Alþýðublaðið - 26.02.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.02.1942, Blaðsíða 4
ALÞYOUBLAÐIÖ FSmmtndagur 26. febrúar 1M3L Útgefandi: Alþýðuflokkurínn Ritstjóri: Stefán Pjetursson Ritstjórn og afgreiðslá í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Símar ritstjórnar: 4901 og 4902 Símar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð í lausásölu 25 aura. Alþýðiiprentsmiðjan h. f. EMÍL JÓNSSON: Uinræður, sem ekki mep spyrjast. HVERNIG stendur á þeirri þögn, sem síðustu dagana hefir ríkt um alþingi í blöðum stjórnarflokkanna, Framsókn- arflokksins og Sjálfstæðis- flokksins? í Tímanum og Vísi var ekki stakt orð um það að finna í fyrradag. Og á Morgun- blaðinu var það yfirleitt ekki sjáanlegt í gær, að neinir fund- ir færu þar fram. Og þó er það vitað, að langir f undir haf a vérið haldnir á Al- þingi undanfarna þrjá daga og harðar umræður farið fram. En þær hafa að vísu verið um það mái og með þeim hætti, að blöð Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins hafa talið það heppilegast fyrir sig og flokka sína að sem minnst eftirtekt væri vakin á iþeim meðal al- mennings yfirleitt og meðal í- búa höfuðstaðarins alveg sér- staklega. Það eru bráðabirgðalögin um frestun bæjarstjómarkosning- anna hér í Reykjavík, sem hafa verið til umræðu í neðri deild. Og þar með er í rauninni allt sagt. Stjórnarblöðin vilja af skiljanlegum ástæðum sem fæstum orðum fara um slíkt gerræði við höfuðstaðinn, þar eð bæjarstjórnarkosningarnar eru nú loksins fyrir dyrum og öll von úti um það, að geta frestað þeim lengur. En þar að auki hafa varnir stjórnarinnar á alþingi fyrir kosningafrestun- arlögunum verið svo aumar og óþinglegar, að blöð hennar hafa talið það hyggilegast að þegja alveg um þær og þar af leið- andi um umræðurnar allar. í mörgum skörulegum og rökföstum ræðum hafa þing- menn Alþýðuflokksins flett ofan af öllu falsi og geræði Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokksstjórnarinhar í kosninga- frestunarmálinu. Þeir hafa bent á það, sem þegar áður var búið að upplýsa, að meira að segja innan stjórnarinnar sjálfrar urðu hörð átök um kosninga- frestunina, af þvi að Framsókn- arráðherrarnir sáu enga fram- bærilega ástæðu fyrir henni. En S j álfstæðisfjokksráðherrarnir voru svo hræddir við dóm kjós- énda í höfuðstaðnum eftir kné- fall sitt fyrir Framsóknarvald- inu og „Hriflumennskunni" óg eftir allan þátt sinn í útgáfu kúgunarl. gegn launastéttun- um, að þeir treystu sér ekki til þess að sitja áfram í.stjórn- inni nema feví aðeins að kosn- Útsvör togarafélaganna í Reykjavík og Hafnarfirði. ) \ 'l . .———.,—.-,—.-----$».—,-----------«_.— . í Hafnarfirði var togarafélögunuin ekki ívlloað á kostnað almenniiigs eins og gert var í Reyk ja vík ASÍÐASTA fundi bæjar- stjórnar Reykjavíkur gerðist sá merkilegi atburður, í fyrsta sinni í sögunni, að ég ætla, að Sjálfstæðisflokkurinn kaus í niðurjöfnunarnefnd bæj- arins Framsóknarmann, og virðast allir Sjálfstæðismenn- irnir í bæjarstjóminni hafa ver- ið einhuga um þetta. Þessi Framsóknarmaður er að vísu góður maður og gegn, en óvenjulegt tímanna tákn er það samt, að sjá Sjálfstæðis- mennina auglýsa svo berlega þjónustu sína við Framsóknar- flokkinn, og staðfestir betur en nokkuð annað hið nána sam- starf um lausn skattamálanna, sem þessir flokkar hafa gengið til og samningur virðist'hafa verið gerður um „á grundvelli þeim, sem lagður , var af Ey- steini Jónssyni á síðasta þingi", eins og segir í bréfi því til trún- aðarmanna Framsóknarflokks- ins, sem lesið var upp á alþingi í gær. Tíminn er heldur ekki seinn á sér að kvitta fyrir þessa þjón- ustu með langri ritgerð í dag um útsvarsalagningarnar á tog- arafélögin í Reykjavík, þar sem hann gerir tilraun til að afsaka hin lágu útsvör á útgerðarfé- lógin, samanborið við aðra gjaldend-jr bæjarins. En þar sem þessi „endur- greiðsla" Tímans er gerð að mestu leyti