Alþýðublaðið - 11.02.1942, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 11.02.1942, Qupperneq 1
RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKUKIN N XXIH. ARGANGUR MIÐVIKUDAG 11. FEBR. 1942 36. TÖLUBLAÐ í yfirvofandi hætti. BANDON^* THAILAND PUKET Siam ' ” o k ioo i MILES RAILROADS MOTOR __ ROADS KANTANG' KEDÁH „S.NGORA South ^^PATAN I Ch ina ÉjcANGAR ............* GEORGe)\1I /^TANAHÍ townTJil y ; PEN ANG v£L x. ...BRITISH .. .. Sea ... KOTA ^BHARU # KUALA XTRENGGANU ......... ^MALAYA IPOH íbelawan télok'< KUANTAN SIANTAR' ;medan ansonYkuala- Á LUMPUR PE?CAN f^TANDJOEING \ \ & balai\ MALACCA <» BALIGE ^SIBOLGA SUMATRA tovVvffiv::: vvvNATAL’i ^S|NGAPOR| ipiimm Japanir flytja stöðugt meira og meira lið yfir á eyjuna. -- 4» . Reyk|armökkur hylur hana og oftfugeymar standa f ftjésum logum retar spreogja birgðaskemmur herskipahöínina í loft upp. Malakkaskagi og Singapore. Qlgan á Siglufirði: Andrés Haí liðason segir sig úr Framsðkn a rf lokkn n m. 4 .... Hann var vinsælasti maður Framsókn- arflokksins þar, og viidí ekki sætta sig við sainbræðsluna við íhaldið. OLGAN og óánægjan í Framsóknarf lokkr\um á Siglufiði út af sambræðsl- unni við Sjálfstæðisflokkinn hefir nú leitt ti! þess, að And- rés Hafliðason kaupmaður, sem var annar þeirra ,er náðu kosningu við bæjarstjórnar- kosningarnar af lista Fram- sóknarflokksins, hefir nú sagt sig úr flokknum. Mun Andrés Hafliðason hafa fært það fram sem ástæðu fyrir úrsögn sinni úr flokknum, að hann geti ekki tekið þátt í því samningamakki, sem verið hefir milli íhaldsmanna og Framsókn- armanna. En auk þess mun frekja og yfirgangur Þormóðs Eyjólfsson- ar, sem féll við kosningarnar af því að hann var strikaður svo mikið út, hafa valdið miklu um úrsögn Andrésar. Andrés Hafliðason hefir ver- ið einn helzti forystumaður Framsóknarmanna á Siglufirði um langt skeið og vinsælastur af þeim. Hefir hann áður verið fulltrúi flokksins í bæjarstjórn í 2 kjörtímabil, eða 8 ár. Þessi úrsögn þessa forystumanns úr Framsóknarflokknum er -eitt dæmið enn um upplausn þá, sem á sér stað í stjórnarflokk- unum. Upplausnin í Sjálfstæð- isflokknum mun miklu meiri en í Framsóknarflokknum, enda sýndu úrslit bæjastjórna- og hreppsnefndakosninganna 25. fyrra mánaðar það svo að ekki verður um villst. Mun það líka hafa komið Sjálfstæðis- mönnum heldur á óvart, að forkólfar flokksins sömdu við Framsóknarhöfðingjana um stefnumál Framsóknar: kaup- kúgun gegn launþegum bæj- anna eftir taumlaust okur á landbúnaðarafurðum. En sambræðslan hefir líka komið frjálslyndum Fyamsókn- armönnum á óvart. Þeir kunna illa við sig í faðmlögunum við Thorsaraklíkuna. (Frh. á 4. síðu.) EKKERT FRÉTTASAMBAND hefir í morgun verið milli Singapore og London og útvarpsfréttir frá Singapore hafa heldur ekki heyrst í London síðan í gær- kveldi. Hins vegar hafa borizt fréttir um það, að útvarp -frá Malakka hafi heyrzt í Batavía á Java, og bera fréttirn- ar þaðan það með sér, að ástandið í Singapore sé mjög alvarlegt. Japanir flytja meira og meira lið til eyjarinnar og halda uppi látlausum áhlaupum á varnarstöðvar Breta og banöamanna þeirra, en sprengjum rignir úr loftinu úr steypiflugvélum Japana yfir borgina sjálfa og víggirðingar