Alþýðublaðið - 25.02.1942, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 25.02.1942, Qupperneq 7
Miðvikudagxir 25. fehrúav' 1M2 ALÞÝOUBLAÐIÐ Bærinn í dag.| Næturlæknir er Kjartan Guð- mundsson Sólvallagötu 3, sími: 5051. Næturvörður er í Laugavegs- og IngóKsapóteki. ÚTVARPIÐ: 12.15—13.00 Hádegisútvarp. 20.30 Föstumessa í Dómkirkjunni 21.20 Hljómplötur: 21.30 Minnisverð tíðindi (Axel Thorsteinsson). 21.50 Fréttir. — Dagskrárlok. • V ''' . Næturakstqr fer fram kl. 18.30—21.00 mið- vikudaginn þ. 25. febr. á vegirium Geitháls—Kolviðarhóll. ’ Alþýðuflokksfólk! Ef þið vitið um kjósendur héðan úr bænum, sem nú dvelja úti á landi, þá látið vita í skrifstofu A-listans í Alþýðuhúsinu. Vinnið að sigri A-listans. Alþýðuflokksmenri! Munið að kjósa áður en þið farið úr, bænum. Kjósið A-listann. Vegna missagnar sem kom fram ifiér i blaðinu, þegar skýrt var frá fráfalli Lárus- ar Marissonar, semy druknaði af m. b. Græði, skal þess getið að hann var kvæntur. Heitir ekkja hans Margrét Benediktsdóttir og er búsett á ísafirði. Börn þeirra eru öll upþkomiri. Hallgr í mspr estakall: föstugiiðsþjóriusta í bíósal Aust- urbæjarskólans kl. 8.30 í kvöld. Séra. Jakob Jónsson. Gestir í bænum. Erlingur Friðjónsson, bæjarfull- trúi á Akureyri. Friðrik Steinsson, erindreki, Eskifirði. Sá síðamefndi er fulltrúi á Fiskiþinginu, sem nú stendur yfir. Viggó Björgóifssyni, hafnfirska piltinum sem varð fyrir skoti á sunnudagiim, leið betur í gær og var hann þá yfir- heyrður, en fulltrúi bæjarfógeta í Haínarfirði segir, að ekkert nýtt hafi komið fram í málinu. Ðúfnaeigendur í bænum hafa verið kvaddir á fund lögreglustjóra og er það gert í samráði við borgarstjóra. Mun vera ætlunin að hefja herferð gegn flækingsdúfum, því að talið er, að þær valdi óþrifnaði í bænum. Öivun hefir verið mikil hér í bænum undanfama daga og voru 26 menn teknir úr umferð um síðustu helgi. Skemmdarvargarnir heitir framhaldssýning í Gamla Bíó núna. Aðalhlutverkin leika Fay Wray og Charles Lang. Baráttan um milljónaarfinn heitir ameríksk skemmtimynd, sem Nýja Bíó sýnir'á fimmsýningu núna. Aðalhlutverkin leika Made- leine Carroll, Franz Lederes og Mischa Auer. Hún bað hans heitir amerísk skemmtimynd, aem Gamla Bíó sýnir. Aðalhlut- verkin leika Fred Mac Murray og Madeleine Carrolt. 200 smálestir af appelsínum eru væntanlegar hingað innan skamms. Hefir inn- flytjendasambandið og S. í. F. fest kaup á þeim. Orðsending til kaupendanna. Ekki tókst að koma blaðinu til kaupenda í tveimur hverfxmx í gær fyr en séint. Þetta stafar af því að böm, sem áður báru blaðið út gátu ekki unnið að því fyrri hluta dags og urðu því að hætta. En ákaflega er erfitt að fá fólk til stárfa nú. Þetta mun þó komast fljótt í lag og eru kaupendur beðn- ir að hafa þolinmæði á meðan. Eyðimerkurhernaðurinn. Frh. af 5. síöu. mennirnir hafi verið sendir til iþess að varpa sprengjum sínum, því að samkvæmt fyrri reynslu éru ekki miklar líkur til þess að þeir hitti. Bæði Þjóðverjar og Bretar fyrirlíta ítölsku hermennina í Vestureyðimörkmni. Enda segja þýzkir hermehn, sem teknir hafa verið til fanga, að þeir noti ítalina ekki nema að litlu leyti til hernaðar, heldur til þess að annast