Alþýðublaðið - 10.02.1942, Page 1

Alþýðublaðið - 10.02.1942, Page 1
ftlTSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON inni mw%vn iUBLAÐIÐ ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXRI. ARGANGUR ÞRIÐJUDAG 10. FEBR. 1942 35. TÖLUBLAÐ t Sainingar andirriíaði prentara og prentsmiðjueigend Samið var upp á nákvæmlega sömu kjör og áður, og gildir samningurinn tii 1. okt. 1943. Prentarar hðVnuðu ðllnnm smáæarlséíiint og vísœðn IMutnn gerðag’«iémsi»i Prjó leiiiskip tekin í notknn. lemí póst- ag símasamband við BandaríkiM. RÍKISSTJÓRNIN gaf út opinbera tilkynningu í gærkveldi um samninga okk- ar íslendinga við stjórn Bandaríkjanna. A@ mestu leyti var efni til- kynningarinnar áður kunnugt, og J»á fyrst og frfemst um lcaup Bandaríkjanna á útflutnings- vörum okkar til Bretlands og greiðslu þeirra í dollurum. Samkvæmt samningunum hefir Bandaríkjastjórn lofað að sjá svo um, að við getum keypt nauðsynjar okkar í Bandaríkj- unum. Þá var skýrt frá því, að tekið myndi verða upp beint síma- og póstsamband við Bandaríkin, og mun það kom- ast í lag innan skamms. Þá var tilkynnt að ríkis- stjómin hefði tekið þrjú flutn- ingaskip á leigu í Bandaríkjun- nm og hafa 'þau nú verið tekin Frh. á 4. síðu. SAMNINGAR varu undirritaðir í gærkveldi mi... ------------- íslenzka prentarafélags og Félags íslenzkra prent- smiðjueigenda og Ríkisprentsmiðjunnar Gutenberg — og tilkynti prentarafélagið það í útvarpinu í dag. Samningarnir eru óbreyttir frá því sem var fyrir ára- mót en samið er til 1. október 1943 — og telja prentarar það hagstæðari uppsagnartíma fyrir sig en þann, sem þeir hafa hingað til haft. Tilboð hafði prentarafélaginu borist frá prentsmiðjueigend- um og var það í aðalatriðum á þá leið, að vegna óhagstæðs samn- ings á árinu 1941 skyldi fullnuma prenturum greidd 400 kr. uppbót, og fullnuma stúlkum 200 króna uppbót fyrir s. 1. ár mteð fjórmn jöfnum greiðslum, en sá böggull fylgdi því skammrifi, að þeir, sem segðu starfi sínu upp á árinu, fengju ekki greidda þessa uppbót að fullu, eða það sem þá væri ógreitt af henni. Fjölmennur fundur prentarafélagsins í fyrrakvöld sam- þykkti svo að segja í einu hljóði, að hafna þessu tilboði og taka ekki við neinum smánarbótum, sem fyrirfram yar vitað að lagðar yrðu fyrir hinn lögþvingaða gerðardóm. Kaus fundurinn heldur að bjóðast til að undirskrifa samninga um óbreytt kjör frá því sem áður var og gera þá til 1. október 1943, en að viðurkenna á engan hátt hinn lögþvingaða gerðardóm. Hótmæli oegn knonnar- lögnnum «o gerðaMómi í samræmi við þessa afstöðu var eftirfarandi ályktun sam- þykkt í einu hljóði : Hið íslenzka prentarafélag Japanir koma í nðtt metra Uöi á land víð Sinpapore. ♦.-....- Ná einnig á norðurströnd eyjarinnar. —----—-------- v ‘jC' REGN frá Singapore í morgun hermir, að Japönum -*■ hafi í nótt tekizt að setja meira lið á land á eyjunni — nú á norðurströnd hennar. Harðir bardagar hafa verið háðir síðan í gær á vesturströnd eyjarinnar, og hafa Bretar orðið að láta þar eitthvað undan síga. Fregn frá Tokíó í margun fullyrðir, að Japanir hafi náð á sift vald Tenga-flugvellinum, sem er vestast á eyjunni.. Japanir halda uppi látlaus- Bandaríkjamanna um loftárásum á Singapore og á varnarstöðvar