Alþýðublaðið - 25.02.1942, Síða 6

Alþýðublaðið - 25.02.1942, Síða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 25. febrúar 1942 Iðran syndarans. ekkert þessara árása að sam- M; A-kvartettinn kemuraft- nr efiir tveggja ára hvild. Afmæliskonsertar um helgina. ; . . , ■■.■■ ■ ■ .... Samtal við Jón frá Ljárskógum. HINN LANDSKUNNI KVAKTETT, sem kenndur.er við Menntas’kóla Akureyrar, MA-kvartettinn, er nú aftur kominn á stufana, eftir tveggja ára hvíld. — Ætlar hann að hafa afmæliskonsert á sunnudag í Gamla Bíó fyrir almenn- Verkamannafél. Hlif f Hafnarfirði ræðir skotslysið. VEBKAMANNAFÉLAGIÐ HLÍF í Hafnarfirði hélt fjöimetman fund í gærkvöldi og ræddi meðal annars um síð- asta slysatburð í Hafnarfirði var samþykkt allmikil ályktun út af þvú Segir m. a. í iþessari ályktun: í>ví ályktar fundur, haldinn í verkamannafélaginu Hlíf í Hafnarfirði 23. febr. 1942, að öryggi verkamanna krefjist þess, að tafarlaust séu gerðar ráðstafanir til að afnema hættu- ástand það, er nú ríkir á nefnd- tun vinnustöðvum. — Beini fundurinn því þeirri eindregnu ósk sinni, til ríkisstjórnar fs- lands, að hún grípi inn í mál þetta og hlutist til um, við hern- aðaryfirvöldin“, ; að úr þessum ínálum verði bætt — og er það nánar tilgreint. 4 Enn fremur segir í ályktun- inni. „Meðan nefndar ráðstafanir hafa ekki verið gerðar, telur fundurinn að ókleyft sé, fyrir verkamenn, vegna hættu þeirr- ar, sem yfir þeim vofi, að stimda vinnu við hafskipa- bryggjumar í Hafnarfirði og felur því trúnaðarráði félags- ins að gera viðeigandi ráð- stafanir til að fyrirbyggja, að svo miklu leyti, sem þáð er í félagsins valdi, áð verkaménn stofni sér í þá hættu, er fylgir vinnu á nefndum vinnustöð- um“. ÐagsbrAnargjðld haekka uppí 31 kr. Verkamenn mötmæla notbnn Verkamannaskýlisíns ERKAM.FÉL. DAGS-1 BRÚN hélt fjölmennan ■fund s.l. sunnudag. Á fundin- um var rætt um félagsgjöldin, Verkamannaskýlið og misnotk- un þess fyrir hlutaveltur og ennfremur ákvarðanir ríkis- stjórnarinnar um fækkun í vinnu hjá setuliðinu. Samþykkt var með Öllum at- kvæðum gegn einu að hækka órsgjaldið um 10 krónur, éða upp í 30 krónur. Þá var ennfremur samþ. eftirfarandi tillaga út af Verkamannaskýlinu: Fundur í Verkamannafélag- inu Úagshrún 22. fehr. 1942, telur það mjög vítavert, að Verkamannaskýlið er þráfald- lega notað undir hlutaveltur og verkamönnum þar með bægt frá að hafa þess full not. Jafnframt skorar fúndurinn á viðkomandi aðila að sjá um að komið verði upp fúllkomnum sálemum við höfnina víðar en nú er. Axel Thorsteinsson rithöf- undur flutti fróðlegt erindi um Japan og hemaðarstefnu þess rikis og var gerður góður róm- ur að erindi hans. Mun Dags- brún hafa í hyggju að láta flytja fróðleg erindi á hverj- um fundi. Frh. af 4. síðu. sem með þessi mál höfðum far- ið, og þar á meðal ráðherra Al- þýðuflokksins, sem þá sat í sam- stjóm með ráðhermm Sjálf- stæðisflokksins. Heldur Á. J. að þvílík framkoma hafi verið til að styrkja „bræðraböndin“ inn- an stjórnarflokkanna? Á. J. og fleiri mátu meira að tyggja þessar tilhæfulausu lygar kom- múnistanna og spýta þeim upp í náungann, en að fara með rétt mál. * Þegar stjórnarsamstarfið hófst var það fastmælum bund- ið, að breytingar, sem einhver stjórnarflokkanna teldi sér ó- hagkvæmar, skyldu ekki gerðar nema samþykki allra kæmi til Þessu var fylgt fram á árið 1941. Þá gerðist atvinnumála- ráðherra til þess, að gera þá breytingu á síldarverzluninni, sem Alþýðuflokkurinn var ál- gerlega mótfallinn og vitað