Alþýðublaðið - 05.02.1942, Side 1

Alþýðublaðið - 05.02.1942, Side 1
uflmn UDiuiiyiif RiTvSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXIM. ABGANOUR PIMMTUDAG 5. FEBR. 1942 33. TÖLUBLAÐ i fierðardómurlBB hafður að eugu! Samkomulag milli aðila í ’járniðnaðinum um að atvinnurekendur greiði mismuninnlá gerðar- dóminum og hinu frjálsa samkomulagi, 12)000 krónur í sjóði [Félags járniðnaðarmanna. --<^8 Viona var hafin aftnr f (morgnn, Þorvaldur Brynjólfsson form. Félags jámiðnaðarmanna Bretar taafa orðið að hðrfa nr Derna. tajöðverjar seflja, að Rommel muni halda áfram aðJSuez. SÓKN Bommels í Libyu held- ur stöðugt áfram, og hafa Bretar nú orðið að hörfa úr hafnarborginni Dema. f Berlín er mikið hælst yfir þessari gagnsókn Rommels og því haldið fram, að henni muni verða haldið áfram þar til her- sveiíir hans séu komnar austur að Suezskurði. Augljóst er, að Rommel hefir fengið mikinn liðstyrk og leikur sterkur grunur á, að Viehy- stjómin á Frakklandi hafi leyft Þjóðverjum og ítölum að flytja ’bæði hergögn og lið til Tunis, en þaðan sé það flutt landleið- ina til Liibyu. FÉLAG jámiðnaðarmanna samþykkti á fundi í fyrra- kvöld að vinna skyldi aftur hafin á verkstæðunum, eftir að atvinnurekendur í jámiðnaðinum höfðu gert félag- inu lögformlegt tilboð um það, að bæta járnsmiðunum þann mismun, sem var á úrskurði gerðardómsins og samkomu- ^lagi aðilanna sjálfra, með því að greiða 12 000 krónur á yfirstandandi ári í ellilaunasjóð Félags jámiðnaðarmanna. Járniðnaðurinn hefir þannig raunverulega haft úr- skurð gerðardómsins að engu, enda þó að úrskurður hans í kaupgjaldsmálum járniðnaðarmanna væri miklu nær því samkomulagi, sem þegar var fengið milli aðila heldur en úrskurðir hans í kaupgjaldsmálum bókbindara og klæð- skera. Gerðardómurinn staðfesti sem kunnugt er samkomulag aðila í járniðnaðinum, sem fól í sér stórkostlegar kjarabætur, að öllu öðru leyti en því, að hann lækkaði þá grunnkaupshækkun, sem þeir höfðu orðið ásáttir um, úr ca. 16.6% niður í ca. 12,2%, en það hefði þýtt að járniðnaðarmenn h'efðu ekki fengið nema 100 kr. vikukaup í stað 103 kr. Það er þessi mismunur, sem atvinnu- rekendur í járniðnaðinum hafa skuldbundið sig til að greiða í ellilaunasjóð járniðnaðarmannanna. Vinna í járniðnaðinum hófst aftur í morgun, samk'væmt þessu samkomulagi, eftir að ríkisstjórnin hefir um meira en mánaðartíma staðið í vegi fyrir vinnufriði í þessari iðngrein í þeim tilgangi að hindra þær kjarahætur, sem járniðnaðarmennr irnir hafa nú, þrátt fyrir gerðasdóminn. fengið. Því að þau kjör, sem þeir hafa nú samið um, eru að minnsta kosti teins góð og þau, sem þeir hefðu samið um strax eftir áramótin. irás Japana á Singa- pore nú að hefjast? Peir hafa hafið ógurlega stórskota- hríð yfir sundið milli iands og eyjar. FREGNIR frá Singapore í morgun herma, að Japanir séu stöðugt að flytja meira og meira lið til Johore Bharu á suðurströnd Mal- akkaskagans gegnt Singá- pore, og Domei-fréttastofan í Tokio tilkynnti í morgun, að árás Japana á Singapore væri nú hafin með ógurlegri stórskotahríð yfir sundið milli lands og eyjar. Japanir hafa þó tenn enga til- raun gert til þess að hrjótast yfir sundið og ganga á land á Singapore-eyju. Og Bretar svara stórskotahríð þeirra í sömu mynt. Grimmilegar loftárásir eru einnig gerðar yfir sundið á háða bóga. Norður í Burma gera Japanir æðisgengnar tilraurdr til þess að brjótast yfir Saluenfljótið, um 160 km. suðaustur af höfuð- borginni Rangoon. En þeim á- hlaupum hefir öllum verið hrundið hingað til. Leikfélagið sýnir „Gullna hliðið“ eftir Davíð Stcfánsson í kvöld\l. 8. MiKlar kjarabætur. Með samkomulaginu hefir Félag járniðnaðarmanna náð mjög miklum kjarahótum handa félagsmönnum. Nú fá þeir fast vikukaup 100 krónur, en áður