Alþýðublaðið - 25.01.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.01.1942, Blaðsíða 4
jgUNNG&AGoR JAK. Iði2 • 'i 'i'.-rí-t:—•• • S' ;•;*>••-.; *’ *i. •;■, L . .. v - Tr ’ •.• ;•'. '..v.- : •; '. ■ * i .5 í «• • -rVR-T'- J. '*v'' •?. S ■:! . , ini'í'ifi SUNNUDAGUR Hélgidagslæknir er Jónáa Krist- Jánsson, Grettisgötu H, sími 5204. ■ Nseturlæknir er Halldór Stef- dnsson, Ránargötu 12, sími 2234. NæturvörSur er i Reykjavíkur- og Iðumúft-apóteki. ÚTVARPIÐ: 14,00 Guðeþjónusta I kapellu há- skólans (síra Ásmundur Guðmundsson prófessor). 15.30-^-166,30 Miðdegistónleikar (plötur): Lög eftir Sibeliua og Kilpinen. 18.30 Barnatími (Nemendur kenn araskólans). 19,25 Hljómplötur: Tónverk eftir Beeiboven: Orustusymfóní- an o. fl. 20.30 Erindi: Frá Singapore (An- gelp Holm-Hansen skip- stjóri — V. Þ. G.). 20,55 Einleikur á fiðlu (Þórir Jónsson): a) Andante eftir Lalo. b) Cavatine eftir Raff. 21,10 Uppiestur: „Guðinn sem deyr“, saga eftir Eriðrik Á. Brekkan (höf. flytur). 21,40 DansiÖg. (21,50 Fréttir.) MESSUR: Hallgrímsprestakall kl. 10 f. h. sunnudagaskóli í gagnfræðaskól- Vélstjórar! Ósknm eftir fyrsta o$g ððr- om vélstjóa á línuveiðara strax. Uppl. á Hótel Heklo. anilm við Lindargötu, kl. 11 f. h. barnaguðsiþjónusta í bíósal Aust- urbæjarskólans, síra Sigurbjörn Einarsson, kl. 2 e. h. messa á sama stað, Bira Jakob Jónsson. Garðar Svavarsson. bamaguðs- þjónusta kl. 10 f. h. Frjálslyndi söfnuðurinn, messa í fríkirkjunni í Reykjavík kl. 5% J. Au. Frikirkjan í Hafnarfirðí, barna- guðsþjónusta kl. 2, spurningaböm komi til viðtals. J. Au. Háskólakapellan, messað klukk- an 2 t. h. Ásmundur prófessor Guðmundsson prédikar. KOSNINGAFRESTUNIN Frh. af 3. siíu. vita maöur sér, að kosjniingaínest- unjin er ástæðiflaius, og Rcykvík- Éngaf kreíjast þess, aiö bæ/- aaistjáma;ifeosm,ngar SaJri taáaíiaixst fram, svo að aJlmetnningtir fái kveðið Aipp dóm simm. yfír bimiim deyjjandi iilokki íhaidsi'ns. ERLENDAR FRRTTIR ' Frh- af 1. síöu. aláu, eru menn þar x landi mjög áhyggjufullir og óttást jafnvel innrás Japana. Hefir stjóm Curtins farið að dæmi Breta, þegar innrásarhættan var þar mest, því að heimavarnalið hef- ir verið kallað til vopna og „hvert þorp og hver borg á að verða virki og hver maður og kona á að verjast í þeim“. Dansleik heldur glímufélagið Ármann í Oddfellowhúsinu í kvöld, 25. jan., kl. 10 síðdegis til ágóða fyrir hinn nýja skíðaskála félagsins í Jósefsdal. DANSAÐ BÆÐI UPPI OG NIÐRI. Dansaðir verða bæði gömlu og nýju dansarnir. Allir íþróttamenn hafa aðgang meðan húsrúm leyfir. — Aðgöngumiðar seldir í Oddfellowhúsinu ( frá kl. 6 í kvöld. TRYGGIÐ YÐUR AÐGANG OG BORÐ í TÍMA. Góður 7 manna bíll model 1938 (Dodge) til sölu og sýnis kl. 1—4 e. h. við Litir & Lökk. Vilhjálmur Þórðarson. BGABALA „Balalaika“ Vegná ; f joldá áskórána verður myndni sýnd í kvöld kl. 7 og 9 í allxa síð- asta sinn. Þrir synir. Ameróksk kvikmynd. Edward Ellis, Kent Taylor