Alþýðublaðið - 14.02.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.02.1942, Blaðsíða 3
LAUGARDAG 14. FSBB. 1S42 ALt»ÝÐUBlAÐi0 Silfurbrúðkaup í dag. Magnús Pétursson og Pálína Þorfinnsdóttir, Urðarstíg 10. :E dag eiga 25 ára hjúskaparafmæli hjónin Pálína Þorfinns- dóttir og Magnús Pétursson, verkamaður, Urðarstíg 10 hér i hænum. — í fjölda mörg ár hafa þau hjónin verið starfandi fé« lagar í Alþýðuflokknum og hefir frú Pálína auk þess starfað mikið í félögum verkakvenna og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir þau. — Munu hánir mörgu vinir þeirra hjóna senda þeim hugheilar hamingjuóskir í dág á silfurbrúðkaupsdegi þeirra. verða nú að gera, þarf iangan ALÞÝÐDBLAÐIB Ritstjóri: Stefán Pétursson Ritstjórn oe algraiösia f Al- þýSuhésinu viö HTeríjaeötu. Sfinar ritetjómarínnar: 4002 (ritstjóri), 4901 (innleudar- fréttir), 4903 (Vilhjálmur S. Vilhjálmason heima) og 5*21 (Stefán Péturwon heima). Símar afgreiðslunnar: 4900 og 4900. Alþýðuprententíðja b k. f. Sigrar Japana. BRETAR, Bandaríkjamenn og aðrar þær þjóðir, sem halda uppi merki lýðræðisins og siðmenningarinnar í þessu stríði, gegn ofbeldisríkjunuzn, eiga nú í vök að verjast I Aust- ur-Asíu. Japanír hafa á aðeins tveim- ur mánuðum unnið sigra þar eystra, sem engan hér vestur f heimi óraði fyrir, og fara langt fraxn úr þeim sigrúm, sem Þjóð- verjar unnu á fyrstu tveimur ár um ófríðaríns. Almennt er mönnum þetta hér vestur í Ev- rópu sennilega ekki fullkom- lega ljóst vegna þeirrar órafjar- lægðar, sem barizt er í þar eystra. Það snertir menn miklu meira, sem nær gerist. Það er óhemju svæði, sem Japanir hafa þanið sig yfir bæði á sjó og landi á þessum tveimur mánuðum, sem liðnir eru, síðan þeir hófu hina sviksamlegu og fyrirvaralausu árás sína á Bandaríkin og Bretaveldi í Austur-Asíu. Þeir hafa tek’.ð hina þýðingarmiklu verzlunar- miðstöð og flotabækistöð Breta, Hongkong, úti fyrir ströndum Suður-Kína, Iagt undir sig hér um bil allar Filippseyjar og allt Thailand, sem geta birgt þá upp að aðalfæðutegund þeirra, hrís- grjónunum, ráðizt langt inn í Austur-Indíur Hollendinga og náð tveimur stærstu eyjunum þar, Borneo og Celebes, auðug- um að hinni hernaðarlega mik- ilvægu olíu, að mestu leyti á sitt vald, brotizt inn í Burma, sem er hliðið að sjálfu Indlandi, tekið allan Malakkaskagann,' sem framleiðir meira togleður og tin en nokkurt arrnað land í heiminum, og standa nú fyrir varnarvirkjum og borgarhlið- um Singapore, hinnar ramm- byggilegu flotabækistöðvar Breta við siglingaleiðina milli Indlandshafs og Kyrrahafs, sem með réttu má kalla Gibraltar Asíu. Þessir stórkostlegu sigrar Japana hafa á örstuttum tíma breytt öllum horfum um gang og lengd ófriðarins. Allar vonir um það, að Japanir gætu ekki háð langvarandi styrjöld vegna vöntunar á nauðsjmlegustu hrá- efnum til hernaðar, eru að engu orðnar. Þeir hafa þegar lagt undir sig lönd, sem hafa óþrjót- andi lindir slíkra hráefna og verða fyrirsjáanlega fyrst um sinn nægilega öflugir bæði á sjó og í lofti þar eystra, til þess að halda uppi samgöngum við þau og aðflutningum frá þeim. Því að það er löng leið að sækja þá heim hvort heldur frá Am- eríku eða Englandi, og enn hafa hvorki Bandaríkjamena eða Bretar herskipa kost eða flugvéla til þess að gera það, svo uppteknir sem þeir eru á ófriðarsvæðinu í Evrópu og At- lantshafi. Eftir sigra Japana í Austur- Asíu getur það því ekki verið neitt efamál, að stríðið verður langvinnt, miklu langvinnara en nokkurn óraði fyrir, áður en Japanir skárust í leikinn. Því að jafnvel þótt herveldi Hitlers hryndi í rústir hér vestur í Ev- rópu áður en eitt eða tvö ár væru liðin héðan í frá, myndi það mjög sennilega kosta ár, og það sennilega fleiri en eitt, eft- ir það, að ná aftur þeim lönd- um af Japönum, sem þeir hafa nú lagt undir sig, og ráða nið- urlögum þeirrá. En auk þess getur það heldur ekki verið efamál, að íhlutun og sókn Japana hefir styrkt aðstöðu Hitlers hér á vesturhelmingi jarðar stórkostlega til nýrrar sóknar, og