Alþýðublaðið - 09.02.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.02.1942, Blaðsíða 4
MÁNUDAGUR 9. FEBB. 1942, ALÞÝÐUBLAÐIÐ MÁNUDAGUR Næturlæknir er Theódór Skúla- son, Vesturvallagötu 6, sími 3374. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnarapóteki. UTVARPIÐ: 20.00 20.30 og visi- Gíslason 20.55 21.00 Fréttir. Erindi: Dýrtiðin talan (Gylfi Þ. hagfr.). Hljómplötur: Létt lög. Um daginn og veginn (Ámi Jónsson aiþingism.). 21.20 Útvarpshljómsveitin: Sænsk og finnsk þjóðlög Einsöngur (ólafur Magnússon frá Mosfelli): Rússnesk þjóð- lög: a) Rauði sarafaninn. b) Ferjumannasöngur. c) Stenka Rasin. d. Ljúfur óm- ur. e) Svörtu augun. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok: Attraeð er í dag frú Sigríður Helgadótt- ir frá Odda. 60 ára var s. 1. laugardag frú María Ól- afsdóttir frá Borgarnesi, til heimil- is á Hörpugötu 13, Skerjafirði. Kvennaðeild Slysavarnafélagsins heldur fund 1 kvöld kl. 8% í Oddfellowhúsinu. Sýnd verður kvikmyndin: Þú ert móðir vor kær. Enn fremur verður einsöngur með guitarundirleik og að lokum verður stiginn dans. Hringjarinn í Notre Dame. Þessi ágæta mynd með Charíes Laughton í aðalhlutverkinu er sýnd enn þá í Gamla Bíó. Myndin, sem sýnd er á framhaldssýningu, heitir Frægðarbrautin. Raddir vorsins heitir söngvamynd, sem Nýja Bíó sýnir núna. Gerist hún í Vín- arborg á keisaratímunum. Aðal- hlutverkið leikur og syngur De- anna Durbin. xxxxxxxxxxxx ÚtbmBSa* Alþýöublaðíöl „FRÓÐI“ STRANDAR FA. «f I. aiön. Eigandi línuveiðanans ,Fróði‘ er Þorsteinn Eyfirðingur, en eins og áður hefir verið tekið fram, var hann ekki með skip- ið í þessari ferð. Þegar blaðið átti tal við hann í morgun um strandið, var haxm nýbúinn að tala við strandmennina, sem komust allir heilu og höldnu til Grundarfjarðar, en þeir voru 6 á skipinu. Hafði Þorsteinn átt tal við vélstjórann, sem sagði, að þegar þeir hefðu yfirgefið „Fróða“ í morgun, hefði sjór- inn í vélarrúminu náð upp á mitt læri. „Fróði“ strandaði á fimmta tímanum í nótt og hafði þá verið töluverð undir- alda og útfiri, en „Fróði“ var sterkt skip og hafði hann ver- ið stækkaður í fyrra. „Fróði“ var 124 tonn að stærð, smíðaður í Englandi 1922. Var hann keyptur beint hingað og hefir Þorsteinn Ey- firðingur alltaf verið eigandi hans. DR. TODT (Frh. af 1. síðu.) byggja beinlínis með herflutn- inga fyrir augum. Rétt fyrir stríðið hafði dr. Todt forstöðu fyrir byggingu hinnar miklu virkjalínu á vest- urlandamærum Þýzkalands, Siegfriedlínunnar. Síðan sum- arið 1940 hefir hann unnið að byggingu strandvirkja á Erm- arsundsströnd Frakklands og síðan í fyrrasumar að vegalagn- ingu að baki þýzku herlínunn- ar í Rússlandi. Síðustu mánuð- ina hefir hann unnið að virkja- byggingu á vígstöðvunum sjálf- um í Rússlandi. GuSfæðiprófi við Háskólann lauk í lok janú- • armánaðar s. 1. Jóhannes>Pálmason og hlaut I. eink., 105 stig. Aðalfundnr Nemendasambands Gagnfræðaskólans í Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 10. febrúar kl. 8.30, í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu. Dagsskrá: 1. Laganefnd skilar störfum. 2. Stjórnar- kosningar. 