Alþýðublaðið - 10.02.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.02.1942, Blaðsíða 3
ÞRIMUDAG 10. FEBR. 19*2 AL^fWIBUMO Kol & ■ Kol. "jGóð íegund|af^ híisakolum nýkomin. KOIAVI]H%LIJN SIJ1HJ1UA\D8U/ liÍMAB 1964 &4l»n .*)? *V RMYK.ÍAYÍK ÍP Aðalftmdar Eyfirðmgafélagsins verður 11. febr. í Oddfellow húsinu kl. 8V2. Aðalfundarstörf. Skógræktarmál. Dans. STJÓENIN SIGLINGAR milli Bretlands og íslands halda áfram eins og að undanfömu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynn- íngar um vörusendingar sendist Gullíford & Clark Lfd. BEADLEYS CHAMBEES, LONDON STREET, FLEETWOOD. Moggi - iittu um ðxL ALÞÝÐOBIAÐIÐ Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsJa í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnarinnar: 4902 (ritstjóri), 4901 (innlendar- fréttir), 4903 (Vilhjálmur S. VilLjálmsson heima) og 5021 (Stefán Pétursson heima). Símar afgreiðslunnar: 4900 og 4906. Alþýðuprentsmiðjan h. f. Barðttan gep visi- tðlnnpi. UM nokkurt skeið hefir staðið styr um útreikning verðvísitölunnar sem grundvöll undir kaupuppbót til jafns* við aukna dýrtíð. Innan Framsókn- arflokksins, og í höfuðmál- gagni hans, Tímanum, hefir til skamms tíma mjög gætt þeirra skoðana, að verðvísitalan væri * oj há. Sömu skoðun hefir bólað á í Morgunblaðinu, og það er vitað að ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins hafa einnig verið þeirrar skoðunar, að launþegar fengju að minnsta kosti fulla uppbót með greiðslum miðuð- um við verðvísitöluna. Það er og vitað, að mikil áherzla hefir verið lögð á það af ráðherrum Framsóknar- og Sjálfsíæðis- flokksins, að vísitalan sýndi sem allra minnsta hækkun, hvernig sem liði vöruverði yfir- leitt. Mönniun er minnisstætt er kartöflur hækkuðu mjög í verði á síðastliðnu sumri. Þá náðu málgögn og forystumenn þessara flokka ekki upp í nef- ið á sér fyrir vonzku — ekki yfir verðhækkuninni sjálfri, heldur yfir hækkun vísitölunn- ar. Það má slá því alveg föstu, að Framsóknarflokkurinn hafi til skamms tíma talið gnmd- völl þann, er vísitöliu-jeikning- urinn byggir á, frekar sýna of háa vísitölu. Hið sama má segja um flesta forystiunenn Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal báða ráðherra hans, þó þess sé rétt að geta, að einstaka Sjálfstæðismenn hafi verið þeirrar skoðunar, og látið það í ljós, að vísitalan væri of lág, miðað við raunverulega dýrtíð. Það hefir án efa komið mörg- um einkennilega fyrir sjónir, er ráðherrar Framsóknar- og Sjálfstæðisfíokksins, um það bil, er kaupþvingunarlögin voru sett, fengu allt í einu hinn mesta áhuga fyrir því að end- urskoða grundvöll að útreikn- ingi vísitölunnar, og létu jafn- vel í það skína, að hún myndi vera of lág. Það var ekkert undarlegt þó menn væru van- trúaðir á heilindi þessara manna, eftir það, sem á undan var gengið og vegna alkunnrar fyrri afstöðu þeirra. Þeir, sem hafa trú á fullkomnu pólitísku siðgæði þessara ráðherra, geta þess til, að hér sé um skyndileg hvataskipti að ræða, er standi í sambandi við útgáfu bráða- birgðalaganna um hann við kauphækkunum, sem eins kon- ar