Alþýðublaðið - 25.02.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 25.02.1942, Blaðsíða 7
Mtfvikudagur 25. febrúai 1M2 ALÞYÐUBLAÖÍO .V.jij, ,. yryn* ><xý.JjM-<< —m"»» "_p........inniii ¦iniMti. Bærinn í dagj Næturlæknir er Kjartan Guð- mundsson . Sólvallagötu 3, sími: 5051. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTYARPIÐ: 12.15—13.00 Hádegisútvarp. 20.30 Föstumessa í Dómkirkjunni 21.20 Hljómplötur: 21:30 Minnisverð tíðindi (Axel Thorsteinsson). 21.50 Fréttir.— Dagskrárlok. . • v ¦ ' . .-. Næturakstur fer fram kj. 18.30—21.00 mið- vikudaginn þ. 25. febr. á vegirium Geitháls—Kolviðarhóll. ' Alþýðuflokksfólk! Ef þið vitið um kjósendur héðan úr bænum, serri nú dvelja úti á landi, þá látíð vita í skrifstofu A-listans í Alþýðuhúsinu. Vinnið að sigri A-listans. Alþýðuflokksmenh! Munið að kjósa áður en þið farið úr. bænum. Kjósi« A-listann. i Vegna missagnar sem kom fram hér i blaðinu, þegar skýrt var frá fráfalli Lárus- ar Marissonar, sem' druknaði af m, b. Græði, skal þess getið að hann va? kvæntur. Heitir ekkja hans. Margrét Benediktsdóttír og er búsett á ísafirði. Börn þeirra eru öll upþkomiri. Hallgrímsprestakall: föstugtiðsjþjónusta í bíósal Aust- urbæjarskólans kl. 8.30 í kvöid. Séra. Jakob Jónsson. Gestir í bænum. Erlingur Friðjónsson, bæjarfull- trúi á Akureyri. Friðrik Steinsson, erindreki, Eskifirði. Sá síðarnefndi er fúlltrúi á Fiskiþinginu, sem nú stendur yfir. Viggó Björgólfssyni, haínfirska piltinum sem varð fyrir skoti ó sunnudaginn, leið betur í gær og,var hann þá yfir- heyrður, en fulltrui bæjarfogeta í Hafnarfirði segir, að ekkert nýtt hafi komið fram í málinu. Dáfnaeigendur , í., bænum hafa verið kvaddir á fund lögreglustjóra og er það gert 1 samráði við borgarstjóra. Mun vera ætlunin að hefja herferð gegn flækingsdúfum, því að talið er, að þær valdi óþrifnaði í bænum. Ölvun hefir verið mikil hér í bænum uhdanfarna daga og voru 26 menn teknir úr umferð um siðustu helgi. Skemmdarvargarnir heitir framhaldssýning í Gamla Bió núna.; Aðalhlutverkin leika Fay Wray pg Charles Lang. Baráttan um inilljónaarfinn heitir ameríksk skemmtimynd, sem Nýja Bíó sýnir'á fimmsýningu núna: Aðalhlutverkin leika «Made- leine Carroll, Franz Lederes og Mischa Auer. . :¦ h / ' I Hun bað hans heitir amerísk skemmtimynd, aem Gamla Bíó sýnir. Aðalhlut- verkin leika Fred Mac Murray og Mádeleiné Carrolt. 200 smálestir af appelsínum eru væritanlegar hingað innan skamms. Hefir inn- flytjendasariibándið og S. í. F. fest kaup á þéirri. Oro*sending til kaupendanna. Ekki tókst að koma blaðinu til kaupenda í tveimur hverfum í gær fyr eri séirit. Þettá stafar af því að börn, sem áður báru blaðið át gátu: ekki unnið að því fyrri hluta dags og urðu því að hætta. Bn ákaflega er erfitt að fá fólk til starfa nú. Þetta niun þó komast fljótt í lag og eru kaupendur beðn- ir »3 hafa þollnmæði á meðan. Éyðimerkurhernaðurinn. Frh. af 5. sí6u. mennirnir hafi verið sendir til iþess að varpa sprengjum sínum, þyí að samkvæmi ifyrri reynslu érii ekki miklar líkúr til þess að þeir hitti. Bæði Þjóðverjar og Bretar' fyrirlíta ítölsku hérmehnina í Vestureyðimörkinni. Enda segja iþýzkir hermehn, sem teknir haf a vqrið til fanga, að þeir noti ítalina ekki nema að