Alþýðublaðið - 24.02.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.02.1942, Blaðsíða 8
ALÞÝÐUBLAÐIO Þriðfodaetir 24. febrúar 194& SÍÐUSTU fregnir herma, að Hitler, Mussolini og Churchill hafi ákveðið a& leiða stríðið Ul lykta á mjög einfald- an hátt. Þeir gengu að tjöm einni, sem í var gullfiskur, og hundu það fastmælum, að si, sem klófest gæti gullfiskinn, skyldi teljast sigurvegari. Mussolini kastaði sér þegar í tjömina og buslaði mjög, en ekki náði hann í fiskinn. Hitler náði fiskinum í greipar sér, en missti af honum. En Churchill tók skeið og tók að ausa úr tjörninni. JZg verð lengi að þessu,!e sagði hann og tottaði vindilinn, „en ég er viss um, að ég næ í fiskinn um það er lýkur.“ !! ö öm elding. RN ELDING er flugmaður, sem lend- ir í stórkostlegum ævin- týrum bæði í háloftunum og á jörðu niðri. Þegar sagan hefst í Al- þýðublaðinu, er háð harð- snúin barátta um nýja orustuflugvél, sem Blein major hefur búið til, en hann vill gjaman selja hana. Blein major á flugstöð, sem er falin á frum- skógasvæði á vestur- strönd Suður-Ameríku og þar fer fyrsti hluti sögunnar fram. Til flugstöðvarinnar er kominn njósnarinn Zóra, ung og fögur kona, en slungin, og er hún að reyna að fá Blein til að selja ríki sínu flugvélina. Fyrir utan flugstöðina bíða liðsmenn hennar al- vopnaðir, og hún reynir að hleypa þeim inn og taka flugvélina með valdi. Öm elding reynir aftur á móti að hindra það, að Blein selji flugvélina, og vill að hans eigið land, Bandaríkin, fái hana. — Út af þessu rífst hann við majórinn, sem reiðist og lætur setja Öm í fang- elsi. Lillí, dóttir majórsins, kemur og við sögu. ÞEGAR austanvindurinn blæs upp eftir Helford- á, verður blikandi vatnsflöt- urinn ofurlítið gáraður og litl- ar bárur gjálfra við sendna ströndina. Það flæðir inn í ár- ósinn með flóðinu, og fjöm- fuglamir flýja inn með ánni, inn á leirumar, vængja sig þar og garga hver á annan. Aðeins máfamir halda kyrru fyrir, sveima fram og' aftur yfir flæðarmálinu í leit að æti og sölt sjávarfroðan glitrar á gráu fiðri þeirra. Langar bylgjumar, sem koma framan úr sundinu, bera með sér greinar og kvisti upp í fjöruna og ýmiskonar sjald- séða muni, sem árum saman hafa hrakist fram og aftur um ólgandi bárur úthafsins. Ekkert skip er á litla vogin- um, því að austanvindurinn er hættulegur skipum og gerir höfnina ótrygga. En fáein hús stóðu á víð og dreif upp með Helfordánni og nokkur einlyft hús stóðu við Port Navas. En áin er sú sama og hún hefir verið um aldaraðir, á tímum, sem nú em löngu gleymdir og til em aðeins fáar minningar um. Á þeim árum vom hæðirnar og dalirnir einir og yfirgefnir í sumarblóma sínum. Þar voru engin hús og hvergi sást á reykháf upp úr skógarþykkn- inu. Það vom aðeins fáeinir kofar í Helfordþorpi og þeir breyttu í engu útlitinu við ána, en þar lifðu fuglar frjálsu lífi. Engir bátar sáust á sveimi um ána og vatnsflöturinn var lygn og sléttur á þeim stað, sem áin greinist í kvíslarnar tvær, Constantine og Gweek. Það var fáfarið um þær slóðir, sem þessi á rann um, en þó könnuðust fáeinir sjómenn við hana, því að þeir höfðu fundið þar skjól, þegar þá hafði rekið af hafi upp í ósinn. En þeim fannst staðurinn öm- urlegur og áuðnarlegur og voru dálítið óttaslegnir vegna hinnar þrúgandi þagnar, sem hvíldi þar yfir umhverfinu, og þegar byrinn blés aftur, urðu þeir fegnir að vinda upp segl og létta akkerum. Helfordþorpið seiddi ekki til sín sjómennina, þó að þeir færu upp á strönd- ina. Hinir fáu kotabúar vom daufgerðir og ómannblendnir. Og þá fannst þeim ströndin ekki heldur sérlega töfrandi. Sjómenn, sem hafa um lengri tíma verið víðs fjarri fagurri konu og mjúkri hvílu, hafa enga unun af því að reika um skóga eða þvaðra við skrækj- andi fugla Þeir voru því fáir, sem skoðuðu þessa bugðóttu á og hæðimar og skógarnir vom ótroðnir af mannafótum, og enginn sá eða þekkti hina ynd- islegu töfra hásumarsins við Helfordá. En nú orðið er orðið kvikt af fólki á þessum slóðum. -— Skemmtisnekkjumar koma og fara og skilja eftir ljósa rák eftir kjölinn og menn í litlum lystiskútum heimsækja hverir aðra, og jafnvel menn, sem fara skemmtigöngu um landið koma þar við og töfrast af feg- urðinni. Oft ber það við, að menn koma í hestvögnum eftir ójöfnum, leirbornum veginum, sem liggur til