hennar. Olíugeymar eru hvarvetna á eyjunni í ljósum logum og þykkur reykjamökkur hylur hana. Bretar vexta tilraxmum Japana til þess að brjótast frá vest- ur- og norðurströnd eyjarinnar suður til Singapore, harðvítugt viðnám og hafa hvað eftir annað gert gagnáhlaup, en svo virð- ist sem Japanir hafi þegar komið ofurefli liðs á land og nálgist hægt og hægt aðalvíggirðingar borgarinnar og flotahafnirnar. Verið er að flytja konur og börn burtu úr borginni, þó að hver loftárásin eftir aðra sé gerð á höfnina. Það er augljóst, að Breta vantar flugvélar, og að Japanir hafa yfirhöndina í lofti yfir eyjunni. Bretar virðist nú búa sig undir þann möguleika, að þeir verði að hverfa burt úr Singapore. því að þeir eru þegar farnir að sprtengja í loft upp birgðaskemmur þar við höfnina. Fregnir frá Burma í morgun ' geta ekki um annað en smá- skæruviðureignir á vígstöðvun- um við Saluenfljót, og ekkert bendir til þess, að Japönum hafi enn tekizt að brjótast yfir það, þó að það hafi verið full- yrt í fregnum frá Tokio í fyrra- dag. í New Delhi á Indlandi fóru í gær fram mikil hátíðahöld í til- efni af komu hins kínverska forsætisráðherra og hershöfð- ingja, Chiang Kai Sheks, þang- að. Fluttu þeir Linlithgow og Chiang Kai Shek báðir ræður við það tækifæri og hétu því hátíðlega, að þjóðir þeirra skyldu berjast hlið við hlið þar til fullur sigur væri unninn í styrjöldinni. Kínverjar halda nú uppi stöðugri sókn á hendur Japön- um á svæðinu milli Kanton og Kofloon, aðeins stutta vegar- lengd frá sundinu, sem skilur Hongkong frá meginlandi Kína. Wavell, yfirmaður alls land- hers, flughers og flota banda- manna í Austur-Asíu og austan- verðu Kyrrahafi. Natthías Ólafsson fyrrom alhingismað- ur Iðtinn. T^J ÝLÁTINN er hér í Reykja- vík Matthías Ólafsson fyrrum alþingismaður. Matthías var fæddur 25. juní 1857 í Haukadal í Ðýrafirði, sonur Ólafs Jónssonar bónda þar. Stundaði hann um skeið kennslu og verzlunarstörf, en til Reykjavíkur fluttist hann árið 1914 og vann hjá Fiskifé- laginu til ársins 1920. Þá starf- aði hann hjá Landsverzluninni til ársins 1928 en síðan hjá Ol- íuverzlun íslands. Þingmaður Vestur-ísfirðinga var hann á árunum 1912— 1919. Matthías Ólafsson var vin- sæll maður og vel látinn. Stír ameriksk flotadeild komin til Nýja Sjðlands. -. ♦...-.-■■■.- Fór frá Hawai þangað án þess, að mæta nokkurri árás af hálfu Japana. O TÓR ameríksk flotadeild kom til Wellington á Nýja Sjálandi í gær eftir 6000 km. siglingu á Hawai, þvert yfir Kyrrahaf. Setti ffotadeildin ameríkskt lið á land í Wellington, til þess að tryggja varnir Nýja Sjá- I^nds og vakti koma Banda- ríkjamanna gífurlegan fögnuð meðal Nýsjálendinga. Hún er tekin, sem ótvíræður vottur þtess, að Bandaríkin muni fram- vegis taka allt annan og öflugri þátt í baráttunni við Japani í austanverðu Kyrrahafi en hing- að til. Ameríkskur fréttaritari, sem var með ameríksku flotadeild- inni á leiðinni til Nýja Sjálands og talaði í útvarp í Wellington í gærkveldi, gat þess, að hvergi hefði á leiðinni orðið vart við japönsk herskip. Og á ýmsum eyjum hefði verið skilið eftir lið þeim til varnar. Skaftfellingamót verður haldið að Hótel Boi 25. þ. m. r

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.