verkamannavinnu, sem nauðsynleg er í hernaði. Og samlyndið er ekki sem bezt hjá þeim. Þýzkir og ítalskir fangar eru aldrei fluttir í sama vagni, því að búast má við að þeir týni tölunni á leiðinni. Herdeildarforingi einn, sem staddur var með lið sitt nálægt Sidi Barrani, sagði, að sér þætti —vænt um að ítalir væru farn- ir að fljúga þýzku flugvélunum. Það værí þá minni hætta af á- rásunum. Þeir flygju aldrei lægra en í 15000 ft. hæð, þegar þeir vörpuðu sprengjunum, og væru slíkar loftárásir nær ein- göngu til málamynda. Það voru ástæður fyrir því, að ítalir voru farnir að fljúga þýzkum flugvélum. Ein var sú, að Þjóðverjar þurftu á öllum flugmönnum sínum að halda á rússnesku vígstöðvunum, en þeir urðu að skilja flugvélarnar eftir, svo að möndulveldin hefðu flugvélar í eyðimerkur- hernaðinum. Um þessar mundir voru ítalir alveg að verða flug- vélalausir, og flugvélafram- leiðsla þeirra var engin. Þá skorti gersamlega hráefni. * Á margra þúsund mílna svæði í eyðimörkinni sjást á víð og dreif leifar eftir ítali, sem hafa verið á flótta. Víða sjást hjálmar, sem iþeir hafa misst af sér á flóttanum, sums staðar sjást yfirhafnir, en langvíðast eru það skómir, sem orðið hafa eftir, hálffyllst af sandi og hafa snákar þá að bæli sínu. Fjöldi krossa gnæfir upp úr auðninni, og bera þeir allir sams konar á- letrun: Hér liggja grafnir svo og svo margir óþekktir ítalir. 'Eins og áður er skýrt frá, er miklum erfiðleikum bundið að ná í hæft drykkjarvatn í eyði- mörkinni. Vatnsstöðvamar eru jafnframt mikilvægar hernaðar- legar stöðvar, sem barizt er um að ná eða halda. Við venjulegar kringumstæður em hverjum manni áætlaðir fjórir lítrar af vatni á dag. En í eyðimörkinni er öðru máli að gegna. í herbúð- unum á kvöldin ræða yfirmenn og óbreyttir hermenn um vatn á sama hátt og heimsmenn og nautnabelgir ræða um vín í veizlusölum. Þeir, sem kuim- ugir em orðnir í eyðimörkinni, hella vatni í flösku og bragða á og segja: ÍTÞetta er Buqbuq- vatn“ eða: „Þetta er á bragðið eins og Sidi-Barrani-vatn“ eða: „Það er ég sannfærður um, að þetta er Siwa-vatn.“ Það er langt á milli vatns- stöðva í eyðimörkinni. Enginn maður leggur af stað frá vatns- bólunum út á eyðimörkina án þess að hafa vatnsflöskuna sína fulla og án áttavita. Ef maður villist vatnslaus í eyðímörkiimi, örmagnast maður eða missir vit- íð innan tveggja sólarhringa, og dauðinn er vís innan skamms. Liðsforingi nokkur, sem var þaulvanur eyðimerkurhemaðí, hefir sagt: — Ég var að villast á eyðimörkinni nýlega í þrjá klukkutíma, og ég hefi aldrei verið jafn hræddur á ævi minni. Enginn innfæddur maður sást á svæðinu á bak við víg- línur Breta í Libyu, og ekki heldur á stórum svæðum í Egyptalandi. Þeir höfðu allir verið reknir burtu vegna þess, að þeir höfðu verið famir að leggja stund á þann atvinnuveg að ganga milli herbúða banda- manna og öxulríkjanna með seljanlegar upplýsingar, og þótti þeim það góð verzlun. Hinir einu innfæddu, sem sjást meðal brezku hermannanna, em fáein múldýr, sem tekin hafa verið herfangi af ítolum, og apar. Það var einn múlasni, í Buq- buq. Árið 1940 var svo oft minnzt á Buqbuq í fréttum frá Libyu, að ókunnugir mættu álíta, að það væri