Alþýðublaðið - 25.02.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 25.02.1942, Blaðsíða 5
Mi8vikudagur 25. febréar 1942 ALÞYÖUBUUHfc & Loftárás Japana á Pearl Harbor á Hawai. &*¦&&&££•:;¦ Roosevelt forseti minntist í ræðu sinni i gærkvöldi á hina fyrirvaralausu og sviksamlegu árás Japana á Pearl Harbor og sagði allar fréttir andstæðinganna af henni mjög ýktar. Þrjú herskip, sagði hannf voru eyðilögð algerlega, en nokkur önnur skemmdust og fórust yfir 2000 manns. Eitt þeirra herskipa, sem eyðilögðust, orustuskipið „Arizona", sést bér é myndinni, sem tekin var rétt eftir árásina, og leggur mikinn reykjarmökk upp af því. I vífi eyðimerkurhernallariiis< Hermennirnir í Libyu verða að berjast i óþolandi sólarhita og mjög erfitt að ná í vatn. VERA MÁ, að til sé í veröld- inni ömurlegri staður en hinar endalausu sandauðnir Norður-Afríku, en jþað væri erfitt að sannfæra brezka her- menn, sem eiga þar í höggi við , þýzkar og ítalskar hersveitir, um að svo væri. Það er áreiðan- lega ömurlegasti vígvöllurinn í þessari styrjöld. Sólin brennir og það er svo heitt, að flestir hinna brezku* hermanna eru með sólhjálma í orustunum. Þeir vilja heldur eiga það á hættu að_ fá vélbyssukúlu í gegn um höfuðið en áð sjóða höfuðið undir sólhjálmi. Þeir brenna sig á fingrunum, ef iþeir koma við byssuhlaupin, og það hefir komið fyrir, að skriðdreka- hermaður. hef ir létzt um 10 pund á dag í orustu. Flugmenn, sem eru að komá of an úr svölu loftinu, hníga stundum í ómeg- in, þegar þeir lenda. Þá er og erfitt um gott drykkjarvatn. Og stundum lokka hillingarnar' fram fögur vötn, grænar vinjar, vaxnar blaðríkum pálmum og skógi vaxnar fjallahlíðar, en þessi fögru lönd eru ef til vill i margra dagleiða fjarlægð. Allir eru kófsyeittir og að örmagnast af hita ,en svo kemur allt í einu svalur vindiir, sem þerrar svit- ann. Þegar stormar eru, sem stundum standa dögum saman, þyrlast sandurinn upp. Stund- um er sandrokið svo dimmt, að ekki grillir í loftvarnabyssu, sem er í 30—jlO feta fjarlægð. Þá springur húðin og sandur- inn fýkur í sprungurnar. Um alla eyðimörkina, eru ýmsar tegundir eitursnáka, sem bíta menn í hehdur og fætur, svo að útljímirnir bólgna og þrútna út um þrjár tií fjórar stærðir sínar. Þá eru þar og eitr- aðar flugur, sem sækja í að komast í matinn og eitra hann. Einkum eru þær þrásæknar að komast í teið. Það er ekki hernaðarlegt leyndarmál lengur, á hvern hátt brezku hermennirnir hafa leik- ið á óvinina í hinum nálægari Austurlöndum. Uppreisnar- mennirnir í Iraq voru bældir niður með 1200 manna liði, fjórum vígvörðum og vopnuð- um bifreiðum og tólf flugvélum. Á fyrstu dögum styrjaldarinn- ar við ítali var ein sprengju- flugvél send eftir endilangri víglínunni, til iþess að gef a ítöl- unum í skyn, - að brezku sprengjuflugvélarnar væru á næstu grösum. Sumari 1940 vörnuðu 2000 brezkir hermenn 250 000 ítölskum hermönnum að f ara í gegn um brezk-egipzka Súdan með alls kyns blekking- um. ítalirnir héldu,- að brezku hermennirnir væru að minnsta kostil5 000. Sams kpnar blekking heppn- aðist ágætlega gagnvart ítöl- um og Þjóðverjum í Vestur- eyðimörkinni, rétt áður en síð- asta sókn hófst. Nótt