á kostnað okkar Al- þýðuflpkksmanna í Hafnarfirði, en ekki á eigin reikning, eins og reyndar vænta mátti, finn ég ástæðu til að fara um hana nokkrum orðum, bæði til þess að leiðrétta það, sem þar er ranglega sagt, og eins til þess að skýra málið nokkuð nánar fyrir þeim, sem ókunnugir eru málavöxtum, úr því að farið er að blanda útsvörum okkar Hafnfirðinga inn í þetta á ann- að borð. Tíminn segir: 1.) „Jafnaðarmenn í Hafnar- firði eru raunverulega ábyrgir fyrir því, að útsvörin voru ekki hærri" (á togarafélögunum í Reykjavík) og 2.) „Þó gilti þar (c: í Hafnar- firði) sú undantekning, að tog- arafélögin voru látin greiða langtum lægri útsvör en hinn almenni útsyarsstigi gerði ráð fyrir" og enn 3.) „Það hlýtur að vera eitt helzta sjónarmið niðurjöfnun- arnefndar að leggja ekki hærri útsvör á atvinnufyrirtæki en gert er á sambærilegum stóðum annars staðar á landinu. Vegna þess, að niðurjöfnunarnefndin í Hafnarfirði lagði ekki nema 80 þús. kr. á togara mátti niður- jöfnunarnefndin í Reykjavík ekki leggja á þa mikið hærri upphæð til uppjafnaðar, því að þá voru þeir famir úr bænum." — Og loks 4.) „Böndin berast þá fyrst og fremst að flokksbræðrum þeirra í Hafnarfirði (Alþýðu- flokksmönnum) — og sam- böndum þeirra við sum stríðs- gróðafyrirtækin þar." — Þetta er höfuðefni Tíma- greinarinnar, og eins og menn sjá, miðar hún að því fyrst og fremst og eingöngu að afsaka álagninguna á útgerðarfyrir- tækin í Reykjavfk með hinni óviðurkvæmilegu framkomu Alþýðuflokksmannanna í Hafn- arfirði. Það er þó rétt að geta þess strax hér, að ekki virðist full- trúi Framsóknarflokksins í nið- urjöfhunarnefnd Reykjavíkur í fyrra hafa verið sömu skoðunar, því að hann skrifar undir skrána „með sérstökum fyrir- vara um útsvör 11 togaraútgerð- arfélaga, sem lagt hefir verið á, án þess að fylgja hliðstæðum reglum og beitt var um álagn- ingu á aðra gjaldendur, en samkvæmt þeim regluní hefðu flest þessi útsvör orðið tvöfalt hærri eða meira". Fyrirvari þessi er prentaður aftan við út- svarsskrána í fyrra og getur hver lesið hann þar sem vill. — En þessi fulltrúi Framsóknar var heldur ekki kosinn í nefnd- ina af Sjálfstæðisflokknum. ¦ Um útsvörin í Hafnarfirði skal ég taka þetta fram: Það er með öllu rangt hjá Tímanum, að togarafélögin í Hafnarfirði hafi verið látin ^reiða langtum lægri útsvör en hinn almenni útsvarsstigi gerði ingarnar í Reykjavík væru bannaðar fyrst um sinn. Það var iþetta, sem réði úrslitunum. Þeir Hermánn og Eysteinn litu í náð til þeirra Ólafs og Jakobs í neyðinni og leyfðu þeim að gefa út bráðabirgðalögin. Umræðurnar á alþingi undan- farna daga um frestun bæjar- stjómarkosninganna í Reykja- vík hafa greinilega borið það með sér, að stjómarflokkamir finna sig berskjuldaða í því máli Þegar allir ráðherrarnir hafa misst þannig stjórn á sjálfum ráð fyrir. Þvert á móti. Við nið- urjöfnun útsvaranna þar var í fyrra, eins og ávalt, notaður að- eins eihn stigi við álagninguna, og lagt á alla borgara bæjarins, hvort sem það voru útgerðar- menn eða eitthvað annað, eftir honum. Það, sem mér skilst, að Reykvíkingum hafi sviðið sár- ast við útsvörin þar í fyrra, var sá tvenns konar réttur, tvenns konar skattstigi, sem notaður var, annar fyrir alla almenna borgara bæjarins, og hinn fyrir útgerðarmenn, og hafi hann verið miklu lægri. — Þessi að- ferð var aldrei viðhöfð í Hafn- arfirði, — og fellur því um sjálft sig sú fullyrðing að minnsta kosti, að Hafnfirðingar hafi á þennan hátt verið niður- jöfnunamefnd Reykjavfkur ,»Öl fyrirmyndar". Þá er það einnig rangt hjá Tímanum, að það hljóti ávalt a$ vera eitt helzta sjónarmið nið- urjöfnunamefndar að leggjfc ekki hærri útsvör á atvinsin*- fyrirtæki en gert er á sam- bærilegum stöðum annars stað- ar á landinu. Útsvarsupphæðin í heild er ákveðin af bæjar- stjórn, í sambandi við samn- ingu f járhagsáætlunar bæjarins ár hvert. Útsvarsupphæðin er há eða lág eftir