Alþýðublaðið - 11.02.1942, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.02.1942, Blaðsíða 1
tibi Anm uDLAllltl RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXIH. ÁRGANGUR MIÐVIKUDAG 11. FEBR. 1942 36. TÖLUBLAÐ Siegapo É| BA N DONÍCí* THAILAND iPUKET ÍKANTANG í yfirvofandi hættn. Japanir f lytja stoðugt meira og meira lið yfir á eyjuna. MILES RAiLROADS MOTOR _= ROADS ^KANGAR j.KEDAH * ^jf ORGÉ y\H / —TAN AHí KOTAM fcBHARU \South\ i China \ t- Sécr :; ¦ TOWN ÍPENANG a -*r- MERAH. BRITISH ^ MALAYA ?í:% .NKv /Nkuantan •fKUALA- *í gLUMPUR pe£aN kualaiiips TRENGGANUÍ DUNGUN ReykjarmOkknr hylur hana ©g olingeymar staada í ljésumlogum _----------------?. Bretar sprengja birgðaskemmur viö herskipahöfnina í loft upp. % [{ TANDJOEING \ ^ BALAr ^^BALIGE ^gjÍSIBOLGA SUMATRA ^ ÍNATAL INGAPORE^ ¦¦¦*'" Malakkaskagi og Singapore. Ólgan á Siglufirði: IndrésHafí ír Fransó ason seglr s!g lokknnm Hann var vinsælasti maður Framsókn~ arflokksins þar, og viidi ekki sætta sig við sambræðsluna við íhaldið. 0 LGAN og óánægjan í Framsóknarf lokknum á Siglufiði út af sambræðsl- unni við Sjálfstæðisflokkinn hef ir nú leitt til þess, að And- rés Hafliðason kaupmaður, sem var annar þeirra ,er náðu kosningu við bæjarstjórnar- kosningarnar af lista Fram- sóknarflokksins, hefir , nú sagt sig úr fiokknum. \ Mun Andrés Hafliðason hafa fært það fram sem ástæðu fyrir úrsögn sinni úr flokknum, að hann geti ekki tekið þátt í því samningamakki, sem verið hefir milli íhaldsmanna og Framsókn- armanna. En auk þess mun frekja og yfirgangur Þormóðs Eyjólfsson- ar, sem féll við kosningarnar af því að hann var strikaður svo mikið út, hafa valdið miklu um úrsögn Andrésar. Andrés Hafliðason hefir ver- ið einrt helzti forystumaður Framsóknarmanna á Siglufirði um langt skeið og vinsælastur af þeim. Hefir hann áður verið fulltrúi flökksins í bæjarstjórn í 2 kjörtímabil, eða 8 ár. Þessi úrsögn þessa f orystumanns úr Framsóknarflokknum er -eitt dæmið enn um upplausn þá, sem á sér stað í stjórnarflokk- unum. Upplausnin í Sjálfstæð- isflokknum mun miklu meiri en í Framsóknarflokknum, enda sýndu úrslit bæjastjórna- og hreppsnefndakosninganna 25. fyrra mánaðar það svo að ekki verður um villst. Mun það líka hafa komið Sjálfstæðis- mönnum heldur á óvart, að forkólfar flokksins sömdu við Framsóknarhöfðingjana um stefnumál Framsóknar: kaup- kúgun gegn launþegum bæj- anna eftir taumlaust okur á landbúnaðarafurðum. • / En sambræðslan hefir líka komið frjálslyndum Fpamsókn- armönnum á óvárt. Þeir kunna illa við sig í faðmlögunum við Thorsaraklíkuna. (Frh. á 4. síðu.) EKKERT FRÉTTASAMBAND hefir í morgun verið milli Singapore og London og útvarpsfréttir frá Singapore hafa heldur ekki heyrst í London síðan í gær- kveldi. Hins vegar hafa borizt fréttir um það, að útvarp -frá Malakka hafi heyrzt í Batavía á Java, og bera fréttirn- ar þaðan það með sér, að ástandið í Singapore sé mjög alvarlegt. Japánir flytja meira og meira lið til eyjarinnar og halda uppi látlausum áhlaupum á varnarstöðvar Breta og bandamanna þeirra, en sprengjum rignir úr loftinu úr steypiflugvélum Japana yfir borgina sjálfa og víggirðingar hennar. Olíugeymar éru hvarvetna á eyjunni í ljósum logum og þykkur reykjamökkur hylur hana. Bretar veita