- birgðalög, var og þverlega neitað. Framsóknar- og- Sjálfstæðisfloldturinn hafa með útgáfu bráða- birgðalaganna og öllimi starfsaðferðmn í sambandi við setningu þeirra, svo stem með misnotkun ríkisútvarpsins á óvægilegan hátt, rofið samstarfið og beitt AlþýðufSokkinn órétti. Af framangreinduin ástæðmn lýsir miðstjórn og þingmenn Alþýðuflokksins yfir því, að samstarfi flokksins um ríkisstjórn er lokið og samþykkir að ráðberra flokksins biðjist lausnar. Jafnframt lýsir Alþýðuflokkurinn yfir eindreginni andstÖðu við ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Hann mun á grundvelli Iaga, lýðræðis og þingræðis beita sér ákveðið fyrir afnámi bráðabirgðalaganna og styðja á allan löglegan hátt mál- stað þeirra launþcga, sem lögin bitna á.“ Stefán Jóh. Stefánsson. Skemmtan Alþýðn- flokksfélagsins í kvöld. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur heldur 3. samkomu sína á vetrinum í kvöld í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu og verður það jafn- framt nýjársfagnaður. Skemmtiatriði verða fjöl- foreytt að vanda. Ásgeir Ás- geirsson flytur ræðu, Haraldur Gnðmundsson flytur áramóta- óvarp, Soffía Ing%’arsdóttir flyt- Frh. á 2. síðu. Á fiundi miðstjómarinnar, sem samþýkkti þessa álykum, voru mættir alliir me&limir miðstjórn- arinnar svo og þingmenn Alþýðu- flökksins, sem búsettiir eru í Reykjavik og Hafnarfirðk En sima samband var haft við þá þing- menn flokksins úti um lamd. Avarp til lannastétta laadsins. FRÁ ÞVÍ að verkalýðshreyfingin og samtök launastétt- anna hófust hér á landi, átti Iaunastéttin aðeins eina þrautaleið í baráttunni um betri lifskjör við auðvald hvers tima, sú leið var verkfallsleiðin, þegar aðrar friðsamltegri aðferðir reyndust áhrifalausar. Rétt laimastéttanna til þess að knýja fram kröfur sínar með verkfalli staðfesti alþingi með lögum um stéttarfélög og vinnudeilur á árinu 1938. Rúmum þremur árum eftir gildistöku þeirra laga gerast þeir einstæðu atburðir, að ráð* herrar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins gefa, að tilefn- islausu, út bráðahirgðalög þar sem launastéttirnar í land- inu eru sviftar samningaréttinum, útilokaðar frá því að semja um bætt kjör við aH'innurekendíir á frjálsan og frið- samlegan hátt. . 48 dagar eru nú liðnir siðan að alþingi feildi tillögu um löghindingu kaups og lýsti þannig yfir andstöðu sinni gegn slíkri lagasetningu. Bráðahirgðalög þau. sem meiri- hluti ríkisstjórnarinnar er nu að gefa út, eru því í beinni andstöðu við yfirlýstan þingvilja og því hið freklegasta hrot á öllu þingræði og lýðræði og stórt spor í áttina til 'einræðis. Með bráðabirgðalögimi meirihluta ríkisstjómarinnar eru stéttarfélög launþega í Iandinu ekki aðcins svift rétti til þess með frjálsu og friðsamlegu samkomulagi að semja um launakjör sín, heldur eru og samningar þeir um bætt kjör, sem launþegarnir hafa fengið síðan um s.l. áramót, að engu gerðir og það alvég án tillits til þtess, að samningar þessir eru fengnir með frjálsu, þvingunarlausu samkomulagi beggja samningsaðila. Stofnaður er sérstakur gerðardómur í þeim tilgangi að koma í veg fyrir bætt launakjör launþega og er væntanlegum dómurum sérstaklega falið það hlut- verk að gæta þess, að halda Iaunakjörum óbreyttiun um ófyrirsjáanlegan tíma. Rikisvaldið og yfirráðastéttin í Iandinu hafa því slegið því föstu, að núverandi Iaunakjör séu það hámark, er launastéttunum bteri, og er sérstaklega athyglisvert að ríkisvaldið vegur þannig að launþegunum á sama tíma og yfirráðastéttin í landinu rakar að sér meira fé en nokkur dæmi eru til. Þótt lögum þessum sé fyrst og fremst stefnt gegn nokkr- um iðnfélögum í Reykjavík, sem fyrir tilverknað valdhaf- anna urðu að htefja verkfall, þá eru Iögin hnefahögg framan í allar launastéttir í landinu, sem nú eða síðar kynnu að óska bættra launakjara. Hverjum manni, hverri stétt, sem launakröfu gerir. skal hér eftir dæmt óbreytt kaup. Slíkar fyrirmyndir finnast ekki í neinu lýðfrjálsu landi, og að- gerðir sem þessar hafa jafnan verið upphaf fullkomins ein- ræðis af hálfu ríkisvaldsins. Verða þessar aðfarir ríkisstjóm- arinnar að teljast því fremur þjóðhættultegar sem vitað er, að í landinu dvelur nú erlendur her. Oss er ljóst, að vandi mikill er kveðinn að launastétt- unum, hvernig þeim ber að snúast gegn árásum sem þess- um. Engiim má rasa fyrir ráð fram. Ef til vill er þeim, sem ríkinu stjórna, kærkomið að eitthvað það skteði, sem gefur þeim tilefni til að beita tækjum rikisvaldsins, sem efld hafa verið að undanförnu, skapa árekstra, sem gefa einræðis- bröltinu byr í seglin. Alþýðusamband íslands mótmælir bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar sem ómaklegri árás á launþegana og hvetur þá til að hefja þrotlausa baráttu fyrir afnámi lag- anna. Telur sambandið að slíkum tilgangi verði btezt náð með almennum áróðri gegn lögunmn og þeim einstaklingum. sem að þeim standa. Jafnframt skorar sambandið á einstök félög Iaunþega að mótmæla þessum tilefnislausu þvingunar- lögum og þeim einræðisanda, sem á bak við þau stendur,. svo og að styðja á allan löglegan hátt þau félög og einstak- linga, stem lögin hafa þegar bitnað á óg leggja öll ágrein- ingsmál til hliðar í trausti þess að samtaka launastéttir getí þá fljótlega heimt þann rétt aftur, er nú hefir verið af þeim tekinn. Reykjavík, 9. janúar 1942. STJÓRN ALÞÝÐUSAMBANDS ÍSLANDS.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.