Alþýðublaðið - 18.02.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.02.1942, Blaðsíða 3
MIÐVIKUD. 18. FEBR. 1948 ALÞÝPUBLAÐIÐ Stefán Jóh. Stefánsson: Afstaða stjérnmálaflokkanna tll lannastétta landsins. ur íslenzkra atvmnuvega naesta löggjöf myndi mæta nokkurri bágbcrinn. Kreppa hafði tþá j óánægju, varð iþað þó niðurstað- staðið yfir í landbúnaðinum um an meðal fulltrúa alþýðusam- takanna, að leggja ixm á þessa ALÞÝDUBLAÐIÐ Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- ; þýðuhúsinu við Hverfisgötu. f Símar ritstjórnarinnar: 4902 (ritstjóri), 4901 (innlendar- fréttir), 4903 (Vilhjálmur S. Vilhjálmsson heima) og 5021 (Stefán Pétursson heima). Símar afgreiðslunnar: 4900 og 4906. Alþýðuprentsmiðjan h. f. Bandalag opinberra starfsmanna. AÐ MÁ TELJAST tií •mikdlla tíðinda í sögu al- þýðusamtakanna, þegar heil stétt launþega, sem áður hefix' lítil eða engin samtök haft, stofnar til víðtækra félagssam- taka með sér. Þetta hefir nú gerst. Lands- samband starfsmanna ríkis og bæja var stofnað um helgina, og það mun allt af verða talinn sögrúegur viðburður þegar rætt verður um alþýðuhreyfinguna. Hins vegar hefir stofnun þessa sambands haft þó nokk- urn aðdraganda. Á undanföm- um árum hefir verið að þessu stefnt, þó að hreyfingin hafi verið hægfara, sem og eðlilegt er, þar sem hér var um nýja stétt að ræða að mestu leyti, og opinberir starfsmenn hafa til skamms tíma varla talið sig til launastéttanna, en þannig hefir það lika verið í öllum löndum. Þeir hafa verið seinni að átta sig á stéttarviðhorfi sínu og sögulega verkefni en hinir launþegarnir. En þeir hafa líka reynst, þegar þeir voru vaknað- ir, mikiivægur þáttur í fag- legum og pólitískum samtökum launastéttanna, því að hvað sem sagt er um það, að pólitfk eigi ekki að komast inn í sam- tök launþega, — þá er það nú svo, að án stjórnmála- legs stuðnings geta hin fag- legu samtök afar lítið. Sést það og Ijóst nú. Flokkar stórfr2m- leiðenda í sveit og við sjó ráða lögum og lofum. Af skammsýni launþeganna er flokkur þeirra ekki því afli búinn að geta var ið tþá gegn árásum á kjör þeirra. Þess vegna er byrðum dýrtíð- arinnar nú velt yfir á bök launastéttanna, en stórgróðan- um hlíft svo sem frekast er unnt. Það er áreinanlegt, að allir þeir mörgu alþýðmnenn um gjörvallt ísland sem hafa á undanförnum árum með þrot- lausu starfi byggt upp alþýðu- samtökin. fagna því einlæg- lega, að opimberir starfsmenn hafa nú bundist öflugum sam- tökum, og það mega opinberir' starfsmenn verax vissir um, að 'þaðan eiga þeir fulls skilnings að vænta og öruggs stuðnings í framtíðinni, þegar á þarf að halda. Þetta kom og berlega fram í árnaðaróskum þeim, sem Al- þýðusamband íslends sendi stofnþingi bandalagsins. Það bauð fram saœstarf. Það rétti ilt hendina til sameiginlegs ATÍMUM ÞEIM, er nú standa yfir, er að vonum mikið rætt um launastéttir landsins, afkomu þeirra og af- skifti löggjafar og framkvæmda valds af kjörum og högumþess- ara stétta. Það er og næsta eðli- legt, að svo sé. Launastéttirnar eru mjög fjölmennar, um 80% af öllum framfærendum lands- ins, og aðbúðin að þeim af hálfu opinbers valds