Alþýðublaðið - 11.02.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.02.1942, Blaðsíða 3
JÆIÐVIKUDAG 11. FEBR. 1942 AU>ÝÐVBIAÐH) ILÞÝDUBIAÐÍÐ Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnarinnar: 4902 (ritstjóri), 4901 (innlendar- Éréttir), 4903 (Vilhjálmur S. Vilhjálmsson heima) og 5021 (Stefán Pétursson heima). Stmar afgreiðslunnar: 4900 og 4906. Alþýðuprentsmiðjan h. f. Ekbert samkomnlag fið otbeldið. MEÐ samningi prentara vi6 prentsmiðjueigendur, sem undirritaður var í fyrra- kvöld, er lokið, að minnsta kosti í bili, öllum þeim vinnu- deilum, sem til verkfalls leiddu hér í Reykjavík um áramótin, sakir hinnar fruntalegu íhlut- unar þeirra líermanns Jónas- sonar og Ólafs Thors, en öllum er nú fyrir löngu ljóst, að til- gangur þessara tveggja manna var enginn annar en sá, að knýja verkföllin fram til þess að geta haft þau að skálkaskjóli og átyllu fyrir útgáfu kúgunar- laganna á móti launastéttum landsins. l>að er nú almenningsálit og áreiðanlega á fullum rökum byggt, að án íhlutunar ríkis- stjórnarinnar hefði aldrei til neinnar vinnustöðvunar komið. Samkomulag vái; komið vel á veg milli atvinnurekenda og þriggja af þeim fimm iðnfélög- um, sem í deilu áttu. Eitt var meira að segja búið að semja. Og ef samkomulagi við hin tvö hefði ekki á síðustu stundu verið spillt af ríkisstjóminni, þarf varla að efa að frjálsir samningar hefðu einnig tekizt, án vinnustöðvunar, x þeim iðn- greinunum, sem eftir voru, en það voru prentsmiðjurnar og bókbandsvinnustofurnar. Nú eru hins vegar báðir að- ilar óánægðir, í öllum þessum iðngreihum. Atvinnurekendur hafa orðið fyrir stórkostlegu fjárhagslegu tjóni af vinnu- stöðvuninni. Iðnaðarmennirnir vitanlega einnig og þótt það verði ekki reiknað í eins stór- | um upphæðum hjá þeim, þá hefir það þó að sjálfsögðu ver- ið ennþá tilfinnanlegra fyrir þá. Og af þeim hafa aðeins járn- smiðirnir að lokum fengið þá kauphækkun og þær kjarabæt- ur, sem þeir fóru fram á og áttu fullan siðferðilegan rétt á. En hvaða skynsamlegar ástæð- ur voru til þess, að neita þeim um sömu kauphækkun og kjarabætur strax um áramót, og stofna til algerlega óþarfrar vinnustöðvunar í járniðnaðin- um um mánaðar tíma öllum hlutaðeigandi til tjóns, það eiga menn með heilbrigðri hugsun erfitt að sjá. Bæði atvinnurek- endur og iðnaðarmenn eru því óánægðir eftir þessar vinnu- deilur. En það eiga þeir stjórn Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins, slettirekuskap, kúgunarlögum og einræðis- brölti þeirra Hermanns Jónas- sonar og Ólafs Thors að þakka. Prentarar fengu ekki þá kauphækkun og kjarabætur, sem járnsmiðunum tókst að knýja fram, enda var aðstaða jámsmiðarma til þess ólíkt betri. Vandræði vofðu yfir vegna vinnustöðvunarinnar í járniðnaðinum. Þess vegna tókst járniðnaðarmönnum ekki aðeirxs að knýja gerðardóm þeirra Hermanns og Ólafs til þess að fallast á svo að segja allar kröfur þeirra. Þeir gátu meira að segja náð samkomu- lagi við atvinnurekendur um,- að hafa að engu þær litlu breytingar, sem gerðardómur- inn leyfði sér að gera á samn- ingsuppkasti þeirra. - Gerðar dómurinn varð að gera sér það að góðu, að vera hundsaður í vðiskiptum sínum við járniðn- aðarmennina. En sú þörf, sem knúði til þess, að koma prent- smiðjunum í gang, var ekki nándar nærri eins sterk. Mönn- um er meira að segja ekki grun- laust, að forsprakkar Sjálfstæð- isflokksins hefðu gjarnan vilj- að, að vinnustöðvunin héldi á- fram í prentsmiðjunum til þess, að hægt væri að fresta. bæjarstjórnarkosningunum ihér í Reykjavík sem lengst. Svo mikil ógn stendúr þeim af því, að þurfa að ganga til kosninga í höfuð- staðnum stuttu eftir knéfall sitt fyrir Framsóknarvaldinu og ,,Hríflumennskunni“, og þótt- töku sína í útgáfu kúgunarlag- anna á móti launastéttum landsins. En því verður heldur ekki neitað, að aðstaða prent- ara var mjög miklu veikari eft- ir að járnsmiðirnir voru búnir að semja. Prentararnir tóku því það ráð, að bjóðast til að semja upp á sömu kjör og fyrir óramót - til 1. október 1943, en þann uppsagnartíma telja þeir sér af augljósum ástæðum mjög miklu hagstæðari en 1. janúar, sem samningar þeirra hafa ver- ið miðaðir við hingað til. Og upp á þetta var samið. Prent- ararnir fengu þó tilboð frá prentsmiðjueigendum um nokkra launauppbót fyrir árið, sem leið, byggt á því, sem við- urkennt