Alþýðublaðið - 18.01.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.01.1942, Blaðsíða 4
SUNNUDAOUft tS. MN. 1942. SUNNUDAGUR Helgidagslœknir er Þórarinn Sveinsson, Ásvallagðtu 5, sími 2714. Næturlæknir er Kristjón Hann- esson, Mímisvegi 6, sími 3636. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnarapóteki. ÚTVARPIÐ: 10,00 Morguntónleikar (plötur): a) Fiðlusónata nr. 5, C-dúr, eftir Bach. b) Píanósónata í A-dúr eftir Beethoven. 11,00 Messa í Dómkirkjunni (síra Bjarni Jónsson). 12,15—13 Hádegisútvarp. 15,30—16,30 Miðdegistónleikar (plötur): „Föðurland mitt“, (tónverk eftir Smetana). 18.30 Bamatími: Sögur, hljóð- færaleikur (Helgi Hjörvar o. fl.). 19,25 Hljómplötur: íslenzkir kór- «r. 20.00 Fréttír. 20.30 Erindi: Um ættjarðarást (Árni Sigurðsson fríkirkju- prestur). 20,55 Samleikur á harmóníum (Eggert Gilfer) og píanó (Fritz Weisshappel): a) Andante eftir Mendelssohn. b) Pílagrímsljóð eftir Max Oesten. 21,10 Upplestur: „Feðgar á ferð“ eftir Heðin Brú; sögukafli (Aðalsteinn Sigmundsson kennari). 21,35 Danslög. (21,50 Fréttir). 23,00 Do'gskrárlok. MESSUR: Fríkirkjan í Reykjavík. Kl. 2 bamaguðsþjónusta, sr. Árni Sig- urðsson. Kl. 5 síðdegisguðsþjón- usta. sr. Árni Sigurðsson. Laugarnesprestakall. Messa kl. 2 e. h. Garðar Svavarsson. Barna- guðsþjónusta kl. 10 f. h. AIÞÝÐUBLAÐIÐ FÍESTUN BÆJARSTJÓRNAE- KOSNINGANNA {Fib, af 1, siðu.) og útkoman af |>eim fundum varð hin nýju kúgunarlög — braðaibirgðalögin um frestun bæjarstjómarkosninganna í Reykjavík. Eftir slíka ákvörðun Fram- sóknarforsprakkanna var, rétt eins og verið væri að gera gys að Framsóknarmönnum í Röykjavík, básúnað í útvarpinu í gærkveldi klukkan 8; „Framsóknarmenn! Gleymið ekki að kjósa, áður en þið farið úr bænum!“ Allur almenningur í Reykja- vdk, hvaða flokki sem hann hefir tilheyrt, mun taka þessu nýja gerræði Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins með andstyggð og fyrirlitn- ingu. Hann veit það, að það er ekkert annað en kosninga- hræðsla Sjálfstæðisflokksins, sem veldur því, að Reykjavík er nú svift réttinum til þess að kjósa á sama tíma cg aðrir bæir landsins. Sjálfstæðisflokk- urinn óttast dóm Reykvíkinga — þess vegna flýr hann á náðir Framsóknarhöfðingjanna og fær þá til þess að fresta kosn- ingum. En hann skal fá sinn dóm engu að sáður. Undir for- ystu Alíþýðuflokksins munu Reykvíkingar halda áfram bar- áttunni, þangað til þeim gefst tækifæri til þess að gera upp reikninginn við Sjálfstæðis- flokkinn, sem á svo smánarleg- an hátt hefir svikið Reykjavík. Erlendar fréttir. C HURCHIUL er kominn tU Englands aftur úr Am- eríukferð sinni. Fór hann í flug- ■ bát frá Bermudaeyjum til Portsmouth, en þaðan í jám- braut til London. Ferðum hans var haldið mjög stranglega , leyndum, svo að jafnvel Roose- j velt vissi ekki alltaf, hvar hann ! var. * TEVEN EARLY, einkaritari Rcosevelts, lýsti því yfir í Washingtcn í dag, að fullkomið samkomulag og gagnkvæmur skilningur hafi ríkt á fundum Churchills og Roosevelts. * i APANIR eru nú um 160 km. fra Singapore, eftir því, sem Bretar skýra frá. Brezkar flugvélar gera stöðugt árásir á her Japana og nýtt lið frá Ástralíu hefir byrjað þátttöku í bardögum á Malaya. Japanir hafa gert nýtt á- hlaup á stöðvar Bandaríkja- manna og Filippseyinga fyrir norðan Manila á Luzow. * CAROLE LOMBARD, hin fræga ameríkska leikkona. fórst í flugslysi í dag. Hún var' gift Clark Gable. ÚSSAR hafa tekið tvær borgir í viðbót norðan við Moskva. Þjóðverjar hafa gert gagnáhlaup á miðvágstöðvunum en Rússar hrundu þeim öllum. UGAMLA BIOHi Geronitno Ameríksk stórmynd. Aðal- hlutv. leika: Preston Foster, Elien Drew og Andy Devinte. Böm fá ekki aðgang. Aukamynd: Fréttamynd frá Austurvígstöðvimum. Sýnd klukkan 5, 7 og 9. Aðgm. seldir frá kl. 11. (Thte Dark Command.) Söguleg stórmynd fró tím- um Borgarastríðsins 'í Bandarákjunum. Aðalhlut- verkin leika Claire Trevor. John Wayne, Walter Pidgeon. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Aðgöngumiðar seldir frá klukkan 11 fyrir hédegi. Laikfclag Reykjavíkur „GULLNA HLIÐIÐ" SÝNING í KVÖLD KLUKKAN 8. ÚTSELT. 