Alþýðublaðið - 23.01.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.01.1942, Blaðsíða 3
*as«»A«a m. im u*. ALÞÝÐUBLAÐIÐ ivarp AlpýðuflokkslBS til islenzks pjððariuuar. -.»•".. ■ -■ MIÐSTJÓRN og þmgmenn Alþýðuflokksins hafa tekið þá ákvörðun, að slíta samstarfi því um ríkissíjóm, sem verið hefir milli Al- þýðuflokksins, Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins síðan f apríl 1939. Sem afleið- ing þessarar ákvörðunar hefir ráðherra Alþýðu- flokksins, Stefán Jóh. Stefánsson, heðist lausn- ar og hefir nú ríkisstjóri tekið til greina lausn- arheiðni hans. Ástæðan fyrir því, að miðstjóm Alþýðu- flokksins og þingmenn hans hafa tekið’ þessa j ákvörðun, er sú, að meirihluti ríkisstjómar- innar, ráðherrar Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins, hafa knúið fram setningu bráða- birgðalaga, sem raunverulega löghinda allt kaupgjald í landinu, svifta samtök Launastétt- anna samningsréttinum um kaup sitt og kjör og verkfallsréttinum, sem þau hafa að lands- lögxun. Alþýðuflokkurinn telur með þessum aðgerðum gengið svo freklega og tilefnislaust á rétt alls Iaunafólks I landinu til þess að semja sjálft um launakjör sfn, að hann vill enga hlut- deild þar í eiga, en mun taka upp baráttu fyrir afnámi þessara laga og heyja þá baráttu með ölhnn þeim löglegum vopnum, seto í hans valdi stendur að notfæra sér. Fró þvi fyrsta, er AlsþýðuflokkuTÍnn hóf samstarí við Framsóknarflokki nn og Sjálfstæðisflokkinn, hefir hann starfað ai' fullri einlægni að lausn allra iþeirra mála, sem til kasta ríkisstjómarinnar hafa komið, þrátt fyrir hverja tilraunina af annarri frá ibáðum samstarfsflokkunum til iþess að ganga á rétt AJþýðuflokksLns — tilraunir, sem hlutu að torvelda stórkostlega heilbrigt samstarf stjómarflokkanna. Aiþýðuflokkurinn benti fyrstur allra á nauðsyn þess að vinna gegn vaxandi dýrtíð í landinu og sýndi fram á, hverjar leiðir mætti til jþess fara. Þeim til- lögum Alþýðuflokksins var lengi vel ekkert sinnt, og síðan loksins var viðurkennt, að við svo búið mætti ekki lengur standa, hefir hver einasta skyn- samleg framkvæmdaviðleitni strandað á öðrum hvorarn samstarfsflokkanna — Framsóknarflokkin- um eða SjáHstæðisflokkmum — og bráðabirgðalög 'þau. sem nú hafa verið sett, veita enga tryggingu fyrir þvi, að dýrtáðin verði stöðvuð, enda eru þau ekki til þess sett nerna að yfirskini einu. Setning bráðabirgðalaganna um gerðardóm í kaup- gjalds- og verðlagsmálum hefir nú þegar sýnt greini- lega inn á hvaða braut slík lagasetning leiðir vald- hafa þjóðfélagsins: í fyxstu er ríkisvaldinu bteitt til þess að hindra samkomulag atvinnurekenda og iðnfélaga um breyt- ingat á kaupi og kjörum til þess að hægt sé að setja lögin. Það mun vera alveg einsdæmi og ekki hafa átt sér stað áður með nokkurri þjóð, að rflds- stjórnin beinlínis hindri, að frjálst samkomulag getí tekizt í vimiudeilu. En svo var nú hér. Þegar ríkisstjómin hefir hindrað samkomluag', setur hún bráðabirgðalög — ekki til lausnar yfir- standandi deilu — heldur til þess að lögbinda kaup allra þeirra manna, sem laun taka í landinu. Til varnar þessu gerræöi. vitna