tilraunum Japana til þess að hrjótast frá vest- ur- og norðurströnd eyjarinnar suður til Singapore, harðvítugt ¦ viðnám og hafa hvað eftir annað gert gagnáhlaup, en svo virð- ist sem Japanir hafi þegar komið ofurefli liðs á land og nálgist hægt og hægt aðalvíggirðingar horgarinnar og flotahafnirnar. Verið er að flytja konur og börn burtu úr borginni, þó að hver loftárásin eftir aðra sé gerð á höfniná. Það er augljóst, að Breta vantar flugvélar, og að Japanir hafa yfirhöndina í lofti yfir eyjunni. - Bretar virðisf nú búa sig undir þann möguleika, að þeir verði að hverfa burt úr Singapore. því að þeir eru þegar farnir að sprtengja í loft upp birgðaskemmur þar við höfnina. Wayell, yfirmaður alls land- hers, flughers og flota banda- manna í Austur-Asíu og austan- verðu Kyrrahafi. ?-----------------------------------------------------------;-------------------------------:---------------------------------- Natthías Ólafsson fyrrum alþingismað- nr Iðtinn. T^" ÝLÁTINN er hér % Reykja- *¦* vík Matthías Ólafsson fyrrum alþingismaður. Matthías var fæddur 25. júní 1857 í Haukadal í Dýrafirði, sonur Ólafs Jönssonar bónda þar. Stundaði hann um skeið kennslu og verzlunarstörf, en til Reykjavíkur fluttist hann árið 1914 og vann hjá Fiskifé- laginu til ársins 1920. Þá starf- aði hann hjá Landsverzluninni til ársins 1928 en síðan hjá Ol- íuverzlun íslands. Þingmaður Vestur-ísfirðinga var hann á árunum 1912— 1919. Matthías Ólafsson var vin-- sæll maður og vel látinn. Fregnir frá Burma í morgun * geta ekki um annað en smá- skæruviðureignir á vígstöðvun- um við Saluenfljót, og ekkert bendir til þess, að Japönum hafi enn tekizt að brjótast yfir það, þó að það hafi verið full- yrt í fregnum frá Tokio í fyrra- dag. í New Delhi á Indlandi fóru í gær fram mikil hátíðahöld í til- efni áf komu hins kínverska forsætisráðherra og hershöfð- ingja, Chiang Kai Sheks, þang- að. Fluttu þeir Linlithgow og Chiang Kai Shek báðir ræður við það tækifæri og hétu því hátíðlega, að þjóðir þeirra skyldu berjast hlið við hlið þar til fullur sigur væri unninn í styrjöldinni. Kínverjar halda nú uppi stöðugri sókn á hendur Japön- um á svæðinu milli Kanton og Koflopn, aðeins stutta vegar- lengd frá sundinu, sem skilur Hongkong frá meginlandi Kína. Stór ameríksk flotadeild komin til Njja Sjilands. >----------------» Fór frá Hawai þangað án þess, að mæta nokkurri árás af hálfu Japana. g TÓR ameríksk flotadeild kom til Wellington á Nýja Sjálandi í gær eftir<6000 km. siglingu á Hawai, þvert yfir Kyrrahaf. Sétti f{otadeildin ameríkskt lið á land í Wellington', til þess að tryggja varnir Nýja Sjá- Ií^hds og vakti koma Banda- ríkjamanna gifurlegan fögnuð meðal Nýsjálendinga. Hún er 'tekini sem ótvíræður vottur þtess, að Bandarikin muni fram- vegis taka allt annan og öfTugri þátt í baráttunni við Japani í austanverðu Kyrrahafi en hing- að til. Ameríkskur fréttaritari, sem var með ameríksku flotadeild- inni á leiðinni til Nýja Sjálands og talaði í útvarp í Wellington í gærkveldi, gat þess, að hvergi hefði á leiðinni orðið vart við japönsk herskip. Og á ýmsum eyjum hefði verið skilið eftir lið þeim til varnar. Skaftfellingainót verður haldið 25. þ. m. að Hótel Borg

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.