Alþýðublaðið - 10.02.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.02.1942, Blaðsíða 4
j?KEBJUt>AG 10. FBÐR. 1942 AIÞÝÐDBIAÐIÐ fhald og Fraisékn skriða saman á Siglnflrði. Forkólfur íhaldsins Ole Hertervig hef- ir verið kosinn bæjarstjóri. ÞRIÐJUDAGUR • ——* iíæturlæknir er XJlfar Þórðar- sxUx, Sólvallagötu 18, ^ími 4411. Næturvörður er í Reyklavíkur- og Iðunnar-apóteki. ÚTVAitPIÐ: 10.35 Hljómplötur: Lög úr óper- ettum og tóufilmum. ».00 Fréttir. 39,30 Eriudi Siöaskiptamenn og trúarstyrjaldir, VI: Karl V. (Sverrir Kristjánsstm sagn- Éræöingur). 21.00 Tónleikar Tónlistarskólans (Björn ÓLafsson og Ámi Kristjánsson). Sónata í c- moll, Op. 45 fyrir fiðlu og píanó, eftir Grieg. 29.20 Hljómplötur: Symfónia nr. 5 í c-moll eftir Beethoven. 21.55 Fréttir. Dagskrórlok. Nýláttan er á Akureyri Árni Kristjánsson, faðir Kristjáns Ámasonar kaup- manns þar, níræður að aldri. Árni heitinn var Kelduihverfingiir að ætt og uppruna, fæddur að Ær- lækjarseli í Norður-Þingeyjarsýslu, en bjó að Lóni í Kelduhverfi í 30 ár. Var hann hinn merkasti maður ®g gegndi ýmsum trúnaðarstörfum Jyrir sveit sína, þar til hann flutt- ist til Akureyrar, þar sem hann dvaldi síðustu ár ævi sinnar hjá syni sínum. Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur flytur erindi í út- varpið í kvöld um Karl V. Er það VI. erindi hans í erindafLokkinum: Síðaskiptamenn og trúarbragða- styrjaldir. ASalfundur Nemendasambands Gagnfræða- skólans í Reykjavík verður haldinn í kvöld kl. 8.30 í Alþýðuhúsinu við Hverfisg'tu. Dagskrá: Laganefnd skilar störfum, stjómarkosningar, önnur mál, og að lokum verður dansað: Leikfélagið sýnir Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson í kvöld kl. 8, og er það 25. sýning. Hefir alltaf verið geysi- mikil aðsókn að sýningunum, og má búast við að þetta leikrit verði sýnt lengi enn. , SJÁLFSTÆÐISFLOKK UKINN og Framsókn hafa komið sér saman í hæjar stjóm Siglufjarðar, En aðalfulltrúar Framsókn arflokksins hafa neitað að mæta í bæjarstjóm og annar þeirra: Andrés Hafliðason hefir sagt af sér. Forkólfur íhaldsins, Ole Hert- ervig, var kosinn forséti bæjar- stjórnar og bæjarstjóri fyrst um sinn, frá 14, þ. m. á fundum, sem haldnir voru í bæjarstjóm í gær og á laugardag. Kusu í- halds- og Framsóknarmenn líka saman í n'efndir. Eins og kunnugt er var Þor- móður Eyjólfsson strikaðxn: svo mikið út á lista Framsóknar- manna, að hann féll. Fór hann þá þegar á stúfana og lagði fast að þeim, sem kosnir voru, að víkja sæti fyrir sér. Hefir hon- um nú tekizt að fá Andrés Haf- liðasoh til þess. En hinn Fram- sóknarmaðurinn neitaði að mæta á bæjarstjórnarfundinum eftir að Þormóði og Hertervig hafði tekizt að bræða flokkana saman. Axel Jóhannesson skip- stjóri náði kosningu, eins og kunnugt er, af óflokksbundnúm lista. Var hann kosinn af and- stæðingum ríkisstjórnarinnar, en Axel þessi gekk inn í sam- komulag Þormóðs og Herter- vigs og kaus með þeim að öllu leyti. Er mikill flokkadráttur á Siglufirði út af þessmn málum, og telja kjósendur, bæði í Framsókn og eins þeir, sem kusu utanflokkalistann, sig illa svikna. Aðalfundur Alþýðuflokksfé- lagsins á