iðrun og yfirbót þeirra manna, er undir niðri finna sekt sína. En þeir, er ekki hafa neina oftrú á heiðarleik þessara stjórnmálamanna, geta ekki fundið aðra skýringu á endur- skoðunaráhuga ríkisstjórnar- innar en þá, að nú eigi að fram- kvæma fyrri ráðagerðir um þær breytingar á vísitölunni, að hún sýni sem allra minnste hækkun, hvað sem við kemur dýrtíðinni yfirleitt. Rökstuðningur fyrir þessari síðari ályktun er næsta ótví- ræður. Kemur þá fyrst til sú forsaga málsins, sem rifjuð hefir verið upp hér á undan, og er á allra vitorði, sem til þekkja, sem sé sú, að ráðherrar Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokksins hafa mjög látið það uppi, að þeir teldu verðvísitöl- una of háa, miðað við dýrtíð- ina. En hvað sem þessu líður, óá sker samt reynslan af at- íöfnum ráðherranna algerlega úr og ætti að vera öllum auð- sæ. Það hefir verið upplýst hér í blaðinu, að 1. des. s.l. voru farmgjöld Eimskipafélagsins lækkuð stórkostlega á öllum þeim vörum, er ekki koma beint inn í verðvísitöluna. Að sjálfsögðu mun þessi farm- gjaldahækkun auka verulega á dýrtíðina, þó ekki komi það nema að litlu leyti fram í vísi- tölunni. Morgunblaðið hefir og skýrt frá því, að matvörukaup- menn þurfi að fá aðrar vörur, með matvörunum, sem hægt sé að leggja meira á. Matvörum- ar, sem að verðlagi til hafa á- hrif á vísitöluna, á að selja ó- dýrar, en aðrar vörur, sem flestum finnst að þeir geti ekki án verið, eiga að hækka í verði, af því þær hafa engin áhrif á vísitöluna. Þetta er yfirlýst og fram- kvæmd stefna ríkisstjórnarinn- ar í dýrtíðarmálunum. Alþýðuflokkurinn telur’ það æskilegt, að fróðir og þar til hæfir menn verði fengnir til þess að athuga grundvöllinn að útreikningi vísitölunnar. Og ef það kæmi í Ijós að vísitalan væri ekki nógu há til fulls sam- ræmis við dýrtíð, þá væri sjálf- sagt að ráða bót á því. Alþýðuflokkurinn vill stuðla að öllum skynsamlegum og réttlátum aðgerðum til varnar aukinni dýrtíð, og hann krefst þess einnig, að ■ launastéttir iándsins fái greidda fulla og rétta dýrtíðaruppbót. En Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokkur- inn berjast ekki gegn dýrtíð- inni, heldur gegn vísitölunni. í þeirra augum er það aðalatrið- ið, að vísitalan sé sem lægst, hvað sem dýrtíðinni líður. Þar kemur fram stefnumunurinn. AÐ var nú í þann tíð, er Ekman sat á forsætisráð- herrastóli í Svíþjóð, að óvenju- legt atvik gerðist þar í landi. Eldspítnakóngurinn alkunni, Kriiger að nafni, skaut sig í París út af íjárglæfrum- Það var borið á Ekman, að flokkur hans, frjálslyndi flokkurinn, hefði þegið fé hjá Kriiger. Ek- man neitaði þessu. En síðar sannaðist, að hann sagði ósatt. Þetta kostaði hann ráðherra- stöðima. Um þetta sama leyti var á- kafasti andstæðingur Sjálf- stæðismanna ráðherra hér. Þeir héldu því fram — og lík- lega með réttu — að hann hefði oft borið þá ósönnum sakargift- um og beitt þá ósæmilegum að- dróttunum. Kvörtuðu þeir sár- an undan þessu, sem von var. En nú bar vel í veiði fyrir Morgunblaðið. Það notaði nú siðferðismeðvitund Svía og gerði kröfu til þess að