markar ekki 'að litlu leyti mun á stefnum ‘og starfsaðferðum stjórnmálaflokk- anna. Það virðist því sízt úr vegi, enda ærin tilefni, að rekja í nokkrum stórum dráttum mis- munandi. afstöðu stjórnmála- flokkanna til launastéttanna síðast liðin þr jú ár. Sú ástæða bætist og enn við, að höfuðátök- in í innanlandsmálunum hafa ekki hvað sízt snúist um þessi mál. Að þessu verður nú vikið í nokkrum köflum hér á eftir. VorpinoiA 1939. í byrjun ársins 1939 var hag- átaks með þessum nýju sam- tökum launþeganna. Enda sjá það allir sjálfir, að hagsmunir sjómannsins, verkamannsins, verkakonunnar, iðnaðarmanns- ins og hins opinbera starfs- manns, hvort sem hann vinnux hjá ríkinu eða bæjarfélögunum, eru nákvæmlega þeir sömu. Þetta finna þessar stéttir greinilega nú, þegar flóðalda dýrtíðarinnar er látin skella á heimilum þeirra. Það hefir vakið athygli, að aðalblað Sjálfstæðisflokksins Morgunblaðið hefir ekki birt kröfur bandalagsins um bætt launakjör og aukinn rétt. Það blað, og sá flokkur. er trúr fortíð sinni. — Þetta kom líka fram, er Sjálfstæðisflokkurimi útbjó lista sinn við bæjarstjórn- arkosningai-nar hér. Nokkrix starfsmenn bæjarfélagsins töldu sjálfsagt að einhver bæj- arstarfsmaður yrði á listanum í vissu sæti. En þeim var svarað, að það mætti ekki, að það ætti ekki við, að starfsmenn bæjar- félagsins væru bæjarfulltrúar, en sjálfur aðalstarfsmaður bæj- arins, borgarstjóriim, var settur ■í sæti, sem Sjálfstæðismeim töldu víst, að minnsta kosti, — þegar gengið var frá listanum. Opinberir starfmeim eiga við mjög bág kjör að búa. Réttur þeirra er sáralítill. Um langan tíma hefir þeim verið skammt- að án þess að þeir hafi verið spurðir til ráða. Og starfsmeim rfkisins mega ekki beita hinu eina vopni, sem verkalýðurinn hefir að minnsta kosti hingað til getað gripið til, þegar í nauðir rekur. Það bíður því mikið starf hins nýstofnaða bandalags opinberra starfs- manna, — og í 'því starfi nýtur það samúðar og stuðnings allra samtaka alþýðunnar é íslandi. nokkurt skeið. Til þess að bæta úr því voru sett sérstök lög til aðstoðar bændastéttinni — lög um kreppulánasióð frá 1933 — ,og síðar, á árunum 1934—35, um skipulag á sölu landbúnað- arafurða á innlendum markaði. Þessi. löggjöf og mörg önnur, er gekk í sömu átt, varð til þess að bæta vérulega hag bænda, dó að atvinnurekstur þessarar framleiðslustéttax væri sums staðar lengi vel næsta bág- borinn. Sjávarútvegurinn átti við örðuga tíma að etja. Aflaleysi og þó sérstaklega markaðsbrest- ur og lágt afm-ðaverð voru þess- um atvinnuvegi mjög þungir í skauti. Löggjafarvaldið leitaðist við að koma þessum aðþrengda atvinnuvegi til stuðnings, og voru i iþvi skyni sett lög um kreppuhjálp til vélbáta og linu- veiðiskipaeigenda. Og að lokum var sjávarútveginum veitt skattfrelsi árið 1938. Én þrátt fyrir alla þessa að- stoð við sjávarútveginn. var svo komið í ársbyrjun 1939, að ekki var anmað sýnt, en að á- framhaldandi og aukið hnm væri fyrir höndum. Útgerðin drógst saman, skipin gengu úr sér. Og í kjölfax þessa ástands sigldi aukið atvinnuleysi og vax- andi vandræði verkalýðsins við sjávarsíðuna. Það þótti iþá