Alþýðublaðið - 20.02.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.02.1942, Blaðsíða 4
FÖSTUDAG 20. FEBR. 1942 FÖSTUDA6UR L Næturlæknir er Axel Blöndal, Eiriksgötu 31, sími: 3951. Næturvöröur er í Reykjavíkur- og Iðunnarapóteki. Næturvarsla bifreiða: Litla BÍI- stöðin, sími; 1380. tJTVAEPIÐ: 20.30 Útvarpssagan: „Innrásin frá Marz“, eftir H. G. Wells (Knútur Axngrímsson keim- ari). 21.15 íslenzk þjóðlög, fyrra erindi (Hallgrímur Helgason). Brottflutningnr barna úr bænum. Bæjarstjórnin kaus í gær tvo menn í nefnd til að hafa á hendi útvegun dvalastaða í sveit fyrir 'börn. Kosnir voru Arngrímur Kristjánsson og Haraldur Ámason. Híkisstjórnin mun tilnefna 2 menn og Rauði krossinn 2. KOSNINGASKRIFSTOFUK A-listans eru í Alþýðuhúsinu. Skrifstofan á 5. hæð er opin kl. 5—10 á kvöldin, sími 2931 og skrif- stofan á 6 hæS er opin kl. 10—12 og 1—5, sími 5020. Hin árlega barnaskemmtun Ármanns var í Iðnó á öskudag- inn. Allir aðgöngumiðar seldust upp á svipstundu og urðu mörg börn frá að hverfa. Undanfarin ár 'hefir orðið að endurtaka skemmt- unina og verður hún endurtekin á morgun (laugardag) kl. 5 í Iðnó. Skemmtunin fór mjög vel fram og var félaginu til sóma. Aðgöngu- miðar sem eftir eru verða seldir í Iðnó frá kl. 1 á laugardag. Islendingar sæmdir sænskum tlgnarmerkjum. Gustaf V. Svíakonungur hefir sæmt Jóhann Sæmundsson yfir- lækni riddaramerki hinnar konung legu Norðurstjörnu, vararæðis- maður Svía í Siglufirði var sæmd- ur riddaramerki hinnar konung- legu Vasaorðu, af 1. fl. og Guðm. Hannesson bæjarfógeti á Siglufirði var sæmdur riddaramerki Vasa- orðunnar, 2. fl. KJÓSIÐ A-LISTANN lista launa- stéttanna. Leikfélagið sýnir Gullna hliðið í kvöld ki.'8. A-lið Ármanns vann snndknatt- leiksmðtið. RSLITAKEPPNl í sund- knattleiks meistaramóti Reykjavíkur fór fram í gær- kveldi í Sundhöllinni og vann A-lið Ármanns og eru sigurveg- ararnir hseði íslands- og Reykjavíkurmeistarar. A-lið Ármanns keppti við B- lið Ægis og vann á framlengd- um leik með 3 gegn 2. B-lið Ármanns og K.R. kepptu einnig í gærkveldi um þriðja og fjórða sætið og vann K.R. með 4 gegn 2. Að öðru leyti hafa vinningar farið þannig í sundknattleiks- mótinu: Ægir A, Ægir B = 7—0 Ármann A, Ármann B = 7—3 Ægir Á, K.R. = 6—0 Ármann A, K.R. == 7—1 K.R., Ægir B = 5—0 Ægir A, Ármann B = 7—0 fiísli Kristjánsson Hafnarfirði Íátinn Gísli kristjánsson verkamaður í Hafnarfirði lézt í gær. Gísli var einn áf for- ystumönnum verkamanna í Hafnarfirði og átti áður oft sæti í stjórn Hlífar. Gegndi hann og áður ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Alþýðuflokkinn. Síðast í vetur var hann í kjöri við stjórnarkosningarnar í Hlíf fyrir hönd Alþýðuflokksverka- manna. Þessa mæta manns verður getið nánar síðar hér í blaðinu. STJÓRNMÁLAFLOKKARN- IR OG LAUNASTÉTT- IRNAR. Frh. af 3. síðu. þess. að níðast svo á launastétt- unum, eins og gert hefir verið. Baráttan um afstöðuna til launastétta landsins er baráttan um skiftingu stríðsgróðans á íslandi.' Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokkurinn hafa haft og hafa, fjandsamlega afstöðu til launa- stétta landsins. í>að kemur til af því, að þpssir flokkar hafa sjónarmið atvinnurekenda og stríðsgróðamanna, og berjast fyrir hagsmumun þeirra. Alþýðuflokkurinn einn berst fyrir hagsmunum launastétt- anna og fyrir réttlátri skiftingu stríðsgróöans. Hann hefir barizt og mun berjast fyrir þessari stefnu. Hann hefir þar miklu til leiðar komið. Og hann mun sigra í þessari baráttu. ef launastétt- irnar sldlja sinn vitjunartíma. Stefán Jóh. Stefáiísson. STRÍÐSSTJÓRN CHURCHILLS Frh. af 