var einnig, að meirihluti ríkis- stjórnarinnar var mótfallinn. Urðu af þessu hinar mestu og verstu deilur, sem vonlegt yar. Þessar aðgerðir varði blað Á. J. pg lét sér þær vel líka. Heldúr Á. J. að slíkt einræði eins ráð- herra gegn vilja samstarfs- manna hans í ríkisstjórn og eins stuðningsflokks stjórnarinnar hafi verið til að bæta samstarf- ið? ■ Að lokum skal hér nefht eitt enn, og það er framkoma Sjálfstæðismanna út af kosn- ingunni í Norður-ísafjárðar- arsýslú. Það var fastmælum bundið, þegar frestað var kosn- ingum til alþingis, að yrði kjör- dæmi laust, skyldi sá flokkur einn stjórnarflokkanna bjóða þar fram, sem þingmann þann hafði átt, sem frá féll eða lagði niður þingmennsku. Nú losn- aði fyrst þingsæti, er Sjálf- stæðismenn áttu í Snæfellsnes- sýslu. Enginn hreyfði því að kjósa þar. En þegar eitt af þingsætum Alþýðúflokksins losnar, heimtar Morgunblaðið þegar í stað kósningu þar. — Þannig var það berlega svikið, sem um hafði verið talað, og sem forsætisráðherra Hermann Jónasson, hefir þráfaldlega skýrt frá opinberlega, að fast- mælum hafi verið bundið. Heldur nú Á. J. að svona ó- heiðarleg framkoma gagnvart Alþýðuflokknum hafi örfað hann til samstarfsins? «!* Hér hefir nú verið drepið á nokkur atriði úr samstarfinu sem sýna heilindi Sjálfstæðis- manna gagnvart Alþýðu- flokknum og mætti þó margt fleira til tína. Má.það hverjum manni ljóst vera, að meðan starfað er með slíku hugarfari, og hér er lýst, er raunveru- lega ekki um neitt samstarf að ræða. Sjálfstæðisflokkurinn, eða ráðamenn hans, og þá al- veg sérstaklega blöð hans, með Á. J. í broddi fylkingar, hafa allt gert til þess að spilla sam- starfinu, en ekkert til þess að það fengi styrkzt og haldizt. En það sýnir glögglega, hversu gjörólíkt var ástatt um Alþýðuflokkinn, að hann gerði starfsslitamáli. 'Hann leit svo á, að flokkn- um sjálfum bæri að svara þessum skeytum og öðrum því líkum og það var þá fyrst, er „samstarfsflokkamir" ákváðu að svíkjast aftan að launastétt- um landsins, sem Alþ.fl. er málsvari fyrir, og hneppa þær í fjötra að hann gat ekki leng- ur tekið þátt í ríkisstjóminni. Þá var skylda hans að fara þaðan og hann gerði það líka. Sjálfstæðismenn ættu nú að vera ánægðir. Þeir hafa nú fengið það ráðherrasæti, sem þeir lengst hafa þráð, þótt það sýnist hafa verið því verði keypt, að fóma hagsmunum alls þess launafólks, sem Sjálf- stæðisflokknum hefir fylgt. Á. J. hefir nú fengið það fram, að Alþýðuflokkurinn færi úr ríkisstjóminni, eins og hann krafðist á sínum tíma. Hví er hann þá ekki ánægður nú? III. Halda menn nú, að nokkurt samstarf um ríkisstjóm eða hvað annað geti staðið til lengdar, þegar svo er að búið, sem hér er lýst? Slíkt er með öllu óhugsandi. Ef samstarf á að ,geta borið góðan árangur, verður til þþss að stofna með sérstöku hugarfari og þeim fullkpmna ásetningi, að láta samstarfið takast, jafnvel þó hver og einn verði að færa einhverjar fórnir. Ég vií skora á Á. J. að nefna þess dsemi, hver óheilindi Al- þýðuflokkurinn hefix sýrit. í samstarfinu og rökstyðja þau ekki verr en hér er gert. Ég hygg honum reynist það erfitt. Á. J. sér nú, hver afglöp hann sjálfur og samherjar hans hafa framið, en það er nokkuð seint, „að iðrast éftir dauð- ann.