Siglufirði er í kvöld. Er Alþýðuflokkurinn í miklum uppgangi þar — og sækja margir um upptöku í flokkinn á aðalfundinum í kvöld. Meðal þeirra er Jón Jóhannsson, en hann var áður kunnur Alþýðu- flokksmaður á Siglufirði, en yf- irgaf flokkinn í sama mund og Héðinn Valdimarsson. Harðir bardagar í Libp, snðvestnr af Cazala. ■|C» REGNIR frá Kairo í morg- un skýra frá hörðum bar- dögum í Libyu, vestan og suð- vestan við Gazala og alla leið suðvestur að Mekili, sem er langt inni í eyðimörkinni. Þykja þessar fréttir benda til þess, að hersveitir Rom- mels séu ef til vill að reyna að brjóta sér braut í suðaustur- átt í gegnum eyðimörkina, fram hjá Gazala og Tobruk. Leiðrétting. í MORGUNBLADINU 30/12. s. 1. er þakkarávarp fyrir veitta samúð við fráfall Gottskálks sál. sem fórst með togaranum Sviða 2. jan. f. á. Þakkarávarp þetta er m a. undirskrifað af Þórhildi Bjarnadóttur „konu lians.“ Vegna þess, að undirskrift þessi getur valdið öþægilegum og óþörfum misskilningi, leið- réttist undirskriftin með þess- um upplýsingum: Þau Gottskálk sál. Jónsson og Þórh. Bjarnadóttir hafa verið skilin fullum lögskilnaði síðan 1932 eða í ca. 10 ár. Sam- anber fengnar upplýsingar dómsmálaróðuneytisins. Hafnarfirði, 14. jan. 1942. Guðjón Jónsson, bróðir Gottskálks sál. Adv. I________________________ LEIGUSKIP .... Frh,- af 1. s. í notkun. Munu þau flytja inn- flutnings- og útflutningsvörur okkar milli fslands og Banda- ríkjanna. Samningum er hins vegar enn ekki lokið um sérstök tolla- kjör okkar hjá Bandaríkja- mönnum. v Notnð bifreið til sSId. Fopd 8 cylendra (lengrl gerð) til sýnis á Hriugbrant 152 kl. 7-9 í kvöld og annað kvðld. Verkfræðistarf Hafnarfjðrð vantar verkfræðing. Bæjarstjórion gefnr upplýsingar bhgamla ewn H NYJA bio ■ Of margar Raddir vorsins. stúlkor. (SPRING PARADE.) (TOO MANY GIRLS.) Ameríksk dans- og söngva Hrífandi fögur söngva- mynd. mynd, er gerist í Vínar- RICHARD CARLSON, borg og nágrenni hennar á LUCILLE BALL og ANN MILLER. keisaratímunum. — Aðal- Sýnd kl. 7 og 9. hlutverkið leikur og syng- Framhaldssýning ur kl. 314—6W. TENGDAMAMMA. DEANNA DURBIN. (You can’t fool your wife.) Sýnd kl. 7 og 9. LUCILLE BALL og JAMES ELÓSON. Barnasýning kl. 5. í Konan mín, GUÐNÝ NIKULÁSDÓTTIR, andaðist á Elliheimilinu Grund 9. þ. m. Kári S. Sólmimdaraecn. Hnseignir og jarðir til sSln. Húseignin Hverfisgata 90, Reykjavík, og jarðirnar Sveinskot og Litlibær á Álftanesi eru til sölu. Kauptilboð óskast í eignirnar og sendast Jóni Ólafs- syni, lögfræðingi, Lækjartorgi 1, fyrir 20. þ. m. og gefur hann allar upplýsingar. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Welzlur Getum tekið á móti ailskonar tækifærisveizlum, (í gylta saln- um, sem ^iú er tilbúinn.) Talið við forstjórann. Hótel Hekla h. f. Aðvðrun Að gefnu tilefni vill viðskipta-' málaráðuneytið vekja atkygli á anglýsingu 3. febrúar um há- marksverð og hámarksálagn* ingu á nokkrar vörutegundir. Verða peir, sem gera sig seka um að selja vörnr hærra verði en leyfilegt er, tafarlaust kærð- ir til sekta. Viðskiptamélaráðuneytið, 9. febrúar 1942.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.