og Virginia Vaíe. Sýnd kí. 3 og 5. Aðgöngum. seldir frá kl. 11. NÝJA BK> i % Hv Hvér myrti Mðggu frænku? Who killed Aunt Maggie? Dularfull 6g spennandi ameríksk sakamálamynd, Aðalhlutverkin leika: Jihn Hubbard, Wendy Barrie. Börn fó ekki aðgang. Sýnd klukkan 5, 7 og 9. Aðgöngumiðar seldir fm kl. 11. Innilegustu hjartans þakkir fyrir auðsýnda hluttSekningv við fráfalí og jarðarför dóttur okkar og systur UNNAR. Steinunu Gísladóttir. Páll Jónsson og böm. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför HANNESAR GUÐMUNDSSONAR. \ Garðastr. 4, Reykjavík. Guðrún Guðmimdsdóttir. Ólafur A. Hannesson. Guðm. Hannesson. Jarðarför okkar elskuiegu móður, fósturmóður og ömmii, ÓLÍNU SVEINSDÓTTUR FINNBOGASON, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 27. þ. m. og hefst með húskveðju frá heimili hinnar látnu, Mjóstræti 8,. klukkan 1 eftir hádegi. Hrefna Einarsdóttir. Baldur Einarsson. Soffía Wedholm og barnabörnin. W. SOMERSET MAUGHAM: Þrír biðlar — og ein ekkja. mjög fögur kona. Og ég hefði verið meirjl grasasn- inn, ef ég hefði ekki girnst þig. En þegar þú ókst með mér um kvödið, sagðirðu ofurlítið, sem snart mig. Og ég gat ekki varizt þvá, að mér fannst ■ þú yndisleg. — Það hefir margt horið við síðan. — Ég veit það, og ég þarf ekki að skýra þér frá því, að um tíma var ég reiður við þig. — Var það þegar þú barðir mig? — Áttu við það, þegar þú fórst út úr bílnum? Nei, ég sló þig vegna þess, að ég vildi að þú hættir að gráta. — Þú meiddir mig. — Ég ætlaðist líka til þess. Maráa laut höfði. Þegar hún sagði Edgar frá því, sem fram hafði farið milli hennar og hins óham- ingjusama pilts, hafði hann fölnað af hryggð og reiði. Það hafði fengið mjög á harrn. En henni var það Ijóst, að það, sem olli honum mestrar hryggðar var, að hún hafði spillt hreinleika sínum. Sann- leikurinn var sá, að hann elskaði hana ekki, eins og hún var nú, heldur litlu, fallegu telpuna, sem hann gaf sætindi fyrr á árum. Hún leit á Rowley og í augnaráði hennai' hrá fyrir glettnisglampa. Augu þeirra mættust. — En ég er þér ekki reiður lengur. Mér þótti vænt um, að þú skyldir senda eftir mér, þegar í nauðir rak fyrir þér. Ég bar láka virðingu fyrir þér, þegar ég sá, hversu vel þú barst þig. Þú hefir áreið- anlega sterkar taugar, og það þykir mér vænt um. Auðvitað hagaðirðu þér eins og fífl. En ei að síður kom það í ljós, að þú varst mjög hugrökk, og svo að ég segi þér eins og er, þá hefi ég ekki kynnst mörgum konum, sem eru hugrakkar. Ég elska þig, María, meira en orð fá lýst. • — En hve karlmennirnir eru einkennilegir. Bæði þú og Edgar leggið mikið upp úr því, sem í raun og veru er mjög Mtils virði. En það, sem mér finnst mestu máli skipta og er sorglegast af öllu'er það, að veslings fátæki, einstæðingspilturinn skuli vera dáinn, og að ég skuli vera völd að dauða hans. Mér finnst það hörmulegt, að hann skuli liggja ógrafinn undir berum himni. — Það er varla