Alþýðublaðið - 21.02.1942, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.02.1942, Blaðsíða 1
JÓ&i* STBFÁJÍ FÉTUSSSON ÖTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKUBINN XXII. ABQANGUR LAUGARD. 21. FEBR. 1942 46. TÖLUBLAÐ 183 stig eips og i janúar: Vfsltðlnnnl baldlð nlðrl, en dýrtfðln heldur ðtram að vaxa ■ ■ ■■ .... Þannig er rept að hafa hina folln dýr- tiðaruppbót á kanpið af lannastéttnnnmt KAUPLAGSNEFND heí'ir nú reiknað út vísitölu fram- fæwínkostnaðarins fyrix febrúarmánuð og reyndist hún vera óbreytt frá því f janúar, eða 183 stig. Samkvæmt því fá launastéttirnar sama kaup í marz og þær hafa fengið ,í þessum mánuði. Hefir það aðeins komið tvisvar sinnum fyrir áður, síðan farið var að reikna út vísitöluna 1939, að hún hafi ekki hækkað. Var það í apríl 1941; þegar húú var 150, og stóð í stað, og í september 1941, þegar hún lækkaði um eitt stigt úr 167 niður í 166. Morgunblaðið skýrir frá því dálítið drýgindalega í morgun, að það séu „aðgerðir ríkis- stjómarinnar í dýrtíðarmál- unum, sem hafa haft þessar verkanir á vísitölima.“ Skal því ekki mótmælt, a'ð barátta ríldsstj órnarinnar gegn vísitölunni kunni að hafa átt einhvern þátt £ því, að halda henni niðri í þessum mánuði. Er það til dæmis vitað, að hinn svokallaði gerðardómur lækk- aði lítillega, með fyrsta verð- lagsúrskurði sínum, verð á ýmsum þeim vörum, sem út- reikningur visitölunnar bygg- ist á, en gætti þess vandlega að lækka ekki neinar aðrar vörur. Og sum stjórnarblöðin — svo sem MorgunþlaðiS, —- hvöttu kaupmenn beinlínis til þese, aö balda sér skaðlausum á kostnað almennings, af verð- lækkunum gerðardómsins, með því að leggja þeim mun hressilegar á þær vörur, sem ekki væru teknar með við út- reikning vísitölunnar. Eitt furðulegasta dæmið um þessi vinnubrögð gerðardóms- ins og stjómarliðsins yfirleitt, þó að það eitt út af fyrir sig hafi máske ekki haft mikil á- hrif á vísitöluna í þetta sinn, er ákvörðun kjötverðsins. Það hafði verið hækkað stórkost- lega í janúarmánuði. En þeg- ar sú hækkun kom til kasta gerðardómsins, var verðið á súpukjöti einu lækkað aftur, en hið hækkaða verð á lærum og rifjasteik látið halda sér! Hvernig stendur nú á þess- um dularfulla verðlagsúr- skurði? Það stendur þannig á Leon Blnm fyrir dðmstóli Vicliystiórnarinnar i Biom. Hann hefir snúið sðrn sinni upp i sáho oo búð- stríkir frðnskn fasistaaa fyrir fðSnrlandssvikin. NOKKRIR af þekktustu stj ómmálamönnum Frakka, þar á meðal Leon Blum, foringi fránska Al- þýðuflokksins og fyrrver- andi forsætisráðherra og Daladier, einnig fyrrverandi forsætisráðherra, sem Vichy stjórnin lét taka fasta eftir vopnahléssamninginn við Hitler, hafa nú verið leiddir fyrir rétt í Riom á Suður- Frakklandi. . .Eru hcir af hinni hálfnaz- istísku Vichystjórn sakaðir um að Iiafa steypt Frakklandi út í styrjöldina. Réttarhöldin í Riom vekja Frh. á 4. síðu. ” ?'4>. sl.