Alþýðublaðið - 09.02.1942, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.02.1942, Blaðsíða 1
AIÞYMBLAÐIÐ KÍTSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKLKINN XXiH. ÁRGANQTJR MÁNUDAGUR 9. FERR. 1942. 34. TÖLUBLAÐ Japanir komu liði á land á Singaporeeyju i gærkveldi. Harðir bardagar lættolegasta stund ^ ifriðarinsivor, segir Stafferd Cripps. á vesturstrðnd eyjarinnar. Desar vorsóks Þjóðverja hefst anstur á Rnsslaudi. SIR STAFFORD CRIPPS, sem nýlega lét af störfum sem sendiherra Breta í Moskva norg nú er kominn til London, lét svo ummœlt í viðtali í gær, að úrslit ófriðarins gætu oltið á því, að Bretar og Bandaríkja- menn sæju Rússum fyrir nægi- legum hergögnum í vor til þess að verjast hinni fyrirhuguðu sókn Þjóðverja þá. Vorið og sumarið, sem nú færi í hönd, myndi sennilega verða örlaga þrungnasta missiri ófriðarins. Sir Stafford sagði, að Þjóð- verjar myndu sennilega byrja vorsókn sína í Suður-Rússlandi í apríl með það fyrir augum, að brjótast austur til olíulind- anna í Kákasus, og allt væri undir því komið, að Rússar gætu varizt þeirra sókn. Fregnir frá Moskva í morg- un segja frá hörðum bardögum á Leningradvígstöðvunum. Rússar sækja fram yfir hið ísi lagða Ladogavatn, í áttina til Schlusselburg og hafa rekið þar mikinn fleyg inn í varnarlínu Þjóðverja. Sunnar á vígstöðvunum eru harðir bardagar um bæinn Rhzew, norðvestur af Moskva. Beita Rússar þar fyrir sig skriðdrekum af allra stærstu gerð, 52 smálestir. Bærinn er nú innikróaður af Rússum. APÖNUM tókst að koma töluverðu liði á land á vestur- strönd eyjarinnar, sem Singapore stendur á, í gaer- kveldi og í nótt, eftir ógurlega stórskotahríð yfir sundið, sem staðið hafði látlaust í 12 klukkustundir. Fluttu Japanir liðið á bátum yfir sundið, sem er þama um 15 km. breitt. Og héldu steypiflugvélar Japana uppi stöðugum loftárásum á stöðvar Breta á ströndinni meðan landgangan fór fram. Það er ekki vitað, hve miklu liði Japanir hafa komið á land, en í fregninni frá Singapore í morgun, sem skýrir frá landgöngu þeirra, er viðnrkennt, að eitthvað af liðinu hafi komizt nokknð inn á eyjuna, og standi yfir harðir bardagar við það, en Bretar geri sér góðar vonir um að geta ráðið niðurlögum þess. 'éaétt/fe I Wm$m. A PsUnihanf y', '--f'-'j % -A ft X TufnU ; GVJNBA ^ sí • -'ly £> t p g ’ 'y J _________________________^AUStRAUA ) sgale OF mes C50 0 250 600' Ófriðarsvæðið í Austur-Asíu. Aðrar fregnir í morgun frá 0 Austur-Asíu eru þær, að allt sitji við sama á vígstöðvunum við Saluenfljót í Burma, en í gærkveldi var skýrt frá því, að Wavell hefði undanfarna viku verið í kynnisför þar. Farið er að flytja fólk burt úr Rangoon, höfuðborg Burma, vegna hinna sífelldu loftárása Japana, en Sir Ronald Smith, landstjóri Breta í Burma, hefir lýst því yfir, að Rangoon verði varin, hvað sem það kostar. fiarðnandi loitárásir Jap asia i ðosiuF'Ifidiiiii!. ■ Fregn frá Batavia, höfuð- borginni á Java, hermir, að í morgun hafi Japanir gert fyrstu loftárás sína á þá borg. En nánari fregnir af þeirri árás eru enn ókomnar. Á Surabaya, flotabækistöð- ina austar á Java, gerðu Jap- anir fjórðu loftárásina á laug- ardaginn og varð töluvert tjón af henni. Þá hafa Japanir um helgina Fifi. á 4. sfftu. Línnveiðarínn „Fróði“ strandaði f íétt á Vesturboða við Grundarfjorð Mannbjðrg varð, en skipið er talið ónýtt Farmgj aldahækkun á öllum vörum nema vísitöluvörum. .