verra þar en annars staðar. Það er víst nokkurn veginn sama, hvar dauðir menn liggja. Það er ekki hægt að kalla hann til lifsins aftur, þó að grátið sé yfir honum. Og má þér ekki á sama standa um hann? Þó að þú mættir honum á götu í fyrramálið, myndirðu sennilega ekki þekkja hann. Reyndu að hrista af þér slenið. Þetta sagði Dr. Johnson og hann var ekki svo blár inni við beinið. Hún leit upp dálítið undrandi. . — Ekki er ég nú viss um, að hann hafi sagt þetta. En hvað veizt þú annars um Dr. Johnson- — Ég hefi lesið töluvert þær stundir, sem ég gat ekki fundið neitt heimskulegra til að sýsla við. Og Sam gamli Johnson er eftirlætishöfundur minn. Hann var gæddur mikilli almennri þekkingu og vissi auk þess ýmislegt um mannlegt eðli, sem mörgum öðrum var dulið. — Þú kemur manni oft á óvart, Rowley. Mér datt ekki í hug, að þú Iæsir nokkurn tíma annað en íþróttafréttir. — Ég læt /ekki allar vörur mínar út í sýningar- gluggann, sagði hann og glotti. — Ég er ekki viss um, að Iþér firmist eins leiðinlegt að giftast mér og þú hefir átt von á. , — En hverng ætti ég að geta séð um, að þú héldir ekki fram hjá mér meira en góðu hófi gegndi? sagði hún brosaridi. — Það verður þú að sjá um. Það er sagt, að kon- ur þurfi að hafa eitthvað fyrir stafni. Og þú myndir óreiðanlega fá nægilegt verkefni ef þú færir tiL Kenya. Hún horfði hugsandi á hann stundarkorn. — Ég sé ekki, hvers vegna þú ættir að taka á þig þann kross að kvænast mér, Rowley? Ef þú elskar mig, eins og þú segir, þó er mér sama þó að ég lendi í ofurlitlu ævintýri með þér. Við getum tekið bílinn. og farið í skemmtiferð um Miðjarðarhafsströndina. — Þetta getur látið sig gera, en ekki er það samt góð uppóstunga. — Ég sé enga skynsamlega ástæðu til þess að ( breyta góðum kunningja í leiðinlegan eiginmann. — Það er þokkalegt eða hitt þó heldur að heyra virðingarverða konu segja þetta. — Ég er alls ekki virðingarverð kona, eins og þú. veizt. Heldurðu ekki, að það sé orðið of seint fyrir mig að setja upp helgisvipinn? — Nei, það held ég ekki. Og ef þú ætlar að verða altekin minnimáttarkennd, skal ég húðstrýkja þig, svo að þú gleymir því ekki næstu mánuðina. Ég. vil kvænast þér, væna mín, og ekkert annað. Ég vil eiga þig. — En ég elska þig ekki. Rowley. — Ég sagði þér um kvöldið, að þú myndir elska mig, ef þú gæfir mér tækifæri til að vinna ástir þínar. Hún horfði á hann stundarkorn, vantrúuð á svip- inn, en svo færðist brosglampi fram í augu hennar, — Sennilega hefirðu á réttu að standa, sagði hún. — Um kvöldið, þegar drukknu mennirnir fóru fram hjá okkur í bílnum, og þú kysstir mig, var það ekki svo óskemmtilegt, það verð ég að jóta. Hann hló, stóð á fætur, greip utan um hana og kyssti hana. — En hvað finnst þér núna? — Jæja, fyrst þú vilt það endilega . ., en það ey mikil áhætta . . — Án • áhættu væri lífið einskisvirði, væna mín- ENDIR.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.