-A r. honum, að kjötverðið, sem hingað til hefir verið miðað við, við útreikning vísitolunn- ar, er verðið á súpukjöti. Þess vegjia er það lækkað, en verö- hækkunin á öðru kjöti leyfð! Svo smáskátlega er að því unnið, af gerðardóminum og öðrum verkfærum Framsóknar flokksins og Sjálstaeðisflokksins að halda niðri vísitolunni til þess að hafa dýrtíðaruppbót- ina af launastéttunum, þó að dýrtíðin sjálf sé látin hmlda á- fram að vaxa fullum fetum. Og svo er Gunnar Thorodd- sen, sem sæti á í gerðardómin- um, að láta undrun sína í ljós í Morgunblaðinu í dag yfir því, Frh. á 4. sfíkt. Þar, sem Mac Arthur verst. Kortið sýnir umhverfi Manila, höfuðborgarinnar á Luzon, sem er stærst Filippseyja. Það er ó skaganum (á miðri myndinni> við innsiglinguna í Manilaflóann, sem MacArthur og hersveitir hans berjast hinni hetjulegu baráttu sinni gegn ofureflinu. Ey~ virkið Corregidor, rétt úti fyrir skaganum, á miðri innsiglingar- t leiðinni, hefir einnig varizt árásum Japana. Látlausar loftárásir Japana á Java úr premur áttum. Búizt við landgSngntiIranii pá og pegar. 'Q REGNIR FRÁ BATAVÍU í morgun herma, að loft- Á árásir Japana á Java séu með hverjum degi að fær- ast meira og meira í aukana og koma árásarflugvélamar nú úr þremur áttum inn yfir eyjuna úr næsta nágrenni hennar: Vestan frá Sumátra, norðan frá Borneo og aust- an frá Bali. Búizt er við, að landgöngutilraunir á Java af hálfu Japana hefjist þá og þegar og eru kafbátar bandamanna hvarvetna á verði umhverfis eyjuna, til að taka á móti herskipum og herflutningaskipum Japana. LEON BLUM á útifundi. í gær gerðu Japanir ógur- lega- loftárás á Batavíu, sjálfa höfuðborgina á Java, sem stendur vestarlega á norður- strönd eyjarinnar, en í fyrra- dag gerðu þeir loftárásir bæði á flotastöðina Surabaya, sem er austarlega á norðurströnd- inni og á hafnarborgina Band- oeng á austurströndinni, beint á móti Bali. En flugvélar og loftvarna- byssur bandamanna veita árás- arflugvélunum varmar viðtök- ur. Yfir Surabaya voru 10 jap- anskar fiugvélar skotnar niður í fyrradag og að minnsta kosti 15 yfir Bandoeng. Brezkur sjónarvottúr að loftárásinni á Bandoeng segir, að hún hafi minnt sig mjög á hinar miklar loftárásir Þjóð- verja á London haustið 1940. Nánari fregnir, sem nú eru komnar af innrás Japana á Bali segja, að tvö beitiskip Jap ana,- einn tundurspillir og þrjú flutningaskip hafi orðið fyrir sprengjum bandamanna. Öll hernaðarleg mannvirki á Bali hafa verið eyðilögð, til þess að Japanir skuli hafa eyjarinnar sem minnst not. Eyjan Java, perlan í Austur- Indíum Holllendinga, er nokkru stærri' en ísland eða um 125 000 ferkílómetrar, en íbúatala hennar er yfir 30 milljónir. Hún er heimsfræg ekki aðeins vegna frjósemi sinnar og auðlegðar, heldur og vegna óvenjulegrar náttúrufeg urðar. Áheit á Strandakirkju. 10 krónur frá Sigurdór. K Kaopfélag Ding- eyinga_60 ára. l Saga félagiins i prentnn. 4 UPFÉLAG ÞINGEY- INGA átti 60 ára af~ mæli í gær Er það elzta kaupr- félagið á landinu. Það var stofnað í harðvít- ugri baráttu þingeyskra bænda við selstöðuverzlunina dönskui Örum & Wulf á Húsavík, sem V þá var stjórnað af Þórði Guð- johnsén, syni Péturs Guðjohn- sen, hins þekkta organista. Helztu forvígismenn kaupíér lagsstofnunarinnar voru þeir: Jakob Hálfdánarson, bóndi á Grímsstöðum í Mývatnssveit, Jón Sigurðsson, alþingismaður á Gautlöndum, og Benedikt Kristjánsson, prófastur í Múla. En strax á fyrstu árum kaupfélagsins lét Benedikt Jónsson frá Auðnum, hinrt landskunni frömuður sam- vinnustefnunnar og þingeyskr- ar alþýðumenningar, mál þess mikið til sín taka. Forkólfar kaupfélags Þing- Frh. á 4. síðnt. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.