stór borg með Þakka öllum, er sýndu okkúr samúð og vináttu við and- lái mannsins míns, r VILHJÁLMS VIGFÚSSONAR. Fyrir mína hönd og annarra vándamanna. Þárdís Þorsteinsdóttir. mörgum strætum og mikilli vagnaumferð. En reyndar er Buqbuq ekki annað en vatns- ból með fáeinum trjám um- hverfis. Þegar ítalir fóru þaðán varð Iþar eftir einn múlasni, sem hafði beðið hreyfingar- laus tímum saman eftir því, að húsbóndi sinn kæmi aftur. Þeg- ar talað var við hann á ítolsku, dillaði hann eyrunum. Aðalfæðutegundirnar í eði- mörkinni eru kjöt og te, bjór og ávaxtasafi. Áströlsku hermenn- irnir drekka mikið af bjór, og liggur fjöldi af tómum bjór- flöskum eftir þá, þar sem þeir fara. Þá eru hermönnunum gefnar C-vitaminpillur, sem eru á stærð við baunir. í bréfum sínum heim skrifa sumir hermennimir: „Það fyrsta, sem ég geri, þegar ég kem heim, er að fara í ein- hverja ölstofuna og fá mér öl.“ Hermennina í herbúðunum vantar.rendar ekki öl eða bjór, en það er ekki hið sama að drekka úti í eyðimörkinni og að sitja í sæmilegri ölstofu, þar sem maður kannast við um- hverfi sitt. Og til þess að minna á gömlu London hafa þeir gef- ið ýmsum stöðum í herbúðun- um nöfn ýmissa þekktra staða í London. Borðlð á Café Central SKIAUTAR, nokkur pör til sölu á Lokastíg 7. Gólfteppa- filt til sölu á sama stað. Brezkt stórskotalið í eyðimörk, Libyu. BRUNINN Á LAUGAVEGI Frh. af 2. síðu. bjálkaloft hússins og austur éftir því, að kvistherbergi, sem er austast á því, og átti slökkvi- liðið þar í míklum erfiðleikum með að ráða niðúrlögum eldsins. Á hanabjálkaloftinu eru marg- ar kompur og stoppað milli þilja með marhálmi og var þv£ mjög erfitt að fást við eMiim Þurfti að dæla miklu vatni og f ór það niður gegnum allt húsið og olli miklu tjóni í því öllu. Um klukkan fjögur hafði slökkviliðið þóráðið niðurlögum eldsins, en brezkir slökkviliðs- menn aðstoðúðu það. Húsið er múrhúðað timbur- hús og eru eigendur Ljósafoss einnig eigendur þess. RnnöUor finðjöDsson bókbindari iðtinn IGÆR klukkan 4,30 lézt í sjúkrahúsi hér í bænum Runólfur Guðjónsson, bók- bindari, 64 ára að aldri. Hann hafði verið bókbandsmeistari í fjölda mörg ár og rekið bók- bandsyinnustofu í Safnhúsinu. Andlát hans bar að með þeim hætti, að hann fannst ó- sjálfbjarga í vinnustofu sinni £ fyrradag kl. 1. Mun hann hafa fengið heilablóðfall, þar sem hann var að vinnu sinni. Runólf Guðjónsson þekktu mjög margir Reykvíkingar — og var hann vinsæll maður. Símon Jönsson kanp maðor Á bersvæði þar sem hvorki er skjól fyrir sólskininu né sandstormunum- SÍMON JÓNSSON kaup- maður lést hér í bænum á laugardag eftir langa vanheilsuu Hafði hann legið £ síðustu 6 mánuði, bungt haldinn. Símon Jónsson var frá Læk £ Ölfusi. Hér í bænum hafði hann rekið matvöruverzlun síðan 1917, nú síðast og lengst af á Laugavegi 33, en í því húsi bjó hann. Símon var mjög vinsæll mað- ur af viðskiptavinum sínum og öllum sem kyntust honum. Hann naut mikils trausts meðal stéttarbræðra sinna og hafði hann verið gjaldkeri félags matvörukaupmanna síðast liðin 8 ár. — Hann var 48 ára, er hann lést. 1 ammummmssm J Ðtbrelðið Alpýðublaðið. immmxumí H\*t*t*

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.