benda allar líkur ó- tvírætt til þess, aö fyrir sam- spil hans og hinnar japönsku herforingj aklíku fari nú með vorinu alvarlegri viðburðir í hönd, en nokkru sinni áður í stríðinu. Því að af öllum aðför- um að dæma er nú — eftir hina stórfelldu byrjunarsigra Jap- ana og eftir að Hitler hefir staðið af sér veturinn í Rúss- landi — sú ógurlegasta tangar- sókn gegn brezka beimsveldinu í aðsigi, sem enn hefir sézt í þessu stríði, árás, samtímis að austan, af hálfu Japana á Ind- land, í gegnum Burma, og jafn- vel á Iran, sjóleiðina sunnan um Asíu, og að vestan af hálfu Þjóðvsrja, á Egyptaland, í gegnum Iábyu, jafnvel yfir Spán og nýlendur Frakka í Norður-Afríku. og í gegnum Suður-Rússland og Kákasus. Það mun koma sér vel í sumar, að Bretaveldi er stórt og sú þjóð, sem því stjórnar, þekkt að þrautseigju. Það er nú mikið talað um það í tilefni af sigrum Japaioa, að Bretar og Bandaríkjamenn hafi verið illa undir stríðið búnir í Austur-Asíu og ekki haft þar nægilega mikið lið. Það er gott að setja sig á há- an hest fyrir þá, sem sjálfir standa utan við hildarleikinn. En betra væri fyrir menn að gera sér grein fyrir þeim erfið- leikum, sem Bretar og Banda- ríkjamenn þurfa að sigrast á, og þeim ógurlega mun, sem ér á hemaðarlegri aðstöðu þeirra annars vegar og Þjóðverja og Japana hins vegar. Og þá myndu menn ef til vill ekki vera eins fljótir til áfellisdóma sinna. Þjóðverjar og Japanir hafa ekki aðeins margra ára vígbún- að umfram hina; þeir eru einn- ig, hverjir á sínu ófriðarsvæði, í miðið, á innri vígstöðvunum, og geta flutt hermenn sína, herskip, flugvélar og aðrar víg- vélar á stuttum tíma frá einum vígstöðvum til annarra, og safnað ofurefli liðs til árásar þar, sem þeim þykir hagkvæm- ast'í það og það skiptið. En Bretar og Bandaríkjamenn, sem eru á ytri vígstöðvunum, þurfa að flytja lið sitt og hergögn óravegalengdir, yfir víðáttu- Imikil höf, til þess að mæta slík- um árósum, sem auk þess eng- an veginn er víst, hvar gerðar verða í hvert adnn. Það er því engin furða, þótt kraftamir séu dreifðir hjá þeim, og reynist, til að byrja með, víða of litlir, þegar til þarf að taka. Fyrir þjóðir, sem svo erfiða aðstöðu hafa í ófriði við harð- vftuga fjandmenn, getur ekk- ert tryggt fullnaðarsigur annað en ofurefli liðs. Og til að geta safnað því, þjálfað það, birgt það upp að óþrjótandi her- gögnum og flutt það sjóleiðis út um víða veröld, eins og Bretar og Bandaríkjamenn tíma og mikinn undixbúning, ekki sízt á sviði framleiðslurm- ar. Frá sjónarmiðí Breta og ,v u.i ivrwvsnwvimvi 1 nokkra daga seljum vl® lwinrttmr, Glervörur. Teskaiðu’, Matskeiðar ®g m. fl. ÓDÝRT Grettisgöto 57. ■■ V ■■ V mm W BVV VHIVV v pimdir vite að æföiiag gnte fýlgir krínjimnw ftri Banobrikjamanna er sÉrfSift enn á þesan undirbáaK»^«tigi. A háoum dreifðu vígeiöðvum úti um allan heim er aðalatríðið enn fyrir þá að verjast, þreyte herskara nazismane og ofbeld- isins og tefja timann þangað tfl. tugmillj ónaherir fraMaias og lýðræðisins, sem nú er verið að skapa í þremur beimsálfum. eru til, að hefja sófcn. y, k, r. Dansleikurl í Iðnó í kvöld. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6. AÐFJNS FYRIR ÍSLENDINGA. f Ölvuðuin mönnum bannaður aðgangur. HLUTAVELTA Nemendasamband Kvennaskólans heldur hlutaveítu i Verka mannaskýlínu á morgun, 15. febrúar. kl. 3 síðdegis. Margir ágætix munir, svo sem: Kol, Matvara, alls konar Fatnaður, Skófatnaður, Búsáhöld, Snyrtivörur og margs konar vörur til skrauts og gagns. 11 ágætir munir í happdrætti: 3 málverk eftir þekkta málara. Hveitisekkur. Gólfteppi, stærð 2Vz X3 yards. Saltkjöt, % tunna. Bílferð til Akureyrar. Sjálfblekungs-sett. Tonn af kolum. Veggteppi. Púði. ENGIN NÚLL! ÓEFAÐ BEZTA HLUTAVELTA ÁRSINS! Drátturinn 50 aura. Inngangur 50 aura. Beztu bollur bæjarins . .., \, « ' ( '‘ __ 1 ' . '...' \ ‘ ' v: , f f ! . verða á morgaa og á BOLLUDAGINN sem að nndanfðrn ■ frá Alþýðnbrauðgerðinni h. f. Opnað eldsnemma á bolludaginn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.