valdhafamir í það, að Alþýðuflokksráðherrar á" Norðurlöndum hafi hvað eftir annað lögbundið kaup á sama hátt og hér er gert. En þetta eru hrein ósannindi. Aldrei hefir nokkur stjórn á Norðurlöndum leyft sér að setja ■ bráðabirgðalög um þetta efni. Aldrei hafa verið sett lög, jafnvel af löglegum þingum, annars stað- ar á Norðurlöndum til iþess að leysa aðra deilu en iþá, sem á döfinni var í það sinnið. Aldrei hefir þar (að undanteknum ,,tukthúslögunum*1 í Noregi, sem íhaldið þar stóð að ásamt Bænda- flokknum) verið sett löggjöf í vinnudeilu, sem tekið hefir til annarra en þeirra, sem í deilunni áttu, og vax sú deila þá alla jafna leyst á iþann hátt, að lög- bjóða það kaupgjald, sem sáttasemjari mkisins hafði gert tillögu um og svo nálægt var sanrkomulagi, að annarhvor aðilinn hafði þegar samiþykkt það. Af hræðslu við óánægju almennings út af setningu hráðabirgðalaganna ákveða ráðherrar Framsóknar og Sjálfstæðlsflokksins að flytja iim það ,,greinargerð‘* f rikisútvarpið, þtegar Iögin esra birt þar, vn ráð- herra Alþýðuflokkshvx er neitað lUn tæídfœri til þess að gera þar grein fyrir afstöðu sinni til máls- ins. Greinargerðir ráðherraima eru svo ekkert annað en ádeilur og rógur um afstöðu Aiþýðuflokksins og ráðherra hans. Þessi greinargerð er flutt í nafni „lýðræðisins“ og í nafni lý&ræðisins er þeim, sem borinn er ósönnum sökum, vamað máls á alþjóðar vettvangi. Farmig hefst vfsvitandi pólitísk misnotktm útvarpsins, sem áður er óþekkt í sögu þess hérlendis. Vegna þeirrar stórkostiegu andúðar, sem stjórain og\ flokkar hennar hafa mætt út af s'etningu gerðar- dómslaganna, treystu þeir sér ekki til þess að láta bæjarstjómarkosningar þær, sem fram áttu að fara 25. þ. m., fara fram í Reykjavík. heim er frestað. Ástæðan, sem færð ter, er öll önnur en hin raun- verulega. Vegna þess að rikisstjórnin hefir hindrað prent- smiðjueigendur í að semja við prentara, geta blöð stjómarflokkaima ekki komið út. Og nú er þvi haldið fraxn, að það sé Alþýðuflokknum að kenna, að ekki er unnið í prentsmiðj unum, og á hann er ráðizt fyrir frumhlaup og íhlutun stjórnarinnar sjálfrar. En úti um landið þarf ekki að fresta bæj- arstjómarkosningunum. Þar er óhætt að þær fari fram. Þar eru stjómarflokkamir einir til frásagnar og áróðurs í útvarpinu og blað AlþýðufLokksins kemst ekki þangað fyrr en seint og sdðar meir á íþessum tíma árs. Nú þegar eru allir ráðherrar stjómarflokkanna búnir að flytja fÓlkinu í landinu bein ósannindi um Alþýðuflokkinn og afstöðu hans í ríkisútvarpinu, og samtímis hafa þeir hindrað, að Aiþýðuflokkurinn fengi að segja eitt einasta orð, til iþess að gera grein fyrix afstöðu sinni, á þessum vettvangi. Þetta er gert í nafni lýðræðisins og iun Ieið talað um hættxma, sem sé því samfara, að brjóta „leikreglur lýðræðisins“. Bn hvað er brot á þeim ef ekki þetta: að kosningar eru látnax fram fara þar sem rödd Aiþýðxiflokksins ekki getur heyrzt og Framsóknarfiokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn geta einir náð til fólksins með misnotkun rikisútvarpsins, en frestað í Reykjavík, þar sem Alþýðuflokkurinn getur borið hönd fyrir