auðsætt, að grípa yrði til nýrra og öflugri ráð- stafana til viðréttingar sjávar- útveginum. ef abt ætti ekki að fara í kaldakol og atvinnuleys- ið að stóravikast. Var þá rætt um tvær leiðir: útflutningsverð- laun. eða gengislækkun. Um þessar aðgerífir hófust umræður á miUi þeirra stjórn- málafLokka þriggja, er síðar stóðu að ríkisstjóm. Það varð að lokum niðurstaðan, að velja leið gengislækkunarinnar. AiLþýðuflokkurínn ræddi c<g íhugaði þessi mál ítarlega. Hon- um var Ijóst, að þörf var öfl- ugra ráðstafana til iþess að draga úr vandræðunum og reyna að bægja böli atvinnuleysisins frá dyrum verkalýðsins. Eftir miklar ráðagerðir innan alþýðusamtakanna varð það niðurstaðan, að eiga virkan þátt í gengislækkun, þó með þeim skilyrðum 1) að leggja allt kapp á að halda niðri verðlagi í landinu og 2) að tryggja verst settu launastéttímum uppbætur með lögum á kaupi, sem allra mest að unt væri. Þá hófst á þessu tímabili fyrsti þátturinn í haráttu Al- þýðuflokksins fyrir hagsmuna- málum launastéttanna. Þegar þessu fór fram, voru skipulagsleg tengsli á milli Al- þýðuflokksins og ALþýðusam- bandsins. Það voru því fulltrúar stærstu verkalýðssamtakanna, er fjölluðu um þessi mál. Og þó að þeim væri vel leið, með það fyrir augum. að hún myndi eitthvað bæta úr at- vinnuleysinu og öngþveitinu og draga úr byrðum atvinnukrepp- unnar á herðum verkalýðsins. Þá voru sett lög um gengis- skráningu og ráðstafanir í þvi sambandi 10. apríl 1939. í þessum lögum var svo á- kveðið, að kaupgjald ófaglærðs verkafólks og sjómanna skyldi hækka frá 1. júlí 1939 um helm- ing þeirrar aukningar, sem yrði á framfærslukostnaði, miðað við mánuðina jan.—marz 1939, ef hækkunin næmi ekki yfir 10%, og um % af því, sem hækkunin kynni að verða fram yfir 10%. Svo skyldi 9g kaupgjald fast- ráðinna fjölskyldumanna, sem höfðu minna en 300 kr. á mán. í Reykjavík og tilsvarandi lægra annars. staðar á landinu, hækka eftir sömu reglum Annað kaup mátti ekki hækka. Ákvæði þessi skyldu gilda til 1. apríl 1940. Um verðlag á kindakjöti og mjólk á innlendum markaði skyldi fara eftir sömu reglum og um kaupgjald verkamarma og sómanna. Húsaleiga var og lögbundin óbreytt til 14. maí 1940. Þeir, sem stóðu að samning- um af hálfu Alþýðuflokksins við Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokkánn um undirbúning þess- arar löggjafar, minjiast þess vel, hversu hart þurfti að sæskja við þessa flokka fyrst og fremst það, að fá nokkrar lögbundnar kauphækkanir, og síðan að toga uppbætumar það hátt, sem þær að lokum náðust. Kostaði ,það æma .fyrirhöfn, stapp og stríð. Og það er víst. að kaupuppbæt- umar, sem fengust, voru ein- ungis verk Alþýðuflokksins og kostuðu mikil átök. Þetta var fyrsti þáttur þessa tímabils í baráttu Alþýðuflokks- ins fyrir hagsmunum launastétt- anna, baráttu, sem háð var við Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokkiim. En af þeirri baráttu leiddi uppbætur til allra lág- launamanna landsins. En nú kynnu menn að segja, að með gengislækkuninni sjálfri hefðu kjör launastéttanna verið rýrð ,og uppbótin, sem þær fengu, ekki, verið full. En ég hefi hér á undan gecrt