“ Ef iðmn Á. J. er af réttri tegund, ætti hann nú að biðja Alþýðuflokkinn opinberlega fyrirgefningar á framkomu sinni í hans garð jmeðan sam- starfið stóð ýfir, ög taka aftur allar álygarnar og ótugtarhátt- inn, sem hann sýndi allan þann tíma, sem samstarfið átti sér stað. x Vilji hann það ekki, er iðr- un hans áreiðanlega ekki sönn og mundi þá helzt í ætt við faríseahátt þann, sem vel er lýst í heilagri ritningu. Það er rétt, að gefa Á. J. tóm til að skoða huga sinn enn einu sinni áður en lengra er haldið. Dognr msðnr ferst af báti. Fyrir nokkrum dög- UM fór Jón M. Jónsson, frá Bæjarhlöðum í Skagafirði, einn á báti og ætlaði að skjóta fuglau Hafði hann byssu með sér. Klukkan 4 sama dag sást báturinn undan Þórðarhöfða við Hofsós. Siðan hefir ekkert spurzt til Þórðar, en í fyrradag rak bát- intt. Lá byssan í honum, en ár- arnar voru horfnar. ing. Eru á söngskrá 40 lög. Alþýðublaðið hafði í gær tal við Jón' frá Ljárskógum, hinn vinsæla arinan bassa kvartetts- ins og spurði haim um þessár söngskemmtariir „Við crum' 10 ára á þessum vetri“, segir Jón, og í 'því til- éfni efnum við: til könserts fyrir almenriing á sunnudag og hefst hann klukkan 3. Á söngskránni eru hvorki niéira né minna en 40 lög, öll 'mjög létt — og, að okkar áliti, skemmtileg. Rúmur helmingur þeirra er nýr, ,þ. e. a. s. við höfum ekki sungið þau áður“. — Þið hafið haft langa hvíld undanfarið? „Já, það hefir verið í mörgu að snúast — og nú er æskuf jörið að líkindum tekið að dofna, annars höfum við alltaf tekið okkur nokkra hvíld. Síðustu söngskemmtanir okkar höfðum við veturinn 1939—1940“. — Hvað hafið þið haldið margar söngskemmtanir frá því fyrsta? — Þær eru orðnar 100. Við höfum staðið undrandi yfir öll- um þeim vinsældum, sem við höfum átt að fagna, og þó urð- um við mest undrandi yfir byrjuninni”. — Hvernig var hún? „Svo er mál með vexti, að kvartettinn fæddist eiginlega af sjáífu sér. Haustið 1932 komu þeir Hælisbræður, Þorgeir og Steinþór Gestssynir í Mennta- skólann á Akureyri. Ég og Jakob Hafstein vorum iþá þar fyrir. Ég komst fljótt í náin kynni við þá Hælisbræður, við hittumst oft á herbergjum okk- ar og þá tókum við oft lagið. Reyndum við að syngja þrí- raddað. Syo bár það einu sinni við, að Jakob kom til okkar, þar sem við vorum að syngja „Gamla Nóa“, en það er fylgja okkar og uppáhald. Við kemid- um hónum fljótt fyrsta bassa og þar með var kvarttettinn stofnaður. Við fórum að syngja á skóla- skemmtunum og kaffikvöldum og um vorið sungum, við á út- varpskvöldi Menntaskólans. Upp úr þessu réðximst við í að efna til sjálfstæðrar söngskemt- unar hér í Reykjavík- og það var í mikið ráðizt“. ■ : — Voruð þíð ékki irieð . „skrekk”? „Við skulfum vitanlega af eftirvæntingu. Okkur datt ekki í hug, að við myndum fá í hálft húsið, einu sinni. En þetta fór á annan veg. Ailt spldist upp á svipstundu og við fengum sjö sinnum húsfylli“. — Þið hafið farið víða um land? „Já, við höfum komið víða. 1935 fórum við í söngferðalag. Fórum við þá til ísafjarðar, Siglufjarðar, ( Akureyrar og Húsavíkur, en við höfum líka sungið miklu víðar t. d. Hafnar- firði, Grindavík, Keflavík, Sandgerði, Akranesi, Reyk- holtsskóla, Hvanneyrarskóla, Borgarnesi, Selfossi, Eyrar- bakka og víðar. — Og allt af við ágætar við- tökur? „Já, við höfum ekki undan neinu að kvarta — en nú er að sjá, hvort fólkið er búið að gleyma okkur söngvurunum í önnum stríðsgróðans og Breta- vinnunnar. — Ég ætla að biðja Alþýðublaðið að geta þess, að þeir Emil Thoroddsen og Ámi Björnsson, píanoieikari hafa undirbúið þennan konsert okk- ar, raddsett lögin o. s. frv. — Sigurður Guðmunsson, skóla- meistari hefir skrifað skemmti- legan formála fyrir söng- slrránni“.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.