höfuð sér með blaði sínu gegn hinum síendurteknu ósannindum í ríkisútvarpinu, af þvx að ríkisstjómin þorir ekki að láta kosningar í'ara fram þar. Inn á þessa hálu braut er núVerandi rildsstjóra komin. Pegar þjóðstjómin var mynduð fyrir hér um bil þremur árum, var fyrsta boðorð hennar VERNDUN LÝÐRÆÐISINS í LANDINXJ. Þá var þjóðinni lofað því, að tmnið skyldi að útrýmingu ofbeldis- og öfgaflokkanna. En hvtarjar hafa efnd- irnar orðið? Nú hefir ríkisstjóm Framsóknarflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins ekki aðeins tekið upp stefnu og starfsaðferðir í stjómarathöfnum, sem minna ískyggilega á nazismann, heldur og hafíð ofsóknir gegn þeim eina flokk í þessu landi, sem ekki hefir hvikað eitt einasta augnablik frá lýð- ræðishugsjóninni eða fylgi sínu við sttefnu lýðræðis- þjóðanna. í stað þess að vemda lýðræðið í landimi, er þanuig hafin bein ofsókn gegn því, með margs konar réttarskerðingum og ofbeldisráðstöfún- um. Frá því fyrsta hefir Alþýðuflokkurínn, eirrn allra flokka í þessu landi, haldið fram mélstað lýðræðis- þjóðanna í stríðinu, sem nú stendur, og varið bæði hann og þær gegn árásum nazista, sem og allxa þeirra, sem tvístigið hafa milli lýðræðisins og naz- ismans. Hann hefir fyrir það sætt ámædi allra ann- arra flokka hér á landi, en ekki látið það á sig fá. Hann hefir eftir sem áður haldið fast við máistað lýðræðisins, og nú hefir sá málstaður sigrað í huga aiþjóðar, þó að ennþá lifi veik von hjá ýmsum ráðamönnum um nýja stefnubreytingu í ófriðnum og sigur nazismans í honum um það er lýkux. Al- þýðuflokkuxinn veit, að málstaður íslenzks lýðræðis og þjóðfrelsis er svo samofinn málstað og banáttu annarra lýðræðisþjóða, að iþeirra sigur er hans sigur og þeirra tap er hans tap. Inn á þá þjóðhættulegu braut, sem hér hefix að . Wtlu leyti verið lýst, eru núverandi stjórxuaxöokkar > komnir. Margir hafa éður lagt inn á þczm brau* meðal annarra þjóða, og þeim hefix ölhn» lamaat iUa. Hin mikla samúð, sem Alþýðuflokkiman hefiff mætt hjá almenningi fyrir það, að taka afstöðo ge*» kúgunarlögumim og ofbeldisaðgerðunum, ex fvR- komin sönnun þess, að alþjóð vill ekki leggja inn £ þessa hættulegu braut. Hið sama s&nnar hín magn- aða andúð gegn stjómarflokkunum. Ef þjóðin leyfir það, að haldið verði áfram á þessari hraut, er ekk- ’ert líklegra en að hver réttarskerðingin og ofbeldis- ráðstöfunin reki aðra, unz lýðræðið er að engu orðið og öll völd í höndum einræðisstjómar, sem stjómar með vopnaðri iögreglu, njósnarsveitum, ritskoðun á blöðum og einokun á útvarpi eftir fyrirmyndum frá meginlandi Evrópu. En slíkt hlyti aftur að leiða til þess, að fólkið, sem svift er öllum rétti, myndi hneigjast til ofbeldis og uppreisnar. ÞJÓÐIN VERÐ- UR AÐ GERA SÉR GREIN FYRIR MÖGULEIK- ANUM Á ÞESSARI HÆTTULEGU ÞRÓUN, ÁBUR EN ÞAÐ ER ORDH> OF SEINT. Hver veit nema stjómin gefi exm út ný bréða- birgðalög, kannske mörg ennþá, til þess að reyna að bjarga ímynduðum heiðri sínum og koma fram kúgunaiáíormtim sánum? Ein syndin býður annarri heim. Þjóðin verður að skilja það í tæka tið, að það er einmitt með þessum hætti eða svipuðum, sem ein- ræðið