er, að þeir hafi á því ári vegna óhagstæðra samninga ekki borið það úr býtum fyrir vinnu sína, sem þeim 'bar. En prehtarar kærðu sig ekkert um neinar hundsbætur. Og þó aldrei væri nema vegna þess að orðið hefði samkvæmt kúg- unarlögunum, að fá samþykki gerðardómsins til þeirra, höfn uðu þeir slíku tilboði afdráttar laust. Þeir ætluðu sér ekki að viðurkenna þá stofnun með því að leggja mál sín fyrir hana. Þessi frjálsmannlega ákvörð- un prentaranna mun Iiljóta við- urkenningu launastéttanna og frjálslyndra manna yfirleitt um land allt. Þeir kusu heldur að standa og falla með sínum góða málstað en að ganga til nokkurs samkomulags við of- beldið og kúgunina. Þeir hafa fallið í þetta sinn, en fallið nieð sæmd. Þó að þeir komi nú aft ur inn í prentsmiðjurnar án þess að hafa fengið nokkru af hinum sanngjörnu kröfum sín- um framgengt, nýtur stétt _ þeirra og félagsskapur meiri j virðingar og samúðar eftir en áður. En baráttu prentara og Aðalfondar Járniðn- aðarmanna. FÉLAG járniðnaðarmanna boðar í dag til aðalfundar á sunnudaginn kemur. Aðal- fundurinn verður haldinn í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu og hefst kl. 2. Dagskrá fundarins verður samkvæmt lögum fé- lagsins. Þar verður kosin stjórn fyrir félagið, lagðir fram reikn- ingar til samþykktar o. s. frv. Pesí I Mm í ná- grenni bæjarins. UVDANFAKII) hefir gengið skæð pest í kúm hér í ná- grenni bæjarins og hefir af þeim sökum lækkað mikið nyt í kúnum, en engin hefir drep- ist enn svo vitað sé. Talið er, að veikin hafi kom- ið upp í Skerjafirði, en þaðan hefir hún borizt irm í Sogamýri og í nálægar sveitir. Veikin lýsir sér á þann hátt, að kýrnar fá nasarennsli, hósta og hita og eru veikar upp undir tíu daga. Veiki þessi virðist vera afar smitnæm og berst jafnvel með mönnum. Verið er að rannsaka sýkina á Rannsóknarstofu Háskólans. ,|g er gnðl pakk- lðtnr fyrir hernám Þjööverja“, segir NÝJA Quislingstjórnin Noregi hélt fyrsta ráðu- neytisfund sinn í Konungssaln- um í Oslo fyrir nokkrum dög- um síðan. „Forsætisráðherrann“, Quisl- ing, hélt klukkutíma ræðu og sagði m. a.: ,,Ég er guði þakklátar fyrir hernám Þjóðverja á Noregi Við erum töfraðir af Þýzka- landi.“ Þá las hann upp kafla úr bók Hitlers „Barátta mín“ fyrir hina „ráðherrana“ og að lokum hrópaði hann: „Niður með Svíþjóð Gyðinganna!“ launastéttanna yfirleitt gegn kúguriarlögunum og höfundum þeirra er ekki lokið, þó að vinna sé nú hafin á ný í þeim iðngreinum, sem stöðvuðust eftir áramótin hér í Reykjavík Reikningarnir muixu verða gerðir upp á sínum tíma. Þeir Hermann Jónasson, ' Ólafur Thors og flokkar þeirri munu komast að raun um það strax við bæjarstjórnarkosningarnar hér í Reykjavík. Launastéttir höfuðstaðarins og þúsundir annarra frjálshuga manna og kvenna munu við það tækifæri sýna þeim, hvað þær hugsa um framkomu þeirra og hvernig ís- lendingar yfirleitt svara, þegar beita á kúgun og gerræði við þá. )OC<XXXXXXXXX C-tbreiðíö Alþýðoblaðift! xxxxxxxxxxxx Kol. Kol. Góð tegund af hitsakoium nýkomin. ItOLWð]li%LI)i\ SIJ»lJKIiANI»$% SÍMAR 1964 &40H \ KIiYlóIAVÍK Ný sending af Kvenkápum ein af hverri tegund, nýkomin. Verzlunln Egill JCLCöbSGfl. Latigavegi 23. Samkvæmt lðgnm nr. 76, 27. júní 1941, um breytingu á lögum nr. 66, 7. maí 1940, ber Stríðstryggingarfélagi íslenzkra skipshafna að verja helmingi stríðsdánarbóta aðstandenda lát- inna sjómanna til lífeyriskaupa þeim til handa hjá viðurkenndum tryggingarfélögum. Vátryggingarfélög, sem kynnu að vilja gera tilboð í lífeyri til handa aðstandendum sjómanna þeirra, sem fórust með e. s. Heklu þann 29. júní 1941, vitji úpplýsinga í skrifstofu vorri fyrir 20. fehrúar n. k. Tilboðum sé skilað fyrir 1. apríl 1942. StriistnfBgingariélag isienzkra sMpshafna. Hverfisgötu 21. Sími 3141. SIGLINGAR milli Bretlands og íslands halda áfram eins og að undanfömu. Höfum 3-—4 skip í förum. Tilkymi- ingar imi vörusendingar sendist Gnlllford & Clark Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. VerðbréS til sðla Af sérstökum ástæðum eru til sölu strax 300—400 þúsund krónur í góðum skuldabréfum með 6% vöxtum. Enn fremur veðdeildarbréf og önnur verðbréf. Tilboð, merkt: „Tryggir.g“, sendist afgr. Alþýðublaðsins ,sem fyrst, þar eð fyrstu kaupendur verða að öðru jöfnu látnir sitja fyrir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.