var tímakaup. Vinnuvika er 48 stundir eða 8 stundir á dag. Samkvæmt þessu verður dag- vinnukaupið kr. 2,18, í stað kr. 1,93 áður — og hækkar því um 25 aura á klst. Eftirvinna og helgidagavinna er greidd hlutfallslega eins og áður — og því allmiklu hærra. Verður eftirvinna greidd með kr. 3,22 og helgidagavinna með kr. 4,30. Á allt þetta kaup bæt- ist full dýrtíðaruppbót mánað- arlega, en áður var tekið meðal- tal tveggja mánaða. Nýsveinar fá 8% lægra kaup og er það sama hlutfall og áður. Áður var unnið til kl. 13 á laugardögum, en nú verður unnið til kl. 12. Nú eiga sveinar kröfu á viku uppsagnarfresti, en áður gátu atvinnurekendur sagt þeim upp fyrirvaralaust. Stórkostlegar umbætur hafa fengist á sumarfríum. Nú fær hver sveinn, sem unnið hefir í heilt ár, 2 vikna sumarfrí, en áður var það aðeins 6 dagar. Þeir, sem skemur hafa unnið, fá hlutfallslega. Þegar sveinn verður fyrir slysum, fær hann fuílt kaup í 4 vikur og allan sjúkrakostnað greiddan, en áður fengu þeir kaup greitt í 1 viku. Sé unnið utan Reykjavíkur, skal vera Alþingi kallað san aa 16. febrðar. R ÍKISRÁÐSFUNDUB- INN, sem haldinn I var á Bessastöðum í gær og sagt var frá í blaðinu, ákvað að kalla alþingi saman mánudaginn 16. fe- hrúar. Hefir undanfarið verið unnið af miklu kappi að breytingum og endurbót- um á Alþingishúsinu, inn- réttingu þess, og mun þeim verða lokið þtegar þingið kemur saman. sami vinnutími og hér, en áður var vinnustundafjöldi miðaður við vinnustundafjölda verka- lýðsfélagsins ó staðnum, en hvergi á landinu er 8 stunda vinnudagur nema á Siglufirði. Munar iþetta vitanlega miklu fyrir járniðnaðarmenn í eftir- vinnu. Áður þurftu járniðnaðar- menn að greiða við vinnu utan Reykjavíkur fyrir fæði og hús- næði kr. 50 á mánuði, en nú mfi. a 2. siðu. Maður dæmdur iloær fyrir ðlvun við akstur og pjófnað -----o------ Annar dæmdur fyrir að bera ljúgvitni. — GÆR voru tveir menn J, dæmdir í aukarétti Reykja- víkur. Var annar þeirra dæmd- ur í 5 mánaða fangelsi, en hinn í 3 mánaða fangelsi, háðir ó- skilorðsbundið. Tildrög málsins eru sem hér segir: 24. október síðastliðinn kærði lögreglan Sigurbjörn Jóhann Guðjónsson þifreiðarstjóra, Laufásvegi 50, fyrir að hafa ek- ið bifreið G. 201 urn götur bæj- arins undir áhrifum áfengis. Það var ljóst, að kærður var undir áhrifum, enda jótaði hann það sjálfur, en neitaði við rann- sókn málsins að hafa ekið í slíku ástandi, en skýrði frá því, að annar maður, sem hann vildi þó ekki nafngreina, hefði ekið bifreiðinni. Þegar að því var komið, að dómtaka málið þannig upplýst, skýrði kærður svo frá, að kunn- ingi sinn, Þórður Guðni Guð- mundsson, brjóstsykursgerðar- maður í Hafnarfirði, hefði ekið ibifreiðinni. Þegar þessi maður var leiddur fyrir rétt, kvaðst hann hafa ek- ið bifreiðinni og bar framburði hans í öllu saman við framburð kærða. En samdægurs gekk þó vitnið frá framburði sínum og kvaðst a-lls ekki hafa ekið, held- ur hefði kærður gert það, en þeir hefðu verið báðir saman og undir áhrifum áfengis. Hafði kærður síðan, af ótta við að missa bifreiðarstjórarétt- indi sin, beðið vitnið að bera með sér ljúgvitni og vitnið lof- að því í hjálparskyni við þenn- an kunningja sinn. Þegar vitnið hafði horfið frá framburði sínum, játaði kærð- ur, að hafa ekið bifreiðinni og hafa beðið vitnið að bera hinn ranga vitnisburð. Þegar hér var komið, hafði kærður enn fremur gerzt sekur um gripdeildir á tveimur strá- sykurpokum. Dómur féll svo í málinu í gær og var Siguribjörn dæmd- ur í 5 mánaða fangelsi og vitnið Þórður í 3 mánaða fangelsi, báðir óskilorðsbundið, og sviftir kosningarrétti og kjörgengi. Þá voru og báðir sviftir bifreiðar- stjóraréttindum ævilangt og var þetta ítrekað brot hjá báð- um.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.