þessi andstæðingur þeirra skyldi meðhöndlaður á sama hátt hér og Ekman hjá Svíum, því það væri reginhneyksli að maður í ráðherrasæti væri sannur að ó- sannindum. En siðferðismeðvit- und Framsóknarflokksins var eigi á því stigi, að hún sæi neitt við þetta að athuga og kraf- an var ekki tekin til greina. Á ekki lengri tíma en tæpum þremur vikum eru allir ráð- herramir fjórir orðnir snnnir að ósannindum í málflutningi sínum í sambandi við tvenn bráðabirgðalög, er þeir hafa gefið út. — Ef sama siðferðis- kennd er ráðandi hjá Morgun- blaðinu nú og í hið fyrra skipt- ið, þá ætti það að krefjast þess að þeir væru tafarlaust reknir úr stöðunni. Þó að Ólafur Thors segði í „pésa“ sínum að prent- arar hefðu afnumið prentfrels- ið á íslandi, þá hefir Mgbl. komið út og haft tækifæri til þess að birta þessa sjálfsögðu kröfu. Ef til vill er siðferðis- meðvitund Sjálfstæðismanna farin að fúna. Um Framsókn er hún kunn, eins og áður er á vikið. IðosköHnn vann boð- snndskeppnl sbólanna. IÐ árlega boðsund reykr víksku skólanna fór fram í Sundhöllinni í gærkveldi. Skólafólk bæjarins hafði fjöl- mennt og sýndi hinn mesta á- huga á keppninni. Iðnskólinn vann sundið á bezta tíma, sem enn hefir náðst % pessu boð- sundi. Þátttakendur voru fimm skólar og syntu kappliðin í tveim riðlum. 2. riðill: Samvinnuskólinn 18:50,4 min. Háskólinn var dæmdur úr leik, en lið hans hafði synt á 18:30,6 mín. 2. riðill: 1. Iðnskólinn 17:35,0 mín. 2. Menntask. 17:47,2 mín 3. Verzlunarsk. 18:22,9 mín. Sund þetta fór fyrst fram 1938. Vann þá Háskólinn, og fór á sama veg tvö næstu ár. En í fyrra sigraði Iðnskólinn á 17:51,7 mín. Hafa tímamir stytzt á hverju ári. PróFí vii<k!pta- Iræðnm. ULLNAÐARPRÓFI i við- sláptafræðum hafa ný- lega lokið eftirtaldir kandídat- ar: Friðfinnur Ólafsson, 2. betri einkunn, 170 stig. Hilmax Kristjónsson, 2. betri einkuxm, 231 stig. Hjálímar Finnsson, 1. einkunn, 283% stig. Hörður Þórhallsson, 1. einkunn, 299 st. Jón G. Halldórsson, 1. einkunn, 309% st. Kristján Bjarnason, 2. betri eihkunn, 216% stig. Pétur Thorsteinsson, 1. eink- unn, 311 st. Sigurður Hafstað, 2. betri einkunn, 194% stig. Svavar Pálsson, 1. einkunn, 301 stig. ) Samsðonr Karla- kórs Aejkjavíknr. KARLAKÓR Reykjavíkur heldur samsöngva % þess- um mánuði undir stjóm Sig- urðar Þórðarsonar og verður sá fyrsti næstkomandi sunnudag í Gamla Bíó. Kórinn hefir á söngskrá sinni að mestu^kórlög úr óper- um með, einsöngvum og tví- söngvum. Sungin verða lög eft- ir suma af frægustu óperuhöf- undum heimsins, svo sersa Wagner, Donizetti, Maseagni og Verdi. Kórinn hefir æft af kappi undanfarið og með svona vand- aðri söngskrá þarf ekki að cfa, að samsöngvarnir verði tónlist- arviðburður hér í bænum. Einsöngvarar eru fimm: frú Helga Jónsdóttir, ungfrú Cara - ílla Proppé, Gunnar Pálsson, Hermann Guðmundsson og Kjartan Sigurjónsson. Píanó- undirleik annast ungfru Guð- ríður Guðmundsdóttir. >ÖÖOOOOOOOOOí Ctbntíöíð AIJiýltaMaSiS; 5ÖC»OOOOOQOOÍ Kaupmenn og kaupfélög! Hðtum kústaskðft fyrirllgglandl. V

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.