htlu leyti til hernaðar, heldur til þess að annast verkamarinavinnu, sem nauðsynleg er í hernaði. Og samlyndið er ekkl sem bezt hjá þeim. Þýzkir og ítalskir fangar eru aldréi fluttir í sama vagni, því að búast má við að þeir týni tölunni á leiðinni. Herdeildarforingi eínn, sem staddur var með lið s^tt nálægt Sidi Barrani, sagði, að sér þætti —-vænt um að ítalir væru farn- if að fljúga þýzku flugvélunum. Það væri þá minni hætta af á- rásunum. Þeir flygju aldrei lægra en í 15000 ft. hæð, þegar þeir vörpuðu sprengjuhum, og væru slíkar loftárásir nær ein- göngu til málamynda. Það voru ástæður fyrir því, að ítalir voru farnir að fljúga þýzkum flugvélum. Ein; var sú, að Þjóðverjar iþurftu á öllum flugmönnum sínum aÓ'halda á rússnesku vígstöðvunum, en þeir urðu að skilja flugvélarnar ef tir, svo að mondulveldin hefðu flugvélar í eyðimerkur- hernaðinum. Um þessar mundir voru ítalir alveg að verða flug- vélalausir, og flugvélafram- leiðsla þeirra var engin. Þá skorti gersamlega hráefni. * Á margra þúsund mílna svæði í eyðimörkinni sjást á víð og dreif leifar eftir ítali, sem hafa verið á flótta. Víða sjást. hjálmar, sem iþeir hafa misst af sér á flóttanum, sums staðar sjást yfirhafnir, én langvíðast eru það skórnir, sem orðið hafa eftir, hálffyllst af sandi og hafa snákar þá að bæli sínu. Fjöldi krossa gnæfir upp úr auðnintti, og bera þeir allir sams konar á- letrun: Hér liggja grafnir svo og svo margir áþekktir ítalir. 'Eins og áður er skyrt frá, er miklumerfiðleikum bundið að ná í hæft drykkjarvatn í eyði- mörkinni. Vatnsstöðvarnar¦;; eru jaf nframt mikilvægar hernaðar- legar stöðvar, sem barizt erum að ná eða halda. Við venjulegar kringumstæður eru hverjum manni áætlaðir fjórir lítraraf vatni á dag. En í eyðimörkinni er öðru máli að gegna. í herbúð- unumá kvöldin ræða yfirmenn og óbreyttir hermenn um vatn á sama hátt og heimsmenn og nautnabelgir ræða um vín í veizlusölum. Þeir, sem kunn- ugir éru orðnir í eyðimörkinni, hella vatni í flösku og bragða á og segja: „Þetta er Buqbuq- vatn" eða: ,^Þetta er á bragðið eins og Sidi-Barrani-vatn" eða: „Það er ég sannfærður um, að þetta er Öiwa-vatn." Það er langt á milli vatns- stöðva í eyðimörkinni. Enginn maður leggur af stað frá vritns- bólunum út á eyðimörkina án þess að hafa vatnsf löskuna sína fulla og án áttavita. Ef maður vilhst vatnslaus í eyðimörkinni, örmagnast maður eða missir vit- íð ihnan tveggja sólarhringa, og dauðinn er vís innan skattims. Liðsforingi nokkur, sem var þaulvattur eyðimerkuxhernaði, hefir sagt: — Ég var að villast á eyðimörkinni nýlega í iþrjá klukkutíma, og eg hefi aldrei verið jafn hræddur á ævi minni. Enginn innfæddur maður sást á svæðinu á bak við víg- línur Breta í Libyu, og ekki heldur á stórum svæðum í Egyptalandi. Þeir höfðu allir verið reknir burtu vegna þess, að þeir höfðu verið farnir að leggja stund á þann atvmnuveg að ganga milli herbúða banda- manna og öxulríkjanna með seljanlegar upplýsingar, og þótti þeim það góð verzlun. Hinir einu innfæddu, sem sjást meðal brezku hermannanna, eru fáein múldýr, sem tekin hafa verið herfangi af ftölum, og apar. Það var einn múlasni, í Buq- buq. Árið 1940 var svo oft minnzt á Buqbuq í fréttum frá Libyu, að ókunnugir mættu álíta, að það væri stór borg með Þakka ölluxn, er sýndu okkur samúð og vináttu við and- lát mannsjns mms, : "¦ ¦ . . 