þörfum viðkom- andi bæjarfélags á hverjutn tíma, og útsvörin á hvern ein- stakan gjaldanda geta því orðið há eða lág, bæði eftir því hve há þessi heildarupphæð er, og svo eftir tekjum gjaldendanna, efnum þeirra og ástæðum. Það< á því að vera höfuðviðfangsefni hverrar niðurjöfnunamefndar að gæta þess, að heildarútsvars- upphæðinni sé réttlátlega skipt og að lagt sé á alla gjaldend- uma innan sama bæjarfélags- ins eftir sömu reglu. Ef niður- jöfnunarnefndin ætti að fara aðí elta ólar við, hvað sambærilegir menn eða sambærileg fyrirtækl greiddu í útsvör í öðrum bæj- um, yrði, ekkert úr því anraalí en vitleysa. Til dæmis má get* Frh. é 6. síðu. Þ sér, að þeir standa eins og gelt- andi rakkar framan í ræðu- mönnum Alþýðuflokksins, gríp- andi fram í fyrir þeim til skiptis, án nokkurs tillits til sóma síns eða þingskapa, eins ; og þeir gerðu meðan Haraldur j Guðmimdsson var að gagnrýna | gerræði 'þeirra í fyrradag — þá er augljóst, að þeim er ekki rótt innan brjósts. Það er virkilega engin furða, bótt Tíminn, Vísir og Morgun- blaðið hafi tekið þann kost, að . íþegja um þessar umræður. j AÐ er nú kominn kosninga- skjálfti í Morgunblaðið og það er farið að leita að einhverj- um þeim orðum um andstæð- ingana, sem verkað geti á íbúa höfuðstaðarins. í gær lýsir það í leiðara sínum afstöðu Alþýðu- flokksins til Reykjavíkur á eftirfarandi hátt: „Þegar Alþýðuflokkurinn var hér á árunum í stjórnarsamvinnu við Framsóknarflokkinn, notaði hann þessa aðstöðu til þess á allan hátt að níðast á Reykjavík og íbú- um þessa bæjarfélags. Það var engu líkara en að Alþýðuflokkur- inn hefði aðeins eitt áhugamál, sem sé það, að gera Reykvikingum bölvun." Það er einkennilegur flokkur, þessi Alþýðuflokkur, sem að- eins hugsar um það eitt að gera Reykvíkingum bölvun! Og hvaða bölvun er það þá, sem hann hefir gert þeim? Jú, hann hindraði það með lagaákvæð- um, segir Morgunblaðið,' að Sjálfstæðismenn, sem eru í meirihluta í bæiarstjórn, gætu ráðið í niðurjöfnunamefnd. Einhverjum kann nú hinsvegar að virðast, að Sjálfstæðismenn og Reykvíkingar séu ekki^ eitt og hið sama, og að það sé auk pess mjög vafasamur hagur fyrir Reykvikinga, að hafa Sjálfstæðismenn einráða í nið- urjöfnunamefnd. Eða hvemig notuðu þeir sér það síðastliðið vor, þegar þeir loksins gátu ráðið útsvörunum, með hjálp Framsóknarmanna? þá urðu Reykvíkingar yfirleitt að greiða 25% hærra útsvar, en þeim bar, af því, að Kveldúlfur fékk ekki nema 780 þúsundir í útsvar, enda þótt hann ætti að réttu lagi að greiða 2 milljónir! Þaft er nú meiri bölvunin fyrir Reykvíkinga, að AÍþýðuflokkur- ínn skuh þangað til í vor, aS Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sókn tóku höndum saman, hafa getað hindrað shkar ívilnanir við Kveldúlf á kostnað alfara annarra skattgreiðenda bæjas«- ins! • Helgi H. Eiríksson skóiast}ói%. sem er sjötti maður á Mstas Sjálfstæðisflokksins við bæjar- stjómarkosningamar, virðist. vera eitthvað smeykúr um, aS- Reykvíkingar séu ekki sem á— nægðastir með frammistöðtt Sjálfstæðisflokksins í stjóm bæjarmálanna. Hann skrifar £ Morgunblaðið í gær: „Menn geta verið óánægðír mett eitt eða tvö atriði, er snerta hags- muni þeirra eða þægindi, svo sem holóttan veg, bílaleysi, þrengsli £ strætisvagni eða þess háttar, en það eru litlar sálir, sem láta þaft móta lífsskoðun sína eða stjóra- málasköðun." Vonandi er iþað þó ekkí neítt á móti lífsskoðun eða stjóm- málaskoðun Sjálfstæðisflokks- ins, þótt gert væri við hina holóttu vegi, eða bætt úr bíla- leysinu og þrengslunum I strætisvögnunum. Því að, þö að Reykvíkingum þyki mikið varið í lífsskoðun og stjórnmálaskoð- un Sjálfstæðisflokksins, þá vilja þeir iþó áreiðanlega af tvennu góðu heldur hafa holulausa vegá, nægilega marga bíla og« svo rúmt í strætisvögnunum, að hægt sé að fara með þeim án þess að eiga það á hættu, að rífa fötin sín.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.