• y . . Pað ern somu fllraunirnar, að falsa vfsitöluna eins og með verðlagsúrskurði gerðardémsins. AÐ er nú orðið kunnugt, að nokkru fyrir áramótin hsekkuðu farmgjöld um allt að 25% á öllum vörum, nema þeim sem koma til greina við útreikning vísitöl- unnar. Skipafélögin höfðu krafizt þess, að hækkun farmgjaldanna kæmi til framkvæmda nokkru fyr eða í nóvember, en hækkun- inni var frestað þar til í destember. Það voru ráðherrarnir Ólafur Thors og Eysteinn Jónsson, sem réðu þessari stefnu, en með því að taka undan hæfckuninni þær vörur einar, sem koma til greina við útreikning vísitölunnar, var grteinilega stefnt að því sama og fram kom í fyrsta verðlags- úrskurði ,.gerðardómsins“: að halda vísitölunni og þar með dýr- tíðaruppbótinni á kaup lannastéttanna niðri, þrátt fyrir það, þó að dýrtíðin lialdi áfram að vaxa hröðum skrefum. LINUVEIÐARINN „Fróði“ strandaði í nótt á Vestur- boða við Grundarfjörð. Mann- björg varð, en skipið marar í kafi að aftan, en stendur enn upp úr að framan. Búizt er við, að skipið sé gersamlega eyði- lagt. Vesturboði er stórt sker. við innsiglingu Grundarfjarðar undan Krossnesi. Það var þar, sem Súðin strandaði hér um ár- ið, en brimið bar hana yfir skerið og sakaði hana ekki. Skipstjóri á „Fróða“ var Guðjón Finnbogason úr Reykja vík. Hafði skipið verið leigt Skipaútgerð ríkisins í tvær ferðir til Breiðafjarðar með vörur og var það að koma úr seinni ferðinni og átti eftir að koma á einn fjörð, Grundar- fjörð. Frh. á 4. síðu. Þar með er raunverulega verið að falsa vísitöluna og hafa fé af launastéttunum. Þær taka með því á sípar herðar byrðar dýrtíðarinnar, því að dýrtíðaruppbót þeirra er ekki lengur í samræmi við vöxt dýr- tíðarinnar, þar sem hún er mið- uð við of lága vísitölu. Hræsni forsprakka Sjálf- stæðisflokksins og yfirdreps- skapur verður því berari í þessu máli þegar þess er minnzt, að í sambandi við út- gáfu kúgunarlaganna talaði ÓI- afur Thors mjög um endur- skoðun vísitölunnar til hags- bóta fyrir launastéttirnar. Það gerði hann eftir að hann hafði, ásamt Framsóknarhöfðingjun- um, unnið markvisst að því að dylja dýrtíðina fyrir launastétt- unum, taka þær vörur einar undan farmgjaldahækkun, sem koma til greina við útreikning vísitölunnar, en leyfa farm- gjaldahækkun á öllum hinum, um 25%. En vitanlega verður allur almenningur að bera einn- ig þá hækkun, þó að hann fái hana ekki uppbætta. Þegar þessar aðfarir við farmgjaldahækkunina eru bornar saman við fyrsta verð- lagsúrskurð „gerðardómsins“ svokallaða, getur enginn vafi leikið lengur á því, að hér er beinlínis um kerfisbundnar til- raunir að ræða til þess að falsa vísitöluna í þeim tilgangi að hafa hina fullu dýrtíðaruppbót á kaupið af launastéttunum. Þetta er öll barátta þessara herra á móti dýrtíðinni. Þær vÖrur, sem ekki hafa hingað til verið teknar með í vísitöluna, mega halda áfram að hækka-, en til þess að leyna því — og þar með raunverulegum vexti dýr- tíðarinnar, eru vísitöluvörurnar teknar undan, vísitölunni þar með haldið niðri — og verka- lýðurinn og launastéttirnar sviknar um fulla dýrtíðarupp- bót samkvæmt lögformlegum samningum. Eíbb þekktasti sér- fræðingur Bitlers ferst við flngslys. Dr. Todt hðfundnr hinnar frægn Siegfriedlínu. ÞAÐ var tilkynnt opinber- lega í Berlín í gærkveldi, að dr. Fritz Todt, bygginga- meistari hinna frægu bílabrauta Hitlers og Siegfriedlínunnar á vesturlandamærum Þýzkalands, hefði farizt við flugslys. Þriggja mínútna þögn var fyrirskipuð um allt Þýzkaland til minningar um hann og á- kveðið htefir verið að þýzka rík- ið skuli kosta útför hans. Við dauða dr. Todt hefir Hitler misst einn af sínum beztu sérfræðingum. Löngu fyrir stríð var hann orðinn þekktur maður úti um heim af hinum frægu nýju bílabraut- um um þvert og endilangt Þýzkaland, sem Hitler lét Frii. á 4. síðu. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.