3. Önnur mál. 4. Dans. Félagar verða að sýna skýrteini við innganginn. UNDIRBÚNINGSNEFNDIN. Bílstjórar og verkamenn! Okkur vantar nokkra vörubíla og 100 verkamenn, í góða vinnu í nágrenni bæjarins. Upplýsingar á lagernum. Haiaaard & Schaltz Als settnr á langardag. Myndapleg hðsakpnL |J[ INN NÝI húsmæðraskóli Reykjavíkm- var settur á laugardaginn með mikilli viðhöfn. Allmikill mamif jöldi var við- staddur setningu skólans. þar á meðal ríkisstíórafrúin. Athöfnin hófst með því að sunginn var sálmur, en síðan ávarpaði forsætisráðherra sam- komuna. Talaði hann um nauð- syn skólans, lagði ríka áherzlu á gildi gamallar íslenzkrar heimilismenningar og nauðsyn þ§!ss að viðhalda henni. Þá talaði Bjarni Benedikts- son borgarstjóri og rakti að nokkru það starf, sem ýmsar konur hafa unnið fyrir skólann og óskaði honum allra heilla. Þá talaði formaður skóla- nefndarinnar, frú Ragnhildur Pétursdóttir, og sagði nákvæm- lega frá tildrögum og undir- búningi skólastofnunarinnar, húsakaupum, fyrirkomulagi skólans og þeim hugsjónum, sem við hann eru tengdar. Þakkaði frú Ragnhildur öllum þeim mörgu, sem hafa stutt skólann með rausnarlegum gjöfum. Að lokum tók frú Hulda Stef- ánsdóttir, forstöðukona skól- ans, til máls. Skýrði hún frá því, hvernig starfi skólans myndi verða háttað og var auðheyrt að hún tengdi miklar vonir við það. Var skólinn nú skoðaður. Á efstu hæð er heimavistin. Eru þar 5 stúlknaherbergi og 2 kennaraherbergi. Á annarri hæð er stórt og vel útbúið eld- hús, borð- og kennslustofa, svo og 2 herbergi forstöðukonu. Á fyrstu hæð er skrifstofa, setu- stofa, borð- og kennslustofa og eldhús. — í kjallara hússins er saumastofa, vefnaðarstofa og geymsluherbergi. Eru húsakynnin öll hin .vist- legustu og öllu smekklega fyrir komið. . STRIÐIÐ I AUSTUR-ASIU Frh. af 1. síðu. einnig verið allumsvifamiklir yfir Nýju Guineu og öðrum eyjum norður af Ástralíu, og í Port Darwin, flotabækistöðinni miklu á norðurströnd Ástralíu, var í gær gefin þriðja aðvörun- 'in um loftárásarhættu, en eng- um sprengjum var þó varpað niður á borgina. VNQÍ$ZmTÍtKYf!HlNi ST. FRAMTÍÐIN. Fundur í kvöld kl. 8Yz. Inntaka. Kosn- ing og vígsla embættis- manna. Einsöngur, upplestur o. fl. ST. VÍKINGUR nr. 104. Fund- urinn í kvöld verður í Bað- stofu iðnaðarmanna, á venju- legúm tíma. Fjölsækið stund- víslega. &6AMLA BÍÓ m Of margar stúlkur. (TOO MANY GIRLS.) Ameríksk dans- og söngva mynd. RICHARD CARLSON, LUCILLE BALL og ANN MILLER. Sýnd kl. 7 og 9. Framhaldssýning kl. 3Vz—SVí: TENGDAMAMMA. (You can’t fool your wife.) LUCILLE BALL og JAMES ELLISON. ■ NÝJA BIÓ Raddir vorsins. (SPRING PARADE.) Hrífandi fögur söngva- mynd, er gerist í Vínar- borg og nágrenni hennar á keisaratímunum. — Aðai- hlutverkið leikur og syng- ur DEANNA DURBIN. Sýnd klukkan 5, 7 og 9. Lægra verð kl 3. Lelkft laci geykjavíknr „6ULLNA HLIÐID“ 25. sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasalan verður opin frá klukkan 4 í dag. Jarðarför frú JÓHÖNNU BJARNADÓTTUR fer fram frá Fríkirkjunni miðvikudaginn 11. þ. m. og hefst kl. 1 e. h. að elliheimilinu Grund. Katrín Jónsdóttir. Þakka auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför systur minnar, MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR ' « f. h vandamanna Guðni Jónsson lögregluþjónn. Maðurinn minn og faðir okkar, MATTHÍAS ÓLAFSSON, fyrrverandi alþingismaður, andaðist í Landsspítalanum í gær. Reykjavík 9. febr. 1942. ' | Marsibil Ólafsdóttir og börn. Það tilkynnist ættingjum og vinum, að jarðarför GARÐARS NÖRÐFJÖRÐ MAGNÚSSONAR íer fram frá þjóðkirkjunni kl. 11 f. h. á morgun, 10. febr. Maguús Jónsson. Það tilkynnigt vinum og vandamönnum, að jarðarför HELGU BJARNADÓTTUR vterzlunarmeyjar fer fram þriðjudaginn 10. þ. m. og hefst með húskveðju kl. 1 eftir hádegi frá heimili hennar, Vesturgötu 53. Vandamenn. Jarðarför mannsins míns, ÁGÚSTAR PÁLMASONAR, fer fram frá þjóðkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 10. þ. m. og hefst með húskveðju fró heimili hins látna, Flensborgar- skólanum, kl. IV2 e. h. Sig. Jónsdóttir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.