kemur. Smátt og smátt aínemtir ríkjandi stjóm öll rétt- indi almennings og einn dag vaknar þjóðin loks upp við það, að öUu er glatað og hún er hnept í fötra einræðis og kúgunar. Stjómin gerir þetta ekki d nafni einræðisins, þvd að það væri heimskulegt, heldur segist hún gera það í þágu fólksins, fyrir þj'óðarheildina og til þjóðarheilla. Hver fcefir líka nokkru sinni heyrt einræðisherra segja annað, er hann varði ofbeldisaðgerðir sfnar, en að það væri allt gert fyrir fólkið og með þjóðarheiU fyrir augum? Og hvað er þegar búið að gera hér? 1. Samtök verkalýðsins og launastéttanna yfírleitt hafa verið svift samningsréttinum og verkfaUs- réttimun til þess að berjast fyrir bættxun kjörum. 2. RiMsútvarpið hefir Vferið tekið í rinhliða þjóo- ustu ríkisstjóraarinnar til þess að vinna gegn þeim eina flokki í þjóðféiaginu, Sfem berst gegn hvers konar skerðingn á mannréttinduxn íslenxku. þjóðarinnar. 3. Bæjarstjómarkosningum hefir verið frestað í höf- uðstað landsins, af því að Alþýðuflokkurixm gaft þar varið málstað lýðræðisins, en þær látnar fara fram alis staðar annars staðar, af því að Alþýðtt- öokkurinn getur þar ekki varið málstað lýðræð- isins gcgn ósannindum og áróðri hinnar einræðis- sinnuðu rikisstjórnar, sem hefir tekið sér pólitiska einokun á útvarpi þjóðarinnar og notar það sér til framdráttar. Þetta gerræði fremja ráoberrar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins aðeins hálfu ári eftir að alþingi. hefir nær einum rómi samþykkt að fresta kosningum vegna ótta við beinar heraaðaraðgerðir og í fyllsta trausti þess, að samstjórn héldist áfram og að engar þýðingarmiklar hreytingar yrðu gerðar á sviði lög- gjafar eða stjómarframkvæmda, nema með fullu samþykki allra þeirra flokka, \er studdu samstjóm- ina, án þess að alþingiskosningar væru áður iátnar fram fara. Sú stefna, sem fram kemur í þessum kúgurnarráð- stöfunum núverandi stjórnar Framsóknarfkxkksins og SjálístæðLsflokksirts, leiðir til beinnar glötunax á pólitísku frelsi og lýðræði í landinu, nema í tamn- ana sé tekið í tíma. Það ex því fullkomin þjóðar- nauðsyn, að allir þeir menn í þessu landi, sem frelsá og lýðræði unna, taiki höndum saman tíl þess að afstýra slíkum voða, hvaða flokki sem þeir hala áður fylgt. Alþýðnflokkuxinn hefir einn allra flokka risið gegn þessum einræðisnáðstöfunum ríkisvaldsins, og hann hefir sett sér það takmaxk, að linna ekVí bar- áttu sinni gegn kúgunarlögum ríkisstjómarinnar fyrr en þau eru úr sögunni og landsfólkið hefir endurheimt það frelsi, sem nú er búið að svifta það. Þótt Alþýðuflokkurinn hafi þannig álitið sam- staxfi við Framsóknarflokktrm og Sjálfstæðisflokk- iim, er fjarri því, að haxm geti tekið upp nokkurt pólitískt samstarf við kommúnistaflokkinn, þar pfxr> sá flokkur er lýðræðinu andvdgur og hefir það að- eins að jtíinskini, auk þes® sem hann lýtur erlendri yfirstjóm og afstaða hans tO innanland.«rmáln og er- lendra þjóða mótast af þvd á hverjum tíma AJþýðu- flokkurinn verður því að treysta aðeins á eigin styrls I þessari baráttu og hðveizlu þeirra, sem heyja

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.