eina í Halfayaskarði á landamærum Libyu og Egiptalands, réðust 10 brezkir hermenn á 50 ítali. Sumir hlupu til vinstri, aðrir til hægri, en þeir, sem eftir voru, réðust beint á ítalína og allir skutu án afláts af rifflum sín- um. ítalirnir,héldu,,að þeir væru umkringdir af ofurefli liðs og tóku til fótanna. Seinastur þeirra var ítalskur liðsforingi, og fékk hann byssusting í þann hluta líkamans, sem berskjald- aðastur er, þegar, menn eru á flótta. Þegar hann var hand-r tekinn og sá, hversu Bretarnir vorú fáliðaðir, hrópaði hann: — Aðeins tíu! Aðeins tíu! Hjálp! hjálp! Dag nokkurn réðust 18 sprengjuflugvélar möndulveld- anna, varðar 30 orustuflugvél- um, á skriðdreka nálægt brezk- um herbúðum. Vélarnar eyddu firnum af sprengjum og eyði- lögðu alla skriðdrekana, en þetta voru reyndár allt gervi- skriðdrekar, gerðir til þess að blekkja flúgmenn óvinanna. Nýlega Yéðist sveit brezkra varðliða á ítalska herdeild sunn- an við Halfayaskarð. Þeir drápu 80 ítali og tóku 200 til fanga. Syæðið var hættulegt yfirferð- ar og Bretar voru í vandræðum með að koma föngunum með sér. ítalarnir voru loks settir í ítalskar bifreiðar, sem teknar höfðu verið herfangi, og nú var lagt af stað. En þegar skammt var, farið, bilaði einn ítalski bíllinn með 32 föngum, og höfðu Bretarnir engin önnur ráð en að skilja bílinn og fang- ana eftir. En iþegar þeir voru skammt farnir, sást til bíls á eftir þeim, sem nálgaðist með "geysihraða. Voru þar komnir ítölsku fangarnir og höfðu get- að komið bílnum aftur í gang. Þeir sögðu: — Við vorum'fangar Breta, og við viljum vera það áfram! Og það var þá ekki hægt að synja mannagreyunum um •svo lítilfjörlegan greiða. Ef eyðimerkurlífið er óþægi- legt fyrir brezkp hemaennina, þá er það enn þá ömurlegra fyrir Þjóðverjana og hina þrótt- litlu samherja þeirra, ítalina. Fangár, sem teknir hafa verið, hafa skýrt frá miklum veikind- um meðal hérmanna möndul- veldanna. Dagbækur og bréf þýzkra hermanna, sém teknir hafa ver- ið til fanga, bera vott um ótta þýzku hermannanna, einkum við Ástralíumenn og Indverja. Margir jþeirra hafa skrifað: „Við höfum átt í höggi, við Ástralíumenn, og þeir eru hræðilegir." Aðrir hafa skrifað: „Við berjumst maður gegn manni." Eins og þeir hafi búizt við einhverju öðru. Þó lofa brezku hermennirnir hetjulega framkomu þýzkra skriðdreka- hermanna, sem séu bæði hug- rakkir og lagnir hermenn. í einkabréfum sínum láta naa- istisku hermennirnir í ljós mik- ið traust á f oringjanum, en þeir heita því, að ef þeir lifi af þetta stríð, skuli þeir bera meiri virð- ingu fyrir kirkju og kristindómi en áður. Hinir þýzku eyðimerk- urhermenn virðast vera mjög trúhneigðií. * Það er tvennt ólíkt, að verða fyrir sprengju- og vélbyssuárás í eyðimörku og í borg. í eyði- mörkinni eru engin loftvarna- byrgi eða kjallarar til ,þess að skýla sér-*í. Á mörg hundruð mílna svæði í eyðimörkinni er hvergi svo mikið sem pálmatré, sem hægt er að skríða í skjól við. Menn verða bara að liggja, skríða eða standa og bíða eftir því, hvað tilviljunin færir mannj að höndum. Þegar ítalir gera loftárásir að næturlagi, eru viðbrögð brezku hermannanna þrenns konar. — ítalir varpa sprengjum