Helfordþorpsins og þeir fá tesopa í eldhúsi múrsteinsbyggingarinnar, sem einu sinni var Navron-hús. Jafnvel enn þá er líkt og þar búi tign og töfrar horfinna tíma. Hluti af útveggjunum stendur enn þá. Eldhúsið, þar sem ferðamaö- urinn drekkur teið sitt, var hluti úr borðsal Navronhúss, og stigaþrepin við vegginn em fáein þrep úr stiganum, sem lá upp á veggsvalirnar. Hitt hlýtur að hafa molnað niður eða eyðilagst á annan hátt, því að þetta ferhyrnda hús, enda þótt það sé snoturt, er mjög ó- líkt gamla Navronshúsinu, sem var í lagínu eins og staf- urinn E, og ekkert er orðið eftir af, aldingarðinum og skemmtigarðinum, sem áður var hér. Ferðamaðurmn borðar brauð- sneiðina sína, drekkur teið sitt og brosir að landslaginu, án þess að hann hafi hugmynd um konuna, sem einu sinni stóð hér, fyrir langa löhgu, að sumarlagi og horfði á trén, hæðirnar og ána, eins og hann gerir, og horfði svo móti sólu. Ferðamaðurinn heyrir radd- ■GAMLA bwi Hún baö hans. (Honeymon in Bali). Ameríksk skemmtimynd. Fred MacMurray og Madeleine Carroll. Sýnd kl. 7 og 9. Framháldssýning 3.30 6J0. SKEMMDARV ARG- ARNIR Wildcat Bus) með 7 Fay Wray og . T Charles Lang. I NYJA BtO 40 þúsand riddarar. (Forty Thousand Horsmen) Aðalhlutverkin leika: BETTY BRYANT GRANT TAYLOR. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. Sýning kl. 5, lærga verð: BARÁTTAN UM MILLJÓNAARFINN Ameríksk skemmtimynd leikin af Frantz Lederer, Madeleine Carrol, Mischa Auer. ir og hljóð, sem hann kannast ' við frá sveitalífinu. Hanu heyxir til kúnna og hann heyr- ir grófa rödd bóndans og son- ar hans, þegar þeir kallast á yfir garðinn. En eyru hans greina ekki bergmál horfinna tíma, þegar einhver blístraði. lágt í skógarbeltinu og bar hendurnar upp að munninum og þegar í stað hljóp álút vera út úr húsinu og út í skógar- beltið til móts við hinn ó- kunna, en á annarri hæð húss- ins var gluggi opnaður og: Dona gægðíst út og horfði á og hlustaði og lokkamir féllu fram á enni hennar. Áin streymir og streymir, — sumargolan þýtur í skóginum og niðri á leirunum eru fuglar að leita að æti, og mávarnir garga, en fólkið, sem uppi var á þessum tíma er allt gleymfc I. KAFLI DON QUIXOTE LEGGUR AF STAÐ. ÞAÐ var endur fyrir löngu, að maður nokkur, Quix- ada að nafni, bjó í þorpi einu á Spáni, í héraði því, sem La Mancha heitir. Hann var næst- um fimmtugur að aldri og var ákaflega hár og mjór. Hann var líka mjög grannur í andliti og hátíðlegur á svipinn, með langt yfirskegg og hökutopp eins og geithafur. Quixada átti dálitlar jarð- eignir, sem hann lifði af ásamt fjölskyldu sinni, en það var img frænka hans og kona, sem var ráðskona hjá honum. Einu sinni hafði Quixada þótt gaman að veiðum og öðrum úti- íþróttum. En svo kom að því, að hann fór að kaupa bækur og tók þá að loka sig inni í lestrár- stofu sinni við lestur. Hann keypti alltaf fleiri og fleiri bæk- ur og hann seldi jafnvel beztu akrana sína til að fá peninga til bókakaupa. Bækurnar, sem Quixada keypti, voru allar af sömu teg- und. Þær voru undantekningar- laust allar um riddara, sem uppi voru á riddaratímunum til forna, um æfintýri þeirra og harðvítugar viðureignir við vonda riddara og máttuga galdramenn, og um bardaga þeirra við grimmúðuga risa. Því meira sem Quixada las af þessum sögum, því gráðugri varð hann í þær. Hann sat oft við lestur heila daga frá sólar- uppkomu til sólarlags og oft las hann langt fram á nótt viði kertaljós. Það segir sig sjálft, að enginrs maður getur haldið svona lengi áfram án þess að stofna skyn- semi sinni í voða. Enda fór svo um Quixada. Hami ruglaðist al- veg í ríminu og fór að ímynda sér alls konar vitleysu. Hann hélt, að hann væri sjálfur einn. hinna hugprúðu riddara, sem hann var að lesa um, og gerði sér í hugarlund, að fjöldi óvina s^ekti að sér. Þegar sá gállinnii var á honum þreif hann sverð- Ora °-lá Mvndasaga. Njósnarinn Zóra hefur kveikt í húsi á flugstöð Blein, majórs. Menn Bleins hlaupa þangað til að reyna að slökkva eldinn. Örn: Ég er viss um að Zóra kveikti í til að koma varð- mönnunum af stöðvum sín- um. Lillí, sjáðu! Örn: Það var rétt hjá Hleyptu mér út! Við vei. .<m að stöðva hana! Lillí: Við! Ég akal stöðva hana. Lillí hleypur í áttina til hliðsins, sem Zóra er að opna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.