1 ' , ' ! VILHJÁLMS ÝIGFÚSSONAR. Fyrir mína hönd og annarra vándamanna., * ^Þórðis Þorsteinídóttir. mörgum strætum og mikiUi vagnaumferð. En reyndar ér Buqbuq ekki annað en vátns- ból með fáeinum trjám um- hverfis. Þegar ítalir fóru þáðatt yarð iþar eftir einn múlasni, sem hafði beðið hreyfingar- láús tímum saman eftir því, að húsbóndi sinn kæmi aftur. Þeg- ar talað var við hann á ítoisku, dillaði hánn eyrunum. Áðalfæðutegundirnar í eði- mörkinni eru kjöt og te, bjór og áýaxtasafi. Áströlsku hermenn- irnír drekka mikið af bjór, og liggur fjöldi af tómum bjór- floskum eftir þá, þar sem þeir fára. Þá eru hermönnunum gefnar C-vitaminpillur, sem' eru á stærð við baunir. 1 bréfum sínum heim skrifa sumir hermennirnir: ^^að fyrsta, sem ég geri, iþegar ég kem heim, er að fara í ein- hverja ölstofuna og fá mér öl." Hermennina í herbúðunum vantar.rendar ekki öl eða bjór, en það er ekki hið sama að drekka úti í eyðimörkinni og að sitja í sæmilegri ölstofu, þar sem maður kannast við um- hverfi sitt. Og til þess að minna á gömlu Londpn hafa þeir gef- ið ýmsum stöðum í herbúðun- um nöf n ýmissa þekktra staða í London. SKAUTAR, nokkur pör til sölu á Lokastíg 7. Gólfteppa- filt til sölu á sama stað. Brezkt stórskotalið í eyðimörk >Libyu. ¦ ¦ " •VJ w^^^p^^^^^ BRUNINN Á LAUGAVEGI Frh. af 2. síðu. bjálkaloft hússins og austur eftir því, að kvistherbergi, sem er austast á þyí, ög átti slökkvi- liðið þar í míklúm erfiðleikum með að ráða niðurlögum eldsins. Á hanabjálkaloftinu eru marg- ar kompin: og stoppað milli þilja með marháhni og var því mpg erfitt að fást við eldinn þar. ¦ ¦¦;,' ¦¦ ~ •Þurfti að dæla miklu vatni og fórþað niður gegnum allt húsið og olh miklu tjóni í því öllu. Um klukkan fjogur hafði ' slökkviliðið þö ráðið niðurlögum eldsins, en brezkir slökkviliða- menn aðstöðuðu það. Húsið er múrhúðað timbur- hús og eru eigendur Ljosaf oss einnig eigendur þess. Á bersvseði þar sem hvorki er skjól fyrir ^Tskininu né sandstormunum. RDÐóIfor Gaðjðnsson bóhbmdari láíinn IGÆR klukkan 4,30 lézt £ sjúkrahúsi hér í bænum , Runólfur Gruðjónsson, bók- bindari, 64 ára að aldri. Hann háfði verið bokbandsmeistari í fjöida mörg ár og rekið bók- bandsvinnustofu í Safnhusihu. Andlát hans bar að með þeim hætti, að hann fannst 6- sjálfbjarga í vinnustofu sinni £ fyrradag kl. 1. Mun hann hafa fengið heilablóðfail, þar sem hann var að vinnu sinni. Runóif Guðjónsson þekktu mjög margir Reykvíkingar — og var hann vinsæil maður. Símon Jðnsson kaup maðor látinn SfMON JÖNSSON kaup- maður lést hér í bænum á laugardag eftir langa vanheilsu. Hafði hann legið í siðnstu 6 mánuði, þungt haldum. Símon Jónsson var frá Læk í Ölf usi. Hér í bænum haf ði hann rekið matvöruverzlun síðan 1917, nú síðast og lengst af á Laugavegi 33, en í því húsi bjó hann. Símon var mjög vinsæll mað- ur af viðskiptavinum sinum og öllum sem kyntust honum Hann naut mikils trausts meðal stéttarbræðrá sinna og hafði hann verið gjaldkeri félags matvörukaúpmanna síðast liðin 8 ár. — Hattn váf 48 ára, er hann lést. | Otbrelðið AlpýOnblaðiH.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.