Breta, Ástra- líumanna og Indverja. Það er viðurkennt í fregnum að aust- an, að ræðismannsskrifstofa í borginni hafi orðið fyrir skemmdum. Fregnir frá Austur-Indíum Hollendinga herma í morgun, að Japanir hafi nú einnig sett (Frh. á 2. síðu.) samþykkir á fundi sínum 8. febrúar 1942 eftirfarandi: 1. Félagið ítrekar mótmæli sín gegn afskiptum ríkisvalds- ins af löglegum ráðstöfunum launastéttanna til kjarabóta. Það mótmælir útgáfu bráða- birgðalaga um gerðardóm, þar sem eiðsvarnir dómarar hafa orðið berir að augljósri hlut- drægni og skirrast ekki við að kaupa einn með því sem af öðr- um er tekið. 2. Félagið harmar það að nokkurt félag skuli liafa orðið til að viðurkenna gerðardóminn með því að leggja mál sín und- ir úrskurð hans og hlíta honum, og veikja þar með mátt þeirra samtaka, er skapast höfðu gegn honum. 3. Félagið vill Ieggja fram alla baráttukrafta sína til þess að afmá þá kúgunarf jötra, sem g<erð ardómslögin eru, og heitir á all- an verkalýð að sameinast um Alþýðusambandið og beita því sem vopni í baráttunni fyrir end urheimtu á samningsfrelsi vferk- lýðsfélaganna. Þar sem samningar hafa nú verið undirskrifaðir, munu prentarar nú hverfa aftur til (Frh. á 2. síðu.) Franska hafskipið „Normandi“ og skipstjóri þess. Stðrbrani i traiska bafskip- inu ,Normandie‘ i Nev Vork. PaH Iðggair mú á hliðlnni i hofn~ inni og sjórinn fossar inn í paö* |J[ IÐ MIKLA franska haf- skip ,Normandie“, sem stjórn Bandaríkjanna lagöi hald á í höfn vestra fyrir nokkru og síðan var skýrt upp og kallað „Lafayette", liggur nú á hliðinni í höfn- inni í New York eftir stór- bruna, sem geysaði í skipinu í samfleytt 7 klukkustundir síðdegis í gær. Eldurinn kom upp skömmu eftir hádegi, og voru þá um 2500 verkamenn að vinna að breytingu á skipinu. Er enn ekki fullkomlega upplýst, hvernig eldurinn kom upp, en í fregn frá London í morgun er sagt, að engimi sérstakur grunur hvíli á um það, að um skemmd- arverk liafi verið gð ræða. Eftir að unnið hafði verið að slökkvistarfi í skipinu í 7 klukkustundir, var' búið að kæfa eldinn og töldu menn, að skipinu hefði verið bjargað. Það var þó búið að fá mikla slagsíðu og í nótt, þegar 12 klukkustundir voru liðnar frá upptöku eldsins, snaraðist það á hliðina og fossaði vatn inn í skipið. Liggur það nú þannig á höfninni í New York. Af þeim mikla mannfjölda, sem í skipinu var, þegar eldur- inn kom upp, fórst ekki nema 1 maður, en 75 særðust. „Normandie" eða „Lafa- yette,“ eins og það hét síðustu mánuðina, var stærsta hafskip franska flotans og yfirleitt eitt stærsta hafskip í heimi. Það er 83 000 smálestir að burðar- magni. Eftir að voþnahléð var sam- ið í Frakklandi sumarið 1940, var skipið kyrsett í höfn í Bandaríkjunum, og síðar gert upptækt af Bandaríkjastjóm- inni, eftir að tilraunir höfðu verið gerðar til skemmdar- verka á skipinu. Heyrst hefir, að ætíunin hafi verið að taka það nú í þjónustu Bandaríkj afIotans og byrjað hafi verið á því að breyta því í flugvélamóður- skip. Skemmtifimdur F. U. J. Félag ungra jafnaðarmanna efnir til fræðslu- og skemmtifundar næstkomandi fimmtudagskvöld í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Nánar augl. í blaðinu á morgun.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.