0 Næstu sýningar verða á mánudags- og þriðjudagskvöld. Aðgöngumiðasalan verður opin frá klukkan 2 á morgun. Þökkiun auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför iitla drengs- ins okkar, HELGA ÞÓB. Lovísa og Magnús Pálsson. Njálsgötu 10. Þökkum samúð við andlát og jarðarför SÓLVEIGAR BJÖBNSDÓTTUR frá Grafárholti. F. h. aðstandenda. Björn Birair. Hallgrímsprestakall. Kl. 10 f. h. sunnudagaskóli £ Gagnfræóaskóla Beyk)avíkur við Linclargötu. Kl. 11 barnaguðsþjónusta í kvik- myndasal Austurbæjarskólans, síra Jakob Jónsson, kl. 2 e. h. messa á sama stað síra Sigurbjörn Einars- son. Gengið er inn í kvikmynda- salinn úr portinu í suðurálmu. StjórnmálanámskeiðiS. Málfimdur í dag kl. 5 síðdegis í Alþýðuhúsinu, efstu hæð. Harald- ur Guðmundsson alþm. mætir og hefur umræður. F.U.J.-félagar, þeir, sem þess óska, eru velkomnir. Leikfélag Reykjavíkur sýnir „Gullna hliðið“ í kvöld kl. 8%. Er enn þá gríðarmikil aðsókn að sýningunum á þessu leikriti og má búast við að svo verði enn um sinn. . . Knattspyrnumenn K. R. halda fund í Oddfellowhúsinu kl. 2 í dag. Fermingarbörn fríkirkjusafnaðarins eru beðin að koma til viðtals í fríkirkjuna fimmtudaginn 22. janúar kl. 5 síð- degis. * ¥ HALFAYASKARÐI í Li- byu tóku Bretar 5500 fanga. Skarðið er mjög mikilvægt fyr- ir samgöngur Breta. Hjá E1 Ageila, þar sem leifarnar af her Rommels eru, hafa nú verið sandstormar og rigningar í tvo daga. BANDARÍKJUNUM eru nú þrátt fyrir stráðið mn 4 milljónir atvinnuleysingja. Þeir munu fá styrki, sem nema 60% af verkamannalaunum. * REZKI flugherinn gerði í dag margar árásir á Norð- ur-Frakkland og skip á Norður- sjó. * ÝZKI herforinginn von Reichenau lézt í gær, þar sem hann var á leið til Berlínar frá austurvígstöðvunum. Hann var einn af þekktustu herfor- ingjum Þjóðverja og hafði stjórnað sókninni í Ukrainu. Eftir ósigurinn við Rostov var hann settur af, og var, eins og fyrr greinir, á leið til Berlínar, er hann lézt. * ÆNSKUR læknir, sem er nýkominn frá austurvíg- stöðvunum, hefir lýst ástandinu á herspítölum Þjóðverja þar austurfrá. Hann segir, að lyfin hafi oft þorrið á spítölunum og uppskurðir hafi verið gerðir án deyfingar. Hann sagði enn fremur, að hann hefði séð særða þýzka hermenn helfrosna aftan á vörubílum, sem voru á leiS- inni frá vígstöðvunum. STRANDIÐ VIÐ MÝRAR Frh. adP ,f. sSðu. skipbro tsmöníimnum, log'vaír þeinj strax veli hjúScraÖ. 1 gæTkveldi voru þesisilr tveir merm Hiuttir tfll Borgairnesis. Eins og á&ur seglr, voru, þrir tsienidingar með skiipinu: Bmgi Kristjánsson, Mýrargötu 7- Hanin toomst lífs af, en hinilr tveir fánust: Þórðtur Pálssan, heimilisfastur í HveragerM, og Garðar Norðfjörð Magnússon, sem si&ast átti heilma í Kirkju- stræti 8B. Voaiu þetta ailt »ingir menn og ókvæntir. Annar maðurimi, sem af kömst, mlun velra útilendingur. SSíip hafa iaskazt mikið. Skip eru, nú farin að boma hingað eftir ofviðrið- Enu þetta aöalilega erlend 'skip, og hafa fliest þeiíra laskaist medna og minna. Auglýsið í Alþýðublaðinu! Þjóðkirkjufermingarböin í Laugarnesprestakalli (það er austan Rauðarárstígs og austan Hafnarfjarðarvegar) eru beðin að koma til viðtals í Laugarnesskóla miðvikudaginn n.k. þ. 21. þ. m. kl. 5 e. h. Ef þörf reynist munu þau börn, sem það er óþægilegt fyrir að koma til spurninga í Laugames- skóla, verða spurð ó þeim hentugri stað. Þúsundára- ríkið eítir Upton Sinclair er saga sem gerist árið 2000, þar bregður fyrir gleði- hðllum og risaflugvéium framtfðarinnar, undraefn- um sem eyðileggja allt lífrænt á jðrðinni, utan ellefu manns sem voru uppi i himingeymnum. Lesið um átök og athafn- ir þessara ellefu manna, sem eftir lifðu á jörðinni, og þér munið sanna að ÞúsundáraríkiO, er ein hin skemmtilegasta bók sem hsegt er að fá. Kjéla- O0 bápntau -V: j handa börnum og fullorðnum. Mjög gott og fallegt úrval. Verzl. Snót, Vesturgötu 17. i Verkamenn! óskum eftir verka- mönnum strax. Mikil eftirvinna og sunnudaga* vinna. — Ráðning fer fram á lageraum. Hdjgaard & Sehnltz.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.