grein fyr- ir því, að eins og þó var ástatt í íslenzku atvinnuláfi, með miMu og vaxandi atvinnu- léysi og illa stæðum atvinnu- fyrirtækjum, varð að grápa til einhverra slíkra -úrræða. Al- þýðuflokkurinn sýndi það þá, eins og endranær, að hánn snerist við dægurmálunum eftir því, sem ástæður voru fyrir hendi, með það eitt fyrir augum, að gæta sem bezt hagsmuna al- þýðunnar og þjóðarinnar. Og bundnu verkalýðaaannta.'kia,. Hát á eftir verður nætt um hið gag»- óláka ástand í ársbyrjtun 1930, miðað við áramótin 1941—43. Alþýðuflokkuriim hefði að sjálfsögðu kosið meiri launa- uppbætur en fengust, en þem var enginn kostur, bto hörð og eindregm var andstaða Fraia- sóknar- og Sjálistæðisflokksins. Þess er einnig að geta. að svo var högum háttað meðal verk- lýðsfélaganna, að minnsta kosti þeirra, sem innan Alþýðusam- bandsins vofu, að flest þeirra vbru bundán með óbreyttum. launasamningúm um langan tíiha', og áttu þess engan ’kost, að fá kaup sitt hækkað með samningum við atvinnurekend- ur fyrr en löngu sáðar, auk þess sem mjög óvænlega horfði þá um kjarabætur með frjálsum samningmn, fyrir öll veikari og minni máttar félögin, Vegna at- vinnuleysis og óáranar. Samkvæmt skýrslu, sem ég hefi fengið hjá Alþýðusam- bandinu, um 132 samninga verkalýðsfélaga um kaup og kjör, er giltu þegar gengis- breytingin var gerð, kemux þaS í Ijós, að aðeins 30 af þessum samningum var hægt að segja upp á árinu 1939, og flestum af þeim ekki fyx en nokkuð var liðið á árið, en 53 samningar giltu óbreyttix til ársloka 1939, og 49 samningar giltu fram á árið 1940, og sumir þeirra langt fram á árið. Aðeins örfá félö-g höfðu á- kvæði í samningum sínum, er ákváðu kauphækkanir til sam- ræmis við breytt gengi eða vaxandá framfærslúkostnað. Það má þvi óhætt segja, að í gengislögunum fná 10. apiíl 1939 hafi verkalýðsfélögunum yfirleitt verið trygður meiri réttur til hækkunar kaups vegna vaxandi dýrtíðax, en möguleikar hefði verið fyrir meginhluta þeirra að ná, með frjálsum samningum. Ég vaxð þess og greinilega var, í viðtöl- um við forystu- og trúnaðar- menn verkalýðsfélaganna, víða um landið, að þeim virtist rétt- ur verkaiýðsféJaganna sæmí- lega tryggður, eftir aðstæðum, og töldu þessa iausn málsíns viðunandi. Enn til viðbótax þessu, skal það tekið fram, að sæmilega tókst um skeið á árinu 1939 að halda niðri dýrtíðnni, þrátt fyrir gengiBlækkunina. Sést það bezt á því, að í stríðsbyrjun, eða 1. október 1939, var vísi- talan aðeins 103 stíg, á fyrstu 6 mánuðunum sem liðu, frá því gengislækkunin komst á. Var því hhitur launastéttanna ekki fyrir borð borinn að þessu simni. Eh það var fyrst og fremst Alþýðuflokkurinn, sem því kom til leiðar. Hann stóð á verði fyrir launastéttimar, og beitti áhrifum sínum til þess að hindra iþá tilhneigmgu hinna ílokkanna, að skella þtmga hins illa ástan<Is yfir á herðar latma- stéttanna. Þannig lauk þessurn fyrsta þætti átakanna á vetrarþinginu 1939. Frh. á morgun. Utbreiðið Alþýðablaðlð. ákvarðæiir þessar voru gerðar í i samráði við og með samþykki I ljóst, að þessi \ forystumanna hinna skipulags- I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.