sínum úr mikilli hæð, af ótta við ioft- vajnabyssurnar, eiga því mjög örðugt með að hæfa mark. Þess vegna ligg^a flestir brezku her~ mannanna kyrrir í rúmum sín- um, aðrir fara ofan í skotgrafir, en sumir færa sig þangatð, sem búast má við að ítölsku flug- Frh. á 7. síðu. Orðsending til forstððukonu Húsmæðraskólans. Ótrá~ legar slúðursögur enn. Vísur um mig. Hvað veldur hinní mifclu aðsókn að Leikhusinu? UNG HÚSFREYJA skrifar mér á þessa leið; „Ég fagna miögr innilega hinum nýstofnaða hns- mæðraskóia hér í Rvík, og þaS gleður mig, sannarlega, að það mis- tókst hjá þeim, er reyndu að drepa þetta mencingarmál okkar höfnð- staðarkvenna, en það var sannar- lega reynt á þinginn." „MÉR ER SAGT, að þessi nýi skóli sé hinn veglegasti og hafi fehgið hina ágætústu forstöðukonu. En ég vil biðja þig að koma á framfæri áskorun til forstöðukon- unnar, sem ég ber áreiðanlega fram fyrir hönd margra reykvískra kvenna, bæði ungra og gamalla. Ég skora á forstöðukonuna að hafa skólann opinn í einn eða tvo sunnu- daga, eða til dæmis um bænadag- ana í vor, svo að við getum skoð- að þessa nýju menningarstofnun \ okkar." ÉG SENDI þessa askorun áleiðis til forstöðukonunnar og vona að hún sjái sér á eirihvern hátt mögu- legt að verða við henni. Væri ekki líka hægt að selja einhverjar veit- ingar fyrir gesti sem koma í heim- sókn? Ég hefi nefnilega grun um, að konum leiki mikil forvitni á að kynnast hinU veglega eldhúsi skól- ans, sem þær hafa heyrt svo mikið um. HINAR ÓTRÚLEGUSXTJ slúður- sogur hafa gengið um bæinn und- anfarið. Ein var á þá leið, að Þjóð- verjar væru búnir að taka Fær- eyjar. Önnur hermdi, að Þjóðvejar væru búnir að taka Vestmanna- eyjar, og sú þriðja hermdi, að bú- íð væri að skipa öllum Seyðfirð- ingum burt vegna þess, að þar ætl- uðu Rússar að setja upp flotabæki- stöð. Var jafnvel kona, sem átti að eiga mann sinn hér syðra, nafn- greind og það látið fylgja, að húa hefði skýrt manni sínum fré þessu í sima. ÞA» ER EKKI ofsðgum sagt af andlegri frjósemi okkar íslend- inga og skáldskapargáfu, en þetta gengur helzt til of langt. Svona ' skáldí|kalpur er okkur ekki til sóma. Ég hefi oft hvatt til þess, að reynt yæri að rekja þessar sögur og höfundarnir látnir sæta ábyrgð. NÚ ER JÓNAS frá Gríótheimi farinn að yrkja um mig. Hann sendi náér þessar vísur í gærkveldi; Gefi allir gaum að því, Góðum fylgi ráðum. Hannes verður h'arður í horn að taka bráðum. Hannes á svo ágætt þing, — andstæðingar klaga: Ef hann beittum blaðasting bregður alla daga. Ef sem flestir leggja lið, lukku sinnar smiður. Hannes óláns-ástandið alveg leggur niður. ÉG ÞAKKA kveðskapinn, en þvf miður get ég ekki sent svar níitt í .bundnu máli. ÉG SPCRBI leikara að því ný- lega, hvað hann vildi segíá um hina miklu aðsókn að leikhúsinu. Hann sagði: „Verkamenn, sjómenn og iðnaðarmenn eru farnir að sækja leikhúsið." Þetta grunaði mig líka, þó að ég spyrði. Ef til vill eru ýmsir, sem telja að þetta sé .lúxus' hjá verkalýðnum — og hann hafi því ekkert að gera við þær tekjur, sem gera hönum kleift að sækja leikhúsið einu sinni til tvisvar á vetrinum. Hannes á hornintx.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.