1. síðu. anna, til þess að halda áfrarn því starfi, sem hann hafi verið hyrjaður á: að samræma her- gagnaframleiðslu Bretlands og Bandaríkjanna. Sir Lyttlenton hefir tekið við embætti hans, sem hergagna- málaráðherra. Verkaskipting ráðherranna í hinu nýja stríðsráðuneyti er þannig: Churchill er forsætisráðherra og landvarnamálaráðherra. Attlee er varaforsætisráðherra og nýlendumálaráðherra. Bevin er vinnumálaráðherra. Eden er utanríkismálaráðh. Lyttleton er hérgagnamáta- ráðherra. Sir John Anderson er forseti leyndarráðs konungs. Sir Stafford Cripps er innsigl- isvörður konungs og leiðtogi neðri málstofunnar í þing- inu. Þessi endurskipun stríðs- ráðuneytisins heíir fengið hinar beztu undirtektir blaðanna á Englandi, en und- anfarið hefr þess hvað eftir annað verið krafizt, að það yrði endurskipulagt. Lundúna- blaðið Times segir, að hið nýja stríðsráðuneyti sé reglu- leg stríðsstjórn. BURMAVEGURINN Frh. af . 1. síðu. þess, að bandamenn eigi ekki von á því, að geta verið Burma veginn til lengdar. Höfninni í Rangoon, sem er endastöð Burmavegarins, hefir verið lokað af Bretum með tundurduflum. Fullyrt er, að hægt verði að senda Kínverjum eins mikil hergögn eða jafnvel meiri á hinni nýju leið frá Indlandi. 40 þúsund riddaiar heitir amerísk stórmynds sem Nýja Bíó sýnir núna. Aðalhlut- verkin leika Betty Bryant og Grant Taylor. Áheit á Hallgrímskirkju. 3 kr. frá Eyrbekking, 2 kr. frá S. J. Unglingar eða roskið fólk getur fengið atvinnu við að bera Alþýðublaðið '' ' til kaupenda að morgni dags. Talið við afgreiðslnna strax. Símar 4900 og 4906. SIGLINGAR milli Bretlands og íslands halda áfram eins og að undanförnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynn- ingar um vörusendingar sendist Gulliford & Clark Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. ■ GAMLA BÍÚU fieorge getnr alit! (LET GEORGE DO IT.) Gamanmynd með hinum vinsæla skopleikara og gamanvísnasöngvara GEORGE FORMBY. Sýnd kl. 7 og 9. Framhaldssýning kl. 3I£— NÓTT ÖRLAGANNA. Ameríksk sakamálamynd. Börn fá ekki aðgang. I NYJA BIO 40 þúsund riddarar. (Forty Thousand Horsmea) Amrísk stórmynd um hetjudáðir Ástralíu her- manna. Aðalhlutverkin leika: BETTY BRYANT GRANT TAYLOR. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Lægra verð kl. 5. S.B. GSmlu dansarnir Laugard. 21. febr. kl. 10 e.h. í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu. Pöntun á aðgöngumiðum veitt móttaka frá kl. 2— Sími 4727. Afhending aðgöngumiða frá kl. 4—7. Pantaðit miðar verða að sækjast fyrir kl. 7. HARMONIKUHLJÓMSVEIT félagsins. Nýkomið: Eftirmiðdags- og kvöldkjólaefni. Margir fallegir litir. Ullarkjólatau, kamgam í peysufatakápur og margt fleira. Verzlunin Snót Vesturgötu 17 IJt vegum frá Bandríkju.num hráefni til smjörlíksi- og sápuframleiðslu. lagnós Víglundsson taeildverzln Austurstræti 10. Sími 5667. Sjómannaskólasamkeppnin: Þáttakendum í samkeppninni tilkynnist hér með, að hinn 8. janúar s.l. tilkynnti Pétur Sigurðsson, stýri- : maður, að hann gæti ekki tekið sæti sem varamaður í , dómnefndinni, og hefir því Hallgrímur Jónsson, vél- stjóri verið tilnefndur varamaður í hans stað. Dómnefndin. Maðurinn minn, Einar Sigurðsson, sem andaðist 12. þ. m. verður jarðsuninn að Gaulverjabæ sunnu- daginn 22. þ. m. kl. 3 e. h. Húskveðja fer fram frá heimili ökk- ar, Tóftum við Stokkseyri, kl. 10 árd. sama dag. Numið verður í V- staðar við Stokkseyrarkirkju kl. 1. INGUNN SIGURÐARDÖTTIR. Gísli Kristjánsson, Hellisgötu 7, andaðist á Sankti Jósepsspítala 19. þessa mánaðar. ADSTANDENDUR.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.